Morgunblaðið - 04.09.1988, Síða 31

Morgunblaðið - 04.09.1988, Síða 31
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1988 Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu-70 kr. eintakið. Nýleið yfir Ölfusá Igær rættist langþráður draumur margra, þegar tekin var í notkun ný brú yfír Ölfusárósa. Um þessa stór- framkvæmd eins og flestar aðrar í landinu hefur oft verið hart deilt. Hefur hún á stund- um verið nefnd þegar menn telja að opinberu fé megi veija með skynsamlegri hætti en gert er. Þrátt fyrir gagmýni hafa baráttumenn fyrir brúnni ekki látið deigan síga og í tíu ár hafa staðið yfír framkvæmdir sem tengjast brúnni og vegagerð vegna hennar. Sjálf brúarsmíðin hófst hins vegar ekki fyrr en snemma árs 1987 þannig að henni hefur vel miðað frá því til verksins var markvisst gengið. Brúin tengir saman byggðina frá Þorlákshöfn til Eyrarbakka og Stokkseyrar. Þannig styttist leiðin milli Þorlákshafnar og Eyrarbakka úr 44 km í 16 km eða sem svarar úr leiðinni frá Reykjavík til Keflavíkur ann- ars vegar í leiðina frá Reykjavík í Mosfellsbæ hins vegar, svo að tekið sé dæmi af þéttbýlasta homi landsins. Sjá allir að munar um minna. Samgöngumannvirki hafa jafnan mikil áhrif á þróun byggðar. Hefur það sannast ágætlega við Ölfusá. Nú líður brátt að því að 100 ár séu síðan fyrsta brúin yfír ána var vígð en það var gert 8. sept- ember 1891. Þá streymdi múgur og margmenni á mæli- kvarða þess tíma að brúnni við Selfoss, en talið er að 1.800 manns hafí safnast þar saman. Var það þá einhver Qölmennasta samkoma sem haldin hafði __ verið utan Reylgavíkur í Islandssögunni ef frá er talin þjóðhátíðin á Þingvöllum 1874, þegar hald- ið var upp á þúsund ára af- mæli byggðar í landinu. Hafði þó verið hart deilt um fram- kvæmdina í áratugi. Brúin jrfír Ölfusá, sem var lang- stærsta og veglegasta mann- virki sem þá hafði verið gert í landinu, leiddi til þess að krossgötur mynduðust í landi býlisins Selfoss og við þær risu síðan þjónustustöðvar og verslanir. 1946 samþykkti Alþingi lagafrumvarp um sameiningu Selfossbyggðar í eitt hreppsfélag og nú er byggð Ijölmennust á Selfossi ef litið er á suðurlandsundir- lendið og íbúamir tæplega 4.000, Enginn fer í grafgötur um að allt öðru vísi væri umhorfs þar sem Selfosskaupstaður stendur nú, ef Ölfusárbrú hefði ekki verið smíðuð á sínum stað. Talið er að brúin yfír Ölfusárósa hafí í för með sér nýja stefnu í þróun byggð- ar og atvinnustarfsemi á Ar- borgarsvæðinu svonefnda. Nú er komin hringtenging um svæðið á milli bæjanna við ströndina annars vegar og Selfoss og Hveragerðis hins vegar. Brúin kann einnig að leiða til þess þegar fram líða stundir að umferðin um hringveginn eða austur á land frá höfuðborgarsvæðinu fær- ist á Þrengslaveg þar sem er snjóléttara en á Hellisheiði og niður á ströndina þar sem ekki er eins vindasamt og undir Ingólfsfjalli svo að dæmi sé tekið. Þessi nýja leið opnar ný tækifæri eins og aðrar leiðir og tíminn einn á eftir að sýna hvemig þau verða nýtt. Á landsmælikvarða er ekki eins mikið um dýrðir þegar brúin yfír Ölfusárósa er tekin í notkun og þegar Ölfusárbrú var vígð 1891. Á þessum tæpu hundrað árum hefur þjóðin tekið svo stórt stökk í samgöngumálum og fram- kvæmdum að tilkoma glæsi- legs mannvirkis af þessu tagi vekur ekki jafn mikla al- menna athygli og áður. Það segir hins vegar ekkert fyrir um notagildi mannvirkisins og áhrif þess til lengri tíma. Reynslan segir okkur að bættar samgöngur hafa al- mennt haft í för með sér auð- veldari aðdrætti, bætt lq'ör og þægindi. Pramkvæmdir á því