Morgunblaðið - 04.09.1988, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1988
57
Minning:
GuðlaugM. Þorsteins-
dóttír, Akureyrí
Fædd 22. febrúar 1904
Dáin 29. ágúst 1988
Vinkona okkar, Guðlaug Margrét
Þorsteinsdóttir, fékk hægt andlát á
Akureyrarspítala að morgni höfuð-
dags á 85. aldursári sínu. Þar lauk
ævi merkrar greindar- og gáfu-
konu, sem verður minnisstæð þeim,
sem henni kynntust og hana
þekktu.
Guðlaug var ættuð af hinum
sagnríku og grösugu slóðum Dala-
sýslu. Hún fæddist í Hjarðarholti í
Laxárdal 22. febrúar 1904, dóttir
Guðrúnar Guðmundsdóttur og Þor-
steins Gíslasonar, en ólst að mestu
leyti upp á Breiðabólstað í Miðdöl-
um. Snemma var hún námfús og
mjög gefín fyrir bókina, svo að hún
fór ung í Verslunarskóla íslands
og lauk þaðan verslunarprófí árið
1921. Nokkru síðar sigldi hún til
Danmerkur og menntaðist þar til
munns og handa, lauk m.a. námi
við Odder höjskole á Jótlandi árið
1925. Jafnframt vann hún fyrir sér
með ýmsum nytsömum störfum,
einkum fatasaum.
í Kaupmannahöfn kynntist hún
Gesti Ólafssyni, nóttúrufræðistúd-
ent og mannkostamanni norðan úr
Eyjafírði. Þau felldu hugi saman
og gengu í hjónáband í ráðhúsi
Kaupmannahafnar á aðfangadag
jóla árið 1936. Um tveimur árum
síðar héldu þau heim til íslands og
settust brátt að á Akureyri, þar sem
Gestur fékk tollvarðarstöðu, en
Guðlaug vann við karlmannafata-
saum á saumastofu Gefjunnar
nokkur ár. Árið 1943 gerðist Gestur
kennari við Gagnfræðaskóla Akur-
eyrar og gegndi þeirri stöðu til árs-
ins 1978, er hann lét af störfum
vegna aldurs.
Guðlaug stundaði einnig kennslu
við Gagnfræðaskólann árin
1963/1964 og 1965 til 1972, en
kennslugrein hennar var danska.
Hún var afar vel að sér í því tungu-
máli, talaði það og ritaði jafnauð-
veldlega og eigið móðurmál, réð
yfir gífurlegum orðaforða og var
næm á blæbrigði orða og merk-
inga. Hún var mjög fær kennari,
og fjöldi nemenda leitaði til hennar
um einkatíma, þegar mikið lá við
að ná góðum prófum og viðhlftandi
einkunum í dönsku. Einnig var hún
eða þau hjón í sameiningu oft beðin
að þýða vandasama eða mikilvæga
texta á dönsku.
Guðlaug og Gestur eignuðust
eina dóttur bama, Ragnheiði, sem
er cand.mag. í dönsku frá Kaup-
mannahafnarháskóla og er fasta-
kennari við Menntaskólann á Akur-
eyri.
Þau Gestur byggðu sér hús, nr.
1 við Goðabyggð, að mestu af eigin
rammleik og með eigin höndum, á
árunum eftir seinni heimsstyijöld-
ina og áttu þar heima sfðan. Það
hús að utan og innan og hinn fagri
og blómauðugi garður við húsið,
þar sem ótal sjaldséðar tegundir
hafa vaxið og dafnað vel, bera
heimilisfólkinu fagurt vitni. En best
var þó að vera gestur þeirra Gests
og Guðlaugar á heimili þeirra og
fínna þann yl og hjartahlýju, sem
frá þeim stafaði alla tíð. Fáa hefí
ég vitað fagna gestum eins alúðlega
og einlæglega og Guðlaugu, enda
hefír alltaf verið gestkvæmt á þeim
bæ og gestimir fundið, að þeir vom
sannarlega velkomnir. Guðlaugu lét
afar vel að ræða við gesti sína,
hveijir sem í hlut áttu. Hún var hýr
og glaðleg í bragði, var fundvís á
áhugamál gestanna og hugðarefni
og gerði þau að umtalsefni, þannig
að öllum leið vel f návist hennar.
