Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1988 27 Morgunblaðið/Einar Falur Fjölmiðlar hafa verið aðgang'sharðir við oddvita stjórnarflokkanna að undanfömu, enda talið að ríkisstjórnin hafi aldrei verið valtari en nú. Það ætti að koma í ljós í dag eða einhvern næstu daga hvort flokkunum þremur tekst að „fixa og mixa og bræða saman“ meðal sem læknar efnahagsvandann og samskiptaerfiðleikana innan rikisstjóraarinnar. EFNAHAGSTILLÖGUR STJÓRNARFLOKKANNA SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR FRAMSÓKNARFLOKKUR ALÞÝÐUFLOKKUR VERÐLAGS- MÁL Strangt aðhald í verðlags- málum. Tillit verði tekið til hækkana erlendis. Verðlag verði fryst, nema vegna áhrifa erlendra hækkana. Verðstöðvun til 10. apríl. Þómátakatillittil ’erlendra hækkana. VAXTA- MÁL Vextir lækki vegna áhrifa annarra aðgerða og með samkomulagi við lánastofnanir. Logboði beitt ef annað þrýtur. Raunvextir lækki um 3%, með samkomulagi eða með „handafli". Lánskjaravísitala afnumin. Raunvextir lækki um 3%, með samkomulagi eða lögboði. Nafnvextir lækki um 10-12% innan mánaðar. MILLI- FÆRSLA 450 millj. kr. til, frystingar. 250 millj. kr. til rækjuframleiðenda. 4% uppbót á útflutningsverð áfreðfiski og uil. 3 milljarðar í nýja deild í Framkvæmdasjóði til styrktar útflutningaatvinnuvegunum. 600 millj. kr. til frystingar, „sérstakt tillit" tekið til rækju- framleiðenda. Einn milljarður kr. í sérstakan skuldaskilasjóð útflutningsatvinnuveganna. GENGIS- LÆKKUN 3% Engin nú. Hugsanlega ef millifærsla nær ekki að rétta halla frystingar að fullu. Engin AUKNIR SKATTAR Engin aukning. 1,5 milljarðartil að standa straum af millifærslu. Hugmyndir um 1,4 milljarða í tengslum við fjárlagagerð. vandann að miklu leyti? Nú eru botnfiskveiðar og vinnsla rekin með 6% tapi, en samkvæmt tillögum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks myndi tapreksturinn minnka í 1%, þó að mismunandi leiðir séu famar til að rétta hallann af. Framsókn vill nota miklar millifærslur, en Sjálf8tæðisflokkurinn blöndu af gengisfellingu og millifærslu. Al- þýðuflokkurinn vill enga gengis- fellingu, en töluverða millifærslu, en þær aðgerðir myndu aðeins minnka halla veiða og vinnslu niður í 3 lh%. Aðgerðir Framsóknar og Sjálfstæðisflokks myndu rétta halla frystingarinnar úr 8% í engan, en Alþýðuflokkstillögumar myndu minnka hallann í 4%. í útreikningum um verðbólgu- hraða telur Þjóðhagsstofnun hann munu fara niður í um 20% í árslok, samkvæmt tillögum forsætisráð- herra, f um 10% samkvæmt tillög- um Alþýðuflokks og jafnvel enn neðar samkvæmt tillögum fram- sóknarmannj. í útreikningum með tillögum Al- þýðuflokksins er gert ráð fyrir að framfærsluvísitalan myndi hækka um 4 */2% frá ágúst til febrúar á næsta ári, eða 3-3 '/2% minna en ella. Kaupmáttarskerðing vegna launafrystingar ætti, samkvæmt þessum útreikningum, að verða V2-l%. Hallalaus fjárlög - en hvernig? Sameiginlegt í tillögum flokk- anna þriggja er áhersla á hallalaus ijárlög og að dregið verði úr erlend- um lántökum. Þetta eru hins vegar almenn markmið 0g hægt að ná þeim með mismunandi leiðum. Eftir er að sjá hvemig gengur að ná samstöðu um fjárlagagerðina. Sjálfstæðisfiokkurinn hefur lagt áherslu á að nýir skattar verði ekki settir á, en Alþýðuflokkur og Fram- sóknarflokkur vilja auka tekjuöflun, ‘í kringum 1 V2 milljarð og skera niður útgjöld á sama tíma. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins innan Alþýðuflokks eru niðurskurðartillögur flestra ráð- herra komnar skammt á veg og eins innan Sjálfstæðisflokksins, sem þyrfti að skera meira niður en íjármálaráðherra leggur til, ef ná ætti markmiðinu um enga nýja skatta. Sjálfstæðismenn óg Fram- sóknarmenn saka fjármálaráðherra aftur á móti um að vera lahgt á eftir áætlun með fjárlagagerð, þannig að umræður um leiðir að hallalausum fjárlögum séu á frum- stigi og mikil tímaþröng fyrirsján- leg. Þá er ágreiningur á milli Fram- sóknar og Alþýðuflokks um tekju- öflunarleiðir, þó að flokkamir séu nokkuð sammála um.flárhæð nýrra skatta og einstaka hugmyndir, svo sem skatt á fjármagnstekjur. Þann- ig mun hugmynd