Morgunblaðið - 04.09.1988, Qupperneq 44
44
MORGUNBLABIÐ. SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1988
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
T résmiðir
- verkamenn
Byggingadeild Hagvirkis hf. óskar að ráða
trésmiði og verkamenn til starfa. Mikil og
fjölbreytt vinna í boði.
Góður aðbúnaður á vinnustöðum.
Til greina kemur aðstaða fyrir starfsmenn
utan af landi.
Allar nánari upplýsingar veitir Ólafur Pálsson
á skrifstofu Hagvirkis, Höfðabakka 9, sími
673855.
Landspítali
Starfsmenn
Starfsmenn óskast til starfa nú þegar við
ræstingar. Um er að ræða hlutastarf og fullt
starf, dagvinnu og vaktavinnu.
Nánari upplýsingar veita ræstingastjórar í
síma 601530.
RÍKISSPÍTALAR
LANDSPÍTALINN
Alftanes
- blaðberar
Blaðbera vantar á suðurnesið.
Upplýsingar í síma 51880.
Stúdent
af viðskiptasviði
óskast til starfa hjá rótgrónu innflutnings-
fyrirtæki í borginni. Almenn skrifstofustörf,
aðstoð í tölvubókhaldi, frágang reikninga.
Áhersla er lögð á snyrtimennsku, reglusemi,
góða framkomu og að reykja ekki.
Umsóknir og upplýsingar á skrifstofu okkar.
Gudniíónssqn
RÁÐCJÖF & RÁDNINCARÞJÓNUSTA
TÚNGÖTU 5. 101 RHYKJAVÍK - PÓSTHÓLF 693 StUI 621322
ST. JÓSEFSSPÍTÁil, LANDAKOTI
Lesandigóður
í gömlu húsi á Holtsgötu 7 rekur Landakotss-
pítali hlýlegt skóladagheimili þar sem gott
er að starfa. Við erum notalegur hópur sem
samanstendur af 4 fóstrum og 20 börnum.
Þessa dagana erum við að leita eftir góðri
manneskju til að starfa með okkur þ.e. í 40%
starf og forfallaafleysingar.
Ef þú ert að leita þér að gefandi og skemmti-
legu starfi þá er aldrei að vita nema að hér
sé á ferðinni rétta starfið. Láttu því heyra í
þér. Við munum veita þér allar nánari upplýs-
ingar í síma 19600/260.
Reykjavík2. september 1988,
heimilisfólk skóladagheimilisins
v/Holtsgötu 7.
Verslunarstörf
Viljum ráða starfsfólk í eftirtaiin störf:
Eiðistorg, Seltjarnarnesi
1. Afgreiðsla á kassa.
2. Afgreiðsla og uppfylling í matvörudeild.
3. Afgreiðsla í kjötboði.
Kjörgarður, Laugavegi 59
1. Afgreiðsla á kassa.
2. Afgreiðsla og uppfylling í matvörudeild.
Kringlan
1. Afgreiðsla á kassa í sérvörudeild.
2. Afgreiðsla í bakaríi.
3. Afgreiðsla í afgreiðsluborðum.
4. Starf í eldhúsi.
5. Afgreiðsla og uppfylling í matvörudeild.
Skeifan 15
1. Afgreiðsla á kassa.
2. Afgreiðsla í bakaríi.
3. Afgreiðsla og uppfylling í matvörudeild.
4. Afgreiðsla og uppfylling í sérvörudeild.
5. Verðmerkingar á sérvörulager.
Um er að ræða bæði heilsdags- og hluta-
störf.
Nánari upplýsingar hjá starfsmannahaldi
Hagkaups, Skeifunni 15, sími 686566 alla
virka daga frá kl. 13.00-17.30.
HAGKAUP
starfsmannahald, Skeifunni 15.
Setbergshverfi
- blaðberar
Blaðbera vantar í Setbergshverfi.
Upplýsingar í sínria 51880.
tíli
Ritari
óskast sem fyrst að Sálfræðideild skóla,
Réttarholtsskóla.
Upplýsingar í símum 621550 og 32410.
Fræðslustjórinn í Reykjavík.
Verkstjórn
Verkstjóri óskast á bifreiðaverkstæði þar
sem að mestu er unnið við eigin bíla fyrirtæk-
isins. Húsnæði, vinnuaðstaða og staðsetning
mjög góð.
Ef viðkomandi óskar getur verið um verulega
aukavinnu að ræða. Laun eftir samkomulagi.
Umsóknir með upplýsingum um nafn, aldur,
menntun og fyrri störf sendist auglýsinga-
deild Mbl. fyrir 8. september merktar:
„Verkstjórn - 2259“.
AASIAAT sveitarfé-
lagið vill ráða:
byggingarfulltrúa og framkvæmda-
stjóra rekstrardeildar sveitarfélagsins
Hvað er AASIAAT sveitarfélagið?
íbúar AASIAAT sveitarfélagsins eru um 3300
og er bærinn sá fimmti stærsti á Græn-
landi. Tvær eyjar tilheyra sveitarfélaginu:
Akunnaaq með 175 íbúum og Kitsissuársuit,
þar sem búa 125 manns. Fólkið lifir á dýra-
og fiskiveiðum. Eyjar þessar eru um 20 km
frá AASIAAT.
