Morgunblaðið - 01.09.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.09.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1988 31 'a og Matthías Á. Mathiesen samgönguráðherra ræða við íbúa í einu fcir aurskriðurnar á sunnudag. ákvörðun um hvernig staðið yrði að bótum á því tjóni sem bæjarfé- lagið hefði orðið fyrir og einnig því tjóni sem orðið gæti ef atvinnulíf færi úr skorðum. Halldór Blöndal alþingismaður kom í gær til Ólafsfjarðar í annað sinn frá því að skriðurnar féllu. Sagði hann ástandið vera eftir því sem við hefði verið að búast. Lýsti Halldór áhyggjum sínum yfir því að Viðlagatrygging og aðrar trygg- ingar bættu ekki það tjón sem orð- ið hefði. Þjóðfélagið yrði að styðja við bakið á Ólafsfirðingum. Marinó Magnússon með dauð seiði úr kerjum Óslax. komið á óvart hversu mikill munur væri á úrkomu í olafsfirði og á Siglunesi. Þó stutt væri á milli stað- anna hefði úrkoman mælst fjórfalt meiri á Ólafsfirði. Svo mikill aur hefur runnið í sjó fram að sjórinn í firðinum hefur verið mórauður frá því á sunnudag. Yfir 50 tilkynningar um skemmdir á húsum og görðum höfðu borist Brunabótafélaginu í gær. Þá hefur orðið talsvert tjón hjá laxeldisstöðinni Óslaxi er aur komst í aðveiturör og ker stöðvar- innar. Ekki er vitað hversu stór hluti seiðanna er dauður. Að sögn Marínós Magnússonar starfsmanns stöðvarinnar verður afar erfitt að hreinsa kerin þar sem mestur hluti seiðanna er svo smár og gæti tjón- ið því aukist mun meira. Eins og áður segir hefur orðið tjón á hita- veitu, vatnsveitu, reiðvelli, túnum víðs vegar um sveitina, golfvelli, íþrótt'avöllum, og svo mætti lengi upp telja. Ellefu manns dvelja í gagufræðaskólanum Enn dvelja ellefu manns í gagn- fræðaskólanum á Ólafsfirði. Þar hefur fólkið dvalið frá því á sunnu- dag er 200 íbúar urðu að yfirgefa hús sín vegna hættunnar á frekari Texti og myndir frá Ólafsfirði: Urður Gunnarsdóttir og Þorkell Þorkelsson.______________ skriðuföllum. „Þetta er eins og að fara í útilegu. Það væsir ekki um okkur hér en okkur er farið að langa heim,“ sagði Brynja Sigurðardóttir. Tvær fjögurra manna fjölskyld- ur, hluti þeirrar þriðju- auk eins manns dvelja í skólanum. Sigur- björn Óskarsson 8 ára og Gunnar Jónsson 5 ára kipptu sér ekki upp við dvölina í nýja aðsetrinu. Þeir sögðust hafa gaman af að búa í skólanum, þar gætu þeir valsað um og leikið borðtennis eins og þá listir. Dvöl Signýjar Hreinsdóttur á Ólafsfirði var orðin lengri en áætlað var. Hún kom á föstudag til að heimsækja kærastann og ætlaði að dvelja yfir helgina en ilentist eins og gefur að skilja, sagðist hún vilja fara að komast heim en bætti því við að hún væri vön því að komast ekki leiðar sinnar vegna veðurs þar sem hún væri búsett á Vestfjörðum. Flugvöllurinn er orðinn fær en ekki var hægt að lenda í gær vegna mikillar þoku. Þá er Ólafsfjarðar- vegur eystri einnig fær. Morgunblaðið/Bjami Frá fundi Kaupmannasamtaka íslands og starfsmanna Verðlagsstofnunar. Við borðsendann er Guð- jón Oddsson, formaður Kaupmannasamtakanna, og honum á hægri hönd er Georg Ólafsson, verðlags- stjóri. Verðstöðvunin: Haustvörur og námskeið á sama verði og í fyrra Smásalar gæta heildsala og neytendur gæta smásala Morgunblaðið/Júlíus Sérstakur verðgæslusími, (91)-622101, var settur upp í Verðlags- stofnun í gær og þangað getur fólk beint fyrirspurnum og kvört- unum um framkvæmd verðstöðvunarinnar. Það eru þau Hermann Sigurðsson, Kristinn Bjarnason og Steinunn Friðriksdóttir sem hérna sjást sitja við „kvörtunarsímann“. Verðlagsstofnun framfylgir verðstöðvuninni