Morgunblaðið - 04.09.1988, Side 34

Morgunblaðið - 04.09.1988, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1988 Guðrún J. Ólafs- dóttir — Minning Fædd 16. nóvember 1923 Dáin 26. ágúst 1988 Og nú fór sól að nálgast æginn og nú var gott að hvíla sig og vakna upp ungur einhvem daginn með eilífð glaða iiringum þig. Nú opnar fangið fóstran góða og faðmar þreytta bamið sitt. Hún býr þar hlýtt um bijóstið móða og biessar lokað auga þitt. Hún veit, hve bjartur bjarminn var, þótt brosin giöðu sofí þar. (Þ.E.) Fimmtudaginn 25. ágúst sl. vor- um við Vilhjálmur, eiginmaður minn, á heimleið norðan úr landi og vorum komin suður að Faxaflóa um það leyti er „sól fór að nálgast æginn“. Kvöldið var eins og þau gerast fegurst á þessum slóðum. Ljóðlínur Þorsteins Erlingssonar voru áleitnar þetta kvöld, og hugur- inn leitaði hvað eftir annað til Guð- rúnar vinkonu okkar, sem hafði leg- ið meðvitundarlaus undanfama sól- arhringa. Löngu stríði var að ljúka. Um miðjan næsta dag kvaddi hún þennan heim að fullu og öllu, tæpra 65 ára að aldri. Guðrún Jóhanna fæddist í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Magdalena Matgrét Benediktsdótt- ir, f. 13.5. 1891, d. 6.6. 1930, og Ólafur Einarsson, sjómaður og síðar bifreiðarstjóri, f. 1.9. 1887, d. 19.6. 1974. Hún var sú sjöunda í röðinni af bömum þeirra hjóna, en þau em Benedikt, f. 19.8. 1910, Guðrún Oddný, f. 16.8. 1915, d. 4.4. 1920, Björgvin, f. 6.8. 1916, Halldóra, f. 20.12.1918, Guðgeir, f. 27.5.1920, Kjartan, f. 1.8. 1921, d. 24.6. 1986, Þórólfur, f. 6.4. 1925, og Sigríður, f. 5.9. 1929. Ólafur kvæntist öðru sinni Guð- rúnu Halldórsdóttur, f. 14.7. 1908. Þeirra böm em Magdalena, f. 29.8. 1931, Auður, f. 21.12 1934, og Dagný, f. 21.9. 1940. Þau vom því 12 systkinin, sem ólust upp í Bræðraparti við Suður- landsbraut og 30 ára aldursmunur á því elsta og yngsta. Guðrún sagði mér sitthvað af uppvaxtarámm sínum á þeim slóðum, sem Sigurður A. Magnússon lýsir af snilld í bók sinni Undir kalstjömu. Bræðrapart- ur er á að giska mitt á milli Laugar- dalslaugarinnar og Glæsibæjar og því kominn inn í miðja borg — þá var hann nánast upp í sveit. Bömin í þessu hverfi gengu í Miðbæjar- bamaskólann við 'Ijömina. Sú leið er varla skemmri en 3 km, og þau gengu í eiginlegri merkingu orðs- ins, allan veturinn, hvemig sem viðraði. Á síðustu skólaámm Guð- rúnar var Laugamesskólinn tekinn til starfa og þaðan tók hún fullnað- arpróf vorið 1937. Hún tók ekki fleiri skólapróf. Á kreppuámm var erfítt að kosta stóran bamahóp til framhaldsmenntunar. Litla stúlkan frá Bræðraparti hafði mikið yndi af hannyrðum, var snemma hand- lagin og listfeng. Sigríður Péturs- dóttir, sem þá var handavinnukenn- ari við Laugamesskólann, hefur veitt þessu athygli, því að hún bauð Guðrúnu að sækja handavinnutíma hjá sér næsta vetur. Því gleymdi Guðrún aldrei og að þessari kennslu bjó hún alla tíð. Þetta varð hennar eina framhaldsnám á skólabekk. Rúmlega tvítug kynntist hún ungum skólasveini, Gunnari Þor- bimi Gunnarssyni, og þau tengdust þeim tryggðaböndum, sem ekki rofnuðu meðan bæði lifðu og hún varð stoð