Morgunblaðið - 01.09.1988, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 01.09.1988, Blaðsíða 55
55^ MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBÉR 1988 Kæruliðahreyfing í Tjamargötu Til Velvakanda. í dálkum þínum þann 20. nóvem- ber síðastliðinn, vakti ég athygli á' fámennum æsingahópum, sem hafa sig mjög í frammi gegn ýmsum framfaramálum. Um þær mundir lét einn slíkur hópur mjög að sér kveða gegn byggingu Ráðhúss Reykjavíkur. Mótmælendur fullyrtu þá, að með byggingu ráðhússins yrði öllu fuglalifi útrýmt á Tjörn- inni. Þeim tókst um tíma að sann- færa margar hrekklausar sálir um að svo yrði. Nú heyrast þessi rök ekki leng- ur, enda ólíklegt að nokkur tæki mark á þeim í dag. Þegar fólk átt- aði sig á blekkingunni urðu raðir „Hinnar miklu fjöldahreyfingar" fljótt þunnskipaðar. Þá var því liði sem eftir stóð, stillt upp til nýrra átaka. Tjamargata 10 skyldi verða hið óvinnandi virki Hreyfingarinn- ar, og þaðan átti að snúa vörn í sókn. Upphófst nú mesti kæruhernað- ur sem sögur fara af á íslandi. Allt var kært, bæði það sem var ekki gert, og einnig það sem var gert. Kjallarinn var of stór og kjall- arinn var of lítill, o.s.frv. Svo langt gekk réttindabarátta Kæruliðanna að þeir sannfærðust um að íbúar Tjarnargötu 10 ættu að minnsta kosti hluta af Tjöminni og þar með veiðiréttindi og eggjatöku! Og enn- þá telja þeir sig vera að vinna að hagsmunum allra Reykvíkinga. I DV var um daginn viðtal við helsta fjármálaspeking Alþýðu- bandalagsins Þröst Ólafsson, sem er meðal annars stjómarformaður KRON og framkvæmdastjóri Dags- brúnar. Rætt var um sölu Iðnó, sem er í eigu verkalýðsfélaganna. Þrátt fyrir að Alþýðubandalagsfólk sé jafnan það ötulasta meðal mótmæl- enda, er Þröstur nú þegar farinn að finna peningalykt af ráðhúsinu, því hann fullyrti að Iðnó yrði dýrt. Þegar blaðamaður spurði nánar um verðið, var skýring Þrastar sú, að húsið standi á bestu lóð í bænum, beint á móti væntanlegu ráðhúsi. Kæruliðahreyfingin í Tjarnar- götu á sér stuðningsmenn í helstu stórborgum eins og alvöru „frelsis- hreyfingar". íslenskur rithöfundur í Róm sendi kveðju í DV þann 6. ágúst. Hún kvartar undan fram- kvæmdaleysi og ræfildómi Itala, en að hennar dómi standa þeir Reyk- víkingum mikið framar að einu leyti. Ég læt niðurlag greinarinnar fylgja með, sem sýnishom af mál- flutningi Hreyfíngarinnar: „En þó er eitt við ítölsku þjóðina sem vekur lotningu mína: Ef Davíð hefði farið að skurka í ástfólginni tjöm hér í Róm, þá hefðu ítlalir skotið Davíð.“ Frá Parísardeildinni sendi annar íslenskur rithöfundur orðsendingu, sem birtist í Morgunblaðinu. Hann var sem þrumu lostinn vegna þeirr- ar ósvífni annálsritara ráðhúss- byggingarinnar að minnast ekki á grein, sem hann hafði á undan öðr- um skrifað í Þjóðviljann gegn bygg- ingunni. Margt góðhjartað fólk varð við ákalli samtakanna „Tjörnin lifi“, og vildi hjálpa þeim við að koma í veg fyrir að hún þyrfti að gefa upp öndina. Með eða án samþykkis fólksins voru nöfn þess, skreytt með starfsheitum birt í blaðaauglýsing- um með furðulegri yfirskrift, sem kosta í birtingu yflr 100 þúsund krónur hver. Borgaryfirvöld, stjóm skipulags- mála og félagsmálaráðherra hafa sýnt þessu fólki einstakt umburðar- lyndi og þolinmæði og lagt mikla vinnu í að taka saman skýrslur, sem sanna það. sem vitað var, að allur undirbúningur og framkvæmd við bygginguna er unnin samkvæmt gildandi lögum og reglum, af hinum færustu mönnum. Þegar ákveðið er, að hefjast handa við framkvæmdir á borð við ráðhúsbygginguna, er það gert með hagsmuni og þarfir framtíðarinnar í huga. Að tíu árum liðnum, þegar ráðhúsið verður komið í fulla notk- un hafa Reykvíkingar og gestir þeirra vanist á að sækja þangað margvíslega þjónustu í fögru um- hverfi. Þá munu miklu fleiri njóta iðandi fuglalífs á Tjörninni en í