Þá vom veitingamar, sem fram
vom bomar, ekki af verri endanum.
Um það sá húsfreyjan einnig.
Segja má, að Goðabyggð 1 hafí
lengi verið eins konar danskt sendi-
ráð á Akureyri. Þangað hafa komið
margir Danir og notið gestrisni og
margs konar fyriigreiðslu, bæði
gamlir vinir og kunningjar frá Dan-
merkuámnum svo og þeirra vinir
eða skyldmenni og jafnvel ókunnugt
fólk, en öllum hefír verið tekið af
sömu hjartahlýjunni.
Frá því að við hjónin stofnuðum
heimili okkar og við Gestur urðum
samstarfsmenn við Gagnfræða-
skóla Akureyrar hefir sambandið
milli fjölskyldna okkar verið mjög
náið og vinátta heil og traust. Ófá-
ar kvöldstundir höfum við átt sam-
an við spilaborð eða kaffiborð við
spjall og spaugyrði. Þau Guðlaug
og Gestur kenndu okkur að spila
brids, svo að gagni kæmi á heimil-
um bama okkar, arfur úr Goða-
byggð 1.
Guðlaug var lengst af heilsu-
hraust og bar aldurinn vel og virðu-
lega, þegar ámnum fjölgaði. Hún
var í spilaklúbbi nokkurra vin-
kvenna sinna og stundaði sund
þrátt fyrir allháan aldur og afleið-
ingar beinbrota fyrir fáum ámm.
Einnig sótti hún vel samkomur
Félags aldraðra á Akureyri og tók
mikinn þátt í félagsstarfínu með
manni sínum, sem ámm saman
hefír verið einn af forystumönnum
félagsins.
Síðast hittum við hjónin Guð-
laugu á heimili þeirra Gests fyrir
þremur vikum. Þá hafði hún fundið
til einhverra óþæginda og verið í
læknisrannsókn á sjúkrahúsi
nokkra daga, og ráðgert var, að
hún færi jafnvel þangað aftur til
frekari athugunar. En hún var glöð
og ókvíðin og fagnaði okkur inni-
lega og hjartanlega með sama hlýja
brosinu og jafnan áður. Við áttum
þama indæla kvöldstund með hjón-
unum í Goðabyggð 1 eins og svo
ótal sinnum áður, og kvöddum þau
að vanda með góðum hug og með
gagnkvæmum óskum. Ekki vissum
við, að þá kveddum við Guðlaugu
vinkonu okkar i síðasta sinn. Hún
fór á sjúkrahúsið, eins og ráðgert
var, en átti þaðan ekki afturkvæmt.
Þau Guðlaug og Gestur höfðu
fest sér íbúð í fjölbýlishúsi því, sem
Félag aldraðra er nú að láta reisa
við Víðilund á Akureyri. Þaðan
verður víðsýnt til fjallahringsins
fagra við EyjaQörð. Ekki átti fyrir
Guðlaugu að liggja að flytja þangað
bústað sinn. En úr þeim bústað, sem
hún hefir nú flust til, verður ekki
síður víðsýnt yfír óravíddir eilífðar-
landanna, þar sem fegurðin og birt-
an ríkja með sumaryl.
Við Ellen þökkum Guðlaugu ára-
tuga vináttu og biðjum henni allrar
blessunar um leið og við vottum
þeim feðginum, Gesti og Ragn-
heiði, einlæga samúð á stund mik-
ils saknaðar.
