Morgunblaðið - 01.09.1988, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 01.09.1988, Blaðsíða 60
upplýsingar £ um vörur Og þjónustu. ffgtmMtifrfti FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1988 VERÐ I LAUSASOLU 70 KR. Slysagildrur vegna ónógra fjárveitinga — segir í ályktun umferðarráðs Reykjavíkur Nauðsynlegar umbætur á aðal- gatnakerfi Reykjavíkurborgar hafa tafist vegna ónógra fjár- veitinga Alþingis til vegamála undanfarin ár. Þannig hafa skapast slysagildrur á fjölförn- ustu gatnamótum borgarinnar samkvæmt samþykkt umferðar- nefndar og borgarráðs Reykjavíkur. Borgarstjóri hefur sent fjárveitinganefnd bréf þessa efnis og segir að ríkið skuldi Reykjavíkurborg mikið fé, 500-1000 milljónir, vegna þjóð- Bankakort draga ekki úr ávísanafalsi EKKI hefur dregið úr kærum vegna ávísanafals eftir tilkomu bankakorta, að sögn Jóns H. Snorrasonar deildarstjóra hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. Á síðasta ári var kært vegna útgáfu um 2.000 ávísana og var svikið út fé fyrir 10-15 milljónir króna. Nákvæmur samanburður fyrir árið í fyrra og það sem af er þessa árs liggur ekki fyrir en Jón Snorra- son sagði að sér virtist sem frekar væri um fjölgun en fækkun að ræða. Hann sagðist telja að það sem fyrst og fremst ylli því hve mikið væri um tékkasvik hérlendis væri að þeir sem greiða með ávísunum væru sjaldan krafðir um bankakort og pérsónuskilríki. Hann sagði að nokkuð væri um kærur þar sem bæði bankakorti og tékkhefti hefði verið stolið og þar með hefði fölsurum verið gert auð- velt að líkja eftir undirritun viðkom- andi. vegaframkvæmda. Borgin þurfi að fá eitthvað af því fé endur- greitt til að bæta ástandið. Borgarráð hefur fallist á sam- þykkt umferðamefndar um að knýja þurfi fast á um fjárveitingar Alþingis til gatnamála, til að auka umferðaröryggi í borginni. Ráðið samþykkti jafnframt að árétta þetta við samgönguráðherra, fjárveit- inganefnd Alþingis og þingmenn Reykjavíkur. I samþykkt umferðamefndar er sérstaklega bent á nauðsyn þess að ljúka breikkun á kafla Vestur- landsvegar og tengingu hans við Suðurlandsveg. Davíð Oddsson seg- ir að borgin standi nú í fleiri brýn- um framkvæmdum, til dæmis við Bústaðaveg og Sætún. Ef takast eigi að vinna úr vandanum þurfl auknar fjárveitingar á næstu ámm, hugsanlega um einn og hálfan miilj- arð alls. , I W* < * • - jpg|J_ g Morgunblaðið/Þorkell Bjarni Grimsson, bæjarstjóri, ræðir við Þorstein Pálsson, forsætisráðherra, og Matthías A. Mathiesen, samgönguráðherra, á Ólafsfirði i gær. Ástand enn talið var- hugavert á Olafsfirði Ólafsfirði, frá Urði Gunnaradóttur, blaðamanni Morgunblaðsina. ÞORSTEINN Pálsson forsætis- ráðherra segir það mikla reynslu að skoða ummerkin eftir nátt- úruhamf ar irnar á Ólafsfirði. Þorsteinn heimsótti bæinn i gær- dag ásamt föruneyti en þar hefur nú verið tilkynnt um tjón á 50 húsum. Hættuástandi var í gær- dag aflýst i bænum og því fólki sem flutt var úr húsum sinum leyft að flytja í þau aftur. Al- mannavarnir telja ástandið enn varhugavert og biðja fólk um að hafa andvara á sér. í gærkvöldi rigndi enn og er hlíðin fyrir ofan bæinn vatnsósa. í för með Þorsteini voru Matthías Mathiesen samgönguráðherra, Snæbjöm Jónasson vegamálastjóri, Guðmundur Malmquist fram- kvæmdastjóri Byggðastofnunar, Halldór Blöndal alþingismaður, Pét- ur Einarsson flugmálastjóri og fleiri. Þorsteinn segir að hann hafi vilj- að sjá með eigin augum hvernig ástandið væri: -„Það hefur verið ánægjulegt að sjá æðruleysi íbúa hér og hversu vel hefur tekist til með björgunaraðgerðir. Ég var hér á ferð fyrir skömmu og það er átak- anlegt að sjá áratuga starf góðra vina að engu orðið,“ sagði hann. Matthías Mathiesen samgöngu- ráðherra skoðaði ummerki tjónsins í Ólafsfjarðarmúla. Hann segir eftir þá skoðun að haldið verði áfram óhindrað við gerð jarðganga gegn- um Múlann. Halldór Blöndal segir að hann hafí áhyggjur af því að viðlaga- trygging og aðrar tryggingar bæti Ólafsfirðingum ekki að fullu það tjón sem þeir hafa orðið fyrir og að þjóðfélagið verði að styðja við bakið á bæjarbúum. Sjá fréttir og myndir á miðopnu Morgunblaðið/RAX Skoraðgegn Sovétmönnum SKEMMTILEGUM leik íslendinga og Sovétmanna í knattspyrnu á Laugardalsvellinum í gærkvöldi lauk með jafntefli. Á myndinni sést Sigurður Grétarsson skora mark íslands við mikinn fögnuð átta þúsund áhorfenda. Leikurinn var liður í undankeppni Heimsmeistara- mótsins í knattspymu og kunnu áhorfendur vel að meta frammi- stöðu íslenska liðsins, sem átti góð færi á að skora fleiri mörk. Sjá nánar á íþróttasíðum, bls. 57,58 og 59. Ný sænsk bók um umsvif Sovétmanna á Norðurlöndum: Þrír sendiherrar á Islandi taldir leyniþjónustumenn TUTTUGU fyrrverandi og núverandi starfsmenn sovéska sendi- ráðsins í Reykjavík hafa starfað í leyniþjónustu Sovétríkjanna samkvæmt bók um umsvif og undirróður Sovétmanna á Norður- löndum, sem kom út í Svíþjóð fyrir nokkmm dögum. f bókinni er birt skrá yfir þá sovésku sendiráðsstarfsmenn á Norðurlöndum sem höfundur telur staðfest að séu leyniþjónustumenn. Þá kemur fram i bókinni að ígor N. Krasavín, sendiherra Sovétrikjanna á íslandi, er Ieyniþjónustumaður á vegum alþjóðadeildar miðstjórn- ar kommúnistaflokks Sovétríkjanna. Bókin sem þessar upplýsingar koma fram í heitir Krig i fredstid, Stríð á friðartímum, og er höfund- ur hennar blaðamaðurinn Charlie Nordblom. Bókin hefur vakið mikla athygli á Norðurlöndum, sérstaklega í Svíþjóð, en einnig í Danmörku og Noregi. I henni er njósnastarfsemi Sovétmanna í Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og Danmörku lýst og greint er frá aðferðum leyniþjónustumanna við öflun upplýsinga og tengiliða. Bókarhöfundur rekur m.a. nokkur einstök dæmi um sovéska leyni- þjónustumenn og tengsl þeirra við áhrifamikla stjórnmálamenn, embættismenn og fréttamenn. í lok bókarinnar er birt skrá yfir þá sovésku sendiráðsstarfs- menn sem staðfest hefur verið að séu leyniþjónustumenn og hafa starfað á Norðurlöndunum síðan árið 1965. Þar er að finna nöfn tuttugu fyrrverandi og núverandi starfsmanna við sovéska sendi- ráðið í Reykjavík. Meðal þeirra sem eru nefndir eru Krasavín, núverandi sendiherra, Míkhaíl Streltsov, sendiherra frá 1979-84, sem er sagður á vegum leyniþjón- ustu hersins, GRU, og Georgíj Farafonov, sendiherra á árunum 1975-79 sem er sagður starfa á vegum sovésku leyniþjónustunn- ar, KGB. Meðal annarra Sovétmanna sem nefndir eru í skránni og hafa komið við sögu á íslandi má nefna Viktor Khoríkov sem nú starfar sem fyrsti sendiráðsritari í sov- éska sendiráðinu. Khoríkov komst í fréttir á íslandi í september 1987 eftir að hafa látið þau boð berast í síðdegisboði í sendiráðinu að Sovétmenn hefðu áhuga á að ann- ar leiðtogafundur risaveldanna yrði haldinn á íslandi. Samkvæmt skránni í bðkinni er Khoríkov KGB-maður. Sjá nánari frásögn á blaðsíðu 26.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.