Morgunblaðið - 01.09.1988, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.09.1988, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. SEPTIJMBER 1988 9 KAUPÞING HF Húsi verslutuirinnar, sími 686988 Ný Spariskírteini ríkissjóðs hjá Kaupþingi Hin nýju Spariskírteini ríkissjóðs fást að sjálfsögðu hjá okkur og eru nú fáanleg 3 ára bréf með 8% vöxtum 5 ára bréf með 7,5% vöxtum 8 ára bréf með 7% vöxtum Kaupþinghefur á að skipa sérfrœðiþekkingu á sviði fjárfestinga ogfjármála, hvaða nafni sem nefnast og viðskiptavinir njóta menntunar ráðgjafa okkar og þeirrar þekkingar sem ára/öng reynsla hefur skapað. Auk hinna nýju Spariskírteina ríkissjóðs býður Kaupþing Einingahréf 1, 2, 3 Lífeyrisbréf Bankabréf Veðskuldabréf Skuldabréf stœrstu fyrirtœkja H/utabréf í fyrirtœkjum Skammtímabréf SÖLUGENGIVERÐBRÉFA PANN1 SEPT. 1988 EININGABRÉF 1 3.256,- EININGABRÉF 2 1.868,- EININGABRÉF 3 2.081 LlFEYRISBRÉF 1.637,- SKAMMTlMABRÉF 1.148,- Ráðgjöf ogfagþekking Kaupþings stendur œtíð einstaklingum sem fyrírtœkjum til boða. L. BorÖbúnaÖur — sem ber af ASIMMETRIA matar- og kaffistell frá Rosenthal. Glös og hnífapör í sama stíl. Hönnun: Björn Wiinblad, Danmöfk. studiohúsið A HORNl LAUGAVEGS OG SNORRABRAUTAR SIMI 18400 1 Könnun SKÁÍS og Stöðvar 2 á fylgi stjÓCTimálaflokkanna: Sjálfstæðisflokkurinn fengi 63,4% í Reykjavík Skoðanakönnun og friðarsetur Drepið er á tvö mál í Staksteinum í dag. Annars vegar skoðana- könnun um fylgi stjórnmálaflokkanna í Reykjavík og hins vegar ráðstefnu Alþýðubandalagsins um öryggismál, sem haldin var á Hallormsstað. Ólíklegt er, að alþýðubandalagsmenn geti auk- ið fylgi sitt meðal kjósenda með því að beina athyglinni að varn- arleysisstefnu sinni. Úr 29,8% í 5,7% Þegar kosið var til borgarstjómar í Reylg'avík vorið 1978 og vinstri menn fengu meirihluta í borgar- stjóminni fékk Alþýðu- bandalagið 29,8% at- kvæða í borginni, hvorki meira né minna. Þá var fylgi Sjálfstæðisflokksins 47,5%. í borgarstjómar- kosningunum 1982 fékk Alþýðubandalagið 19% atkvæða en Sjálfstæðis- flokkurinn 52,53% og 1986 fékk Alþýðubanda- lagið 20,3% en Sjálfstæð- isflokkurinn 52,7% at- kvæða í Reykjavik. Síðasta skoðanakönnun SKÁÍS fyrir Stöð 2 um fylgi stjómmálaflokka i höfuðborginni hefur að geyma þá niðurstöðu, að Sjálfstæðisflokkurinn fengi atkvæði 63,4% Reykvíkinga, ef nú yrði kosið en Alþýðubanda- lagið aðeins 5,7%. Á 10 árnrn hefur fylgi Al- þýðubandalagsins þannig hrunið i höfuðborginni úr 29,8% í 5,7%. Þær tölur sem raktar em hér að ofan sýna, að Alþýðubandalagið hefur með réttu getað kallað sig oddvita stjómarand- stöðu í Reykjavík; það hefur fengið mest fylgi af andstæðingum sjálf- stæðismanna í borginni. Nú em bæði Kvennalisti og Alþýðuflokkur með sterkari stöðu. Kvenna- listinn bauð ekki fram i Reykjavík 1978, hann hlaut 10,94% atkvæða 1982 og 8,1% 1986 en 14,9% samkvæmt siðustu könnun frá SKÁÍS. AI- þýðuflokkurinn fékk 13,5% 1978, 8,01% 1982 og 10% 1986 en 9,1% í SKÁÍS-könnuninni. Framsóknarflokkurinn fékk 9,4% 1978, 9,52% 1982 og 7% 1986 en 5,7% samkvæmt SKÁÍS. Um Borgaraflokkinn og Flokk mannsins þarf ekki að tala á þessu stigi. Af niðurstöðum SKÁ- ÍS-könnunarinnar má draga tvær meginálykt- anir: í fyrsta lagi