Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1988 Reuter Friðarganga íMoskvu Moskvubúar sem tóku þátt i friðargöngu Sovétmanna og Banda- ríkjamanna, sem lauk nýlega, fá hér miiyagripi, hluta úr SS-4 eldflaugum sem rifnar voru niður eins og kveðið var á um í samn- ingi stórveldanna um upprætingu meðal- og skammdrægra kjarn- orkueldflauga. EB-markaðurinn: Frakkar óttast sam- ræmingu skattheimtu Brussel. Frá Kristófer M. Kristmssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins. MICHEL Rocard, forsætisráð- herra Frakklands, segir að nái tillögur framkvæmdastjórnar Evrópubandalagsins um sam- ræmingu óbeinna skatta innan bandalagsins fram að ganga blasi fjárskortur eða jafnvel gjaldþrot við rfldssjóði Frakk- lands. Þetta kom fram í viðtali Ósló. Reuter. BREYTINGAR á viðurlögum við ölvunarakstri voru kynntar í Noregi í gær. Samkvæmt nýju lögunum er heimilt að sekta þá, sem staðnir eru að þvi að keyra ölvaðir, um fjárhæð sem nemur allt að sex vikna meðallaunum manna í Noregi. Þessi viðurlög eru ekki eins ströng og þau sem áður giltu en sam- kvæmt þeim var gert ráð fyrir að sem franska viðskiptatímaritið L’Expansion birti við Rocard. Um næstu helgi hittast fjármála- ráðherrar EB á óformlegum fundi í Aþenu. Fundir af þessu tagi eru haldnir reglulega í boði þeirrar þjóðar sem situr í forsæti á ráð- herrafundum hveiju sinni. Á brotlegir ökumenn væru hnepptir í þriggja vikna gæsiuvarðhald. Nú mun gæsluvarðhaldi aðeins verða beitt þegar um sérstaklega alvarleg brot er að ræða. Áfram gildir sú regla að ökumenn, sem staðnir eru að ölvunarakstri, missi ökuleyfið í tvö ár. Ökumönnum í Noregi er óheim- ilt að aka eftir að hafa drukkið meira en eitt gias af léttu víni eða litla bjórkoliu. óformlegum fundum taka ráðherr- amir oftast fyrir eitthvert afmark- að svið og skýra frá skoðunum sínum án þess að ákvarðanir séu teknar. Fyrir fund fjármálaráðherranna var sendur út spumingalisti um afstöðu þeirra til ýmissa atriða er varða samræmingu óbeinna skatta og afnám landamæraeftirlits innan EB. Bretar hafa þegar svarað þess- um spumingum. Þeir gera m.a. ráð fyrir því að eftir árið 1992, sem áður, verði eftirlit á iandamærum með innflutningi einstaklinga á áfengi, skotvopnum og eiturlyfjum. í Bmssel er á það bent að þessi afstaða sé í ósamræmi við evrópsku einingarlögin (The single European act) sem staðfest vom af öllum aðildarríkjunum á síðasta sumri og kveða á um að komið skuli á sam- eiginlegum markaði allra aðild- arríkjanna, án innri landamæra. Þessi afstaða Breta kemur hins vegar ekki að sama skapi á óvart og sú hálfvelgja sem birtist í um- mælum Rocards, forsætisráðherra Frakklands, í fyrrgreindu viðtali. Talsmenn framkvæmdastjómar EB segjast þó fagna þessum ummæl- um og halda þvf fram að nú fyrst geti menn sest niður og farið að rífast. Noregnr: Háar fjársektir við ölvunarakstri Þingkosningarnar í Svíþjóð: Erfitt að átta sig á því hver ágreiningsefni flokkanna eru Sjónvarpsum- ræðurnar í kvöld geta ráðið mjög miklu um úrslitin Stokkhólmi. Frá Erik Uden, fréttarit- ara Morgunblaðsina. Næstkomandi sunnudag, 18. september, ganga Svíar að kjörborðinu tfl að kjósa sér rikisstjóm til næstu þriggja ára. Sjaldan eða aldrei hafa þeir þó haft minna að styðjast við í kjörklefanum en að þessu sinni. Aftan á mörgum leigubflum i Stokkhólmi er kosningaspjald frá Hægri- flokknum, „Hugmyndir framt- íðarinnar“ stendur þar og ekk- ert annað, ágætt dæmi um málefnafátæktina, sem ein- kennir kosningabaráttuna. Útlenskir fréttamenn og stjómmálaskýrendur hafa átt erfitt með að átta sig á þessum kosningum og eru sífellt að spyija