Morgunblaðið - 06.11.1988, Síða 8
8 C
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1988
'0.1 t
I
rauninni liðinn, þótt einhver endu-
rómur lægi í loftinu en þetta var
búið spil. Fyrirmyndir mínar voru
Elvis Presley og félagar, ekki Grat-
eful Dead eða Jefferson Airplane.
Mér þóttu Bítlarnir góðir fram ítil
’67 og Rolling Stones en sýrumúsík-
in höfðaði ekki til mín.
Þú hefur þá ekkert verið í dópkúl-
túmum?
Nei, ja ég hef nokkrum sinnum
reykt gras og hass eins og flestir,
en aldrei notað sterkari efni. Mér
dytti aldrei í hug að fá mér LSD
eða eitthvað í þeim dúr. Þannig að
burtséð frá háleitum hugmyndum
sem falla mér í geð var ég aidrei
hrifinn af hippatíman-
um. Þá var til dæmis
í tísku að gefa skít í
foreldra sína og ég
skildi ekki hvaða til-
gangi það þjónaði. Eg
hef alltaf verið góður
vinur mömmu og móðurafi minn,
sem sagði mér sögur, ég elskaði
hann. Og við höfum ekkert að gera
með kynslóðabil í tónlistinni. Eg
meina Mozart var líka góður.
. Ert þú ekki einmitt oft gagnrýnd-
ur af yngri kollegum um að vera
staðnaður í iðnaðarpoppi o.s.frv.?
Jú, jú, oft og mörgum sinnum,
en það fer bara beint í gegn. Eg
hlusta ekki á svoleiðis. En ef það
kemur einhver til mín og segir:
Heyrðu, þetta lag er ekki nógu
gott hjá þér og færir rök fyirr
máli sínu þá hlusta ég og hugsa
minn gang.
Hefurðu ekki verið í erfiðri að-
stöðu efti Midt om natter, sem er
mest selda platan í Danmörku hing-
að til. Er ekki verið að kreíjat af
þér að endurtaka hana aftur og
aftur?
Nei, ég þarf ekki að gera neittr
sem ég vil ekki. Það sem krafist
er af mér, og eins og ég sagði þá
er það fyrst og fremst ég sjálfur
sem set þau skilyrði, er að ég sé
sannur í því sem ég geri. En það
er erfitt því hið sanna, ekta eða
hvaða sem við eigum að kalla þetta,
breytist stöðugt. En er um leið allt-
af það saman. Inntakið í tónlistinni
er alltaf eins en umgjörðin er sífellt
að breytast og það krefst mikiliar
vinnu að endurskapa inntakið, hið
sanna, án þess það brenglist. Vel-
gengnin sem slík setur mig ekki í
neina pressu og þetta snýst ekki
um að halda sér á toppnum eða
eitthvað svoleiðis. Sú velgengni sem
ég þarfnast er að einhverjir nenni
að hlusta á mig þannig að ég geti
farið út og spiiað og þénað nóg til
að eiga fyrir mjólk í kaffið og brauð-
sneið með. Allt hitt er aukaatriði.
Og mér er ekki sagt fyrir verkum
af hljómplötufyrirtækinu sem gefur
út plöturnar mínar, eins og maður
heyrir stundum haldið fram. Þeir
sem stjórna því eru auðvitað stilltir
inn á að plötumar eigi að seljast
en þeir eru líka mjög metnaðarfull-
ir listrænt séð um að það sem þeir
gefa út sé gott. Besta poppið er
bæði listrænt og selst vel. Það sem
á eingöngu að vera listrænt er oft-
ast jafn leiðinlegt og það sem á
bara að seljast. En í þessari blöndu
verður hið listræna að hafa yfir-
höndina í þeim skilningi að áherslan
sé lögð á tónlistina tónlistarinnar
vegna, að hún sé sönn. Ef tilgang-
urinn er ekki heiðarlegur eru pen-
ingamir einskis virði. Ef ég geri
plötu sem ég er ekki ánægður með
sjálfur, finnst ekki hafa verið unnin
eins vel og hægt hefði verið og hún
verður smellur, þá líður mér ekki
vel.
Hefurðu upplifað það?
