Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1988 15 íslenska kristni- boðið í Afríku: Grænmetis- markaður Það er orðið árvisst, að lítill hóp- ur kvenna heldur markaðsdag til ágóða fýrir íslenska kristniboðið í Afríku. Að þessu sinni verður markaður- inn laugardaginn 17. september í húsi KFUM við Holtaveg — og hefst salan kl. 15.00. Ekki þarf á að minna, að þama verða afurðir af ýmsum tegundum: ber, grænmeti og garðávextir, nið- ursuða og sitthvað fleira. En allt undir sama kjörorðinu: Hér er hægt að gera góð kaup, og það í tvennum skilmngi a.m.k. Á það skal bent, að tekið verður á móti söluvamingi frá gefendum á föstudag frá kl. 4 síðdegis, og er það áminning til allra, sem eitt- hvað hafa að leggja í púkkið. En meginatriði til minnis fyrir bæði. kaupendur og seljendur er þó þetta, að tilgangur þessarar græn- metissölu er sá, að Kristniboðið njóti góðs af. Óþarft ætti að vera að minna á, að íslensk kristni stend- ur að stórmerku starfí í tveimur Afríkuríkjum, Eþíópíu og Kenýa. Stundum er þar talað um „utanrík- isþjónustu" kirkjunnar okkar. Þetta starf er háð fjárhagslegu örlæti og fyrirbænum okkar, sem heima sitj- um. Opinber framlög eru engin, aðeins sjálfboðastarf og gjafír þeirra, sem skilja, að í hug og verki á þjóð okkar þann kristindóm ein- an, sem hún getur flutt út. Sá út- flutningur er öllum físki verðmæt- ari og varanlegri líka. Haustmarkaðurinn er hluti af leikmannastarfí kirkjunnar og tæki- færi þeirra, sem vilja vera með. Þú veist, að það sem þú gafst á markaðinn, eða keyptir ódýrt í hús- inu við Holtaveg, verður orðið að stærðar fjársjóði, þegar suður til Afríku kemur. Velkomin á Kristniboðsmarkað- inn. Guð blessi framlög ykkar. þið gerið góð kaup. Lárus Halldórsson Foldaskóli fullmannaður KENNSLA S Foldaskóla er nú með eðlilegum hætti en í haust neyddust skólayfirvöld þar að senda tvo bekki heim ve^na skorts á kennurum. Þeir tveir kennarar sem á skorti hafa nú verið ráðnir að skólanum. Amfinnur Jónsson skólastjóri Foldaskóla segir að kennsla í öðrum bekknum hafí hafist í fyrradag en í hinum í gærdag. „Nemendum hefur fjölgað verulega í skólanum og okkur tókst ekki að fullmanna skólann í haust,“ segir Amfinnur. „Það var því ekki um annað að ræða en senda tvo bekki heim því ekki gátum við látið þessi böm híma á skólalóðinni. Þetta er núna komið í lag og missti annar bekkur aðeins tvo daga úr kennslu en hinn þijá daga." Réttarferð misþroska barna Foreldrafélag misþroska barna fer í réttarferð laugardag- inn 17. september næstkomandi. Lagt verður af stað frá Umferð- armiðstöðinni kl. 11 og ekið sem leið liggur í Nesjavallarétt í Grafn- ingi. Allir meðlimir félagsins og aðrir áhugamenn eru velkomnir. Hver fjölskylda þarf ekki að greiða fyrir fleiri en þrjú.saeti.. Föstudagur 16. september Mánudagur 19. september Laugardagur 17. september Djúpivogur kl. 12.00-13.00 Við Bensínstöð Esso Breiödalsvík kl. 14.30-15.00 Viö Hótel Bláfell Stöðvarfjörður kl. 15.30-16.00 Við Bensinstöð Esso Fáskrúðsfjörður kl. 17.00-18.00 Við Shell skálann Laugardagur 17. september Neskaupstaður kl. 10.00-13.00 Við Shell skélann Eskifjöröur kl. 14.00-15.00 Við Shell skálann Reyðarfjörður kl. 16.00-17.00 Við Bifreiðaverkst. Lykil Sunnudágur 18. september Seyðisfjörður kl. 12.00-13.00 Við Herðubreiö Egilsstaöir kl. 15.00-17.00 Við söluskála Kaup- félagsins Húsavík kl. 10.00-13.00 Bílaleiga Húsavíkur Akureyri kl. 15.00-20.00 Bifreiöav. Jóh. Krist- jánssonar Þriðjudagur 20. september Sauðárkrókur kl. 12.00-13.30 Við Esso skálann Blönduós kl. 15.00-16.00 Viö Esso skálann Hvammstangi kl. 17.00-18.00 Við Shell skálann Ólafsvík kl. 14.00-16.00 Við Bensínstöð Olís Grundarfjörður kl. 17.00-18.00 Við Benslnstöð Olls Akranes Bilás kl. 10.00-19.00 Bnás Þjóðbraut 1 Akranesl Sunnudagur 18. september Stykkishólmur kl. 10.00-13.00 Bensínstöð Olfs BÍLLINN, SEM BEÐIÐ HEFUR VERIÐ EFTIR! [f» ISTIO Ífc ÍIJf/nBfí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.