Morgunblaðið - 04.09.1988, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 04.09.1988, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1988 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson VOGIN í dag ætla ég að fjalla um hið dæmigerða Vogarmerki (23. sept— 23. okt.). Einungis er f)allað um sólarmerkið og les- endur minntir á að hver maður á sér nokkur stjömumerki. Opin ogjákvceö Lundemi Vogarinnar er opið og jákvætt. Hún er að öllu jöfnu róleg og þægileg í um- gengni en tekur þó oft frum- kvæði á félagslegum sviðum. Vogin er mjúk, hún getur ver- ið ákveðin þó hún eigi einnig til að vera tvístígandi! Það siðasttalda á sérstaklega við þegar hún er að athuga alla möguleika hvers máls. Fegurð, friður og jafnvægi em lykilorð. Félagslynd Vogin er merki samvinnu. Hin dæmigerða Vog er því félags- lynd. Segja má að hún verði að hafa fólk í kríngum sig. Af öllum merkjum á hún senni- lega erfiðast með að þola ein- vera, enda finnur Vogin sjálfa sig i gegnum samvinnu við aðra. Hjá sumum Vogum verð- ur samvinnuhæfileikinn að list- grein. Hún er því oft sátta- semjarí og hæfileikaríkur stjómmálamaður, getur sett sig i spor annarra og miðlað málum. Ljúfog þœgileg Skapgerð hinnar dæmigerðu Vogar er best lýst með orðum eins og ljúf, þægileg, fáguð og mild. Þetta á við að öllu jöfnu en ekki má samt sem áður gleyma þvi að Vogir geta verið herskáar ef því er að skipta, sbr. það að margir hershöfðingjar era fæddir i Vogarmerkinu. Skynsöm Vogin er hugarorkumerki. Hún reynir að láta hugsun stjóma gerðum sfnum og er iUa við að missa stjóm á skapi sfnu eða sýna of mikla tilfinn- ingasemi. Fyrir vikið finnst sumum að hún eigi til að vera köld. Réttlát Einkennandi fyrir Vog er sterk réttlætiskennd. Ef Vogin sér aðra beitta órétti eða sér að hallað er á einhvem getur hún fyllst reiði og fúndið sig knúna til andsvara. Hún berst þvf oft gegn óréttlæti. ÓákveÖin Samvinnuþörf Vogarinnar og þörf fyrir að vega og meta öll möguleg og ómöguleg mál hefur sína skuggahlið. Hún er óákveðni og óhófleg tillitssemi. Vogin á þvf stundum erfitt með að ákveða hvað hún á að gera og þarf því sífellt að spyija aðra ráða. Þörf hennar fyrir samvinnu og frið gerir einnig að hún kaupir oft frið og bakkar með sínar eigin þarfir til að særa ekki aðra. Ósjálfstæði er því stundum akkilesarhæli Vogarinnar. Á hinn bóginn á hún gott með að vinna með öðrum. ListamaÖur Öðrum merkjum fremur má segja að Vogin sé listræn. Hún hefur gott auga fyrir litum, formi, hlutföllum og fegurð. Vog líður illa í Ijótu og grófu umhverfi. Margar Vogir fást þvi við listir eða svið tengd fegurð. Þær eru fagurkerar og kunna vel að njóta þess góða og jákvæða sem Ufið býður upp á. ForystumaÖur Vogir era ekki bara bros og ljúft viðmól Margar þeirra era leiðandi á félagssviðum og f forystu í margs konar félögum og fyrirtælg'um. Það er hin mjúka ákveðni sem oft sigrar stálið. GARPUR ::: g i ■HHHHHHHHHH HHHH-HH | ^DCTTID ::::::::::::::: ::H:HHHH:HHH: HHHHH’: HHHHHH::::: UKC 1 1 IK LJÓSKA FERDINAND I FINALLV founp out HOUJ VOU HURT WR KNEE AT THE ICE ARENA.. Mér tókst að komast að því hvemig’ þú meiddir þig í ísknattleikssalnum .. . I ujasplaying H0CKEY..WAYNE 6RETZKY TRIPPEP ME! Ég var að leika ísknattleik, aðalstjarnan brá mér! THEY SAIP ONE 0F THE UIAITRES5ES IN THE COFFEE SHOP TRIPPEP YOU.. Þeir segja að þjónustu- stúlka í kaffistofunni hafi brugðið þér ... SMÁFÓLK Hún líktist aðalstjörn- unni... Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Með ÁG9 á móti bláhundum er besta íferðin til að fá tvo slagi að spila litlu á níuna. Spila milli- hönd upp á KIO eða DIO. Hinn möguleikinn, að spila á gosann, er helmingi ólíklegri til árangurs því þá verður millihönd að eiga hjónin. Þetta vita bridsspilarar mæta vel, en geta samt fallið fyrir bragði eins og austur lagði fyrir sagnhafa í eftirfarandi spili: Suður gefúr, NS á hættu. Norður ♦ KDG87 V86 ♦ 2 ♦ K10853 Austur liiin 4 Á52 II J K1073 ♦ A96 + 942 Suður + 63 + ÁG9 ♦ KD854 + ÁD6 Vestur Norður Austur Suður — — — 1 grand Pass 2 hjörtu Pass 2 spaðar Pass 3 lauf Pass 3 grönd Pass Pass Pass Utspil: tígulþristur. Norður yfirfærir í spaða og meldar svo lauf, en suður vill ekkert nema gröndin þijú. Hann um það. AV nota ll-regluna, spila út fjórða hæsta, svo austur vissi strax að útspil makkers var frá fjórlit. Honum þótti hæpið að sækja litinn frekar, svo hann stakk upp ás og skipti yfir í hjarta. Reyndar hjartakóng. Sagnhafa leist vel á þróun mála og dúkkaði. Reiknaði með að austur ætti hjónin. En vestur fékk óvænt næsta slag á hjarta- drottningu og braut litinn áfram. Austur átti svo spaðaásinn og fríhjarta eftir, þannig að spilið fór óhjákvæmilega einn niður. Góð vöm, þvi ef austur spilar litlu hjarta vefst ekki fyrir sagn- hafa að fylgja Kkunum og svína níunni. Vestur + 1094 + D542 ♦ G1073 + G7 Umsjón Margeir Pétursson Á meistaramóti sovézka hersins f ár kom þessi staða upp f viður- eign tveggja ungra og efnilegra meistara, Serper og Ivanchuk, sem hafði svart og átti leik. 24. - Rxg2!, 25. Hxg2 - Hxg2, 26. Kxg2 - f4, 27. Bd4 - Bg4, 28. Bxe5-f - dxe5 og hvítur gafst upp. Evgeny Vladi- mirov sigraði örugglega á mótinu með 12V2 vinning af 17 möguleg- um, Jurtaev varð annar með 11 v. og Ivanchuk þriðji með IOV2 v. Hinn síðastnefndi er aðeins tvftugur að aldri, en náði 5.-6. sæti á sovézka meistaramótinu um daginn. Hann er þvf einn efni- legasti sovézki skákmaðurinn um þessar mundir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.