Alþýðuflokksins um kvótaskatt, sem ætti að geta gefið um 700 milljónir króna, vera talin gjörsamlega óraunhæf hjá framsóknarmönnum, sem segja sjávarútveginn ekki geta staðið undir neinum nýjum álögum. Eru engar aðgerðir bestu aðgerðirnar? Það hefur varla verið um arinað meira rætt en væntanlegar efna- hagsaðgerðir á undanfömum vik- um. Enginn skortur hefur verið á hugmyndum og rætt hefur verið um uppfærslu, niðurfærslu, milli- færslu og nú síðast bakfærslu. Það hefur hins vegar verið skortur á samstöðu um hvaða leið eigi að fara til að færa efnahagslífið í rétt horf, svo enn sem komið er hefur umræðan haft lítil áhrif önnur en þau að auðga íslenska tungu af nýjum hugtökum. Þessi pattstaða er fæstum að skapi, en Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri Verðbréfamarkaðs Iðnaðarbank- ans, heldur því fram í Morgun- blaðinu í gær að besta leiðin kunni að vera sú að gera nákvæmlega ekki neitt. Óbreytt gengi knýi fyrir- tæki til að auka aðhald í rekstri sínum, eins og hækkað gengi jap- anska jensins hafi veitt þarlendum fyrirtælqum „harðlínuaðhald" og gert þau að þeim best reknu í heimi. Niðurstaða úr samkomulagstil- raunum stjómarflokkanna ætti að liggja fyrir mjög fljótlega, jafnvel í dag eða á morgun. Hver svo sem sú niðurstaða verður er vonandi að gárungamir hafi rangt fyrir sér þegar þeir segja að eina leiðin út úr íslenska efnahagsvandanum sé með Flugleiðum. - HÓ Leið Sjálf- stæðisflokks kæmi fryst- ingu á núllið ÞJÓÐHAGSSTOFNUN hefur gert samanburð á tillögum stjórnarflokkanna í efnahags- málum á afkomu sjávarútvegs- ins. Ef tekin era'«ein^öjc svið innan sjávarútvegsi^lltur dæmið þannig . ÚJt: Samkvæmtjrilögum Sjálfstæð- isflokksins yrði afkoma frystingar-^ innar á núlli, samkvæmt tillögum Framsóknarflokksins yrði 2% halli á henni og samkvæmt tillöguiri Alþýðuflokksins 4% halli. Botnfísk- veiðar og vinnsla yrðu rekin með 1% halla samkvæmi tillögum Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknar- flokksins en 3,5% halla samkvæmt tillögum Alþýðuflojcksins. Söltun yrði rekin með 4%- hagnaði sam- kvæmt tillögum Sjálfstæðisflokks- ins, 3,5% hagnaði samkvæmt til- lögum Framsóknarflokksins og 2% hagnaði yrði leið Alþýðuflokksins farin. Ef bætt er 3% gengisfellingu við tillögur Framsóknarflokksins verð- ur sú leið hagkvæmust fyrir sjávar- útveginn. Sem dæmi má nefna að þá yrðu botnfiskveiðar- og, vinnsla rejcin með 0,5% hagnaði, fyrstingin yrði á núllinu og söltunin yrði rek- in með 5,5% hagnaði. * Með þessum útreiknipgum Þjóð- hagsstofnunar er sá fyrirvari að eingöngu era taldar með þær að- gerðir sem auðvelt er að meta. Því er m.a. ekki tekið tillit til áhrifa tillagna Framsóknar- og Alþýðu- flokks um skuldaskil. Hugmyndir Framsóknar um aðstöðugjöld: Reykjavík myndi borga 95%af 500 milljónum REYKJAVÍK þyrfti að borga rúmar 476 miiyónir króna af þeim 500 miljjónum i aðstöðu- gjöldum, sem framsóknarmenn viija að renni tíl nýrrar deildar við Framkvæmdasjóð. Þetta kemur fram í útreikningum Þjóðhagsstofnunar, en sam- kvæmt þeim myndu fjórir aðrir kaupstaðir þurfa að borga rúmar 23 milljónir króna samtals i þessa deild,.sem á að lána fyrirtækjum í útflutningsatvihnuvegunum fé með vildarkjörum. yrði þessi tillaga framsóknar- manna að veraleika myndi Njarðvík þurfa að borga tæpar 12 milljónir króna, Akureyri rúmar 6 milljónir, ísafjörður rúmar 3 milljónir og Dalvík 2,5 milljónir, miðað við álagningu aðstöðugjalda 1987-’88. Áætlað er að innheimta 600 milljón- ir árlega í 3 ár, en alls eiga 3 millj- arðar að renna í þessa nýju deild. Aðstöðugjöld á öllu landinu nema rétt tæpum 3 milljörðum króna, en í Reykjavík einni era þau 1,0 millj- arðar króna. Aðstöðugjöld á Akur- eyri eru 173 milljónir króna, í Kópa- vogi 147 milljónir 0g í Hafnarfirði tæpar 104 milljónir. Þar sem tillög- ur framsóknarmanna miðast við að aðstöðugjöld verði einungis inn- heimt þar sem þau era hæst miðað við höfðatölu myndu einungis fyrr- nefndu kaupstaðimir fimm þurfa að láta fé af hendi rakna til að lána útflutningsatvinnuvegunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.