Sveitarstjórnin hefir aðsetur í AASIAAT og
starfsfólk er um 70. Sér það um almennt
skrifstofuhald, skattamál, fjármálastjórn, fé-
lagsmál, kennslu- og menningarmál, hús-
næðismál og tæknilega stjórn.
í tæknideildinni eru 6 iðnfræðingar, 1 yfir-
verkstjóri, 4 aðstoðarmenn ásamt lærling-
um, sem eru í stuttan tíma í senn. Deild
þessi sér einnig um vegamál, trésmíðar,
sorphreinsun, bíla- og vélsmiðju. Verkfræð-
ingur sveitarstjórnarinnar hefur umsjón með
störfum, en auk þess er starfandi arkitekt,
sem hefir umsjón með byggða- og skipulags-
málum, vélstjóri, sem sér um viðhald og við-
gerðir á áhöldum verktaka og rafstöðva- og
vatnsleiðslum byggðalaganna, ásamt tækni-
fræðingi og vélstjóra, sem sumpart sjá um
eldvarnir og stjórna slökkviliðinu. í öllum
þessum störfum er fólk sem hefir fengið
menntun sína á staðnum.
Síðan 1986 hefir stjórn byggingarmála verið
í höndum tæknideildar sveitarfélagsins.
Starfið felst fyrst og fremst í því að sam-
þykkja allar byggingarframkvæmdir, að
stjórna og fylgjast með verki og verktökum
og skipuleggja minniháttar byggingarfram-
kvæmdir. Byggingaryfirvöld taka að sér verk-
efni fyrir bæði einstaklinga, sveitarfélög og
heimastjórnaryfirvöld.
í framkvæmdadeild starfa 15-25 manns sem
skipt er niður í áðurnefnda starfshópa. Verk-
efnin eru mjög yfirgripsmikil og árstímabund-
in. Flest allt starfsfólk þessarar deildar hefur
margra ára starfsreynslu að baki. Stjórnandi
daglegra verkefna vinnur í framkvæmda-
deildinni og fylgist þaðan með framkvæmd-
um á vinnustað, tekur á móti ábendingum
og kemur þeim á framfæri. Auk þess hefir
hann eftirlit með og ber ábyrgð á rekstri og
kostnaði við framkvæmdirnar. Það getur
verið nauðsynlegt að ferðast til fjarlægari
byggða eða veiðikofa í sambandi við viðhald
og viðgerðir. Þar sem núverandi „fram-
kvæmdamaður" dvelur í Danmörku við nám
er æskilegt að ráða menn í þessi tvenn störf
sem allra fyrst, eða a.m.k. með haustinu,
meðal annars vegna flutnings á búslóð við-
komandi, en það þarf að gerast áður en
samgöngur á sjó stöðvast.
Starfsumhverfi. Stjórnunarstörfin eru yfir-
gripsmikil og einkennast m.a. af hve verkefn-
in eru mismunandi og árstíðabundin. Dagleg
verkefni eru leyst í nánu samstarfi við íbú-
ana, stjórn sveitarfélagsins og stjórnmála-
menn.
Því er þess vænst að nýir samstarfsmenn
okkar hafi bæði löngun og getu til að ganga
inn í þessa samvinnu og takast á við þau
viðfangsefni sem upp koma, bæði tæknilega
og persónulega. Þar að auki er þess vænst
að hinir nýju samstarfsmenn okkar hafi nægi-
lega verkmenntun og starfsreynslu að baki
til að geta tekist á við þessi verkefni. Enn-
fremur að þeir hafi löngun og vilja til að kenna
og mennta samstarfsmenn sína - heima-
menn. Auk þess væri gamansemi, kímni,
létt skap og þægilegt viðmót vel þegið.
Umsóknir
Ef þú hefur áhuga á framannefndum störfum
og þú telur þig hafa nægilega hæfni til að
taka þau að þér, óskast umsóknir sendar til:
Kommunalbestyrelsen
AASIAAT, Box 220,
3950 AASIAAT,
Grönland.
Frekari upplýsingar um stöðurnar og sveitar-
félagið má fá með því að snúa sér til fyrrver-
andi samstarfsmanns okkar:
Henrik Lundgaard, Sct. Hansgade 22 1 ,
Kbh. N., sími 1-37 55 50 eða til:
Kommuneingeniqr Soren Knudsen Mpller,
sími 42277, lok. 60 eða:
Arkitekt Kirsten Örnekoll, lok. 63.
Sveitarfélagið borgar ferða- og flutnings-
kostnað vegna stöðuveitingarinnar og útveg-
ar hæfilega íbúð. Greitt er fyrir húsaleigu og
hita samkvæmt gildandi reglum.
Sveitarfélagið reiknar með að halda fund
varðandi umsóknir í september. Þar verða
laun ákveðin eftir hæfni umsækjenda. Um-
sóknir þurfa því að berast sveitarstjórninni
í síðasta lagi 12. september.