sviði eru vafalaust betur til þess fallnar að stýrlg'a stöðu þjóðarbúsins og byggð í landinu til langframa en flók- in dæmi um lausn stundar- vanda í efnahagsmálum. Brú- in yfír Ölfusárósa á vonandi eftir að staðfesta það. Eftir helgina hefjast við- ræður fulltrua ríkis- stjómarinnar og ASÍ til könnunar á því, hvort samstaða geti tekizt milli þessara aðila um ráðstafanir í efnahags- málum. Það er orðið nokkuð langt síðan Alþýðusambandið hef- ur leikið svo stórt hlutverk á vettvangi stjómmálanna. Sú var tíðin, að slíkar við- ræður milli ríkisstjóma og forráðamanna ASÍ voru lykillinn að lausn margra vanda- mála. Það átti sérstaklega við á Viðreisnar- ámnum. Segja má, að Alþýðusambandið hafí náð hápunkti valda og áhrifa veturinn 1978, þegar þáverandi ríkisstjóm og stjómarflokkar urðu að láta undan síga fyrir sameiginlegu áhlaupi ASÍ og stjóm- arandstöðuflokkanna. Næstu árin á eftir urðu hlutverkaskipti. Vinnuveitendasambandið náði fmmkvæði í kjarasamningum ár eftir ár og hefur haldið því fram á þetta ár m.a. vegna þess, að hugmyndimar hafa komið frá vinnuveitendum en innan ASÍ hefur verið stöðug sundrang. Nú er hins vegar komin upp ný staða. Þingflokkur sjálfstæðis- manna samþykkti að kanna niðurfærslu- leið með því skilyrði að samstaða næðist um framkvæmd hennar með Alþýðusam- bandi íslands. Þessi samþykkt Sjálfstæðis- flokksins opnaði Alþýðusambandinu leið inn í hringiðu stjómmálanna á nýjan leik. Fróðlegt verður að sjá hvert framhald verð- ur á því. Stjómarflokkamir em enn að tala um niðurfærsluleið og hugsanleg framkvæmd hennar verður væntanlega eitt helzta umræðuefni ráðherra við forsvarsmenn ASÍ. Það em afar skiptar skoðanir um þessa leið í efnahagsmálum, bæði innan ríkisstjómarinnar og utan. Það fer ekki á milli mála, að hún nýtur víðtæks stuðnings meðal forystumanna í sjávarútvegi og sjálfsagt í öðmm útflutningsgreinum. Það er skiljanlegt. Með niðurfærsluleið er tekin til baka kauphækkun, sem þessir sömu aðilar hafa samið um við sína starfsmenn. Útgjöld útgerðar og fískvinnslu lækka og atvinnugreinin hefur meiri möguleika á að standa undir sér. Miklar efasemdir em hins vegar uppi um niðurfærsluleið meðal ýmissa verka- lýðsforingja, eins og sjá má á grein eftir Magnús L. Sveinsson, formann Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur, í þessu tölublaði Morgunblaðsins. Þeir verkalýðsforingjar, sem efast um gildi þessarar aðgerðar fyr- ir láglaunafólk spyija einfaldlega, hvemig hægt sé að lækka lægstu launin um t.d. 9%. Þeir em ekki einir um það. í hópi atvinnurekenda em margir launagreiðend- ur, sem segjast með engu móti geta lækk- að laun starfsmanna sinna, sem þessu nemur, af þeirri einföldu ástæðu, að þeir muni missa þá í önnur störf. Margir aðrir em þeirrar skoðunar, að niðurfærsluleið sé óframkvæmanleg vegna þess, að ekki sé hægt að tryggja niður- færslu verðs á vöm og þjónustu. Sennilega em ráðherrar á borð við Jón Baldvin Hannibalsson og Steingrím Hermannsson þeirrar skoðunar, að þetta eigi að gera með lagasetningu. Ráðherrar sjálfstæðis- manna og þingflokkur eiga áreiðanlega eftir að hugsa sig vel um áður en þeir fylgja slíkri löggjöf. Menn þurfa ekki ann- að en fylgjast með þeirri verðstöðvun, sem er í gildi í þessum mánuði og framkvæmd hennar til þess að átta sig á þeim álitamál- um, sem eiga eftir að koma upp á yfirborð- ið í sambandi við niðurfærslu verðlags. Sterkustu rökin fyrir niðurfærsluleið em einfaldlega þau, að annar kostur sé ekki fyrir hendi. í þeim efnum vísa menn til hinna misheppnuðu efnahagsaðgerða í maímánuði, þegar