mjög hart og hefur ekki leyft hækkanir á haustvörum, svo sem skóla- bókum og nýju lambakjöti, frá fyrra ári. Það sama gildir um gjald fyrir þjónustu, svo sem námskeið hjá tónlistarskólum, dansskólum og öðrum. Sér- stakur „kvörtunarsími" var settur í samband hjá stofnun- inni í gær og mjög mikið er um fyrirspurnir og ábending- ar um hækkanir vöru og þjón- ustu. Neytendur gæta þess að smásalar hækki ekki sitt verð og smásalar gæta þess að framleiðendur og heildsalar hækki ekki innkaupsverð. Það sem helst var kvartað yfir í gær var hækkun á eggjum og kjúklingum. Ekki hafði tekist að ná tali af forsvarsmönnum eggja- og kjúklingabænda þegar Morgun- blaðið heimsótti Verðlagsstofnun í gærdag, en þeir voru á þingi Stéttarsambands bænda á Akur- eyri. Verðlagsstofnun telur að ýmis veitingahús og mötuneyti, svo sem á Borgarspítalanum, hafi hækkað verð hjá sér. Þeim sem taldir eru brjóta gegn verð- stöðvuninni er gefinn ‘ sólar- hringsfrestur til að lækka verðið aftur og að sögn starfsmanna Verðlagsstofnunar virðir fólk til- DANSRÁÐ íslands hélt fund í gærkvöldi og mun væntan- lega Ieggja inn beiðni um und- anþágu frá verðstöðvuninni hjá Verðlagsstofnun í dag. „Það verður vonandi ekki vandamál að fá undanþágu, þar sem við höfum ekki hækk- að frá því í september í fyrra, en ef þetta er endanleg ákvörðun yfirvalda munum við fara eftir því,“ sagði Rakel Guðmundsdóttir, skólastjóri Nýja Dansskólans. Rakel sagðist hafa haft sam- band við Verðlagsstofnun í gær og fengið þar góðar móttökur. mæli þeirra nær undantekninga- laust. Til dæmis lækkaði Sultu- og efnagerð bakara verð á sultu og grautum eftir að farið var fram á það. Starfsmenn sögðu fólk mjög vel vakandi yfir verði á daglegum nauðsynjavörum og mikið um upphringingar sem skiluðu ár- angri. Tveir menn eru í fullu Dansráðið hefði ákveðið lág- marksverð fyrir þetta ár, þar sem reynt hefði verið að halda hækk- unum í lágmarki. Námskeið hjá Nýja Dansskólanum hefðu til dæmis hækkað um 8-10% frá fyrra ári. Það myndi koma sér mjög illa fyrir marga ef engin hækkun fengist í gegn og von- andi yrði tekið tillit til sérstöðu þeirra sem hækkuðu aðeins einu sinni á ári. Verðlagsstofnun hefur ekki leyft hækkun á haustvörum, svo sem skólabókum, og árlegum námskeiðum, en hefur ekki feng- ið skriflegar beiðnir um undan- þágur inn á borð til sín enn. starfi við að taka við símhring- ingum og aðrir fimm að hluta. Auk þe.ss fara menri frá Verð- lagsstofnun í búðir og bera verð saman við tölur frá athugunum og tölvuútskriftum frá því áður en verðstöðvunin tók gildi. Mörg vafaatriði og erfið mál koma upp, svo sem varðandi útsölur og árstíðabundnar vörur, en meginreglan er skýr: Ekkert má hækka frá því verði sem síðast var í gildi. Hægt er að sækja um skriflega undanþágu frá verðstöðvuninni, en enn hefur engin verið veitt. Fulltrúar Verðlagsstofnunar eru á fjórum stöðum utan höfuð- borgarsvæðisins: á ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri og Eski- firði. Kvörtunum og fyrirspurn- um skal þó beint til Reykjavíkur, sem síðan kemur skilaboðunum áleiðis. Georg Ólafsson, verðlags- stjóri, sagði að framkvæmd verð- stöðvunarinnar hefði gengið eftir atvikum vel og samstarf við al- menning og hagsmunasamtök væri gott. Georg fór á fund Kaupmannasamtaka íslands í gærmorgun og síðdegis var óformlegur samráðsfundur með Ásmundi Stefánssyni og fleiri fulltrúum frá Alþýðusambandi íslands. Fleiri slíkir fundir eru fyrirhugaðir. Dansskólar ætla að sækja um imdanþágn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.