Morgunblaðið - 04.09.1988, Side 47

Morgunblaðið - 04.09.1988, Side 47
rtjtrt rrrrr * rrrr/rrrr' MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1988 AK 47 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins, Sæbraut 1-2, Seitjarnarnesi Lausar stöður 1. Deildarstjóri sérhæfðrar athugunardeild- ar, 60% starf. Starfið felst í daglegri stjórnun deildar fyrir börn með málhaml- anir og skyldar fatlanir. Áskilið er að við- komandi hafi menntun í og þekkingu á fötlunum barna og reynslu af stjórnun. 2. Deildarþroskaþjálfi á sérhæfða athugun- ardeild, 60% starf. Starfið felst í greiningu og þjálfun fatlaðra forskólabarna. 3. Deildarsjúkraþjálfari. Starfið felst í þjálfun fatlaðra barna og þátttöku í þverfaglegri greiningu og ráðgjöf. Gæti verið hluta- starf. 4. Deildartalmeinafræðingur, 50% starf. Starfð felst í þverfaglegri greiningu og ráðgjöf vegna fatlaðra barna. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 611180. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist stofnuninni fyrir 15. september nk. Skattstofa Reykjanesumdæmis Á Skattstofu Reykjanesumdæmis eru eftir- taldar stöður lausar til umsóknar: Ritvinnsla Starfið felst í að vinna bréf og skýrslur í rit- vinnslukerfinu Orðsnilld. Söluskattur Starfið felst í athugun á söluskattsskýrslum, upplýsingagjöf og almennri þjónustu við söluskattsgreiðendur. Skattendurskoðandi Starfið felst í yfirferð skattframtala þeirra sem hafa með höndum atvinnurekstur, af- greiðslu á skattkærum o.fl. Rannsóknarfulltrúi Starfið felst í athugun á bókhaldi og eftirliti með söluskattsskilum og öðrum skattskilum. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf óskast sendar undirrituðum, Suðurgötu 14, Hafnarfirði, fyrir 20. þ.m. Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 51788. Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi. Ríkisspítalar Ýmis störf Sérhæfður aðstoðarmaður óskast á Land- spítala. Upplýsingar veittar á skrifstofu Hjúkrunarfor- stjóra í síma 601300. Starfsmaður óskast til starfa nú þegar við lagerstörf á Birgðastöð Ríkisspítala. Upplýsingar veitir Magnús Eymundsson, for- stöðumaður í síma 671362. Starfsmaður með tölvuþekkingu óskast til starfa á rannsóknastofu í taugalífeðlisfræði. Upplýsingar veitir Jenný Baldursdóttir í síma 601675/601672. Starfsmaður óskast til starfa á svæfinga- deild, starfið felst í aðstoð við hreinsun og frágang á svæfingatækjum. Upplýsingar veittar á skrifstofu hjúkrunarfor- stjóra eða hjá hjúkrunarframkvæmdastjóra í síma 601301. RÍKISSPÍTAIAR STARFSMANNAHALD félagsmAlastofni IN REYKJAVÍKURBORGAR Félagsráðgjafar Lausar eru til umsóknar tvær stöður félagsr- áðgjafa við fjölskyldudeild. Um er að ræða störf við forsjár- og umgengn- isréttardeilur og fósturmál. Reynsla af fjölskyldumeðferð skilyrði fyrir ráðningu. Upplýsingar gefur yfirmaður fjölskyldudeildar í síma 25500. Umsóknarfrestur er til 24. september nk. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Barnaspítali Hringsins Hjúkrunardeildarstjóri Staða hjúkrunardeildarstjóra á barnadeild 1 er laus til umsóknar nú þegar. Starfið er á almennri lyflækningadeild fyrir 14 sjúklinga að 16 ára aldri. Markmiðið er að veita einstaklingshæfða fjölskylduhjúkrun. Leitið upplýsinga og skoðið aðstæður. Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar óskast til starfa nú þegar eða eftir samkomulagi á allar deildir Barnaspítalans. Umsóknir um ofangreindar stöður sendist til skrifstofu hjúkrunarforstjóra Landspítala. Upplýsingar um ofangreindar stöður veitir Hertha W. Jónsdóttir, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri í síma 601033. Ríkisspítalar - Barnaspítali Hringsins. AoNmmo NORDINFO, norræn samstarfsstofnun um rannsóknabókasöfn og miðlun vísindalegra upplýsinga, heyrir undir Norrænu ráðherra- nefndina. Skrifstofa NORDINFO er í bóka- safni Tækniháskólans í Esbo í Finnlandi en starfsmennirnir eru fjórir. Nefnd, sem skipuð er af Norrænu ráðherranefndinni á þriggja ára fresti, er æðsta yfirvaldið í málefnum stofnunarinnar. Staða framkvæmdastjóra (Generalsekreterare) NORDINFO er laus frá byrjun næsta árs. Framkvæmdastjórinn ber ábyrgð á dagleg- um rekstri skrifstofunnar sem og fjármála- stjórn. Hann skipuleggur verkefni og gerir áætlanirvarðandi ný verkefni, sem eru í sam- ræmi við markmið NORDINFO. Fram- kvæmdastjórinn er skipaður til fjögurra ára í senn af Norrænu ráðherranefndinni. Krafist er: - Háskólaprófs og menntunar í bókasafns- fræðum eða upplýsingamiðlun. - Reynslu af tölvuskráningu og -vinnslu. - Góðrar sænsku-, norsku- eða dönsku- kunnáttu auk tveggja erlendra tungu- mála. - Laun samkvæmt launaflokki A26,12.038 - 15.374 finnsk mörk á mánuði eftir starfsreynslu. Flutningskostnaður og staðaruppbætur verða einnig greiddar. Skriflegar umsóknir með ítarlegum upplýs- ingum um menntun og fyrri störf ásamt öðru því, sem að gagni kann að koma við mat á umsóknum, skal senda: NORDINFO, c/o Tekniska högskolans bibliotek, Otnáasvágen 9, SF-02150 Esbo, Finlandi. Umsóknir þurfa að hafa borist fyrir 26.9 1988. Nánari upplýsingar veitir skrifstofa NORD- INFO í síma 358-0-455 2633. Heimilishjálp -ráðskona Einstæður faðir í Hafnarfirði með 3 börn (7 ára og 2 unglingar) óskar eftir barngóðri og reglusamri konu til að annast heimilið allan daginn. Herbergi getur fylgt ef óskað er. Laun samkomulag. Upplýsingar í síma 91-54762 (á kvöldin). Afgreiðslustarf Óska eftir starfskrafti til afgreiðslustarfa hálfan daginn (eftir hádegi). Þarf að geta hafið störf strax. Upplýsingar í versluninni mánudag og þriðju- dag milli kl. 13 og 18. Rýmingarsalan, Bankastræti 11. Sölumenn Bókaútgáfan Iðunn óskar að ráða nokkra reynda og kraftmikla sölumenn til starfa nú þegar. Söluhæfni skilyrði. Starfssvæðið er innan Reykjavíkur og utan. Dagvinna eða kvöld- og helgarvinna. Um fjölbreytta og vandaða söluvöru er að ræða. Tekjumögu- leikar mjög góðir. Allar nánari upplýsingar í síma 28787 frá kl. 10.00-12.00 og 13.00-14.00 virka daga. Bókaútgáfan Iðunn, IÐUNN Dagvistarheimilið Furugrund Fóstra eða uppeldismenntaður starfsmaður óskast. Erum að opna nýja dagheimilisdeild fyrir 1-3 ára börn með nýju skipulagi. Deild- in tekur til starfa í haust. Viltu vera með í uppbyggingunni? Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 41124 og dagvistarfulltrúi í síma 45700. Umsóknareyðublöð liggja frammi á Félagsmála- stofnun Kópavogs, Digranesvegi 12. Félagsmálastofnun Kópavogs. Sfmavarsla Óskum að ráða starfskraft til að sjá um síma- vörslu fyrirtækisins o.fl. sem fyrst. Umsækjandi þarf að verá háttvís, hafa þægi- lega framkomu, með góða íslenskukunnáttu, stundvís og snyrtilegur til fara. Við bjóðum vinnutíma frá kl. 9.00-18.00, sanngjörn laun og góðan vinnuanda með hressu og skemmtilegu fólki. Umsækjendur tali við Grím Laxdal í Radíó- búðinni fyrir kl. 17.00 miðvikudaginn 7. sept- ember 1988. Ath:. Upplýsingar eru ekki gefnar í síma. Skipholti 19, 105 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.