Morgunblaðið - 14.09.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.09.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1988 25 Fílaást FUlínn Hussein, tU vinstri, og maki hans, Tura, núa saman rönum í Hagenbeek-dýragarðinum í Hamborg. V estur-Þýskaland: Þýskættaðir streyma heimleiðis úr austri STJÓRNVÖLD í Vestur-Þýska- landi hafa löngum hvatt ráðamenn í Sovétríkjunum og Austur-Evrópu tU að leyfa borgurum af þýskum ættum að flytjast tU Sambandslýð- veldisins Þýskalands. Nú hafa ráðamenn austurblokkarinnar loks brugðist við þeim óskum og á undanfömum mánuðum hafa tugir þúsunda streymt til Marien- felde í Berlin, Friedlands í Neðra- Saxlandi, Unna Massen í Nordr- hein-Westfalen og NUrnberg í Bæjaralandi, þar sem tekið er á móti nýju íbúunum. 108.000 manns hafa komið það sem af er þessu ári, þar af 73.000 frá PóUandi og 25.000 frá Sovétríkjunum. Það eru mun fleiri en Vestur-Þjóðveijar áttu von á. Um 80.000 manns komu þaðan í heimsstyrjöldinni síðari, sum- ir alla leið til Mið-Asíu. Stór hluti þessa fólks hefur haldið þýskum sið- um og talar sérkennilega en reiprenn- andi þýsku. Yfír 200.000 manns af þýskum ættum búa í Rúmeníu. Þeir hafa átt auðveldara með að laga sig að vest- ur-þýskum lifnaðarháttum en þýskir Pólveijar. Þjóðveijar í Rúmeníu hafa lagt mikla rækt við uppruna sinn en þeim sem búa í Póllandi, um 800.000 manns, hefur ekki verið leyft að gera það. Vestur-þýskir embættismenn álíta að fólksstraumurinn frá Sovétríkjun- um beri vitni um að Mikhaíl Gorbatsj- ov vilji bæta samskiptin við Bonn. Flestir sem koma frá Póllandi hafa aðeins fengið ferðamannaáritun en snúa ekki heim aftur. Vestur-þýsk stjómvöld hafa að meðaltali greitt um 8.000 v-þýsk mörk (200.000 ísl. kr.) fyrir brottflutningsleyfi fyrir hvem þýskan Rúmena. Ceausescu Rúmeníuforseti hefur þannig fengið 100 milljónir marka (2,5 milljarða ísl. kr.) í kassann á ári. Vestur- Þjóðveijar eru nú að velta fyrir sér að greiða yfir einn milljarð marka (25 milljarða ísl. kr.) fyrir brottflutnings- leyfí handa öllum þýskum Rúmenum sem vilja flýja harðstjóm Ceausescus. Nú er talið að um 200.000 manns af þýskum ættum muni koma til Sambandslýðveldisins í ár. Búist er við 600.000 manns til viðbótar á næstu tveimur ámm. Heimild: The Economist og Die Zeit. Svíþjóð: Hneyksli í her- búðum græningja Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morjninblaðsins. FLOKKUR græningja i Svíþjóð ætlar ekki að fara varhluta af hneykslismálum í kosningabarátt- unni. Upp hefur komist að efsti maður á lista flokksins í Örebro- kjördæmi hefur ekki talið tekjur sínar fram til skatts i sex ár, hann er gjaldþrota og skuldar fógeta hálfa milljón sænskra króna. Börkje Engholm hefur viðurkennt að ýmislegt sé athugavert við fjár- mál sín og hefur hann sætt harðri gagnrýni hjá flokksbræðrum sínum fyrir að láta uppstillingamefnd ekki vita af þessu. Græningjar, sem reikna með að komast á þing í fyrsta skipti í kosn- ingunum á sunnudaginn og fá allt að þijátíu þingsæti, ætla þó ekki að grípa til sérstakra ráðstafana vegna málsins. „Hver hefur sinn djöful að draga," segir Birger Schlaug, tals- maður flokksins og bætir því við að hneyksli þetta muni varla hafa mikil áhrif á fylgi flokksins í kosningunum. Canon Ijósritunarvélar Hentugarvélarfyrirminni og meðalstórfyrirtæki, deild- ir stærri fyrirtækja, einstaklinga, félagasamtök o.fl. Ljósritar í fjórum litum báðum megin á allan pappir og glærur. Mjög skörp og góð Ijósrit. Viðhatdsfríar vélar. Verð aðeins: FC-3 43.600- stgr. FC-5 46.300- stgr. krifvélin hf Suðurlandsbraut 12, s: 685277 síðastliðið ár og aðeins 43.000 árið þar áður. Tekið er á móti fólkinu í eins kon- ar flóttamannabúðum. Þær eru löngu yfirfullar. Þar hefst það við á meðan farið er yfír slqol þess, þangað til það fær húsnæði og vonandi atvinnu til frambúðar. Sambandsstjómin hefur gripið til skyndiráðstafana til að hjálpa fólkinu. Hún hefur lofað að veita 2,5 milljörðum vestur-þýskra marka (62,5 milljörðum ísl. ,kr.) í aðstoð til að koma undir það fótun- um. Reisa þarf tugi þúsunda nýrra íbúða, kenna meirihluta fólksins þýsku og finna því störf: Aðstoðin við það á ekki að koma niður á ann- arri félagslegri aðstoð eða útlending- um sem leita sér hælis í landinu. Stjómvöld eru öll af vilja gerð að hjálpa fólkinu en þýskur almenningur er ekki eins hrifínn af fólksstraumn- um. 58% aðspurðra í nýlegri skoðana- könnun töldu að stjómin ætti að stemma stigu við þessari þróun. Margir óttast aukið atvinnuleysi, 2,3 milljónir eru þegar atvinnulausar í Vestur-Þýskalandi, og margir horfa í peningana sem það kostar að hjálpa fólkinu. Þeir velta því einnig fyrir sér hvort þetta séu f rauninni allt Þjóð- veijar. Talið er að þijár milljónir manna í Sovétríkjunum og Austur-Evrópu, að Austur-Þýskalandi undanskildu, séu af þýskum ættum. Til að mega setjast að í Vestur-Þýskalandi sem Þjóðveiji nægir að sýna fram á að langafi og langamma hafi verið þýsk. Þýski minnihlutahópurinn Sov- étríkjunum er fjölmennastur, eða um 2 milljónir manna. Margir eru afkom- endur Þjóðvetja sem fóru til Rúss- lands fyrir meira en tvö hundruð árum í boði Katrínar miklu. Þeir sett- ust að við Volgu en voru hraktir FRAMLEIDÐUR EFTIR FONIUN EN M ÚDVRARIEN HINIR Vökvastrokkar, tjakkar eins og flestir nefna þá. Við framleiðum þá eftir pöntun með mjög stuttum fyrirvara, í hvaða lengd sem er. Eigum einnig á lager vökvastrokka í flestum stærðum. Innanmál strokks í 7 stöðluðum stærðum Stálveltilegur í augum Rn Strokkrör: Krómhúðað stál eða Þvermál stangar: Stál DIN St. 52-3 krómhúöað ryðfrítt stál 12, 16, 20, 25, 30, 35, Æ Æ%9 40, 50, 65 og 80 mm ^ m jga jm ÆÆRMff Æk M_MAW* Veitum tæknilega aóstoó og allar upplýsingar SMIEUUVEGI66, PÓSTHÓlf20, 202KÓMVOGI, S91-76600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.