Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐH) ÍÞRÓTTIR FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1988 VETRAROLYMPIULEIKARNIR 1994 Fyrstu „gullverðlaun IMorðmanna í Seoul u Geysilegurfögnuður braust út í Lillehammer þegar bærinn hafði fengið vetrarólympíuleikanna í ALLAIM gœrdag ríkti þjóðhá tíðarstemmning í Lillehammer, sem er 22.000 manna bœr í Guðbrandsdal í Noregi, eftir að tílkynnt var að vetrar- ólympíuleikarnir fœru f ram í bœnum 1994. Lúðrasveit spil- aði á ráðhústorginu í bœnum, fólk dansaði, faðmaði hvert annað, fánar voru dregnir að húni og margir felldu tár. Formaður norsku ólympíu- nefndarinnar Jan Gudbrands- en sagði eftir valið að hann þakk- aði .fyrst og fremst framkomu forsetisráðherra Noregs, Gro Harl- em Brudtland, að draumur þessi varð að veruleika. Frá Erlingi Jóhannssyni ÍNoregi Hún dvaldi einungis einn sólar- hring í Seoul, en að mati margra var það nóg. Haft var í flimtingum að stundvísi hennar við morgun- verðarborðið á þriðjudagsmorgun í Seoul, . með forseta alþjóða ólympíunefndarinnar Juan An- tonio Samaranch, hafi ráðið úrslit- um, en þá kom sænski konungur- inn tuttugu mínútum of seint. „Stórkostlegt" Lillehammer sótti líka um vetr- arólympíuleikana 1992, en þá hlaut franska borgin Albertville hnossið. Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs, sagði eftir atkvæðagreiðsluna: „Þetta er stórkostlegt! Ákvörðun Ólympíunefndarinnar felur í sér mikla áskorun og er stórt tæki- færi fýrir Noreg til þess að afla sér sess í heimi vetraríþrótta. Iillehammer hefur nú tækifæri á að verða miðstöð vetraríþrótta í Skandinavíu." Svfar vonsvlknlr Að sjálfsögðu voru vonbrigði Svía mikil því að þeir höfðu næsta víst „ákveðið" að Östersund fengi leikana. Þeir hafa á engan hátt tekið ósigrinum karlmannlega, en þess í stað sakað Norðmenn um að hafa haft brögð í tafli. Hefur þetta óneitanlega skyggt á þjóð- hátíðarstemmninguna sem rýkt hefur í Lillehammer. Þetta varður annað sinn sem vetrarólympíuleikarnir fara fram á Norðurlöndum. Áður fóru þeir fram í Oslo í Noregi 1952. Næstu vetrarleikar fara fram í Albert- ville í Frakklandi 1992. tilkynntvarað 1994. Spennandl atkvaaðagreiðsla Fjórar borgir sóttu um að halda vetrarólympíuleikana 1994, Sofia í Búlgaríu, Anchorage í Alaska, Östersund í Svíþjóð og Lilleham- mer í Noregi. Atkvæðagreiðslan var mjög spennandi og fóru fram þrjár umferðir. í fyrstu umferð datt Sofia út, fékk aðeins 17 atkvæði. Lillehammer fékk flest og Anc- horage í öðru. í annari umferð sigraði Östersund með 33 gegn 30 atkvæðum Lillehamer sem varð í öðru sæti. Anchorage féll út með aðeins 22 atkvæði. I þriðju og síðustu umferð var kosið milli Ostersund og Lillehammer og þar hafði Lillehammer betur, 45 gegn 39. FOLK ¦ CARL Lewis sagði við kom- una til Seoul í gær að Ben Jo- hnson kæmi aldrei til með að sigra hann í 100 m hlaupi. Lewis, sem vann fern gullverðlaun á Ólympíu- leikvanginum í Los Angeles, mun reyna allt til að endurtaka leikinn frá því í Los Angeles. Síðast þegar Lewis og Johnson mættust í Ziirich í Sviss í síðasta mánuði sigraði Lewis. Þeir hafa 15 sinnum háð keppni og hefur Lewis unnið 9 á móti 6. Johnson á þó heimsmet- ið sem, er 9,83 sek og var sett á heimsmeistaramótinu í Róm í fyrra. ¦ SUÐUR-Kóreumenn fá veg- legan bónus ef þeim tekst að vinna ; ólympíumeistaratitilinn í knatt- spyrnu. Sigurinn mundi gefa þeim 14.000 dollara á mann og nýjan sportbfl. Þeir hafa góðu liöi á að skipa og eru 10 leikmenn þeirra sem tóku þátt í úrslitum heimsmeistara- keppninnar í Mexikó 1986. Lið Brasilíu og Sovétmanna eru þó talinn sigurstranglegust. ¦ STEFAN Edberg er talinn