Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1988 Veðsett velferð eftír Tómas Inga Olrich Þeirri efnahagsráðstöfun, sem fengið hefur nafnið niðurfærsluleið, er í umræðum teflt fram sem val- kosti gegn öðrum leiðum, gengis- fellingu eða uppfærsluleið annars vegar og millifærsluleið hins vegar. Það er þó ekki rétt að hér sé um þrjá valkosti í efnahagsmálum að ræða. þeir eru aðeins tveir. Gengisfelling lagfærir a.m.k. um stundarsakir þá mismunun, sem íslenskir atvinnuvegir búa nú við. Hún dregur úr innflutningi og slær á þensluna í þjónustugreinunum ef áhrifa hennar gætir nógu lengi. Gengisfelling er að sjálfsögðu eðli- legasta leiðin til að minnka kaup- mátt gjaldmiðils, sem efnahagur þjóðarinnar stendur ekki undir. Hins vegar er gengisfelling til- gangslaus með öllu, ef þjóðin heldur áfram að skapa sér velferð með því að ausa af gnægtabrunnum er- lendra lánastofnana. Niðurfærslan og millifærsla hafa sama tilgang og gengisfelling. Þessar ráðstafanir miða einnig að því að rýra kaupmátt þjóðarinnar. Islendingar hafa kynnst báðum leið- um áður. Á sjötta áratuginum ríkti eins konar fastgengisstefna, þrátt fyrir verulegar verðhækkanir. Á þessum tíma var gripið til margvís- legra millifærsluráðstafana. Slíkir tilflutningar á íjármunum brengl- uðu allt verðmætamat og leiddu þjóðina í efnahagslegar hafvillur, uns svo var komið að hún vissi naumast á hverju hún lifði. Sem dæmi um óraunsæið, sem þá ríkti hér á landi, má nefna styrki, sem sjávarútvegi voru veittir til að hann gæti flutt út lífsbjörg þjóðarinnar, fiskinn. Sjávarútvegurinn hafði sem sé ekki efni á að flytja afurðimar út, svo lítið fékk hann fyrir _þann gjaldeyri, sem hann aflaði. Ut úr hafvillum millifærslukerfisins var brotist á Viðreisnarárunum. íslendingar em heldur ekki alveg reynslulausir af niðurfærsluleiðum. Ríkisstjóm Emils Jónssonar greip til niðurfærslu 1959. Sú ráðstöfun, sem nú er talin hafa skilað ár- angri, virðist þó ekki hafa verið til frambúðar, því ári síðar felldi Við- reisnarstjómin gengið um 57% gagnvart dollara, og ári síðar um 12%. Hvort sem menn hallast að niður- færslu eða millifærslu, stendur val- ið ekki milli efnahagslegra val- kosta. Menn em aðeins að velta fyrir sér verkfæmm, misgóðum, misdýmm. Hvort sem þessum verk- færam er beitt eða gengið fellt, em verkfærin gagnslaus, ef þau kaupa okkur stundarfrið í stað þess að ráðast á hinn raunvemlega vanda. Vandinn, sem ríkisstjóm Þor- steins Pálssonar glímir nú við, er í flestum aðalatríðum sá sami og ríkisstjóm Steingríms Hermanns- sonar ýtti á undan sér, sama mein- ið sem olli gjaldþroti ríkisstjómar Gunnars Thoroddsen, sömu vand- ræðin, sem bæði ráðuneyti Ólafs Jóhannessonar hnutu um. Geir Hallgrímsson og ráðuneyti hans glímdu við þennan vanda án þess að ráða við hann. Vandi íslendinga er sá að við lif- um um efni fram. Lífskjör þjóðar- innar em fengin að láni. Það er raunar langt síðan við höfum aflað þess, sem við eyðum. Frá 1970 höfum við á hveiju einasta ári eytt meim en við höfum aflað, nema árin 1978 og 1986, en þá var óvem- legur afgangur af viðskiptum okkar við aðrar þjóðir. Við em með skuldugustu þjóðum heimsins. Við höfum lifað undangengin ár og lif- um í dag eftir forskriftinni: Borgaðu það á morgun, sem þú getur eytt í dag. Við lifum raunar á lífskjömm komandi kynslóða. Það er efítt að vera raunsær, þegar út í vítahring skuldanna er komið. Þar ríkja sömu lögmál um ríki sem einstaklinga. Sá, sem kaupir að jafnaði inn fyrir 120 þús- und krónur á mánuði en fær í laun 100 þúsund, er af flestum talinn óábyrgur. En þannig hafa íslend- ingar hagað sínum þjóðarbúskap áratugum saman. Umframeyðslan er búin að grafa um sig alls staðar, í atvinnulífínu, menningar- og menntamálum, heilbrigðismálum, alls staðar hefur boginn verið spenntur hærra en hagur okkar leyfír. Velferð íslendinga er fenginn að láni. Víxlamir munu falla á böm- in. Allar helstu meinsemdir íslensks þjóðlífs nærast á óráðsíunni. Lítum fyrst á áhrifín á atvinnugreinar og landshluta. Viðskiptahallinn og inn- streymi erlends lánsfjár skapa mikla þenslu í þjónustugreinum, með tilheyrandi fjárfestingum, láns- þörf og launaskriði. Útflutnings- greinamar, sem hvorki geta aukið tekjur sínar né umsetningu, verða að keppa um mannafla við þjón- ustuna. Launaskrið er því stað- reynd, sem útflutningurinn verður að laga sig að, þótt hann hafí ekki efni á því. Hann semur því um hærri laun en hann stendur undir í von um betri tíð og ábyrgari lands- málastjóm. Síðan