hans og stytta í ábyrgð- armiklu ævistarfí. Sumarið 1946 fæddist eldri sonur þeirra og 1947 var hann skilinn eftir í umsjá afa og ömmu, en Gunnar hélt þá til framhaldsnáms í Oklahoma í Bandaríkjunum og Guðrún fór með honum. Þar vom þau gefín saman í hjónaband þ. 20. september. Guð- rún var býsna fljót að ná tökum á enskunni, ötul að safna orðaforða og órög að tala. Allt frá þessum dögum var hún að auka við þá þekk- ingu, las, skrifaði og talaði málið, þótt hún nyti aldrei beinnar kennslu. Að loknu námi starfaði Gunnar nokkur ár hjá Loftieiðum, þá bjuggu þau m.a. um tíma í Kaup- mannahöfn og þar náði Guðrún þeim tökum á danskri tungu, sem entust henni síðan. 1954 réðst Gunnar sem fram- kvæmdastjóri hjá nýstofnuðu fyrir- tæki, íslenskum aðalverktökum sf., og hefur starfað þar óslitið síðan. Um það leyti tókst kunningsskapur með okkur Guðrúnu, sem varð að góðri vináttu eftir því sem árin liðu. Síðustu mánuðina bjuggum við í sama húsi, en á þessum árum var heimili þeirra á Bugðulæk 3. Síðar festu þau kaup á fokheldu húsi við Sunnubraut 27 í Kópavogi, létu fullgera það og gerðu í kring garð sem varð fallegri með hveiju ári. Öll voru þessi heimili búin af frá- bærri smekkvísi húsráðenda. Mál- verk og listmunir skipa þar önd- vegi, þar á meðal útsaumur Guðrún- ar húsfreyju. Húsakynnin voru rammi samheldinnar §ölskyldu, 4 bama, síðar tengdabama og 12 bamabama. Böm Guðrúnar og Gunnars eru: Gunnar Ingi, læknir f. 21.8. 1946, kvæntur Brynhildi Scheving Thor- steinsson, Hjördís, f. 17.7. 1948, gift Ólafí Thors, starfsmannastjóra, Olafur Þór, f. 17.4. 1953, viðskipta- fræðingur, kvæntur Lindu Róberts- dóttur, Ingibjörg, f. 2.8. 1959, gift Rafni Ben. Rafnssyni fram- kvæmdastjóra. Guðrún var elskuleg og umhyggjusöm móðir og amma. Sjálf missti hún móður sína á sjö- unda ári, en minningu hennar varð- veitti hún alla tíð. Lengi höfðu þær Halldóra systir hennar það fyrir sið að fara að leiði móður sinnar á af- mælisdegi hennar. Böm þeirra voru oftast með í fórinni ásamt góðu nesti, sem snætt var í garðinum þegar veður leyfði. Fyrir allmörgum árum tók Guð- rún sig til og lærði snyrtifræði. Sú grein lá ekki langt frá áhugasviði hennar, hún var ævinlega vel búin og vel snyrt enda bæði falleg og glæsileg kona. Hún vann svo við þessa starfsgrein í 4—5 ár í Furu- gerði 1 eða þar til fyrir rúmu ári. Þar eignaðist hún margar vinkonur og hafði sanna ánægju af að veita þá þjónustu, sem stuðlar að vellíðan allra, hversu gamlir sem þeir verða að árum. í staðinn fékk hún hlý bros og einlægt þakklæti og þar að auki tilsögn í ýmsum listum hannyrða, sem hún hafði enn ekki tileinkað sér. Mörg ár var hún sjálf- boðaliði hjá Rauða krossinum og þau störf voru henni kær. Þetta eru örfáar línur um starf- sama ævi, en hvemig var hún svo í hátt, þessi kona, sem hér er minnst? Hún var fríð og glæsileg, eins og ég sagði áðan, og bar sig vel enda stundaði hún sund og gönguferðir allt frá æskuárum. Hún var hress í bragði, viljasterk, hrein- skiptin og einkar orðheppin, ófeimin við að halda fram skoðunum sínum, jafnvel þótt þær féllu ekki alltaf