Morgunblaðið - 01.09.1988, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 01.09.1988, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1988 54 nmnmn q-is ... þegar hann tekur þig með trompi. TM R®g. U.S. Pat Off.—all rights reserved ® 1988 Los Angeles Times Syndicate Hann er gæddur stálvilja. — Nú ætlar hann að hætta alveg að reyna að hætta að reykja. HÖGNI HREKKVISI „ HVÆT VEIKÚ* ERV’INUR þDVN?? Kettir eru dásamleg dýr Kæri Velvakandi! Mér varð mikið um þegar einhver „dýravinur" hringdi og vildi banna kattahald í borginni eða setja ströng lög varðandi það. Hélt hann því fram, að kettir gerðu næstum ekk- ert nema að drepa litlu fuglana, en auðvitað er það ekki rétt. Því neita ég ekki, að það eru til kettir, sem hafa kannski einhvem tímann drepið fugla. Staðreyndin er hins vegar sú, að þeir kettir sem hafa alið allan aldur sinn í borg kunna bara yfirleitt alls ekki að veiða. Og ég get fært rök fyrir þessu. Sjálf á ég kött og kann hann ekki að veiða. í hvert sinn sem fugl- ar fljúga fram hjá mjálmar hann bara ámátlega og horfir löngunar- augum út. Kæri „dýravinur". Þótt þú hafir kannski orðið vitni að því að köttur hafi drepið fugl gildir það ekki um alla ketti, því þeir eru ólíkir ein- staklingar. Þess vegna segi ég, að þótt einhver fugl hafi dáið af völd- um kattar, þá þarf ekki að dæma alla ketti eftir því. Og jafnvel mein- lausustu kettir ganga með bjöllu um hálsinn, sem klingir í allan lið- langan daginn. Með þökk fýrir birtinguna, í von um að fólki fari að skiljast, að kett- ir eru 'ekki einhver villidýr, sem hugsa aðeins um að drepa fugla, heldur eru þeir einhver dásamleg- ustu dýr sem til eru. G.S. Bílastæðavandi við Engjasel Kæri Velvakandi! Núna er mælirinn fullur og vel það. Ég get ekki orða bundist og lýsi mikilli undrun og óánægju með það mikla skilningsleysi sem þeir menn sýna, sem eiga að gæta þess í samráði við bifreiðaeigendur, að umferðin gangi sem best. Á ég hér við lögregluþjóna Reykjavíkurborg- ar. Eins og alþjóð veit, hefur bílainn- flutningur landsmanna aukist mjög mikið að undanfömu, en bílastæð- um hefur ekki fjölgað í samræmi við það. Er það ástæðan fyrir þessu bréfi. í þann tíma sem ég hef búið í Engjaseli hef ég séð, að fjöldi bíla er með sektarmiðá á framrúðunni á morgnana og það er ansi kostnað- arsamt að þurfa kannski að borga tvær sektir á viku eða jafnvel tvær sektir sama daginn. Mér fínnst ekki skipta miklu máli, hvort maður leggur við gang- stétt eða uppi á graseyju rétt yfir blánóttina. Astandið á kvöldin er þannig, að það er nánast vonlaust að fá lögleg bílastæði og það er slæmt að þurfa að leggja utan næsta nágrennis heimilis síns til að vera viss um að fá ekki sektir yfir nóttina. Ég hef nú ekki séð mikla umferð hér í Engjaselinu og finnst það ruddalegt að koma að næturlagi og sekta íjöldann allan af bflum, sem eru ekki fyrir neinum nema hátt- virtum iögregluþjónunum. Þeim virðist hins vega finnast gaman að sekta bfleigendur að nóttu til. Ég er þess fullviss, að ég tala hér fyrir hönd fjölda bíleigenda við Engjasel og nágrenni og vona ég að lögregluyfirvöld skilji sjónarmið okkar vel. Með þökk fyrir birtinguna, íbúi í Engjaseli. HUNDARIKIRKJUGÖRÐUM Til Velvakanda. Nýlega sá ég skilti í kirkju- garði einum hér í borg, þar sem stóð að ekki mætti koma með hunda inn í hinn vígða reit fram- liðinna. Þá fæddist staka: Sanngjamt þetta sýnist mér, synda - hafna - gjörðum. Ekki’ er leyft að hafa hér hunda í kirkjugörðum. Auðunn Bragi Sveinsson. Víkverji skrifar Skáldið Bemard Shaw mun eiri- hvemtímann hafa sagt að allar starfsgreinar væru samsæri gegn leikmönnum. Þessi kenning gæti sem best verið homsteinn blessaðs stofnanamálsins sem hefur oft orðið Víkveija að umtalsefni. Því hefur nefnilega verið haldið fram að stofnanamálið sé tæki fræðinga til að ieggja áherslu á lærdóm sinn, þannig að venjulegt fólk skilji helst ekki bofs og fyllist þar af leiðandi lotningu og trausti gagnvart því sem verið að að fjalla um. XXX etta eru engin ný sannindi. Víkveiji var til dæmis um dag- inn að lesa Bangsímon fyrir dóttur sfna, en sú bók var skrifuð fyrir 60 ámm. Á einum stað er lýst orða- skiptum Uglunnar og Jakobs; Ugl- unni er lýst svo að hún viti marga hluti, og geti skrifað nafnið sitt, Gugla, en sé samt ekki sérlega vit- ur. Svona er samtalið: „Veðurfarsskilyrðin hafa verið mjög óhagstæð upp á síðkastið, sagði Uglan. Hvað þá?, spurði Jakob. Það hefur rignt mikið, útskýrði Uglan. Já, sagði Jakob. Vatnsyfirborðið hefur náð for- dæmalausum hæðum, sagði Uglan. Hefur hvað?? Það er mikið vatn allsstaðar, út- skýrði Uglan. Já, sagði Jakob. En horfumar eru jákvæðar. Á hveiju augnabliki gæti farið svo ...“ o.s.frv. XXX Víkveiji hefur það á tilfinning- unni að eftir því sem stjóm- kerfið bólgnar út, verði samskipti embættismanna og almennings æ meira í líkingu við samtal Uglunnar og Jakobs. Þessi samskipti fara að mikiu leyti fram gegnum fjölmiðla svo fjölmiðlamenn bera þar einnig ábyrgð. Það hljómar kannski undar- lega en svo gæti farið að eftir því sem sérhæfing eykst og upplýsinga- magn í umferð verður umfangs- meira, eins og menn myndu segja á góðu stofnanamáli, muni fjölmiðl- unin snúast upp í andhverfu sína, verða að fámiðlun, vegna þess að fólk hættir að skilja það sem við það er sagt. XXX Víkveiji var að fletta upplýs- ingabæklingi um húsnæðis- bætur, sem embætti Ríkisskatt- stjóra gaf út fyrr á árinu. Þar seg- ir meðal annars: „Frá heildarfjár- hæð húsnæðisbóta skal dregin sú upphæð sem svarar til þeirrar lækk- unar á tekjuskatti sem viðkomandi maður hefur notið vegna vaxtafrá- dráttar á árunum 1984—1987, eftir að sú íjárhæð hefur verið fram- reiknuð samkvæmt lánskjaravísi- tölu frá og með júní á álagningar- ári til og með júní 1988.“ Með góð- um vilja, og með því að lesa þetta nokkrum sinnum í gegn, má skilja hvað við er átt, en er ekki hægt að koma þessum upplýsingum á framfæri á mannamáli? XXX að er mikið talað um spamað í ríkiskerfínu þessa dagana. Bandarískur þingmaður hefur hald- ið því fram, að ef lög og reglugerð- ir allra fylkjanna í Bandaríkjunum væru gerð skiljanleg, yrði eitt starf af hveijum fímm, á vegum hins opinbera, óþarft og þúsundir lög- fræðinga myndu missa vinnuna. Sjálfsagt hefur tilvitnaða kiausan úr skattabæklingnum verið afrakst- ur langrar yfirlegu margra opin- berra starfsmanna, og síðan hafa margir þurft að veita því fólki upp- lýsingar, sem hafa ekki skilið upp- lýsingamar. Bjargráðanefnd ríkis- stjómarinnar vildi láta leggja niður 1.000 opinber störf. Fjármálaráð- herra ætti kannski að kanna hvað hann getur sparað með því að láta snúa, þótt ekki væri nema upplýs- ingum til almennings, á venjulega íslensku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.