Já, ég var ekki ánægður með
Midt om natten. Það var eitthvað
sem ég vildi með þeirri plötu sem
mér fannst ekki komast til skila.
Hún var unnin í miklu stressi. Við
vomm líka að gera kvikmynd þar
sem lögin vom notuð og platan
átti að koma út þremur mánuðum
á undan fmmsýningunni. Ef þú
skoðar listann yfir hljóðfæraleikar-
ana sem spila á plötunni sérðu _að
þeir em hátt í þijátíu talsins. Eg
var alltaf að reka spilara heim,
fannst allt ómögulegt. Batteríið var
líka svo stórt vegna kvikmyndarinn-
ar að ég réði ekki við að stjórna
öllu saman einn og varð á endanum
að skila af mér plötu sem ég var
ekki sáttur við. Svo kom hún út og
seldist og seldist og seldist og ég
sat bara heima og var steinhissa á
öllu saman. Eg er miklu ánægðari
með þær tvær plötur sem ég hef
sent frá mér síðan. Forklædt som
voksen og Ymmi Yummi; á þeim
fínnst mér það skila sér betur sem
ég var að leita eftir. Og svo kemur
til mín fólk og segir að þær séu
ekki eins góðar og Midt om natten.
Já, svona er nú tilveran skfytin.
Midt om natten er fyrsta platan
þín eftir misheppnaða ferð til New
York, þar sem þú reyndir að kom-
„Jú, Mezzaforte auðvitad,
en þeir segja mér ekki neitt.
þeir spila það sem ég er
vanur að kalla kaff imúsík “
ast inn í alþjóðlegan markað, verða
heimsfrægur.
Já, ég viðurkenni alveg að mig
langaði mikið til þess þá. En nú er
mér alveg sama. Ég læknaðist af
heimsfrægðarórunum þama í New
York. En þetta var ekki bara spum-
ing um að verða endilega popp-
stjama á heimsmælikvarða. Dan-
mörk er lítið land á heimskortinu
og þrátt fyrir að manni bjóðist ann-
að slagið að spila í Skandinavíu, já
og á Islandi, þá er ekki lengi verið
að gera allt sem hægt er að gera
á þessum markaði, ef maður á ann-
að borð nær vinsældum. Svo það
var líka löngunin til að prófa eitt-
hvað nýtt sem réði því að ég fór
að syngja lögin mín á ensku og
reyna að komast út að spila fyrir
aðra en Norður-
landabúa. Þetta byij-
aði reyndar á meðan
ég var í Gasoiin. Við
fómm líka til
Ameríku. En svo rann
það upp fyrir mér að
þetta væri ekki svona
einfalt. Það var ekki nóg að hafa
bara textana á ensku, tónlistin varð
líka að vera amerísk. Og þar sem
ég vildi bara gera mína eigin hluti,
ekki kópíera ameríska músík, var
ekki um annað að ræða en fara
heim.
Svekktur?
Nei, á því augnabliki sem ég sá
að þetta myndi aldrei ganga hafði
ég þroskast nógu mikið til að vera
ekki svekktur. Þegar ég var að
reyna að fá botn í það fyrir sjálfan
I
mig hvers vegna Midt om natten
hitti svo vel í mark hér heima í
Danmörku þrátt fyrir allt, og hvers
vegna mér fannst svona erfitt að
vinna hana, skildist mér að sterk-
ustu tilfinningamar sem liggja að
baki hennar, þótt ég gerði mér ekki
grein fyrir því, eru einmitt bullandi
heimþrá og svo léttirinn yfir því að
vera kominn heim. Ég hafði búið í
þijú ár í New York og saknaði
heimahgaanna, tungumálsins,
menningarinnar, uppsprettu alls
þess sem ég er og geri.
Ætlarðu þá ekki að reyna aftur?
Nei, ef fólk úti í heimi vill fá
mig til að spila fyrir sig verður það
að hlusta á mig á dönsku.
Ég veit vel að ég ber ábyrgð,
en hún felst I því að gera
það sem ég geri eins vel og
ég get.. .
Fleiri kvikmyndir?
Já, ef ég setti niður á nógu góða
dönsku. Annars get ég sagt þér
hvað mig langar mest til að gera,
það sem ég hef brotið heilann um
lengi, en veit ekki enn hvemig ég
á að fara að því að framkvæma.