gengið var fellt án þess að það skilaði nokkmm sýnilegum árangri fyrir sjávarútveginn. Auðvitað em til aðrar leiðir í efnahagsmálum en niðurfærsla og gengislækkun. Það er óneitanlega var- hugavert að láta umræður um efnahags- mál snúast eingöngu um niðurfærsluleið. Þótt ráðgjafamefnd ríkisstjómarinnar hafi rætt aðra möguleika í þaula og þess vegna komizt að þessari niðurstöðu er ljóst, að hvorki ríkisstjóm, þingflokkar né almenn- ingur hafa rætt aðrar leiðir að nokkm ráði. Þau sjónarmið em t.d. til meðal sérfræð- inga og áhrifamanna, að með skipan ráð- gjafamefndarinnar og því, sem á eftir hefur fylgt, hafí verið efnt til of mikils uppnáms um efnahagsmál þjóðarinnar. Ástandið sé einfaldlega ekki eins alvarlegt og menn hafí talið og ekki þörf á jafn víðtækum aðgerðum og ýmsir ráðherrar og forsvarsmenn atvinnuvega hafa talið nauðsynlegar. Það væri því ekki úr vegi að opna þessar umræður svolítið, þannig að fleiri kostir verði ræddir en niðurfærsl- an ein. Frelsi á villigötum? Það er augljóst, að tilhneigingin í efna- hagsaðgerðum nú er til. aukinnar miðstýr- ingar og að horfíð verði frá frjálsræðis- stefnu f efnahags- og atvinnumálum að nokkm leyti. Nú um þessi mánaðamót var t.d. sett á verðstöðvun, að vísu í skamman tíma. Sú var tíðin, að verðstöðvun var al- gengt ráð en afleiðingin yfírleitt sú, að eftir nokkra mánuði brast mikil verð- hækkunarstífla. Þá er auðvitað ljóst, að bankamir fengu nánast fyrirskipun um að lækka vexti. Sú hótun lá í lofti, að Seðlabankinn mundi grípa til einhliða aðgerða til þess að lækka vexti, ef bankamir gerðu það ekki sjálfír. Fijálsræðið í vaxtamálum hefur auðvitað verið lykilþáttur í þróun efnahagsmála hin síðari ár. Nú hafa menn séð fyrstu merki þess, að hugsanlega verði snúið við á þeirri braut. Auðvitað geta engin ríkis- stjóm og enginn stjómmálaflokkur ríghaldið í ákveðna gmndvallarstefnu á tímum, sem þessum. Engu að síður er nauðsynlegt að menn átti sig á því hvert stefnir. Það er augljóst, að það er á ferð- inni visst fráhvarf frá fijálsræði í efna- hags- og atvinnumálum. Sumir em þeirrar skoðunar, að frelsið hafí verið misnotað. Athyglisverð rödd um það hefur komið úr Sjálfstæðisflokknum. María E. Yngvadóttir, einn af varaþing- mönnum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og formaður Sjálfstæðiskvennafélagsins Hvatar, segir í ræðu, sem hún flutti á fundi Sambands ungra sjálfstæðismanna fyrir skömmu og birt var í Morgunblaðinu í gær: „Með frjálsri verðlagningu átti sam- keppnin að blómstra, en raunin varð sú, að nú vannst frelsi til að halda uppi verði á vömm. í stað þess að koma á hag- kvæmari rekstri til að verða samkeppnis- færari er verðlagi haldið uppi og þar með smæð markaðarins nýtt, ekki í hagnaðar- skyni, sem hefði verið skiljanlegt, heldur til að halda uppi bmðlinu. Og hveijir em það svo sem borga brúsann? Það emm við, almenningur í landinu. Við sitjum uppi með. okkar eigin óráðsíu, en einnig þeirra, sem leggja á okkur skattana og selja okkur vöra og þjónustu." Þetta er býsna þungur áfellisdómur yfír því frelsi, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi barizt fyrir í efnahags- og atvinnu- málum. Hitt er svo alveg ljóst, að María E. Yngvadóttir talar þama fyrir munn margra, sem telja, að frelsið í verðlagningu hafí alls ekki skilað sér í aukinni sam- keppni og lægra verðlagi. Efasemdir um gildi þessa fíjálsræðis em meiri en oft áður. Um þetta má margt segja. Varla blandast nokkmm manni hugur um, að frelsi í verðlagningu og sú sam- keppni, sem af því frelsi hefur