Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1988 19 Eitt verka Gunnars Karlssonar. Giuinar Karlsson í FIM-sal LAUGARDAGINN 17. septem- ber verður opnuð sýning á verk- um eftir Gunnar Karlsson í FÍM- salnum, Garðastræti 6. Gunnar er fæddur á Helluvaði í Rangárvallasýslu 28. aprfl 1959. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1975— 1979 og við Listaakademíuna í Stokkhólmi 1980—1982. Veturinn 1983—1984 var hann styrkþegi Norrænu listamiðstöðvarinnar. Þetta er þriðja einkasýning Gunn- ars. Sýningin verður opin frá kl. 14—19 alla daga nema mánudaga og stendur til 2. október. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Fræðimannastyrkir Atlantshafsbandalagsins Atlantshafsbandalagið veitir að venju nokkra fræðimanna- styrki tíl rannsókna í aðildarríkj- um bandalagsins á háskólaárinu 1989—1990. Markmið styrkveit- inganna er að stuðia að rann- sóknum og aukinni þekkingu á málefnum er snerta Atlantshafs- Sláttur gekk vel á Ströndum Hólmavík. Slætti er almennt lokið í Stranda- sýslu og hefur heyfengur verið góð- ur, þrátt fyrir rysjótta tíð fyrri hlut- ann í ágústmánuði. Bændur á Ströndum eru flestir búnir að heyja og eru ánægðir með þann heyfeng sem kominn er í hlöður. Spretta var mjög góð í júní ogjúlí og hófst heyskapur í lok júlí. I byrjun ágúst byrjaði að rigna og hélst svo fram í miðjan mánuð. Þegar hætti að rigna gekk vel að heyja og gátu þeir sem áttu öflugustu heyvinnslu- tækin lokið við heyskap á skömmum tíma eftir það. Þeir bændur sem ekki gátu lokið við slátt í ágúst luku flestir að heyja í fyrstu \ýku septembermánaðar. Á Ströndum er hey almennt hirt i vothey, enda eru sumarmánuðimir nokkuð rakir hér um slóðir. í sumar kom því þessi bandalagið og er stefnt að útgáfu á niðurstöðum rannsóknanna. Alþjóðadeild utanríkisráðuneyt- isins veitir upplýsingar um fræði- mannastyrkinn og lætur í té um- sóknareyðublöð. Styrkimir nema nú um 215 þús. íslenskum krónum (180 ús. belgísk- um frönkum) og er ætlast til að unnið verði að rannsóknum á tíma- bilinu frá maí 1989 til ársloka 1990. Einnig er greiddur nauðsynlegur ferðakostnaður, en gert er ráð fyrir að rannsóknir geti farið fram í fleiri en einu ríki Atlantshafsbandalags- ins. Styrkimir skulu að jafnaði veittir háskólamenntuðu fólki. Styrkþeg- um ber að skila lokaskýrslu um rannsóknir sínar á ensku eða frönsku til alþjóðadeildar utanríkis- ráðuneytisins fyrir árslok 1990. Umsóknir um fræðimannastyrki Atlantshafsbandalagsins skulu ber- ast til alþjóðadeildar utanríkisráðu- neytisins eigi síðar en 15. desember 1988. (Fréttatilkynning) Það er ekki lengur ímyndun eða von, það er raunverulegt og það er hér. Þú getur fengið að snerta, sjá og heyra og þú átt eftir að verða vitni að því hvernig það á eftir að hrista upp íslensku tónlistariífi og hressa alla al- vöru rokkara. Gildran verður á eftirtöldum stöðum í sept. - okt. Zeppelin...................föstud.16. sept. Zeppelin.................Iaugard.17.sept. Hlégarði Mosfellsbæ....fimmtud. 22. sept. HótelBorg..............fimmtud. 29. sept. ZebraAkureyri...........föstud. 30. sept. ZebraAkureyri...............laugard. I.okt. Fjölbraut Vesturlands Akranesi... föstud. 7. okt. Duggunni Þorlákshöfn........laugard. 8. okt. Lækjartungli..............fimmtud. 20. okt. Hugarfóstur á plötu - kassettu og geisladiski í næstu viku. GILDRAN Gildran er einhver kraftmesta og besta rokksveit sem komið hefur fram hér á landi. Þið sáuð þá „í sumarskapi“ á Stöð 2 sl. föstudag og um helgina halda þeir útgáfutónleika til kynningar á „Hug- arfóstri" í „Zeppelin“. þeir verða síðan á fleygiferð um landið þvert og endilangt. Vertu viðbúinn og láttu þig ekki vanta. SKAL ☆ STEINAR HF ☆ I DAG OG NÆSTU DAGA OPNUM VIÐ UPP Á GÁTT FYRIRINNLAUSN HUGAR- FÓSTUR aðferð við heyverkun sér vel, sem endranær. — BRS Ljóðalestur undir pils- faldinum SPARISKIRTEINA RIKISSJOÐS. FLOKKAR 1973 - 1B OG 1974 -1 ERU Á SÍÐASTA GJALDDAGA 15. SEPTEMBER 1988. SUNNUDAGINN 18. september kl. 21 munu fimm skáld lesa upp úr verkum sinum i galleri Undir Pilsfaldinum sem er til húsa i Hlaðvarpanum Vesturgötu 3. Á undan upplestri skáldanna mun Geir Viðar Vilhjálmsson sál- fræðingur halda fyrirlestur. Skáldin eru Bjarni Bemharður Bjamason sem mun lesa upp úr nýrri bók sinni er nefnist „Brjálaða plánetan". Þorri Jóhannsson kynnir nokkur ný ljóð. Sigurberg Bragi les einnig ljóð eftir sig og Sigurður Jóhannsson sem ekki hefur komið fram í mörg ár. Og að lokum les Pálmi Öm Guðmundsson sem kunnur er af fjölda bóka sinna. Sum þessara skálda hafa ekki komið fram opin- berlega í íjölda ára. Allir em vel- komnir. VERIÐ VELKOMIN! PLÚS: Allir eigendur spariskírteina sem innleysa þau í þjónustumiðstöð VIB njóta góðs af septembertilboði okkar! ® VELKOMIN í NÝJU ^ ÞJÓNUSTUMIÐSTOÐINA FYRIR EIGENDUR SPARISKÍRTEINA í REYKJAVÍK VIB SEPTEMBERTILBOÐ! 1. Sérstakur verðbréfareikn- ingur þér að kostnaðarlausu... 2. Átta síðna mánaðarfréttir... 3. Og sérstakur ráðgjafi sem veitir þér persónulega þjónustu. VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF Ármúli 7, 108 Reykjavík, Sími 68 15 30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.