dag. Þá munu ekki margir ásaka borgarstjómina, sem stóð fyrir byggingu hússins. Það fólk, sem harðast hefur gengið fram í að reyna að koma í veg fyrir bygging- una, kysi þá helst, að afskipti þess af málinu væru gleymd og grafin. Að lokum. Samviskuspuming til reykvískra kjósenda: Setjum svo, að borgaryfirvöld hefðu látið þennan fámenna æs- ingahóp kúga sig til að hætta við byggingu ráðhússins. Mundir þú treysta þeim sömu mönnum fyrir stjóm borgarmálanna næsta kjörtímabil? Andavinur. í»essir hringdu .. Gullfesti týndist í Reykjavík Tvöföld gullfesti týndist í Reykjavík fyrir um það bil viku. Finnandi er beðinn að hringja í síma 11366. Marklausar fullyrðingar Ólafs Ragnars Guðmundur hringdi: „Árás Ólafs Ragnars Grímsson- ar á verðbréfafyrirtækin hefur borið nokkurn árangur. Með órök- studdum fullyrðingum hefur hann skaðað hagsmuni fjölmargra spa- riQáreigenda. Ef hann gæti sann- að mál sitt, væru orð hans vissu- lega þörf, en geti hann það ekki eru fullyrðingar hans marklausar. Þjóðin væntir þess, að Ólafur geri betur grein fýrir máli sínu. Þá sést hvort hann er bara að henda reyksprengjum eða hefur eitthvað til síns máls.“ Kettlingur fannst á Bergstaðastræti Svartur og hvítur högni fannst á Bergstaðastræti síðastliðinn mánudag. Hann er með bláa ól, en ómerktur. Upplýsingar í síma 10539. Gullúr týndist nálægt Hollywood Karlmannsgullúr týndist í ná- grenni Hollywood aðfaranótt laugardagsins 27. ágúst. Finnandi hringi í síma 34953. Um niðurfærsluleiðina Lesandi hringdi: „Niðurfærsla er næsta vís, naumast vekur kæti. (Hæg er leið til helvítis, hallar undan fæti.)“ Þakkir fyrir dvöl í Svartaskógi Böðvar Guðmundsson, Hafn- arfirði hringdi: „Ég dvaldist í Svartaskógi_ á vegum ferðaskrifstofunnar Ut- sýnar 7. til 28. ágúst. Þetta var alveg yndislegur tími og ég vil þakka fararstjórunum fyrir sér- staklega góða þjónustu. Samferð- arfólkinu sendi ég einnig bestu kveðjur.“ Sjóminjasafn í Kveldúlfshúsinu Torfi hringdi: „Ég er sammála því að breyta Kveldúlfshúsinu í sjóminjasafn. Mér fínnst alveg til háborinnar skammar að láta Hafnfírðinga sjá um þetta, þegar við höfum þetta hentuga hús undir safnið hér í Reykjavík." Samráð við staðarhaldara nauðsynlegt Þórir Stephensen, staðar- haldari í Viðey hringdi: „Borgarstarfsmaður hafði ný- lega samband við Velvakanda vegna ferðar Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar út í Viðey. Hann var óánægður með ferðina, því hópnum hafði ekki gefist tæki- færi til að skoða Viðeyjarstofu. Þessi ferð var farin án þess að samráð hefði verið haft við staðar- haldara eða Viðeyjarnefnd, en hafi hópar áhuga á að skoða stof- una er nauðsynlegt að samráð sé haft við staðarhaldara. Þegar þennan hóp bar að garði var eink- asamkvæmi á efri hæð hússins og fjöldi matargesta á þeirri neðri. Við þær aðstæður var ekki unnt að fara um húsið með jafn stóran hóp og þarna var á ferðinni. Ég vil að lokum láta þess getið, að mér þætti vænt um að fá að greiða götu þessa hóps einhvem tímann síðar rneir." Gerið verðsamanburð Vetrartískan frá m.a.: Roland Klein - Burberry - YSLo.fl. Búsáhöld - leikföng - sælgæti - jólavörur o.fl. Kr. 190.- (án burðargjalds) B.MAGNÚSSON HF. HÓLSHRAUNI2 - SÍMI52866 4 'i ! Tveir kennslustaðir: „Hallarsel", Þarabakka 3 í Mjóddinni og Auðbrekka 17, Kópavogi. Kennum alln samkvæmisdansa: suðurameríska, standard og gömlu dansana. Eimiig barnadansa fyrir yngstu kynslóðina. Laugardagskennsla á báðum stöðum. Nemendur skólans unnu 17 af 20 íslandsmeistaratitlum í samkvæmisdönsum 1988. lnnritun og upplýsingar dagana 1. - 10. . september kl. 10 - 19 í síma: 641111. Kennsluönnin er 15 vikur, hefst mánudaginn 12. september og lýkur með jólaballi. FÍD Betri kennsla - betri árangur. DANSSKÓU SIGURÐAR HÁKONARSONAR EB NÝR DAGUR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.