Það er einhvers konar blanda af
söngleik og hefðbundnum hljóm-
| leikum. Að geta sagt sögu, en samt
|tekið inn þær óvæntu uppákomur
sem fylgja venjulegum hljómleik-
um. Sjáðu til, þegar ég fer núna á
sviðið er ég alltaf ég sjálfur og ef
einhver í salnum hrópar: Spilaðu
Susan himmelblu, þá get ég annað
hvort sagt viðkomandi að fara í
rass og rófu eða spilað lagið. Ef
ég kæmi inn á sviðið sem persóna
í söngleik og væri beðinn um að
spila Susan himmelblu gæti ég ekk-
ert gert því ef ég svaraði myndi
blekkingin hrynja. Það seny mig
langar sem sagt til að geta gert
er að koma á sviðið og segja sögu
þar sem ég er hvoru tveggja í senn
persóna í sögunni og ég sjálfur,
þannig að það væri hægt að spila
eða spila ekki óskalög án þess að
rústa sögunni.
Ertu farinn að hugsa um næstu
plötu?
Nei, það geri ég aldrei. Þær koma
bara af sjálfu sér. Ég erekki samn-
ingsbundinn um að gera eina plötu
á ári eða neitt svoleiðis. Ég fer
bara í stúdíóið þegar mér hentar
og svo þegar komið er efni á heila
plötu, þá tala ég við hljómplötufyrir-
tækið.
Sækir þú innblásturinn í eitthvað
sérstakt?
Nei, þetta er barta þú veist
„down the river of life“ og svo er
eitthvað á bakkanum sem vekur
athygli mannsi. Við ferðumst mikið
og það er alltaf eitthvað sem kemur
upp á og mann langar til að koma
frá sér lagi og texta. Stundum ger-
ist ekki neitt og þá lifir maður bara,
andar...
Heilsubót og skemmtun
í skammdeginu
COSTA DEL SOL
Sérstök jólaferð með íslenskum fararstjóra.
Dvalið verður á hinu glæsilega hóteli
SUNSET BEACH CLUB.
Sundlaugar úti og inni, góð sólbaðsaðstaða,
heilsurækt, nuddpottar, kjörbúð, þvottahús,
golfvöllur og góðir veitingastaðir.
Hér er svo sannarlega hægt að^-^^^A
njótalífsins í skamm- r^vetð
deginu. \ 39^5^^^^
Innifaliö er flug og akstur til
og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn
og gisting.
Brottfarir um London:
28.nóv., 19.des. (jólaferð 22 dagar), 2., 16.
og 30.jan., 13. og 27.feb. og 20.mars
(páskaferð 11 dagar).
Brottfarir um Amsterdam:
^28. nóv., 19. des. (jólaferð
23 dagar), 16.jan.,
13. feb. og 13. mars (páskaferð 16 dagar).
Dvalarlengd fer eftir óskum hvers og eins (3
vikur til 2 mánuðir), nema í jóla- og
páskaferð.
KYPUR
Sérstök jólaferð. Kýpur sló svo
sannarlega í gegn sem sólarstaður í sumar.
En að vetri til er Kýpur ékki síðri heim
að sækja. Og það er tekið vel á móti þér, því
Kýpurbúum er gestrisni í blóð borin.
Fyrsta flokks íbúðahótel og góðir veitinga-
staðir, mikil náttúrufegurð, fornar minjar og
síðast en ekki síst er loftslagið milt og verð-
lagið lágt.
Umboðsmaður Sögu veitir farþegum alla
fyrirgreiðslu sem þeir þurfa
á að halda.
Innifalið er flug og akstur til
og frá flugvelli erlendis, gisting'
1 nótt í Amsterdam, aðstoð umboðsmanns Sögu
á Kýpur og gisting.
Brottfarir um Amsterdam:
2. og 16. des. (jólaferð 23 dagar), 20. jan., 17.
feb., 10. og 17. mars (páskaferð 16 dagar).
Dvalarlengd fer eftir óskum hvers og eins (1
vika til 4 mánuðir), nema í jóla- og páskaferð.
FERDASKRIFSTOFAN
Raðgreiðslur
Suöurgötu 7
S. 624040
essemm/siA 21.45