Morgunblaðið - 04.09.1988, Page 23

Morgunblaðið - 04.09.1988, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ,. SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1988 . - 23 Brosmild börn á bazar. sínar. Þeir gerðu sér grein fyrir því að Afganimir myndu aldrei lúta í lægra haldi fyrir þeim og þeir væru fúsir að fóma einhvetjum úr fjöl- skyldum sínum til að endurheimta frelsi. Afganir líta á það sem forlög ef einhver ástvinur þeirra deyr og þó það sé í stríði þá aftrar það þeim ekki frá því að beijast til þrautar. Afganir em afskaplega hugrökk þjóð, sérstaklega fjallabú- amir sem lifa við erfiðari lífsskil- yrði. í Afganistan eru flölmargir ólikir ættflokkar, misjafnlega strangtrúaðir, og hafa þeir í gegn- um aldirnar átt í stöðugum eijum sín á milli. Nema á ófriðartímum. Þá gleyma menn öllum illdeilum og standa saman allir sem einn. Og samheldnari þjóð en Afgani á ófrið- artímum er vart hægt að hugsa sér.“ Börn sett i herinn án nokkurra útskýringa Ragnari er hlýtt til Afgana, seg- ir þá harðduglegt og vingjamlegt fólk. Þó hafi honum ekki alltaf ver- ið tekið opnum örmum þar sem margir hafi álitið hann vera Rússa. „Ég þurfti alltaf að vera varkár þegar ég var einn á ferð í Kabúl. Stundum varð ég var við að fólk hélt að ég væri rússneskur og forð- aðist mig af þeim sökum. Lagði ég mig þá fram við að leiðrétta þennan misskilning. Fuhorðna fólkið gaf sig Kátir strákar sækja vatn við aðalgötuna i Kabúl. Hermaður afganska stjómarhersins mundar vélbyssuna. í baksýn má sjá áróðursmynd gegn frelsissveit- samt sem áður ekki mikið að manni þó að það væri nr\jög vingjamlegt. Það voru miklu frekar krakkar sem vom ófeimnir að spjalla við mann og leyfa myndatökur. Enda skilja þau ekki til fulls það sem er að gerast í landinu. Stundum kom það þó fyrir að fullorðið fólk gaf sig á tal við mig og lét þá greinilega í |jós óánægju sina með vem Sovét- manna í landinu. Ef hinsvegar her- maður úr stjómarhemum átti leið hjá lagði það sig i líma við að lofa Sovétmenn og lét sem það styddi aðgerðir þeirra í einu og öllu. Fýrst var ég alveg gáttaður á þessu og gagnrýndi fólkið fyrir tvöfeldni. Seinna skildi ég að þvf var þvert um geð að lofsama Rússana en átti ekki annarra kosta völ. Annars vom það ekki eingöngu Afganimir sem þurftu að gæta tungu sinnar. unum. Ég þurfti ekki síður að vera á varð- bergi og passa að tala ekki um stríðsástandið í landinu við hvem sem var. Það var aldrei að vita hveijir væm á vegum Rússanna eða stjómarhersins." Ragnar segir það óhugnanlegt hve lögregluyfirvöld í landinu hafi fólkið í Kabúl í miklum heljargreip- um. „Stundum komu lögreglumenn akandi á rútubflum inn í borgina, hrifsuðu með sér krakka sem urðu á vegi þeirra og óku á brott. Allir vissu hvað það þýddi. Krakkamir áttu að fará f herinn þó þau væm flest ekki eldri en 12 ára. Oft hurfu böm þannig orðalaust af götum Kabúl. Foreldrarnir vom svo kannski ekki látnir vita fyrr en löngu sfðar. Bömin I Kabúl em eitt af því sem hreif mig hvað mest í Afganistan. Þrátt fyrir stöðugan ófrið I landinu þá gleymdu þau aldr- ei að vera böm. Léku sér og ærsluð- ust og létu ófriðinn ekkert á sig fá. Ég dáðist alltaf að því hve þau vom andlega sterk og hugdjörf." Ógjörningur að koma á kommúnisma meðal svo strangtrúaðrar þjóðar Ragnar talar um það hve mú- hameðstrúin sé sterk meðal afg- önsku þjóðarinnar þó hinir ólíku þjóðflokkar séu misjafnlega strang- trúaðir. „Trúin er þeim ákaflega