Morgunblaðið - 01.09.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.09.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1988 23 til Gravelines, sem tákn um fyrsta vináttuvott. Og bæjarstjórinn Þröstur Sigurðsson skýrði frá því að bæjarstjórnin hefði samþykkt að taka tilmælum og taka upp vina- bæjarsamband við Gravelines. Af- henti hann M. Denvers fána með merki Búðahrepps, þar sem m.a. kemur fram mat heimamanna á hlutverki frönsku fiskimannanna í sögu staðarins, því á fánanum er m.a. frönsk seglskúta og mynda seglin B fyrir Búðahrepp. Þakkaði Albert sérstaklega Gunnari Jóns- syni og Sigurbjörgu Bergkvistdótt- ur fyrir hve vel þau hefðu hlúð að elsta spítalahúsinu. Kom m.a. fram að menn hafa hug a að gera upp hið fallega gamla hús sem Frakkar byggðu fyrir læknirinn á Franska spítalanum Georg Georgsson og að Safnanefnd Austfjarða hefði látið gera úttekt á spítalahúsinu frá 1902, sem flutt var yfir fjörðinn með tilliti til þess að það yrði gert upp ef Þjóðminjasafn og Friðurnar- sjóður kæmu þar til. Af fermingarbekknum um borð Saga sú um Islandssjómennina í Gravelines, sem M. Delahay, er að skrifa á vegum borgarstjórnar þar, nefnist „Pecheurs a Islande" og með undirtitlinum „Du Banc de Priere au Banc de Misere". Skýrði höfundurinn í stuttu samtali við fréttamann Mbl. að það vísaði til þess að drengimir fóru beint af fermingarbekknum um borð í skú- tumar, þar sem þeir stóðu á svo- nefndum „eymdarplanka“ við borð- stokkinn upp frá því. En sagan sem kemur út í október fjallar um Is- landsfarana á skútutímanum í fiski- mannahverfunum Huttes, Grand- Fort-Philip og Petit-Fort-Philip í útjaðri Gravelines, og er skrifuð í minningu þessara fiskimanna og til heiðurs þeim 2-3 -sem enn lifa. En skútumar frá Gravelines héldu á íslandsmið frá 1830 og fram undir seinni heimsstyijöldina og urðu M. Albert Denvers borgarstjóri í GraVelines leggur blóm að minningarkrossinum um frönsku fiskimenn- ina sem grafnir eru í Franska kirkjugarðinum á Fáskrúðsfirði. Bæjarfulltrúar á Búðum tóku á móti gestunum vopnaðir regnhlífum í ausrigningu. Bæjarstjórinn Þröstur Sigurðsson hlífir M. Denvers með regnhlífinni. flestar 31 talsins með 650 fiskimenn um borð árið 1906. Síðasta skútan frá Gravelines var Saint Jean 1938. Er bókin 300 síður, mikið mynd- skreytt og fjallar um líf þessara fiskimanna um borð og aðstæður allar. Eru áform um að koma upp sýningu í listasafninu í Gravelines um leið og bókin kemur út með myndum úr henni og e.t.v. myndlist tengda íslandi nútímans og vönduð sýningarskrá byggir á bókinni. Samskipti á listasviði Forstöðumaður þessa listasafns, sem komið hefur verið fyrir í gömlu virkjunum um Gravelines, Madame Tonneau, var með í ferðinni, og gat þannig haft gagn af ferðinni til Fáskrúðsfjarðar. Hún hitti líka í Reykjavík að máli forstöðumann Kjarvalsstaða, Gunnar Kvaran, og ræddu þau skiptisýningar milli þessara tveggja safna. A safnið í Morgunblaðið/EPá Oddvitinn Albert Kemp, býður gesti velkomna í nafni bæjarstjórn- ar. Honum til vinstri handar er Maitre Caillavet, þingmaður efri deildar og fyrrv. ráðherra í Frakklandi og til hægri M. Leonardo Benatov, og við hlið hans Skafti Skúlason, faðir Lilju Benatov.en lengst til vinstri á myndinni er M. Albert Denvers þingmaður og bæjarstjóri í Gravelines og við hlið hans Lilja Skaftadóttir Benatov. Gravelines t.d. mjög góðar grafik- myndir, og bæði hún og M. Den- vers borgarstjóri kváðust hafa séð margt í íslenskri myndlist sem þeim þætti fengur í að sjá á sýningum hjá sér. Daginn eftir áformaði Mad- ame Tonneau að skoða söfnin í Reykjavík, Kjarvalsstaði, Asmund- arsafn og Listasafn ríkisins, áður en þau héldu utan síðdegis. Síðdegis á mánudag tók Davíð Oddsson borgarstjóri á móti hópn- um í Höfða. Var haldið þangað beint úr flugvélinni frá Fáskúðs- firði. Kvaðst M. Denver í ávarpi þar vilja efla samskipti héraðsins Nord-Pas-de-Calais við Reykjavík, en hann er þingmaður í því kjör- dæmi sem nær yfir Gravelines og Dunkerque og alla fiskibæina þar á milli og að landamærum Belgíu. Benti hann á að frönsku fiskimenn- irnir hefðu komið víða við á ís- landi. En sama kvöldið og hann kom hafði hann farið upp í gamla kirkju- garðinn að reit og minnismerki frönsku fiskimannanna og hann hafði séð Franska spítalann í Reykjavík við Lindargötu, sem nú er skóli sem verið er að gera vel við. Borgarstjórarnir M. Denvers og Davíð Oddsson stóðu einmitt undir áletruninni með skjaldarmerkinu yfír dyrunum í salnum í Höfða, þar sem letrað er að það var einmitt franskur konsúll, M. Briouin, sem byggði Höfða árið 1909 og benti Davíð gestum á að þá hefðu aðal- dymar snúið í norður, út að sjónum, sem þá náði upp undir húsið og Islendingar gátu engan vegin skilið hvers vegna. En þar gátu skjólstæð- ingar konsúlsins komið beint til hans af hafi. Tók Davíð Oddsson undir það að efla bæri samskiptin á öllum sviðum, í listum og öðru sem við ætti. Komu borgarstjóram- ir í máli sínu inn á hina miklu sigl- ingakeppni sem Frakkarnir em að þreifa fyrir sér með á árinu 1990 og em m.a. að kynna sér aðstæður í höfninni í Reykjavík og taka upp viðræður við hafnaryfirvöld. Rauða spjaldið gæti jafnvel sparað fyrir expresso handa gömlu klíkunni, ef þú verslar hjá Eymundsson! HLÆGILEGT VERÐ HJÁ ALLT TIL SK0LANS ! EYMUNDSSON AUSTURSTRÆTI 0G EIÐIST0RGI HJÁ EYMUNDSSON LÆKKAR RAUÐA SPJALDIÐ VERÐIÐ!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.