nokkuð öruggur um sigur í tennis- keppninni á Ólympíuleikunum. Mats Wilander og Boris Becker hafa hætt við keppni og Edberg verður því eina „stjarrían" sem mætir til leiks í Seoul. Edberg sigr- aði á Ólympíuleikunum í Los Ange- ,?les fyrir fjórum árum, en þá var tennis aðeins sýningargrein. Helsti Reuler Carl Lewls á æfingu í Seoul i gær. Hann virðist kunna vel við sig á staðn- um, og sagði við komuna þangað að Ben Johnson kæmi aldrei til með að sigra hann ( 100 m hlaupi framar. keppinautur Edberg verður líklega Tékkinn Miloslav Mecir sem er f 10. sæti á heimslistanum. ¦ SVO GÆTI faríð að þremur ísraelsmönnum yrði vikið úr hnefaleikakeppni ÓL vegna ferðar til Suður-Afriku. Alþjóðlega hnefaleikasambandið hefur skrifað ísralska hnefaleikasambandinu bréf og spurt hvort sambandið hafi sent lið til Suður-Afríku og þar með brotið lög alþjóðasambandsins. ísraelsmenn hafa átta daga til að svara þessu bréfi og ef svarið er jákvætt verður ísraelsmönnunum vikið úr keppni. Reiknað er með 450 keppendum í hnefaleikum og er það met. GOLF / HM AHUGAMANNA íslendingar í 33.-34. sæti eftir fyrsta dag Islenzka sveitin í golfí er í 33.-34. sæti eftir einn dag í heimsmeist- arakeppni sveita áhugamanna í golfi, sem fer nú fram i Stokk- hómi. íslenzka sveitin hefur leikið á 244 höggum. Fjórir eru í hverri sveit og gildir árangur þeirra þriggja beztu á hverjum degi. Sveinn Sigurbergsson lék bezt íslenzku kylfmganna í gær eða á 80 höggum. Hilmar Björgvinsson lék á 81 höggi en Sigurður Sigurðsson á 83. Björn Knútsson lék á 90 höggum og hans högg komu því ekki inn í samtöluna hjá íslenzku sveitinni í gær. Svíar stóðu sig vel á heimavelli í gær. Þeirra sveit lék á 214 högg- um og virðist líkleg til að vinna Eisenhowerbikarinn, sem keppt er um. Bandaríkjamenn, sem eru núverandi meistarar, eru í öðru sæti með 219 högg en Englendingar koma á hæla þeirra með 220 högg. HANDBOLTI / KVENNALANDSLIÐ Aldrei spurning ÍSLENZKA kvennalandsliðið í handknattleik sigraði spœnska landsliðið örugglega í vináttu- landsleik liðanna í Vestmanna- eyjum ígœrkvöldi. Leíkurinn var að vísu nokkuð sveiflu- . kenndur en þœr spœnsku voru mun slakari aðilinn í leiknum. Lítið var skorað úr Iangskotum í leiknum og komu mörkin eink- um úr hornunum, af línu og úr vítum. íslenzka vörnin var firna- sterk lengst af en gaf þó nokkuð eftir á köflum í leiknum. Spænska liðið var oft mjög ráðleysis- legt í sókninni og markvarzlan í molum. Kristín Pétursdóttir og Katrín Frá Sigfúsi Gunnarí Guðmundssyni íEyjum lslai\d-Spánn 19 : 13 fþróttahúsið 1 Vestmannaejrjum. Vin- áttulandsleikur i handknattleik kvenna, fimmtudaginn 15. september. Gangur leiksins: 4:0, 4:2, 5:2, 5:3, 10:3,10:7,11:7,11:8,12:8,12:9,16:9, 16:10, 18:10, 18:13, 19:13. Mörk íslands: Guðrfður Guðjónsdóttir 5/4, Katrín Friðriksen 4, Kristfn Pét- ursdðttir 3, Guðný Gunnsteinsdóttir 2, Margrét Theodorsdóttir 2/1, Svava Baldvinsdóttir 1, Erna Luðvíksdóttir 1, Andrea Atladóttir 1/1. Varín skot: Kolbrún Jðhannsdóttir, 3 og Halla Geirsdóttir 7. Mörk Spánar: Hernandez 4, Santa Marfa 3, Arquer 3/1, Cedres 1, Ugart- emendia 1, Martin 1. Dómarar: Hákon Sigurjðnsson og Guðjón L. Sigurðsson. Friðriksen áttu góðan leik í hornun- um. Guðríður Guðjónsdóttir var mjög ógnandi í leiknum. Guðný Gunnsteinsdóttir byrjaði vel en dal- aði sfðan. Halla Geirsdóttir varði markið vel í seinni hálfleik. OLYMPÍULEIKAR / VEISLUHOLD Glæsilegt bod ól- ympíunefndar Seoul „ÉG býð ykkur hjartanlega vel- komna til Seoul. Það er mór sönn ánœgja að þið eruð komnir hingað. Þið eruð tengi- liður okkar tll heimsins og án ykkar vœru Ólympíuleikarnir fátœkari," sagði Park She-Jik, forseti