Sverrir Pálsson
Gunnlaugur Bjöms
son - Kveðjuorð
Fæddur 7. mars 1912
Dáinn 26. ágúst 1988
Fyrstu kynni mín af Gunnlaugi
Bjömsyni voru árið 1954, er ég fór
niður í Útvegsbanka til að tala við
skrifstofusfjórann, sem þá var Helgi
Eiríksson, en ég hafði fengið vilyrði
fyrir vinnu þar. Hann kallaði á
Gunnlaug, sem þá var fyrir spari-
sjóðsdeild bankans og bauð honum
starfsmann. Gunnlaugur svaraði:
„Ég hef ekkert laust starf fyrir
þennan pilt.“ Svo skrítnar eru tilvilj-
animar í lífínu, að einmitt í þessu
sama- herbergi, sem þessi orð vom
töluð, fékk afurðalánadeild bankans
síðar aðsetur og þar unnum við
saman í fjöldamörg ár. Samstarf
okkar hófst þó þetta sama sumar,
þar sem Gunnlaugi hafði verið falið
að sjá um að setja upp afgreiðslu
bankans á Keflavíkurflugvelli og
ég fékk vinnu þar. Nokkrum árum
síðar, eða árið 1963, óskaði Gunn-
laugur eftir að fá mig til starfa í
sjávarútvegslánadeild bankans,
sem hann veitti forstöðu frá því hún
var stofíiuð árið 1956. Eftir það
lágu leiðir okkar saman svo til dag-
lega í 19 ár eða þar til hann hætti
störfum fyrir aldurssakir í árslok
1982.
Herbergi okkar voru samliggj-
andi svo ég hafði gott tækifæri til
að fylgjast með störfum hans í
bankanum. Gunnlaugur var svo lán-
samur að hafa aðstöðu til að vinna
við sín hugðarefni, fyrst framan af
við skipulagsmál og síðar við tölvu-
væðingu bankans. Er gera þurfti
breytingar á húsnæði bankans,
hvort sem var aðalbankans við
Lækjartoig, útibúanna eða við
stofnun nýrra útibúa, var hann jafn-
an kallaður til og gefnar mjög
fíjálsar hendur, því yfírmenn bank-
ans vissu að ekki yrði kastað hönd-
unum til eins eða neins, sem Gunn-
laugi væri falið að vinna. Með til-
komu tölvualdar um og eftir 1960
beindist áhugi Gunnlaugs að tölvum
og forritum og kynnti hann sér
vandiega allt sem hann komst yfír
um þau fræði. Fengi hann áhuga á
einhveiju, þá var ekki um annað
að ræða en að kynna sér það til
hlítar. Ég held að það hafí verið
álit kunnáttumanna, að ekki hafí
margir staðið honum á sporði í
tölvufræðum hérlendis. Enda sá
Skýrslutæknifélag íslands ástæðu
til að gera hann að heiðursfélaga
síðastliðið vor.
Stærðfræðigáfa hans var einstök
og var gaman að fylgjast með
hversu fljótur hann var að reikna
dæmi í huganum og veit ég ekki
um neinn, sem gat skákað honum
á því sviði. Gunnlaugur varð dúx í
stærðftæði á stúdentsprófi frá MR
vorið 1931 með einkunninni 10 og
hef ég fyrir satt, að með honum
þar hafi ekki verið neinir aukvisar.
Minnið var einstakt og sem dæmi
um það ætla ég að skýra hér frá
einu atviki, sem ég held að fáir leiki
eftir. Ég var að sýna Gunnlaugi
reiknivél og undraðist nákvæmnina
en hún sýndi pí (hlutfall þvermáls
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjóm blaðsins á
2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins i Hafn-
arstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að
berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek-
in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð
eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir
ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist
undir fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar
greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar af-
mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð
og með góðu línubili.