hver séu helstu kosninga- máiin. Sænskur almenningur vildi iíka gjama fá að vita það en yfírleitt verður heldur fátt um svör hjá talsmönnum flokkanna. Helst rsett um skatta Að sjáifsögðu er mikið rætt um skattamálin og þarf raunar ekki kosningar til. Borgaralegu flokkamir þrír, Hægriflokkur- inn, Þjóðarflokkurinn og Mið- flokkurinn, vilja allir lækka skattaálögumar en eru ekki sammála um hvemig að því skuli staðið. Segja talsmenn þeirra, að lægri skáttar auki framleiðni, dragi úr skattsvikum og minnki þörfina á alls kyns opinberri að- stoð. Skattamálin hafa líka verið það eina, sem fulltrúar flokkanna hafa komið sér saman um ræða í sjónvarpi, en í slíkum umræðum gera þó þátttakendur meira af því að gagnrýna stefnu annarra flokka en að skýra út sína eigin. Jafnaðarmenn forðast hólmgöngur Annað vinsælt umræðueftii hefur verið hveijir skuli ræða við hveija. Þegar jafnaðarmenn stilltu Þjóðarflokknum upp sem höfuðandstæðingnum biðu for- ystumenn hans ekki boðanna með að skora þeim hólm og bjóða til einvígis. Ingvar Carlsson for- sætisráðherra svaraði þá, að það væri út í hött að ræða við Þjóðar- flokkinn einan. Aðeins væri um tvo kosti að velja, áframhaldandi stjóm jafnaðarmanna eða sam- stjóm borgaraflokkanna þriggja. Þeir þjóðarflokksmenn játtu því en kröfðust þess um leið, að jafn- aðarmenn kæmu alltaf fram með kommúnista sér við hlið því án þeirra gætu þeir alls ekki stjóm- að. Um þetta var rifíst í nokkum tíma en svo fjöruðu deilumar smám saman út. Mikilvægar sjónvarpsumræður í kvöld, föstudagskvöld, leiða forystumenn flokkanna hesta sína sarnan í sjónvarpinu og hugsanlega geta umræðumar Að veiyu hafa flokksforingjamir gert víðreist í kosningabarátt- unni og setja sig ekki úr færi með að ræða við háttvirta kjósend- ur. Hér er Carl Bfldt, leiðtogi Hægriflokksins, á tali við vegfar- anda í Stokkhólmi. haft meiri áhrif nú en oft áður vegna þess hve kosningabarátt- an hefur verið fyörlítil. Frammi- staða foringjanna getur ráðið miklu um útkomuna á kjördag enda kemur það fram f könnun- um, að 10% kjósenda hafa ekki enn gert upp hug sinn. Er þetta sérstaklega mikilvægt með tilliti til þess, að mjög litlu munar á fylgi vinstriblokkarinnar og borgaraflokkanna. Búist hefur verið við, að nú síðustu dagana fyrir kosningar kæmu borgaraflokkamir með eitthvert útspil, sem sýndi, að þeir gætu staðið saman. Það gerðu þeir raunar áður en kosn- ingabaráttan hófst fyrir alvöru og lögðu þá til, að ríkið greiddi foreldrum nýfæddra bama ákveðna upphseð til að þeir gætu áfram stundað sína vinnu í stað þess að vera heima yfír baminu í nokkra mánuði. Virðist þessi tillaga hafa fallið í góðan jarðveg hjá almenningi en jafnaðarmenn hafa svarað fyrir sig með því að leggja enn meiri áherslu á félags- lega þjónustu við foreldra og böm. Umhverfismál ofar- legaábaugi Flestir áttu von á því, að borg- araflokkamir reyndu að sýna samstöðuna með því að ná til sín frumkvæðinu í umhverfísmálum en þá lenti miðflokksmönnum og þjóðarflokksmonnum svo heift- arlega saman út af skattamálun- um, að óvíst er hvort flokkamir þrír geta sameinast um eitthvert tiltekið mál. Eftir því, sem á kosningabar- áttuna hefur liðið, hafa umhverf- ismálin orðið æ fyrirferðarmeiri. Seladauðinn, þörungablóminn og mengunin yfírleitt hafa stuðlað að þessu og þá ekki síður græn- ingjamir, flokkur umhverfís- vemdarmanna. Framan af reyndu gömlu flokkamir að þegja nýgræðinginn í hel en þeg- ar honum jókst ásmegin í hverri skoðanakönnuninni á fætur ann- arri hafa þeir sjálfir tekið um- hverfísmálin upp á sína arma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.