Morgunblaðið - 06.11.1988, Síða 7

Morgunblaðið - 06.11.1988, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1988 C 7 \ „Humm, það eru margar auglýslngar (þessu blaði. ..“ („Stereo-graejur" Benna gluggahreinsara eru í plastpokanum til vinstri.) voru tóm hús sem hver sem var gat flutt inn í en slíkt er ekki hægt núna. Þar var hægt að koma upp smá samfélagi sem var valkostur við stóra samfélagið en það var ekkert erið að hugsa um byltingu eða hústöku og allt það. Við vorum ekki með neinar hippahugmyndir. A þeim tíma sem hippabylgjan reis sem hæst var ég herraklipptur kennaraskólastúdent. Ég bjó ann- ars staðar í bænum og hafði ekkert með hippana að gera. Þegar ég byrjaði að spila var hippatíminn í ýmsum félagslegum málum, þekkt- asta dæmið er sjálfsagt þegar þið félagarnir í Cirkus Himmelblu blön- duðu ykkur í deilu hústökufólks og yfirvalda. Það var nú ekki vegna þess að ég hef einhver áhrif sem slíkur, ég hafði bara peninga. Það eru margar ástæður fyrir því að við blönduðum okkur í málið, en aðalástæðan var sú ... við vorum í Noregi þá og lásum í blöðunum að hústökufólk og lögreglan stæðu augliti til auglit- is við Ryesgötu í fullum herklæðum, og við hugsuðum með okkur að ef enginn kemur til skjalanna og gerir ekki neitt, sitja bara og tala um efnahagsmál og vita ekkert um hvað er að gerast á götunni eða vilja ekki sjá það. — Og við hugsuð- um sem sagt; Ókei, nú hafa stjóm- völd skapað ástand og eru sjálf fjar- verandi og þama standa lögreglu- menn sem enga sök eiga að máli og þama stendur hópur af ungu fólki, sem á hvergi heima og það hefur heldur ekki skapað þetta ástand. Þá verða utanaðkomandi aðilar að mæta á svæðið og afstýra átökum. Og hvað gerir maður þeg- ar tveir hundar standa urrandi hvor framan í annan? Jú, maður fleygir beinum á milli þeirra. I okkar sam- félagi em peningar beinin, og við áttum fullt af peningum, höfðum gert vinsæla kvikmynd og grætt stórfé á Cirkus Himmelblu og þess- ir peningar lágu bara einhversstað- ar í kassa, — svo við sögðum: Hei, við kaupum húsið og gefum það þessu heimilislausa fólki. Ekki vegna þess að við séum svo hrifnir af hústökufólkinu, heldur vegna þess að haldi þessu áfram sitjum við uppi með hriðjuverkamenn á götunum eftir nokkur ár. Og það gengur ekki. En það vom serh sagt peningarnir sem skiptu máli. Ef við hefðum mætt eingöngu í krafti þess að við emm frægir popparar og reynt að fá fólk til að ræða málin af skynsemi hefði verið pmmpað á okkur. Svona er þetta, því miður. The New Got of Soxiety: Mammon, sem er afskaplega fátækur guð. Það er mikið talað um ’68 kyn- slóðina um þessar mundir. Þú til- heyrir henni. Hvað finnst þér? Pæli ekki í því. Allt þetta tal um kynslóðir er eitthvað sem pressan hefur búið til og Who, hann grópur loftgítarinn og syngur: Talking ’bo- ut my generation. Djöfull var það gott lag ... Já, en lífsspekin o.s.frv. þess tíma er varla tilbúningur blaðamanna? Nei, reyndar ekki og ef við eigum að tala um hana, já, það var margt gott í henni og er enn. En það er bara svo pirrandi allt tal um ’68 kynslóðina. Þetta er eins og þegar talað er um endurreisnina sem tók við af hinum myrku miðöldum, sem er ekkert víst að hafi verið neitt myrkari en aðrar. Og þegar allt fór á fleygiferð eftir síðustu heimsstyij- öld þá varþað eins konar endurreisn sem skilaði af sér meðal annars þessar ágætu speki á sjöunda ára- tugnum, sem var í rauninni gömul austurlensk speki og Jesú í nýjum fötum. En ég stóð fyrir utan þetta allt saman. Var Gasolin ekki hippaband? Nei, alls ekki. Ég held því meira að segja fram að Gasolin hafi verið fyrsta danska hljómsveitin sem kom fram beinlínis í andstöðu við hippa- músíkina, sem okkur þótti orðin svo óekta. Við vorum hrein og klár popphljómsveit. En hljómsveitin varð til í Kristj- ánshöfn á Sófíugarðinum sem var eða margir halda því að minnsta kosti fram, undanfari Kristjaníu? Nei, nei. Við áttum engan þátt í Kristjaníu. Kristjánshöfn var upp úr miðjum sjöunda áratugnum stað- ur fyrir þá sem vildu standa fyrir utan borgarlegt samfélag, að svo miklu leysi sem það er hægt. Þar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.