Morgunblaðið - 01.09.1988, Blaðsíða 58
58
MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 1. SEFTEMBER 1988
IpRÖmR
FOLK
■ A USTURRÍKISMENN, sem
leika í sama riðli og Islendingar
og Sovétmenn í HM, urðu að
sætta sig við jafntefli, 0:0, gegn
Ungveijum í Linz í Austurríki í
rrkvöldi.
JEAN-Marie Pfaff, landsliðs-
markvörður Belgíu og fyrrum
markvörður Byern Mtinchen, hef-
ur ákveðið að ganga til liðs við
Wimbledon.
■ V-Þ TSKALAND vann Finn-
land, 4:0, í undankeppni HM í
Helsinki í gærkvöldi. 31.693 áhorf-
endur sáu Rudi Völler 2, Lothar
Matthíius og Karl-Heinz Riedle
skora mörkin. V-Þjóðveijar léku
miög vel.
■ ANDERLECHT vann sinn
fímmta sigur í röð í belgísu 1. deild-
arkeppninni í gærkvöldi, með því
að leggja Charleroi, 2:0. Genk
mátti aftur á móti þola stórtap,
0:5, fyrir Standard Liege.
■ ERIC Cantona hefur nú sæzt
við Henri Michel landsliðsþjálfara
Frakka og beðið hann afsökunar á
niðrandi ummælum um hann. Can-
tona, sem er 22 ára miðframheiji
og dýrasti leikmaður Frakklands,
á þar með möguleika á að komast
í franska landsliðið að nýju.
■ GOLFKLÚBBURINN á
Hellu heldur opið golfmót sunnu-
daginn 4. september á Strandar-
velli og hefst það kl. 10:00. Skrán-
ing fer fram á laugardag milli kl.
16 og 21.
■ KKÍ heldur A-stigs þjálfara-
námskeið í öllum landshlutum í
september, fáist næg þátttaka.
N’amskeiðin eru sérstaklega ætluð
þeim, sem hafa áhuga á unglinga-
þjálfun og verður farið í undirstöðu-
atriði í körfuknattleik. Meðal leið-
beinenda verður Dr. Lazslo Ne-
meth landsliðsþjálfari. Nánari upp-
lýsingar og skráning er á skrifstofu
KKÍ.
■ OPIÐ golfmótverður haldið í
Stykkishólmi laugardaginn 3.
september. Ræst verður út kl. 9:00
og leiknar 18 holur með og án for-
gjafar.
■ STEVE Cram þurfti að hætta
kegpni í 1000 metra hlaupi í gær
á Italíu. Hann hoppaði út fyrir
brautina þjáður af sársuka, lagðist
síðan niður og tók um hægri fót-
legginn. Cram átti einungis 200
metra ófama í markið og var fyrst-
ur, þegar þetta átti sér stað. í sam-
tali við fréttamenn sagði Cram að
hann teldi þessi meiðsli sín ekki
vera mjög alvarleg. Hann hefði hins
vegar ákveðið að hætta að hlaupa
þegar hann fann til sársaukans, því
hann hefði ekki viljað taka neina
áhættu. „Ef þetta hefði verið úr-
slitahlaupið á Ólympíuleikunum
hefði ég haldið áfram," sagði Cram.
Sebastian Coe fylgdist með hlaup-
inu úr áhorfendastúkunni, en ef
meiðsli Crams teljast alvarleg, tek-
ur hann stöðu hans í breska
ólympíuliðinu.
HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ
Bogdan búinn að velja
Einar Þorvarðarson og Qelr Svelnsaon úr Val eru á meðal þeirra sem
valdir voru í landsliðshópinn í gærkvöldi, og leika því í Seoul.
BOGDAN Kowalczyk, lands-
liðsþjálfari í handknattleik, til-
kynnti leikmönnum sínum í
gœrkvöldi, hvaða 15 jjað verða
sem leika fyrir hönd Islands á
Ólympíuleikunum íSeoul.
Bogdan valdi þijá markverði, og
tólf aðra leikmenn. Átta leik-
menn hafa því verið „skornir" úr
þeim hópi sem æft hefur í sumar.
Eftirtaldir leikmenn fara til Seoul
(landsleikjafjöldi í sviga):
Markverðir:
Einar Þorvarðarson, Val......195
BrynjarKvaran, Stjörnunni....125
Guðmundur Hrafnkelsson, UBK .60
Aðrir leikmenn:
Þorgils Óttar Mathiesen, FH..194
Jakob Sigurðsson, Val........152
Bjarki Sigurðsson, Víkingi......29
Karl Þráinsson, Víkingi.........77
Sigurður Gunnarsson, ÍBV.......151
Alfreð Gíslason, KR............144
Páll Ólafsson, KR..............175
Guðmundur Guðmundsson, Vík.192
Kristján Arason, Teka..........186
Geir Sveinsson, Val............141
Sigurður Sveinsson, Val........146
Atli Hilmarsson, Fram..........137
Þeir leikmenn sem ekki voru
valdir eru því eftirtaldir:
Þorbergur Aðalsteinsson, Saab .160
Júlíus Jónasson, Val...........106
Valdimar Grímsson, Val..........50
Hrafn Margeirsson, ÍR ’.........14
Birgir Sigurðsson, Fram.........13
Héðinn Gilsson, FH..............28
Júlíus Gunnarsson, Fram..........5
Ámi Friðleifsson, Víkingi.......23
KNATTSPYRNA / LANDSLEIKURINN
Clive Baker „njósnari“ Wednesday:
Amór bestur
AÐAL „njósnari" enska liðs-
ins Sheffield Wednesday,
sem Sigurður Jónsson leikur
með, Clive Baker, var á með-
al áhorfenda á landsleiknum
í gærkvöldi og sagðist hafa
skemmt sér vel — sagði ís-
lendinga óheppna að sigra
ekki.
