Morgunblaðið - 01.09.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.09.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1 SEPTEMBER 1988 Höfundur er hæstaréttarlögmað- ur í Reykjavík. Hinn frábæri TOP FIVE barnafatnaður kominn aftur Opið til kl. 1 6.00 næstkomandi laugardag Wý/u h. komriar Hlutabréfamarkaður sam- kvæmt pöntun, eða hvað? „Tilefni þessara lína er hins vegar það að leið- arahöfundur Morgnn- blaðsins gerir sig sekan um sömu hugsanavillu og að framan getur í annars ágætum leiðara í dag, þriðjudaginn 30. ágúst, um stöðu einka- væðingar á Islandi.“ félaga sem skráð eru hjá umrædd- um verðbréfafyrirtækjum hefur aukist hægt og sígandi og umsetn- ing í viðskiptum stóraukist. Hitt er svo annað mál að upptöku hlutafé- laga á viðskiptaskrá eru ýmsar skorður settar. Sem dæmi má nefna að ekki mega vera í gildi takmark- anir á viðskiptum með hlutabréf viðkomandi hlutafélags, en slíkar hömlur eru til staðar hjá þorra íslenzkra hlutafélaga, fjárhags- staða viðkomandi hlutafélags þarf að vera viðunandi og eignaraðild nokkuð dreifð. Þeim sem til þekkja á íslenzkum fjármagnsmarkaði er ljóst að auka þarf eigið fé íslenzkra fyrirtækja. Til þess að svo megi verða þarf ýmislegt að breytast. Ljóst er til dæmis, að það er ákaflega ríkt í eigendum og stjórnendum íslenzkra hlutafélaga, sem flest eru fámennis- félög, að leita ekki eftir hlutaíjárað- ild annarra fyrr en fyrirtækið er komið í fjárhagserfiðleika. Almenn- ingur tengir því hlutafjárútboð gjaman við fjárhagsvandamál. A sama hátt er ljóst að talsvert hefur vantað á að einstaklingar gætu vænzt sömu ávöxtunar og skatta- legrar meðferðar af hlutabréfa- kaupum eins og af ýmsum öðrum ávöxtunar- og sparnaðarkostum. Hefur það skiljanlega leitt til þess að almenningur festir fé sitt fremur í öðru en hlutabréfum. í því sam- bandi vill þó oft gleymast að lög sem sett voru árið 1984 og heimila einstaklingum frádrátt frá skatt- skyldum tekjum vegna hlutabréfa- kaupa í hlutafélögum sem uppfylla tiltekin skilyrði, hafa bætt vígstöðu hlutabréfa til mikilla muna. Þrátt fyrir óhagstæð ytri skilyrði er hlutabréfamarkaður að byrja að myndast hér á landi. Um er að ræða þróun þar sem óhjákvæmilegt er að hlutirnir gerist stig af stigi. Sá misskilningur er hins vegar furðu útbreiddur að hægt sé að ákveða með einhvers konar stjórn- valdsfýrirmælum að nú skuli virk viðskipti með hlutabréf hefjast. Hlutabréfamarkaður verður ekki til á einum degi og verður ekki búinn til eftir pöntun. Hann myndast neð- an frá, en ekki að ofan. Það sem að stjómvöldum snýr er að skapa og tryggja viðhlítandi almenn fekil- yrði fyrir hlutabréfaviðskiptum. Tilefni þessara lína er hins vegar það að leiðarahöfundur Morgun- blaðsins gerir sig sekan um sömu hugsanavillu og að framan getur í annars ágætum leiðara í dag, þriðjudaginn 30. ágúst, um stöðu einkavæðingar á íslandi. Er á leið- arahöfundi að skilja að nú þurfi að ganga í að „stofna hlutabréfamark- að“, til þess m.a. að selja megi umfangsmikil fyrirtæki í eigu ríkis- ins. Hlutabréfamarkaður verður ekki stofnaður. Hann þróast að full- nægðum tilteknum ytri skilyrðum. Sú þróun er þegar hafin, þótt skil- yrðin séu enn ekki þau sem vera þyrfti. RYÐFRÍAR MIÐFLÓTTAAFUS- DÆLUR = HEÐINN = VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 g SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER % eftirBaldur Guðlaugsson Meðal þess sem hvað mikilvæg- ast er fyrir framþróun íslenzks efnahags- og atvinnulífs e'r að hér nái að myndast virkur markaður með hlutabréf. Þótt ytri skilyrði séu hlutabréfaeign að mörgu leyti óhag- stæð er það staðreynd engu að síður að þáttaskil hafa orðið í viðskiptum með hlutabréf á síðustu 3 árum. Tvö verðbréfafyrirtæki hafa gerzt viðskiptavakar með hlutabréf í helstu almenningshlutafélögum hér á landi, en í því felst að fyrirtækin lýsa sig reiðubúin að kaupa hluta- bréf í viðkomandi hlutafélögum á auglýstu kaupgengi og selja aftur á auglýstu sölugengi. Upplýsingar Baldur Guðlaugsson um þetta hlutabréfagengi birtast m.a. daglega á peningamarkaðssíðu Morgunblaðsins. Fjöldi þeirra hluta-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.