Ég var oft með Gunnlaugi á fund-
um með öðrum bankamönnum þar
sem einkum voru til umfjöllunar
afurðalán og tölvuvæðing. Lagði
Gunnlaugur jafnan mikið til mál-
anna og hlustuðu menn með at-
hygli á mál hans, enda maðurinn
rökfastur og skeleggur í tali og
röddin sterk og áheyrileg. Ég var
honum alltaf þakklátur fyrir þá
þolinmæði og umburðarlyndi, sem
hann sýndi mér, sem ekki hef þá
hæfileika, sem hann hafði til að
bera í svo ríkum mæli. Aftur á
móti gat hann verið hvass við þá,
sem honum voru ekki að skapi og
voru þeir ekki öfundsverðir.
Er Isaac Newton, einn mesti
stærðfræðingur allra tíma, var
spurður að því hvemig honum hafi
tekist að gera svo margar merkar
uppgötvanir í stjömufræði, svaraði
hann: „Með því að vera stöðugt að
hugsá um þær.“ Hugur hans var
starfandi frá morgni til kvölds við
að finna lausn á vandamálum, sem
upp komu og ekki var hætt fyrr
en lausnin var fundin og sú lausn
varð að vera snjöll og helst einfald-
ari en annarra. Það er ósk mín, að
þessi óvenjulegi heili fái að starfa
áfram á öðru tilverustigi og fínni
sér ný og verðug verkefni til að
glíma við. Þá veit ég að Gunnlaug-
ur verður ánægður. Dætrum hans,
Júlíu og Lindu, svo og bömum
þeirra sendi ég samúðarkveðjur.
Gunnar Svanberg
hrings og ummáls) með 11 auka-
stöfum. Gunnlaugur hafði engin orð
þar um en settist fyrir framan mig
við skrifborð mitt og skrifaði niður
pí með 23 aukastöfum. Þetta sat
fast í honum frá námsárum hans í
Berlín skömmu eftir 1930. Mér
fannst þetta svo merkilegt, að ég
hélt upp á blaðið og dagsetti það
(20/6 ’79). Aldrei varð ég var við#
að hann skrifaði hjá sér á minnis-
miða. Hann þurfti þess ekki með.
Legsteinar
Framleiðum allar stærðir og gerðir af iegsteinum.
Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjbf
um gerð og val legsteina.
S.HEL6ASQN HF
STEINSMIÐJA
SK£MMUVEGI 48 SiMl 76677
Bridsskófnn
Ný námskeið að hefjast
BYRJENDAFLOKKUR: Námskeiðið er sniðið fyrir fólk sem
lítið eða ekkert þekkir til spilsins. Reglur spilsins verða skýrð-
ar og farið verður yfir undirstöðuatriði sagna og sjálfrar spila-
mennskunnar. Heimalærdómur er ekki nauðsynlegur, en flýt-
ir auðvitað fyrir árangri.
FRAMHALDSFLOKKUR: Námskeiðið er ætlað fólki sem tölu-
vert hefur fengist við að spila, en vill hrista af sér slen stöð-
unnar og taka stórstígum framförum. Farið verður hratt yfir
sögu í sögnum, en megináherslan lögð á spilamennskuna,
ekki síst vörnina.
STAÐUR OG STUND: Hvert námskeið stendur yfir í 11 skipti,
3 kist. í senn, einu sinni í viku. Byrjendanámskeið skólans
eru á mánudögum annars vegar kl. 16.00-19.00, og hins
vegar kl. 20.15-23.15. Framhaldsnámskeiðið er á þriðju-
dagskvöldum kl. 20.15-23.15. Kennslan fer fram í húsi Sókn-
arkvenna við Skipholt 50a í rúmgóðum og þægilegum fundar-
sal á jarðhæð. Námskeiðin hefjast 19. og 20. september nk.
Frekari upplýsingar og
innritun í sfma 27316 frá
kl. 15.00-19.00 virka daga
og 13.00-15.00 á laugar-
dögum.
<%$»***