Morgunblaðið - 04.09.1988, Page 2

Morgunblaðið - 04.09.1988, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1988 Morgunblaðið/Ámi Helgason Unmð er við að breyta hðfninni í Stykkishólmi vegna komu Breiðafjarðarfeijunnar. Stykkishólmur: Framkvæmdir við ferjubryggju ÞAÐ styttist óðum í að Breiðafjarðarfeijan, sem nú er í smíðum á Akranesi, komi og þá þarf sérstaka höfn fyrir hana. Því hefir verið ákveð- ið að hraða framkvæmdum í Stykkishólmshöfn og loka austurhluta hennar með gijótgarði alla leið út í Súgandisey. Undanfarið hefir verið unnið að því að sprengja gijót í garðinn og er það tekið út við Skipavík og um leið og það gijót er fjarlægt myndast gott og slétt svæði við höfnina þar. - Arni Landsamband fiskeldis- og hafbeitarstöðvæ Mótmæla töf á ákvöröunum varð- andi rekstrarlán LANDSAMBAND fiskeldis- og hafbeitarstöðva hefur sent landbúnaðarráðherra bréf þar sem mótmælt er þeim töfum sem orðið hafa á ákvörðun um veð og ábyrgðir rekstrarlána. Fyrir 3 vikum skipaði ríkisstjómin starfshóp til að kanna lánamál stöðvanna og segir Ólafur ísleifsson, efnahagsráðu- nautur rikisstj ómarinnar, sem er fyrir hópnum, að niður- stöðu hópsins sé að vænta fljótlega. Ólafur segir að rekstr- arfjármögnun fiskeldisfyrirtækja sé viðskiptamál og hljóti að verða að leysast á þeim grunni. í því felist viðskipta- tengsl fiskeldisfyrirtækja, lánastofnana og vátryggingafyrir- tækja. Fyrirgreiðsla rekstrarlána fiskeldisins byggist á af- urðalánum banka. Þau séu veitt á grundvelli vátryggingar- samninga, þar sem fiskurinn sé tryggður. Starfshópurinn vinnur að því mundur Sigvaldason, skrifstofu- vmnur að kanna hvaða möguleikar séu á að auka vátryggingar og bæta skilyrði banka til þess að auka sína lánafyrirgreiðslu. Segir Ólaf- ur mjög brýnt að það takist með einhveijum ráðum að auka rekstr- aríjármagn í fiskeldi. Auk Ólafs eru í hópnum Guð- Beint sjónvarp frá Ólympíuleikunum í Seoul: Umfangsmestu útsending- ar frá upphafi Sjónvarpsins Tveir handknattleikir öruggir, sá þriöji líklegur ÚTSENDINGAR Sjónvarpsins frá Ólympíuleikunum i Seoul verða umfangsmestu beinu sendingar frá upphafi stofnunarinnar. Búið er að tryggja beint sjónvarp frá tveimur handknattleiksleikjum, úrslitaleiknum um gullverðlaunin og leik íslendinga og Sovétmanna. Þá er talið líklegt að hægt verði að senda beint frá leik íslendinga og Júgóslava, en það fæst staðfest eftir helgina. Sjónvarpað verður beint frá leikunum frá miðnætti fram undir morgun. Síðan verður samantekt þess sem þá gerist endursýnd síðdegis og á kvöldin þá daga sem leikarnir standa yfir að sögn Ingólfs Hannessonar þjá Sjónvarpinu. ÖUum handboltaleikjunum verður lýst beint í Rfkisút- varpinu Evrópusamband sjónvarpsstöðva sendir ekki beint frá öllum hand- knattleikjum á Ólympíuleikunum. Það er skýrt með því, að áhorfenda- flöldi sé of takmarkaður, þar sem fáar Evrópuþjóðir eiga lið á leikun- um. Ingólfur Hannesson sagði f samtali við Morgunblaðið, að staðan væri sú, að bein útsending er tryggð frá tveimur leikjum, íslendinga og Sovétmanna og úrslitaleiknum. Hann sagðist gera sér góðar vonir um að ná samkomulagi við Júgó- slava um að sýna leikinn, en Júgó- slavar eiga frátekinn gervihnatt- artfma einmitt á meðan leikurinn stendur yfír. Leikurinn við Svía verður að líkindum sendur út nokkr- um klukkustundum eftir að hann fer fram. Ólíklegt er að takist að fá beina útsendingu frá leikjum ís- lendinga við Alsírmenn og Banda- ríkjamenn. Leikurinn við Júgóslava hefst á miðnætti aðfaranótt 26. september. Leikurinn við Sovétmenn verður klukkan 4.00 aðfaranótt 28. sept- ember og úrslitaleikurinn klukkan 7.25 að morgni 1. október. Leiknum við Svía verður sennilega sjónvarp- að um klukkan 8.00 að morgni 24. september, en sá leikur hefst klukk- an 4.00 um nóttina. Ingólfur sagði að megináhersla væri lögð á að sýna frá þeim keppn- isgreinum sem íslendingar keppa í. „Höfuðmarkmiðið með þessum útsendingum er það, í fáum prðum sagt, að reyna að tryggja að íslend- ingamir sjáist, að við náum þeim þegar þeir eru að keppa. Það er svo auðvitað háð því að sjónvarpsmenn- imir í Kóreu beini myndavélum sínum að okkar mönnum, en við reynum sem sagt að sýna þær keppnir sem þeir taka þátt í,“ sagði Ingólfur. „Númer tvö er að taka það sem við getum talið áhugavert annað." Ingólfur sagðist telja að bein útsending væri tryggð frá undan- rásum og úrslitum í spjótkasti, kringlukasti, nokkmm sundgrein- um og búið