Morgunblaðið - 14.09.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.09.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1988 17 og tekið upp samvinnu í atvinnu- og félagsmálum, sem tómt mál er að tala um mikinn hluta árins við núverandi aðstæður. Einn þáttur af mörgoun Öruggar samgöngur árið um kring er ein af undirstöðum byggð- ar í landinu. Afstaða almennings til samgangna hefur breyst mikið á stuttum tíma. Það sem menn létu bjóða sér þegjandi fyrir fáum árum er nú ótækt orðið og getur ráðið úrslitum um búsetu manna. Sam- félagið sem heild verður að bregð- ast við þessu, eins og mörgu öðru, sem veldur gífurlegum aðstöðumun í landinu. Það má ekki dragast lengur að mörkuð verði byggðastefna með það grundvallaratriði að leiðarljósi, að fólk standi nokkurn veginn jafnt að vígi óháð búsetu varðandi fram- færslukostnað, menntun og félags- lega þjónustu. Alþýðubandalagið hefur tekið einarðlega undir þau viðhorf, utan þings og innan. Með væntanlegu frumvarpi um tekjuöfl- un til jarðgangagerðar er tekið á sértækum vanda byggðarlaga og landshluta, sem leggja mikið af mörkum til samfélagsins, og eiga það inni að samgöngumálum þeirra sé komið í nútímalegt horf. HSfundw er alþingistnaður Al- þýðubandaiags fyrir Austuriands- kjördæmi. kom í hlut Gylfa að annast kennslu í almennri rekstrarhagfræði og sér- greinum hennar. Á síðara kennslu- skeiði var ein af kennslugreinum hans einmitt almenn rekstrarhag- fræði, sem hann hafði sjálfur mót- að. Frá þessum aðdraganda rekstr- arhagfræðinnar er m.a. greint í fyrsta bindinu en fyrstu kaflar þess fjalla um staðsetningu rekstrar- hagfræðinnar. Einstök kaflaheiti eru: vísindi, þjóðfélagsfræði, hag- fræði, hagfræði á íslandi og hlut- verk rekstrarhagfræði. Sérstök ástæða er til að vekja athygli á umfjöllun Gylfa um hagfræði á ís- landi en hún er besta yfirlitsheimild sem til er um það efni. í öðrum köflum fyrsta bindis er síðan greint frá markmiðum fyrirtækja, réttar- formi, stofnun, skipulagi, fjármál- um, framleiðslu og kostnaði þeirra. í öðru bindinu er tekin fyrir sala fyrirtækja, aðferðir við að ákveða hvenær afkoma fyrirtækis sé best, verðmyndun við ýmis markaðsskil- yrði og afurða- og verðstefna, þeg- ar framleiddar eru fleiri en ein af- urð. I þriðja bindinu eru svo gerð skil efnahagsímyndum og efna- hagsdæmum, ákvörðunartækjum fyrirtækis, reikningshaldi fyrir- tækja, rekstrareftiHiti, upplýsing- um og upplýsingasöfnunm og ákvörðunartöku í fyrirtæki. Viðmiðanir höfundar um fram- setningu og efnisval eru flestar sóttar til Norðurlanda en nokkrar til engilsaxneskra heimilda. Mikils er um vert að höfundur notar islenskrar aðstæður og dæmi þar sem því verður við komið, t.d. þeg- ar fjallað er um stofnun fyrirtækja og ákvæðislaunakerfi. Rekstrarhagfræði eftir Gylfa Þ. Gíslason leysir af hólmi erlendar kennslubækur. Mikill fengur er að slíku grundvallarriti á íslensku til kennslu í grein eins og almennri rekstrarhagfræði, sem er til yfirlits og inngangs að sérhæfðari grein- um. Það á eftir að ná útbreiðslu út yfir raðir háskólanema í við- skipta- og hagfræðideild, því að slíkt rit er vissulega áhugavert fyr- ir eldri nemendur, stjórnendur fyrir- tækja og alla áhugamenn um fyrir- tækjarekstur. Höfundur erprófessor og deiidar- forseti Viðskipta- oghagfræði- deildar Háskóla íslands. ÁVÖXTUNINÁ SPARISKÍRTEINUM RÍKISSJÓÐS ERALLSSTAÐARSÚSAMA Það er þjónustan sem skiptir sköpum Það er í sjálfu sér einföld athöfn að kaupa spariskirteini ríkissjóðs en í því eins og öðru getur skipt máli að réttar upplýsingar og þjónusta séu fyrir hendi. Öll útibú okkar eru viðbúin því að taka á móti þér með sérþjálfað starfsfólk, þægilega aðstöðu sem gefur tækifæri til ráðlegginga í góðu tómi og fjölbreytta sérþjónustu. • Við veitum þér allar fáanlegar upplýsingar um spariskírteinin. • Við upplýsum þig um það hvers vegna spariskírteinin eru ef til vill svo hagstæð fyrir þig núna. • Við athugum fyrir þig, hvort hagstætt er að innleysa gömlu skírtein- inþínogkaupaný. I Við sjáum um að innleysa gömlu skírteinin fyrir þig og kaupa ný eða leggja féð inn á Bónusreikning eða önnur ávöxtunarform bankans. • Við gætum þess að sparifé þitt missi ekki verðbætur og vexti við gjalddaga spariskírteinanna eins og hent hefur svo marga. . t Viðvarðveittmiskírteirnnfyrirþig. Heimsæktu okkur í eitthvert útibúanna, þar verður tekið vel á móti þér með persónulegri nútima þjónustu. © iðnaðarbankinn -mtimafanfá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.