Morgunblaðið - 04.09.1988, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 04.09.1988, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1988 38 Sigurður Gunnarsson: Þori ekki að byrja í golfinu - ég er svo mikill dellukarl SIGURÐUR Gunnarsson er nán- ast borinn og barnfæddur Víkingnr og ólst upp í Smái- búðahverfinu sem þá var aust- asta byggð Reykjavíkur. Strák- ar brugðu sér I beijamó alla leið upp í Breiðholt og í Foss- vogsdalnum voru sveitabæir með kúm og hestum og tilheyr- andi. „Þegar farið var að byggja í dalnum þá lék maður sér i byggingunum svo þetta var ákjósanlegur staður að alast upp á.“ - Svo gekkstu í Víking. „Ég flakkaði nú fyrst aðeins á miíli félaga því Víkingur var ekki með yngri flokka á þeim árum. Ég lék til dæmis eitt tímabil með Fram í handbolta í 5. flokki. Hins vegar var ég alltaf í Víkingi í fót- boltanum. Svo lék ég einn vetur körfubolta með Armanni í 3. flokki. Þar náði ég að leika einn leik með mönnum eins og Símoni Ólafssyni og ómari Sigurðssyni, bróður Jóns KR-ings, sem þá voru í 2. flokki. Ég held að það hafí verið eini leik- urinn sem þeir töpuðu í tvö eða þrjú ár. — Þú lékst bæði úti á vellinum « og i marki i fótboltanum. „Já, ég gat aldrei gert það upp við mig hvort væri skemmtilegra að leika í marki eða úti. Ég var meðal annars með Víkingum þegar þeir urðu íslandsmeistarar, þá sem hugsa um línumar, eða er það nokk- uð? Jú, ég þarf að passa mig mjög vel því ég er svo feitlagin," segir hún brúnaþung og ég horfi agndofa á grannan líkamann. „Flestir geta etið það sem þá lystir en ég get ekki einu sinni borðað hollan mat án þess að fitna. Ég er sennilega með hægari efnaskipti, en ég er þó búin að léttast um 10 kíló síðan ég byijaði að æfa svona mikið. Ég er alveg hissa á ungum stúlkum að vera ekki í íþróttum, vöxturinn verð- ur svo fallegur á því.“ — Hvað ertu að dunda þér við þegar þú ert ekki í sundinu? „Ég héf nú ekkert séð vini mína lengi, bara kærastann. Sem betur fer er hann á kafi í fótbolta, spilar með meistaraflokki á Selfossi. En mér finnst gaman að vera á skíðum, fara í ferðalög og bara skemmta mér, skreppa á ball og hitta fólk!“ Svo verður andlitið dreymið: „Ég vil helst fara út og láta mér líða vel, sitja á kaffíhúsi á Ítalíu. Það er svo fjarri mér að keppast við að eignast peninga til að fjárfesta í villum eða myndbandstæki. — Hefurðu í hyggju að mennta þig eitthvað? „Ég stefni að því að verða ljós- móðir. Ég veit að það er skemmti- legt starf og ég hlakka mikið til þegar ég verð búin að læra. Ég veit að þetta er langt nám, en ég stefni að því engu að síður." Móðir Bryndísar og þjálfari er sunddrottningin kunna Hrafnhildur Guðmundsdóttir og Bryndís segist vissulega líta á hana sem fyrirmynd. Hún hafi náð tímanum hennar en ekki árangri, því enn hafi ekki reynt á það hvort hún endist jafn lengi og hún. „Þegar ég er leið og þreytt og skríð upp úr lauginni með svip, þá segir mamma alltaf eitthvað sem hittir beint í mark. Þá bít ég á jaxl- inn því ég veit að hún segir satt. Maður temur sjálfan sig. Mér dettur ekki í hug að þijóskast við það sem er satt. Já, hún er besta vinkona mín.“ KM varamarkvörður. Diðrik Ólafsson var þá aðalmarkvörður. Svo á ég ijóra drengjalandsleiki sem mark- maður í fótbolta. Ekki má gleyma þremur sumrum á Eskifirði 1978 til 1980. Þar lék ég með Austra í 2. deildinni í knattspymu. Fyrsta sumarið bjó ég ásamt þremur öðr- um ungum mönnum á elliheimili staðarins, sem þá átti að fara að gera upp. Það var ágætt." Sigurður segist hafa mikinn áhuga á að snúa sér að þjálfun í framtíðinni og í þeim efnum er prófraunin framundan. „Þjálfun stórhuga nýliða ÍBV S 1. deildinni í handbolta," eins og Sigurður orð- ar það. Sigurður hefur undanfarin ár starfað í umferðardeild lögregl- unnar og hefur hann lokið námi í Lögregluskólanum. Sigurður var spurður hvort það kæmi til góða í starfínu að vera þekktur hand- boltamaður. „Það er nú upp og ofan. Ég varð samt sérstaklega var við þetta í sumar. Það getur komið sér vel þegar maður hittir á Víking, en miður ef það er Valsari sem á í hlut,“ segir Sigurður og glottir. Kona Sigurðar er Margrét ísleifsdóttir frá Eskifírði og eiga þau tvö böm, 8 ára gamlan son, Isleif Öm, sem er