mikilvæg og hefur hún vafalaust verið þeim mikil stoð á ófriðartím- um síðustu ára. Skammt frá húsi foreldra minna í Kabúl var moska sem er bænahús múhameðstrúar- manna. Fyrir utan var alltaf komið fyrir hátöluram og var oft skrítið að heyra bænasöng „mullahna" renna saman við öskur í vígvélum. Eftir níu ára stríð við Afgani virð- ast Sovétmenn hafa gert sér það ljóst að ógjömingur væri að koma á kommúnisma í landi eins og Afg- anÍ3tan þar sem þjóðfélagið byggir allt á trúnni og einstaklingnum. Það er enginn hægðarleikur að stjóma slíku landi með svo ólíka ættflokka og menningaráhrif. Eins og ég sagði hefur afganska þjóðin staðið saman á ófriðartímunum sl. níu ár. Þegar sovéskar hersveitir verða endanlega á bak og burt er ég hins vegar afar hræddur um að illdeil- umar sem staðið hafa á milli hinna ólíku ættflokka blossi upp að nýju.“ Ragnar segir þá reynslu sem hann öðlaðist í Afganistan mjög dýrmæta. Honum hafi líkað mjög vel dvölin þar. Þó gæti hann ekki hugsað sér að vera þar búsettur lengur en eitt til tvö ár I einu. „Ég held að það sé best að koma sem gestur til Afganistan, maður verður svo lokaður frá umheiminum ef maður er þar lengi. Það litla sem ég sá af landinu var mjög fallegt, en því miður var útlendingum ekki heimilt að fara út fyrir Kabúl. Ég hefði gjaman viljað ferðast um landið og skoða mig betur um. Kannski fæ ég einhvem tímann seinna tækifæri til þess.“ Vonast til að komast að hjá Sameinuðu þjóðunum Ragnar hefur lokið BS-gráðu í hagfræði og alþjóðlegum stjóm- málum frá London School of Ec- onomic og er þegar þetta birtist kominn vestur um haf þar sem hann hyggst taka mastersgráðuna við Columbia-háskólann í New York. „Ég hef vafalaust fengið áhuga á alþjóðlegum stjómmálum í gegnum starf föður míns hjá Sam- einuðu þjóðunum," segir hann. „Sömuleiðis urðu kynni mín af Afg- anistan til þess að vekja áhuga minn á faginu. Það á eftir að koma mér til góða að hafa kynnst ýmsu af því sem stendur í námsbókunum af eigin raun. Það er lærdómsríkara en nokkur bók. Að náminu loknu hef ég mikinn áhuga á að reyna að komast að hjá Sameinuðu þjóð- unum, helst Barnahjálpinni eða Menningarmálastofnuninni sem ég er spenntari fyrir. Það verður vissu- lega erfítt að komast þar að en ég reyni hvað ég get. Báðir skólamir í London og New York þykja góðir og það ætti að hjálpa til. Háskólinn í New York útvegar nemendum auk þess atvinnu í sumarleyfum og ætla ég að reyna að komast að hjá Sam- einuðu þjóðunum strax næsta sum- ar. Ragnar segist að sjálfsögðu líta á sig sem íslending og sé stoltur af því. Samt finnist honum hann hvergi eiga heima. Helst í París þar sem hann bjó í 17 ár en þó finnist honum hann enginn Frakki í sér. Foreldrar hans verði næstu tvö tii þijú árin í Beirút í Líbanon og að því loknu verði þau send eitthvert annað. Hvert viti þau ekki. Hann býst ekki við að eiga eftir að búa á íslandi, a.m.k. ekki á næstunni. „Mér fínnst ísland stórkostlegt land en ég held að maður þurfí að hafa alist hér upp til að geta samlag- ast.“ Hann kvartar undan þvi hve íslenskan hans sé léleg en því er ómögulega hægt að samsinna. „Ætli ég eigi nokkuð eftir að eiga fastan samastað næstu árin. Ég hef áhuga á að starfa á vegum Samein- uðu þjóðanna og komist ég þar að verð ég að sætta mig við það að vera sendur heimshoma á milli. Ætli það eigi ekki Kka best við mig.“ TEXTI: Bergljót Friðriksdóttir MYNDIR: Ragnar Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.