viðstöddum í geð. Hún var tryggur vinur vina sinna, raunar hefði ein setning nægt til þess að segja allt sem segja þarf um hana: Það var gott að eiga hana að vini. Glaður og reifur skyli gumna hver uns sinn bíður bana. (Hávamál) Fyrir tæpu ári var Guðrún skorin upp við því meini, sem nú hefur orðið bani hennar. Þegar hún reis af sjúkrabeði eftir þá aðgerð gekk hún ötullega að því að byggja upp þrek sitt að nýju. Uppgjafartónn og æðrasemi heyrðust aldrei frá henni. Andlegt þrek hennar var með ólíkindum, styrkt af einlægri trú á mátt bænarinnar. Fyrstu mánuðina horfði vel um bata, en með vorinu urðu þær vonir að engu. Samt missti hún hvorki kjark né reisn. Meðan meðvitund hélst glímdi hún við krossgátur og spaugaði við gesti sína. Dætur hennar segja, að hjúkranarfólkið hafí haft orð á því, að óvenjulegt væri að heyra hlátra- sköll úr stofu dauðvona sjúklings. Þannig var Guðrún því sjálfri sér lík, þar til „fóstran góða“ tók hana í fangið og algleymið færðist yfír. Og nú er ekki annað eftir en að þakka liðnar samverastundir í mörgum góðum fagnaði, í heima- húsum, í veislusölum, við norð- lenska laxveiðiá og á ferðalögum austan hafs og vestan. Við mannanna böm vitum ekki hvað verður, þegar við hverfum úr þessu jarðlífí, en þar sem vissan endar taka vonin og trúin við. Eitt er þó víst og það er, að sá látni lifir á vissan hátt svo lengi sem minningin um hann varir. Vinir og samferðafólk blessa nú minningu Guðrúnar og þakka henni sam- fylgdina. Guð veri með ástvinum hennar. Sigríður Ingimarsdóttir IKns\? Tveir kennslustaðir: „Hallarsel", Þarabakka 3 í Mjóddinni og Auðbrekka 17, Kópavogi. Kennum alla samkvæmisdansa: suðurameríska, standard og gömlu dansana. Einnig barnadansa fyrir yngstu kynslóðina. Laugardagskennsla á báðum stöðum. Nemendur skólans unnu 17 af 20 íslandsmeistaratitlum í samkvæmisdönsum 1988. Innritun og upplýsingar dagana 1. - 10. september kl. 10 - 19 i síma: 641111. Kennsluönnin er 15 vikur, hefst mánudaginn 12. september og lýkur með jólaballi. FID Betri kennsla - betri árangur. DANSSKOU SIGURÐAR HÁKONARSONAR t Systir okkar, HANNA RAFNAR, Austurbrún 6, lést í Borgarspítalanum 2. september. Ádfs Mogensen, Karólína Pótursdóttir. t Systir mín og mágkona, MARGRÉT INGIMUNDARDÓTTIR, sem lóst mánudaginn 22. ág. sl. á Elliheimilinu Grund, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 7. sept. kl. 15.00. F.h. vandamanna, Sigríður Ingimundardóttir, Finnbogi Haukur Sigurjónsson, Ránargötu 30. t Maðurinn minn, PÁLL VÍDALÍN MAGNÚSSON bifraiðastjóri, Skúlagötu 66, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni þriðjudaginn 6. september kl. 15.00. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, Njála Eggertsdóttir. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR KRISTJANA JÓNSDÓTTIR frá Dynjanda f Arnarfiröi, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu mánudaginn 5. september kl. 15.00. Kristján Eggertsson, Arnþór Kristjánsson, Bergljót Baldvinsdóttir, Kristján F. Kristjánsson, Kristfn Baldursdóttir, Leifur H. Jósteinsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.