er að panta útsendingu frá júdókeppninni. í aðalatriðum verða útsendingar sjónvarpsins þannig, að sýnt verður beint frá Ólympíuleikunum frá því um miðnætti fram undir morgun þá daga sem leikamir standa. Síðan verður sýnt samantekið úrval úr næturútsendingunni síðdegis og að kvöldi sama dags. „Við ætlum að reyna að sýna frá leikunum eins og við mögulega getum með þann mannskap og tæki sem við höfum. Ég held að ég geti fullyrt það að aldrei í sögu Sjónvarpsins hafi ver- ið jafn umfangsmiklar útsendingar á jafn stuttum tírna," sagði Ingólfur Hannesson. stjóri í landbúnaðarráðuneytinu, og Sveinbjöm Óskarsson, deildar- stjóri í fjármálaráðuneyti. í bréfí LFH til landbúnaðarráð- herra segir að reksturinn þyngist með degi hveijum þar sem fískur- inn vaxi. Eðlilega lendi öll fiskeld- isfyrirtæki í vanskilum, þar sem rekstrarlán séu miklum mun lægri en tryggingaverðmæti fisksins. Ákvörðun ríkisstjómarinnar um að heimila 800 milljóna króna lán- töku til stofnframkvæmda sé til lítils ef ekki sé unnt að ala físk- inn. Stórslys sé í vændum, verði málið ekki tekið föstum tökum hið snarasta. Stjóm LFH vekur athygli á að fiskeldisstöðvar fái ekki endur- greiddan söluskatt af rekstri svo sem tíðkist með aðrar útflutnings- greinar. Telur stjómin að greinin eigi kröfu á jafnræði á við þær og óskar þess að ríkisstjómin af- greiði málið. Þá beinir stjómin eindregnum tilmælum til ríkisstjómarinnar að lántökugjald á erlendar lántökur verði endurgreitt. Telur stjómin óeðlilegt að ríkisstjómin reyni að draga úr erlendum lántökum með sérstökum lántökuskatti þar sem hún hafi áður heimilað þær. Farskólinn á Austurlandi: Nemendurnir sóttir heim FARSKÓLI er nýjung, sem Austfirðingar hafa sett á laggirnar í tengslum við Verkmenntaskóla Austurlands á Neskaupstað. Undir- tektimar hafa verið frábærlega góðar, að sögn Alberts Einarsson- ar, skólameistara. Fjöldi námskeiða verður í boði á komandi vetri. Verður námskeiðshaldinu dreift á ýmsa staði f fjórðungnum, en þó era nokkrir staðir sem eru ekki með enn sem komið er. Um- sjónarmaður Farskólans verður Jóhann Stephensen, kennari við V er kmenn taskólann. „Uridirtektir hafa verið frábær- lega góðar. Bæklingur um skólann og námskeið á vegum hans er rétt núna að skila sér inn um lúguna hjá fólki og við höfum strax feng- ið mikil viðbrögð," sagði Albert. „Markmiðið með Farskólanum er námskeiðahald, þar sem nemend- um er veitt fræðsla á heimavelli. Fólk af minni stöðunum fer ekki hingað á Neskaupstað til dæmis til þess að sækja námskeið, nema það sé mjög brýnt. En þama opn- ast miklu fleiri möguleikar fyrir fólk.“ Námskeiðin munu standa frá einum degi upp í tvær vikur. Versl- unarfólk getur kynnt sér fyrir- tækjarekstur og nútfmalega versl- unarhætti og bændur hvemig standa eigi að ferða- og gistiþjón- ustu. Þá em ýmis námskeið í boði, sem lúta að iðnaði og verkstjóm. Kostnaður við námskeiðshaldið fellur að nokkm leyti á Verk- menntaskólann, en Albert sagði að vonast væri til, að endurmennt- unarsjóðir ýmiss konar styrktu starfsemina. Það væri þó ekki að fullu frágengið. Auk þess kæmu námskeiðsgjöldin til með að vega nokkuð þungt. Farskólinn á Austurlandi er samstarfsverkefni Verkmennta- skólans og Atvinnuþróunarfélags Austurlands í samvinnu við Iðn- tæknistofnun íslands og fleiri að- ila. Strætisvagnar Reykjavíkur: Aukin tíðni ferða á vetraráætlun VETRARÁÆTLUN Strætis- vagna Reykjavikur tekur gildi á morgun, mánudaginn 5. sept- ember. Þá eykst tíðni ferða á nfu leiðum og verður ekið á 15 mínútna fresti. Þá verður einn- ig hafinn akstur á nýrri leið, númer 15C, Grafarvogur- Breiðholt IH. Akstursleið vagns númer 15C verður sem hér segin frá Reykja- fold að Fjallkonuvegi, Lokin- hamri, Gullinbrú, Höfðabakka, Bfldshöfða, Breiðahöfða, Straumi, Streng, Bæjarhálsi, Bæjarbraut, Rofabæ, Hraunbæ, Bæjarhálsi, Höfðabakka, Vesturhólum, Suð- urhólum og að Álftahólum. Ekið verður á klukkustundar fresti á þessari leið á virkum dögum frá klukkan 7-19. Frá og með 5. september verð- ur ekið á leið 15A, Grafarvogur— Miðborg, á hálftfma fresti öll kvöld frá klukkan 19-24. Enda- stöð leiðar 15A er við Hlemm. Á vetraráætlun aka vagnar á leiðum 2-7 og 10-12 á 15 mínútna fresti virka daga frá klukkan 7-19. Akstur á kvöldin og um helgar verður óbreyttur. Vagnar á leiðum 8-9 og 13-14 aka á hálftíma fresti alla daga. Leið 15 C - Grafarvogur/Breið- holt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.