leitt, hefur orðið til þess að verðsamkeppni milli mat- vömverzlana er mjög mikil. Einhver sagði að Pálmi í Hagkaup hefði gert meira til þess að bæta kjör láglaunamanna en flest- ir verkalýðsforingjar. Það má færa sann- færandi rök fyrir því, að þetta sé rétt. En hefur frelsi í verðlagningu skilað sér í lægra vömverði annars staðar? Um þetta má endalaust deila. Einn af viðmælendum höfundar Reykjavíkurbréfs benti á, að tíð eigendaskipti á tízkuverzlunum í borginni bentu til þess, að samkeppni væri þar mikil. Jafíi augljóst er, að verðlag á marg- víslegri vöm og þjónustu er ótrúlega hátt hér miðað við það, sem tíðkast í nálægum löndum. Nú geta menn ekki lengur bent á háa tolla, sem skýringu á því. Þá benda efasemdarmenn um frelsið á MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1988 31 REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 3. september Morgunblaðið/Þorkell Frá Ólafsfirði. þá staðreynd, að raunvextir hafa rokið upp og ekkert lát á og spyija hvenær komi að því, að markaðurinn leiði til raunvaxta- lækkunar. Talsmenn vaxtafrelsis segja hins vegar, að menn verði að hafa biðlund til þess að lofa vaxtafrelsinu að sýna sig í verki, staðreynd sé, að ekkert lát hafí verið á eftirspum eftir lánsfé þrátt fyrir háa vexti og þá sé ekki við því að búast, að markaðsöflin kalli á raunvaxtalækkun. Þessar umræður sýna, að nú er að hefj- ast visst mat á þeirri fíjálsræðisstefnu, sem hefur mtt sér til rúms í athafnalífí og fjár- málalifí á sl. fímm ámm eða svo. Að því hlaut að koma að slíkt endurmat færi fram. Vel má vera, að þær umræður leiði til þeirrar lækkunar á verði vöra og þjón- ustu, sem markaðsöflin ein hafa ekki ráð- ið við að framkalla! Engin spuming er um það, að frelsi í viðskiptum og athafnalífí leiðir til bættra lífskjara. Löng reynsla margra þjóða sýnir það. En frelsi er hægt að misnota og þær efasemdir, sem hér er vísað til. benda til þess, að sú skoðun eigi nokkum hljóm- gmnn, að það hafí gerzt hér. Verkefnið er þó ekki að draga úr frelsinu heldur koma í veg fyrir misnotkun þess. Að lifa mannsæmandi lífi Annars er eftirtektarvert, að María E. Yngvadóttir minnti líka í fyrmefndri ræðu á láglaunafólkið með þessum orðum: „Við viljum byggja hér gott þjóðfélag, ekki aðeins fyrir flesta, heldur alla. Launamis- munur er eðlilegur o^ virkar sem hvatning til menntunar og ábyrgðar. En við verðum að gæta þess, að lægstu laun dugi ávallt til framfærslu meðalfjölskyldu. Það er erf- itt að hlusta á þau rök, að hin og þessi atvinnugrein beri ekki hærri laun. Sam- vizka atvinnurekenda hlýtur að rúma býsna margt, ef þeir geta haldið slíku fram. Laun era ekki afgangsstærð, heldur fjár- festing í vinnuframlagi fólks, sem leggur sig því betur fram, sem umbunin er meiri. Það á að vera metnaður atvinnurekenda að framleiða góða vöm eða þjónustu á sem hagkvæmastan hátt og það næst ekki nema með góðu hráefni og góðu samstarfs- fólki og fyrir hvort tveggja þarf að borga. Þetta á ekkert síður við hjá opinberam fyrirtækjum en einkafyrirtækjum. Við megum ekki gleyma því, að í okkar litla landi, má segja, að fyrirfinnist í hverri fjöl- skyldu fulltrúi hverrar atvinnugreinar. Ég tel það mjög varasamt, ef hér fær að skjóta rótum stétt, sem á enga möguleika á að lifa mannsæmandi lífí og er þá jafn- vel þröngvað til að bjarga sér á annan hátt. Aðrar þjóðir berjast við að bæta sitt velferðarkerfi til að losna við undirrót alls kyns spillingar. Við getum ekki stuðlað að slíku með vanhugsuðum aðgerðum." Þetta em orð í tíma töluð. Því miður hafa ekki heyrzt margar