er íjóst, að andstæðingum Sjálf- stæðisflokksins hefur ekki tekist að koma höggi á hann í borgar- málum, þótt hart hafi verið sótt gegn flokknum undanfarinar vikur og mánuði. Í öðm lagi er Alþýðubandalagið á svo hraðri niðurleið í borg- inni að með ólíkindum er. Virðist flokkinn skorta alla viðspymu og sú árátta hans að vera sjálfkrafa á móti öllum framfaramálum i borg- inni skilar sér síður en svo. Röng niður- staða Um síðustu helgi efndu alþýðubandalags- menn til ráðstefnu á Hallormsstað, undir heit- inu: ísland — herstöð eða friðarsetur. Á það hefur þegar verið bent svo oft og af svo mörgum, að fsland er einmitt friðar- setur af þvi að haldið er uppi vömum í landinu, að í raun var óþarft fyr- ir Alþýðubandalagið að velta þessu vandamáli sérstaklega fyrir sér. Nokkrir forystumenn flokksins gerðu það þó samt einmitt í þeim til- gangi að komast að rangri niðurstöðu, sem sé þeirri að vegna land- vama Íslands sé landið ekki friðarsetur heldur „skotmark og vfgvöllur í byrjun stríðsátaka," eins og segir í ávarpi ráð- stefnunnar. Hvergi er brýnna að hafa viðbúnað tíl vama en einmitt í löndum sem em á svo viðkvæmum stað í herfræðilegu tíllití að kæmi til átaka yrði fyrst keppt um yfirráð i þeim. Ovissa um stöðu slikra ríkja í öryggismál- um kynni ein og sér að ýta undir spennu og hættuástand. Það hefur leitt til stöðugleika og þar með stuðlað að friði að öllum er ljóst, að ís- lendingar hafa tekið af- stöðu í öryggismálum með aðild að Atlantshafs- bandalaginu og varnar- samningi við Bandarikin. Er raunar minna deilt um þessi grundvallarat- riði i stjómmálaumræð- um okkar i seinni tið en áður, þegar þau réðu miklu almennt um af- stöðu manna til lands- mála. 1 Hallormsstaðaávarpi sinu krefjast alþýðu- bandalagsmenn þess, að vamarsamningnum við Bandaríkin verði sagt upp, „erlendum her verði vfsað á brott frá íslandi og þjóðin skipi sér á bekk óháðra ríkja". Ekkert af þessu er nýtt nema það að orðið „óháð“ er notað en ekki „hlutlaust" og alþýðubandalagsmenn tala um „óháð Island" en ekki „hlutiaust" eins og áður. Em þeir að gefa til kynna með þessu að við eigum að skipa okkur i flokk með Indveijum, Kúbumönnum, Egyptum, og Júgóslövum svo að nokkur fremstu riki i samtökum óháðra ríkja séu upp talin? Einnig i þeim hópi em kjamorku- veldi en af ávarpinu má helst ráða, að við eigum að slita sambandið við nágranna- og vinarfki okkar i vamarmálum, af þvi að sum þeirra ráða yfir kjamorkuvopnum og við erum undir þeirri hlíf. í ávarpinu segir m.a. að ríkisstjóm íslands hafi á vettvangi NATO samþykkt stefnu sem m.a. feli i sér „að Nato eigi að verða á undan að beita kjamavopnum". Hér er hallað réttu máli. Stefna NATO er sú f fyrsta lagi, að vera ekki á undan að beita nokkr- um vopnum; verði banda- lagsriki hins vegar fyrir árás á að snúast gegn henni með venjulegum vopnum og ekki grípa til annarra ráða fyrr en allt um þrýtur og þá hugsan- lega kjamorkuvopna. Þetta er kjami vamar- stefnunar sem kennd er við sveigjanleg viðbrögð og NATO hefur fylgt i rúma tvo áratugi, meðal annars áþeim árum, þeg- ar ráðherrar Alþýðu- bandalagsins sátu sælir og glaðir i rikisstjóm ís- lands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.