slær hann rekstr- arlán til að fleyta sér yfír biðtímann og biður jafnframt um gengisfell- ingu til að bæta við tekjumar. í þessum viðskiptum eflast kjörin jafnt og þétt í þjónustugreinunum en í undirstöðugreinunum rýma þau. Ekki fítnar landsbyggðin á því. Það er tómt mál að tala um landsbyggðastefnu á meðan ekki er tekið á umframeyðslu þjóðarinn- ar. Með þessum hætti er skapað hróplegt misrétti milli atvinnu- greina og þá að sjálfsögðu einnig milli launþega innbyrðis, þótt for- ystumenn launþegasamtaka kjósi að tala sem minnst um það. Mis- réttið er einnig milli landshluta. Undirstöðugreinamar em mikil- vægastar utan höfðuborgarsvæðis- ins, þar sem miðstöðvar þjón- ustunnar sitja. En það er að sjálf- sögðu meginverkefni stjómvalda að tryggja það að þegnamir búi ekki við misrétti. Stjómmálamenn gerast nú stór- orðir um vaxtaokur. Háir vextir em þó fyrst og fremst vísbending um Tómas Ingi Olrich „Það misrétti, sem skapast hefur milli at- vinnugreina og lands- hluta, hefur leitt af sér mikinn afkomumun. Akveðnum hópum hef- ur tekist að skríða veru- lega fram úr megin- þorra launþega á sama tíma og láglaunafólk dregst stöðugt aftar í kapphiaupinu um að eyða því sem við öflum ekki“ mikla eftirspum eftir peningum. Gera menn sér í hugarlund, að þjóð- in geti eytt á þessu ári ellefu mill- jörðum umfram það sem hún aflar, án þess að það skapi þenslu? Og hvað skeður ef vextir verða lækkað- ir án þess að slegið sé á þensluvald- inn? Lánsíjárþörfin magnast einnig beinlínis vegna þess að atvinnu- greinum er mismunað með stjóm- leysi í efnahagsmálum. Lánsfjár- þörfín eykst bæði hjá þeim, sem búa við uppgang, þenslu og fjárfest- ingu, sem og hjá hinum, sem kreppt er að og vilja fleyta sér yfír bið- tímann. Það er rifist um spamaðinn og vextir haldast háir. Og þá vilja menn lækka vextina „með hand- afli“ eins og það heitir. Fyrir hvem, mér er spum. Fyrir sjávarútveginn og fiskvinnsluna eða fyrir verslun- arhallimar í Reykjavík? Ætli það sé ekki farsælla að slá á þensluna en greiða niður fjármagnskostnað- inn fyrir þá, sem þenslan hefur mulið undir. Það er alla jafnan skynsamlegra að leita orsaka vand- ræðanna og uppræta þær en að velta sér upp úr afleiðingunum. Ef slegið er á þensluna lækka vextir sjálfkrafa. Þær atvinnugreinar, sem þjóðin á mest undir að þrífíst vel, fá þá vind í seglin, en undan hinum flarar, sem þrífast á óráðsíunni. Það misrétti, sem skapast hefur milli atvinnugreina og landshluta, hefur leitt af sér mikinn afkomu- mun. Ákveðnum hópum hefur tek- ist að skríða vemlega fram úr meg- inþorra launþega á saman tíma og iáglaunafólk dregst stöðugt aftar í kapphlaupinu um að eyða því sem við öflum ekki. Þessi þróun er háskaleg. Hún er hættuleg fyrir þjóðina, því sam- staða hennar veikist og einhugur. Hún er hættuleg fyrir lýðræðið, sem nærist af jafnrétti en visnar í mis- rétti. Hún er hættuleg fyrir Sjálf- stæðisflokkinn, sem leggur það til gmndvallar stefnu sinni að stétt vinni með stétt. Hún er vatn á myllu þeirra afla einna, sem lifa í því að etja stétt gegn stétt að veiða mest í gmggugasta vatninu. Vandinn, sem við er að glíma, er ekki nýr. Orsaka hans er ekki aðgins að leita í tímabundnum verð- lækkunum á afurðum okkar á er- lendum mörkuðum. Þær verðlækk- anir hafa fyrst og fremst svipt hul- unni af veikleikum íslensks efna- hagslífs. Vandinn er gamall, upp- safnaður, áratuga fymingar, sem bætt er við kappsamlega á þessu ári. Tii að leysa hann dugir ekkert kák. Það verður að slá á umfram- eyðslu þjóðarinnar. Þá aðeins er hægt að leggja gmndvöll að betri kjömm og betra mannlífi. Valkostimir era því aðeins tveir. Þeir standa um velferð okkar. Við getum byggt hana á kletti eða sandi. Við getum fengið hana að láni eða greitt fyrir hana sjálf. Valið stendur um að vera eða þykj- ast. Velferð okkar verður að vera traust, mannsæmandi. Það er hún ekki meðan við lifum á kostnað komandi kynslóða. Höfundur er kennari á Akureyri. UTSALAISKEUUNGSBUDINNI Á útsölunni í Skeljungsbúðinni, Síöumúla 33, má svo sannarlega gera kjarakaup um þessar mundir. Til dæmis má nefna: - væröarvoöir og sætaáklæði í mörgum litum, - tjalddýnur, stranddýnur, sumarhúsgögn, tjaldhúsgögn, - útileguvörur, - grill, fyrir kol og gas, margar geröir, auk fylgihluta, - gasvörur, hellur, prímusar, Ijós, - smávörur fyrir bíla, snjókeðjur, aurhlífar, speglar og ótal margt fleira meö mjög miklum afslætti. Skeljungsbúðin Síðumúla 33, sími 38125.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.