slíkar raddir í Sjálfstæðisflokknum á síðustu ámm. En þetta er gmndvallaratriði. í góðæri síðustu ára hafa þeir, sem betur mega keppst um að ná til sín hagnaði af miklum uppgangi í atvinnulífínu. Þá hafa gjaman gleymzt þeir, sem minna mega sín. Það er tími til kominn, að jafnvægi komizt á að nýju. Of mikill efnamunur getur aldrei gengið á íslandi til lengdar. Návígið og fólks- fæðin er slík, að mikill efnamunur kallar jrfír okkur verra þjóðfélag. Það er ánægjulegt, að það skuli einmitt vera einn af varaþingmönnum Sjálfstæðis- flokksins, sem minnir á þessar staðreynd- ir. Það sýnir, að enn em til þau öfl, sem frá upphafí hafa skapað eðlilegt jafnvægi í þessum stóra flokki milli nokkuð ólíkra skoðana. Það yrði Sjálfstæðisflokknum til farsældar og fýlgisaukningar, ef fleiri full- trúar hans töluðu á sama veg og María E. Yngvadóttir í þessari ræðu. Hvernig á að ráða við ríkisútgjöld? Starf Ríkisendurskoðunar, sem nú heyr- ir beint undir Alþingi, er mikilvægur þátt- ur í að veita ráðherram og embættismönn- um aðhald í meðferð almannafjár, eins og raunar er vikið að í forystugrein Morgun- blaðsins í dag, laugardag. En ýmsar at- hafnir Jóns Baldvins Hannibalssonar, fjár- málaráðherra, og hans manna í fjármála- ráðuneytinu, hafa vakið upp spumingar um það, hvernig bezt verði unnið að því að hemja útgjöld ríkisins. Fjármálaráðherra virðist hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að eina leiðin til þess að ná einhveijum tökum á ríkisfjármálum væri að efna til meiriháttar áhlaups á ein- staka stofnanir á vegum ríkisins. Væntan- lega vill hann með þvi vinna tvennt: í fyrsta lagi að hafa þau áhrif á forráða- menn viðkomandi stofnunar, að þeir fari varlegar í framtíðinni í meðferð ríkisfjár- muna og í öðm lagi að hafa þau óbeinu áhrif á forráðamenn annarra stofnana á vegum ríkisins, að þeir gæti betur að sér til þess að forðast að verða fyrir slíkri opinberri gagnrýni. Vel má vera, að þetta sé rétt hugsað hjá fjármálaráðherra. Það getur vel verið, að ríkiskerfíð sé svo þungt í vöfum, að opinbert áhlaup af þessu tagi sé eina leið- in til þess að ná árangri. En þá verður að framkvæma áhlaupið, sem gert er í nafni skattborgaranna, með réttum hætti. Það er Pósti og síma ekki til minnkunar, hvemig staðið var að launagreiðslum til starfsmanna þeirrar stofnunar um þessi mánaðamót. Það er fj ármálaráðherra og starfsliði hans hins vegar ekki til sæmdar. Aðalatriðið er að ná árangri. Fyrst er að reyna með góðu. Hefur það verið gert? Ef ráðherra kemst að þeirri niðurstöðu, að opinbert áhlaup sé það eina, sem dug- ar, verður hann að fýlgja orðum sínum eftir að því loknu. Hefur það verið gert? Næstu vikur munu ráðherrar og þing- flokkar einbeita sér að fjárlagagerð. Hún er mikilvægur þáttur í efnahagsaðgerðum núverandi ríkisstjómar. Hafa ráðherrar tekið til hendi við niðurskurð hjá sér? Hafa þeir fylgt fordæmi Jóhönnu Sigurðar- dóttur og skorið niður ferðakostnað? Hafa þeir skorið niður risnu? Hafa þeir skorið niður alls kyns forréttindi æðstu embættis- manna? Um leið og þetta hefur verið gert mun þjóðin fylgja þeim fast eftir. „Þau sjónarmið eru t.d. til meðal sérfræðinga og áhrifamanna, að með skipan ráð- gjafarnefndar- innar og því, sem á eftir hefur fylgt, hafi verið efnttilof mikils uppnáms um efnahagsmál þjóðarinnar. Astandið sé ein- faldlega ekki eins alvarlegt og meníi haf i talið og ekki þörf á jafn víðtækum aðgerð- um og ýmsir ráð- herrar ogfor- svarsmenn at- vinnuvega hafa talið nauðsynleg- ar.“ ’

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.