Morgunblaðið - 04.09.1988, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 04.09.1988, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1988 37 í frásögnr færandi Sumarhús-veiðihús Erlendar bækur Guðmundur Heiðar Frímannsson Evelyn Waugh lézt árið 1966. Hann var þá óumdeilanlega í hópi úrvalshöfunda enskrar tungu. Veg- ur hans og virðing hefur ekki minnkað síðan þá. Sögur hans eru enn lesnar bæði af þeim, sem lesa sér til ánægju og hressingar, og hinum, sem rannsaka bókmenntir; þetta tvennt þarf ekki að fara sam- an. Waugh hefur ýmsa kosti, en sá, sem mestu skiptir, er stílsnilli hans og fimi í gerð samræðna. Þeir, sem lesa eftir hann skáldsögu, sjá þetta strax og þetta má líka sjá í smásög- um hans, en sumar þeirra eru lesn- ar í íslenzkum framhaldsskólum nemendum til nokkurrar skapraun- ar, eins og gengur, vegna þess að þeir bera ekki fullt skynbragð á gæðin. Annar kostur Waugh er fyndni. Svo var hann kaþólskur, ótrúlega fordómafullur og mikill íhaldsmaður, eins og Englendingum er lagið að vera. Margir kannast nú við son hans, Auberon Waugh, sem er einn af þekktustu blaða- mönnum á Bretlandseyjum og ritar til dæmis vikulega dálk í The Spec- tator. Hann hefur fyndnina frá föð- ur sínum og ómælda ósvífni. Dóttir Auberons Waughs hefur svo nýlega gefið út sína fyrstu skáldsögu. Það er ekki einvörðungu af raun- um sínum i skólakerfinu, sem Is- lendingar ættu að þekkja Evelyn Waugh. Fyrir nokkrum árum voru sýndir í ríkissjónvarpinu þættir, sem nefndust Ættaróðalið (Brideshead Revisited), sem margir horfðu á og höfðu gaman af. Þeir voru gerðir eftir sögu Evelyns Waughs. I júní sl. var sett á markað hér í Bret- landi ný kvikmynd, sem sömu menn unnu og sjónvarpsþættina, eftir annarri sögu Waughs, Handfylli af ryki (A Handful of Dust) og af því tilefni gaf Penguin-fyrirtækið skáldsöguna út enn einu sinni. Myndin hefur ekki slegið nein að- sóknarmet mér vitanlega, en þótti vel gerð og í henni eru úrvalsleikar- ar með Alec Guiness og Judi Dench í broddi fylkingar. í sögunni segir frá hjónunum Tony og Brenda Last, sem búa á herragarðinum Hatton, arfleið Ton- ys. Konunni leiðist í fásinni sveitar- innar og fer að sækja til Lundúna og tekur að halda við John Beaver. _________Brids______________ Arnór Ragnarsson Bridsklúbbur hjóna Vetrarstarfið hefst 6. september með eins kvölds tvímennings- keppni. Spilað verður í Hreyfils- húsinu og hefst keppnin kl. 19.30. Eins og undanfarin ár verður spilað annan hvern þriðjudag. Þá er stefnt að því að hefja þriggja kvölda tvímenningskeppni 20. september en það verður nánar kynnt á þriðju- daginn kemur. Bridsfélag Reykjavíkur Vetrarstarf félagsins hefst nk. miðvikudag, 7. september, með eins kvölds tvímenningi og hefst spila- mennskan kl. 19.30. Ekki þarf að tilkynna þátttöku fyrirfram og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyf- ir. Spilarar fá útskrift af spilum kvöldsins að spilamennsku lokinni. Miðvikudaginn 14. september verður einnig spilaður eins kvölds tvímenningur en 21. september hefst 6 kvölda barometertvímenn- ingur. Þátttaka í barometernum til- kynnist til Hauks Ingasonar í síma 671442, vinnusími 53044 eða til Jakobs Kristinssonar í síma 14487, vinnusími 623326. Keppnisstjóri hjá BR er Agnar Jörgensson. Aðalfundur BR var haldinn 29. ágúst sl. og var þar kosin ný stjórn fyrir næsta keppnistímabil. Stjórn- ina skipa eftirtaldir: Haukur Inga- son formaður, Sævar Þorbjörnsson varaformaður, Jakob Kristinsson ritari, Jón Þorvarðarson gjaldkeri og Björgvin Þorsteinsson íjármála- ritari. Hún uppgötvar síðan að hún hefur fest ást á friðli sínum og yfirgefur eiginmanninn. Við undirbúning skilnaðarins fellst hann á að játa á sig hjúskaparbrot. Hjúskaparbrotið er síðan undirbúið 'af nákvæmni, en aldrei framið. Þegar Brenda krefst aukins fjár snýr eiginmaður- inn sér úr klípunni, neitar skilnaði og að greiða konu sinni nema smán- arfé og hverfur til Amazón-sVæðis- ins til að jafna sig á þessum ósköp- um. Þar bjargar hvítur maður hon- um frá bráðum bana, en krefst þess hins vegar að hann lesi sögur Dickens á hvetjum degi. Þegar komið er að leita hans, er hann svæfður og það, sem hann á ólifað verður hann að lesa Dickens upp- hátt á hverjum degi. Ég veit ekki, hvort Waugh hefði getað hugsað sér dapurlegri örlög. Sagan er auðlesin hveijum, sem sæmilegt vald hefur á enskri tungu. I fyrstunni virðist eins og hún hafi ekki elzt vel, sé einungis vitnis- burður liðins tíma, en þegar á líður ætti öllum að vera ljóst, að hún er miklu meira en það. í henni er margt verulega fyndið og vel sagt. Beztur þótti mér klerkurinn, sem messaði á hveijum sunnudegi í kirkju herragarðsins. Hann hafði verið áður prestur í Indlandi og las við hveija messu gamlar ræður sínar af gulnuðum blöðum úr sól- inni á Indlandi, sagði mönnum að minnast föðurlandsins þótt það væri fjarri og láta ekki hugfallast. Hann átti safn af ræðum fyrir hvern sunnudag á árinu. Og glæsilegust var jólaræðan. Það verður enginn svikinn af því að lesa þessa bók. Húsið er 3 herb., WC - sturta, og með öllum þægindum. H. Hafsteinsson, Skútuhrauni 7. S: 651033 og 985-21895.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.