á kafí í íþróttum eins og pabbinn, og tæplega 3ja ára gamla dóttur, Sólveigu Rún. Fjölskyldan dvaldi í Qögur ár á Kanaríeyjum er Sigurður lék þar með Tenerife. „Það var gott að vera á Spáni og ég gæti vel hugs- að mér að leika þar aftur. Hins vegar vil ég helst ekki fara aftur til Tenerife því dvölinni þar fylgdu Morgunblaðið/Júlíus Sigurdur Gunnarsson í vinnuföt- unum. Guðmundur Guðmundsson Sigurður og Magnea Björk ísleifsdóttír með börnin Sólveigu Rún og ísleif Órn. Lengst til hægri er systursonur Magneu, Magni Hreinn Jónsson. gríðarlega mikil ferðalög. Ferða- lögin læknuðu mig þó af flug- hræðslunni, sem var vægast sagt til vandræða í fjölda ára og marg- umtöluð meðal vina og kunningja. Á Spáni er verð á nauðsynjavörum lágt og þægilegt að lifa. Hér er verðlag á hinn bóginn geysilega hátt og sérstaklega á matvælum og öðmm nauðsynjum.“ —_ Hvað með áhugamál? „Ég reyni að fylgjast vel með og er í sjálfu sér opinn fyrir öllu, en það gefst lítill tími til tóm- stundaiðkana því handboltinn tek- ur allan minn tíma. Ég er i eðli mínu dellukarl og sökkvi mér í hlutina, ef ég byija á þeim á ann- að borð. Þannig hef ég ekki þorað að byija að spila golf því ég veit að ég myndi falla fyrir því. Eins og staðan er núna fer tíminn í handbolta og fjölskylduna, þó svo Morgunblaðið/Sverrir að flölskyldan verði alltof oft að víkja. Ég hlusta að vísu dálítið á tónlist og þá aðallega gamla popp- tónlisL Eg hef miklar mætur á Megasi og Spilverkinu sáluga og eins hef ég gaman af gömlum rokksveitum eins og Jethro Tull, Yes og Genesis." — Hvernig tilfinning er það að leika fyrir troðfullri Laugar- dalshöll? „Það er alltaf skemmtilegra að leika í Höllinni þegar áhorfendur flölmenna. Það er geysileg hvatn- ing til að byija með en þegar líður á leikinn er einbeitingin það mikil að maður gleymir áhorfendunum. En það er ljóst að áhorfendur geta skipt sköpum í landsleik, þeir geta komið andstæðingum okkar úr jafnvægi," sagði Sigurður Gunn- arsson. — GuGu Hnýtir f lugur á keppnisferðum GUÐMUNDUR Guðmundsson, einn hornamanna íslenska lands- liðsins, hefur verið leikmaður Víkings frá upphafi sins hand- boltaferils og hefur unnið tii margra verðlauna með liði sínu. Hann er 28 ára gamall kerfis- fræðingur og vinnur hjá Visa hf. „Ég vinn við forritun og skipu- lagningu verkefna og ég kem til með að sjá um gagnasafnkerfið hjá Visa. Ég lagði stund á kerfisfræði hér heima og svo hef ég farið á námskeið víða erlendis." Guðmundur hefur staðið í ströngu í sumar því auk þess að vinna fullan vinnudag og stunda æfingar með landsliðinu er hann að byggja raðhús í Ártúnsholti ásamt konu sinni, Helgu Björg Bjartmars. - Hvernig gengur? „Við höfum verið að þessu und- anfarin fjögur ár og erum um það bil að ljúka framkvæmdum. Ég hef reynt að gera þetta eftir megni sjálfur. Ég hef í sjálfu sér ekki gert mikið í sumar en maður hefur gripið í þetta þegar stund hefur gefist. Það verður bara að gæta þess að þetta komi ekki niður á æfingunum. Bogdan er ekkert hrif- inn af því að maður sé að vinna svona aukalega enda hef ég haldið því í algjöru lágmarki í sumar. Við erum flutt inn og núna erum við að klára húsið að utan og verið er að múrhúða efri hæðina. Við stefn- um að því að flytja upp fyrir jól.“ - Er gott að vera þarna? „Já, mjög svo. Við erum norðan Morgunblaðið/Sverrir Guðmundur Guðmundsson hnýt- ir flugur i frístundum. við Árbæjarsafnið og það er engin byggð sunnan við húsið okkar. Þetta er góður staður og þama virð- ist vera mjög friðsælt. Það er stutt í gott útivistarsvæði og við heyrum í lóunni á vorin og fuglalífið er mikið." Guðmundur og Helga Björg í kunnuglegri stellingu með landsliðinu. Morgunblaðið/Juifus stunda veiðiskap og Guðmundur fæst líka við hnýtingar. „Við erum í silungsveiði í vötnum og ám og veiðum á flugu. Við höf- um farið oft á Arnarvatnsheiði og norður í land í Laxá. Við reynum að gera þetta eins oft og við getum og þegar ég á frí frá handboltanum. Þetta höfum við stundað undanfar- in sjö ár. Svo er ég líka farinn að hnýta flugu og hef gert það í lands- liðsferðunum. Ég hef haft með mér útbúnað á ferðunum og hnýtt af kappi. Það dreifír huganum." -GuGu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.