undirbúningsnefndar Ólympíuleikanna í Seoul, þegar hann ávarpaði f róttamenn f kvöldverðarboði í „Grand Cela- don Ballroom" í Intercontinen- tal hótelinu í miðborg Seoul f gœrkvöldi. Þetta er hrein höll. Glæsilegur staður og listilega byggður," sagði Gísli Halldórsson, arkitekt og forseti ólympíunefndar íslands, sem var í boðinu ásamt Braga Kristjáns- syni, ólympíunefnd- armanni. Boðið var upp á glæsileg dansatriði í veislunni, sem var kölluð „Korea-night" og þá fór fram stórkostleg tískusýning, sem 60 stúlkur tóku þátt í. Við Morgun- SigmundurÓ. Steinarsson skrifarfrá Seoul blaðsmenn, sem höfum fram til þessa látið okkur vanta á tískusýn- ingar, verðum jafnvel fastagestir á tískusýningum í framtíðinni, ef þær eru allar eins og boðið var uppá í gærkvöldi. Það var ekki nóg að fötin væru glæsileg, heldur var tján- ing stúlknanna það listræn, að það var eins og Bolshoj-balletflokkurinn frá Moskvu væri farinn að sýna föt. Sýningin vakti mikla hrifningu rúmlega 1000 fréttamanna, sem mættu á staðinn. Þegar sýningunni lauk gengu allar stúlkurnar fram á sviðið og var þeim klappað lof í lófa. Stúlkurnar þökkuðu móttök- urnar og klöppuðu á móti. Flestir blaðamennirnir fóru til veislunnar með langferðabifreiðum frá blaðamannaþorpinu og í fylgd lögreglumanna, sem óku á undan rútunum á mótorhjólum með blikk- andi ljósum. Þess má geta að boðið var upp á hlaðborð í veislunni, sem hafði að geyma mikið úrval af köldum og heitum réttum, ásamt listilega skreyttu konfekti. Haukur Bragason. FOLK ¦ HAUKUR Bragasoa, mark- vörður 1. deildarliðs KA í knatt- spyrnu, leikur ekki meira með liðinu í sumar. Liðþófi rifnaði í hné hans og hefur hann farið í skurðaðgerð vegna þessa. Varamarkvörður liðs- ins Jónas Guðjónsson er einnig meiddur og þriðji markvörður KA- manna, Torfi Halldórsson er illa fjarri góðu gamni, a.m.k. hvað knattspyrnuna varðar, því hann er á skólaferðalagi erlendis. í marki KA í leiknum gegn ÍA á Akranesi á laugardag stendur því væntanlega Ægir Ðagsson, 16 ára drengja- landsliðsmaður, sem enn leikur í 3. flokki. MLEE Chapman, sem seldur var frá Sheffield Wednesday til franska liðsins Niort í sumar, er á leiðinni til Englands aftur. Hann var seldur til Niort á 300.000 pund en nú segist Niort ekki geta greitt alla þá upphæð. Notting- ham Forest og Derby hafa bæði sýnt Chapman áhuga. ¦ EDDIE May, sem hætti ný- lega þjálfun hjá 2. deildarliði KS, hefur verið ráðinn aðstoðarfram- kvæmdastjóri enska 4. deildarliðs- ins Lincoln. ¦ ALEX Ferguson, fram- kvæmdastjóri hjá Manchester Un- ited, horfði á landsleik Skota og Norðmanna nýverið og fylgdist grannt með Norðmanninum Rune Bratseth, sem leikur með Werder Bremen. Ferguson vill óður og uppvægur fá hann í vörnina í stað Paul McGraths, sem er farinn frá United. Ferguson hefur líka ennþá áhuga á Mal Donaghy, þrátt fyrir að Luton hafi fyrir skömmu hafnað 350 þúsund punda tilboði í hann frá United. FráBob Hennessy íEnglandi BADMINTON íslendingar dæma víða Iblaðinu í gær var greint frá því að Haraldur Kornelíusson væri nú að dæma f Evrópu- keppni félagsliða í Moskvu. Því má bæta við framundan eru einnig eftirfarandi mót þar sem fslenskir badmintondómarar munu dæma: Norðurlanda- meistaramótið í Helsingfors 19.-20. nóvember 1988, Helvet- ia Cup í Búdapest í Ungverjal- andi 19.-22. janúar 1989, Evr- ópukeppni unglinga í Manc- hester á Englandi 26. mars til 2. apríl 1989. „Með þessu sést. að íslenskir badmintondómarar eru orðnir gjaldgengir á stór- mótum erlendis og er þetta mjög ánægjuleg þróun," sagði Rafn Viggósson, formaður dómara- nefndar Badmintonsanmbands íslands, í samtali við Morgun- blaðið.