Baker sagðist ekki hafa komið
hingað til lands til að fylgj-
ast með neinum sérstökum leik-
mönnum. „En ég er fulltrúi 1.
deildarfélags í Englandi og við
verðum alltaf að hafa augun opin.
Það verður æ algengara að leik-
menn skipti á milli landa.“ Að-
spurður hvað honum finndist um
frammistöðu ísiensku leikmann-
anna, sagði Baker, áð Amór
Guðjohnsen hefði að sínu mati
verið bestur — raunar mjög góður.
Baker sagði einnig, aðspurður,
hvort hann sem „njósnari" Wed-
nesday myndi benda Wilkinson
framkvæmdastjóra á einhveija
sérstaka leikmenn sem gætu
hentað í lið þeirra, að 2-3 íslend-
inganna gætu vakið áhúga Wed-
nesday ef þeir væru fáanlegir.
„Amór að sjálfsögðu og ef leik-
maður númer 13 [Guðmundur
Torfason] væri fáanlegur held ég
að hann passaði vel inn í lið eins
og Wednesday. Og ef markvörð-
urinn ykkar byggi í næsta húsi
við okkur, myndum við örugglega
hafa áhuga á honum! Hann er
góður leikmaður," sagði Baker.
KNATTSPYRNA
Gunnar með tilboð
frá sænsku liði!
Mestar líkur á því að ég komi heim, segir hann.
Gunnar Gíslason.
SÆNSKT1. deildarlið hefur
gert Gunnari Gíslasyni, lands-
liðsmanni sem nú leikur með
norska meistaraliðinu Moss,
tilboð um að koma til Svíþjóð-
arog leika þar.
Eins og fram hefur komið í
Morgunblaðinu hefur Gunnar
ákveðið að koma heim eftir þetta
keppnistímabil í Noregi og leika
með sínum gömlu félögum í KA
. næsta sumar.
„Það eru 90% líkur á að það
breytist ekkert hjá mér — að ég
komi heim,“ sagði Gunnar í sam-
tali við blaðamann í gærkvöldi.
„Ég mun þó ræða við forráða-
menn þessa félags um helgina.
Tilboðið er spennandi, en ég veit
ekki hvort ég nenni hreinlega að
flytja til Svíþjóðar til að vera þar
í 1 eða 2 ár áður en ég kem
heim,“ sagði Gunnar Gíslason.
Hann staðfesti að liðið væri frá
Gautaborg og væri í efri hluta
1. deildar, en vildi ekki gefa upp
hvert liðið væri.
í Gáutaborg eru þijú lið — IFK
Gautaborg og Örgryte, sem bæði
leika í úrvalsdeildinni [Allsvensk-
an] og Gais, sem leikur í 1. deild.
Það mun því vera Gais sem hér
um ræðir.
KNATTSPYRNA / LANDSLEIKURINN
Morgunblaðiö/Júlíus
FyrirllAarnir, Atli Eðvaldsson og Rinat Dassajev, skiptast á homfánum fyrir
•«. leikinn.
„Voixim heppnir
-sagði Morosov, þjálfari Sovétmanna
u
Leikurinn var mjög erfíður, og
einkenndist af mikilli baráttu,”
sagði Morozov, þjálfari sovéska
landsliðsins, í samtali við Morgun-
blaðið. „íslenska liðið tekur greini-
lega stöðugum framfömm, og verð-
ur betra og betra með hveiju árinu
sem líður. Bestu leikmenn liðsins í
þessum leik voru númer 4 (Pétur
Ormslev), sem var sérstaklega góð-
ur, og númer 7 og 9 (Arnór Guðjo-
hnsen og Sigurður Grétarsson).
Við spiluðum hins vegar ekki eins
og við eigúm að okkur, sérstaklega
í fyrri hálfleik, en þá var leikur
okkar alltof hægur. Markið sem við
fengum þá á okkur verður að skrif-
ast á reikning vamarinnar. Eftir
það fékk íslenska liðið mjög góð
marktækifæri, sem hefðu gert út
um leikinn.
í seinni hálfleik höfðum við hins
vegar yfirhöndina, en vorum samt
heppnir að ná jafntefli," sagði
Morozov að lokum.
óiiI.fQ WJ4t rtofcíiaJnD -tulni)
Rinat Dassajev
Rinat Dassajev sagði að leikurinn
hefði verið erfíður en ekki væri
hægt að vera annað en ánægður
með úrslitin.
„Það er mjög erfitt að skora
gegn íslenska liðinu, sérstaklega
eftir að það hefur náð yfirhönd-
inni,“ sagði þessi heimsfrægi mark-
vörður og fyrirliði sovéska lands-
liðsins, og þar með var hann rokinn
út í rútuna, þar sem félagar hans
biðu.