Morgunblaðið - 01.09.1988, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 01.09.1988, Blaðsíða 59
59 MORGUNBLAÐE) IÞROTTIR FEMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1988 Morgunblaöiö/RAX Siguröur Grétarsson skilaði miðheij astöðunni með mikilli prýði. Á myndinni er hann réttur maður á réttum stað, knötturinn á leið í netið og angistarsvipur sovésku vamarmannanna leynir sér ekki... Sókn er besta vömin Sovétmenn ÍSLENSKU iandsliðsmennirnir í knattspyrnu sýndu svo sann- arlega í gœrkvöldi að ekkert lið leikur betur en mótherjarnir leyfa. Sovétmenn, sem fóru á kostum í úrslitakeppni Evrópu- mótsins fyrr t sumar og áttu þá hvern snilldarleikinn á eftir öðrum, fengu greinilega meiri mótspyrnu á Laugardalsvellin- um en þeir áttu von á. Þegar upp var staðið fór ekki á milli mála að þeir voru meira en ánægðir með að hafa náð öðru stiginu. Ísjálfu sér er frábært að gera jafntefli við silfurliðið úr síðustu Evrópukeppni, en eins og leikurinn þróaðist er í raun grátlegt að hafa ekki farið með sigur Steinþór af hólmi. Liðsheildin Guðbjartsson var sterk og barátt- skrifar an gaf rfkulegan ávöxt — fjögur dauðafæri sáu dagsins ljós áður en Sovétmönnum tókst að klóra f bakkann. Virðingarleysi Almennt er viðurkennt að Sovét- menn hafa á að skipa einu besta landsliði heims, en landslið íslands var langt því frá að sína mótheijun- um einhveija virðingu inni á vellin- um. Það var komið til að bíta frá sér, kom silfurhöfunum í opna skjöldu með svo vel útfærðum sókn- arleik og öruggum vamarleik lengst af að sovéski „bjöminn" vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið og var gersamlega ráðþrota. Dómaratríóið frá Norður-írlandi bar hins vegar ótakmarkaða virð- ingu fyrir Sovétmönnum og sýndi íslendingum að sama skapi virðing- arleysi. Gestimir komust upp með hvert fólskubragðið á .eftir öðru, sem einkum og sér f lagi Ásgeir og Amór fundu heldur betur fyrir. Sókn Landsliðið hefur oft verið sakað • um að reyna ekki nægjanlega mik- ið að sækja, en að þessu sinni var hrósuðu happi og máttu þakka ‘fyrir annað stigið annað upp á teningnum. Miðju- mennimir héldu sóknarleik Sovét- manna í skefjum og þegar á þurfti að halda gripu öftustu menn vel inn í. í framhaldi var sóknarleikurinn vel útfærður, sem lauk með dauða- fæmm iðulega eftir skemmtilegt spil upp hægri kantinn. Leikmenn vom hreyfanlegir, þríhymingaspil gekk vel og hratt fyrir sig og aðeins Dassajev mark- vörður kom í veg fyrir að staðan var ekki 3:0 í hálfleik. Mark Ásgeir gaf tóninn þegar á fímmtu mínútu, skallaði naumlega framhjá, en Sigurður Grétarsson var réttur maður á réttum stað skömmu síðar. Ólafur fékk knöttinn út við hægri hliðarlfnu, sendi á Sævar, sem gaf inn í teiginn. Khidiyatullin brást Island - Sovétríkin 1 : 1 LaugardaJsvöllur, undankeppni HM I knattspymu, miðvikudaginn 31. ágúgt 1988. Mark íslands: Sigurður Grétarsson (11.). Mark Sovétríkjanna: Gennadfj Litovtsjenko (74.). Gult spjald: Pétur Ormslev (66.), Vladlmfr Bessanov (66.). D&mari: Alan Snoddy, N-írlandf. Línuverðir: Oliver Donelly og Fred McKnight, N-írlandi. Áhorfendur: 7982. Lið Islands: Bjami Sigurðsson, Gunnar Gfslason, Atli Eðvaldsson, Pétur Ormslev, Guðni Bergsson, Sævar Jónsson, Amór Guðjohnsen, Sigurður Jónsson, Sigurður Grétarsson (Guðmundur Torfason vm. i 85. mín.), Ásgeir Sigurvinsson, Ólafur Þórðarson. Lið Sovétrfkjanna: Rfnat Dassajev, Vladfmfr Bessanov (Igor Dobrovolskíj vm. á 60. mín.), Vagiz Khidiyatullin, Oleg Kúznetsov, Anatolíj Demjanenko, Vaselíj Rats, Sergei Alejnikov, Gennadíj Litovtsjenko, ALexandr Zavarov, Oleg Protasov, Alexej Mfkhajlitsj- enko. Morgunblaðið/RAX ... en fögnuður Amórs, Sigurðar og Gunnars er að sama skapi mikill. bogalistin, hitti knöttinn illa, Sig- urður nýtti sér mistökin og skoraði örugglega af markteig framhjá Dassajev, sem kom engum vömum við. Jafnvel þeir bestu gera mistök, en einnig þarf snilld til að notfæra sér þau til hins ýtrasta. Skjálfti Sovétmenn fengu ekki frið til að stilla strengi sína og markið setti þá alveg út af laginu. Þeir virtust allir sem einn fara á skjálftavakt- ina, en íslenska liðið tvíefldist. Sig- urður Grétarsson fékk gullið tæki- færi til að bæta öðm marki við á 20. mínútu eftir sendingu frá ÓI- afi. Sigurður fékk knöttinn einn og óvaldaður inni í teig, en Dassajev tókst að veija. 10 mínútum síðar var Sigurður enn á ferðinni eftir gott spil Ólafs og Amórs, en enn lokaði hinn frábæri markvörður markinu. íslendingar héldu uppteknum hætti fram í miðjan seinni hálfleik, en þá kom besta marktækifærið eftir hlé. Sigurður Jónsson gaf á Amór, sem lyfti snyrtilega yfír vamarmann og skaut úr þröngu færi en naumlega framhjá §'ær- stöng. Sigurður Grétarsson var ná- lægt stönginni en „fraus" og þar með rann vonin um rothöggið út í sandinn. Mistök Skömmu áður skiptu Sovétmenn sóknarmiðjumanni inná fyrir vam- armann og varð sóknarleikur þeirra mun beittari fyrir vikið. Samt virt- ist sem þeir ætluðu ekki að hafa árangur sem erfíði, en þá kom áfall- ið. Bjami varði meistaralega frá Zavarov, hélt ekki knettinum, vam- armennimir horfðu á, Litovchenko var ekki seinn á sér og jaftiaði með lausu skoti í hliðametið fjær. Töf Jöfnunarmarkið var gegn gangi leiksins, en það raskaði yfirvegun íslensku vamarmannanna og þeir og aðrir geta þakkað Bjama mark- verði fyrir að gestimir „stælu“ ekki sigrinum 10 mínútum fyrir leikslok. Síðustu mínútumar fóm Sovét- menii sér rólega, sættu sig við orð- inn hlut og héldu knettinum sem lengst. Áhorfendur Tæplega átta þúsund áhorfendur greiddu aðgangseyri. Þeir sáu mjög góðan leik, en það vekur óneitan- lega athygli að fleiri skulu ekki mæta og styðja við bakið á íslenska liðinu, sem þarf á öllum tiltækum stuðningi að halda til að ná settu marki — sæti í úrslitakeppninni á Ítalíu 1990.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.