Morgunblaðið - 06.11.1988, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 06.11.1988, Qupperneq 10
10 c f*m 'm SPfáfi.jfSí ffk PJf *_ MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1988 í K r i n g I u n n i opið alla sunnudaga til kl 21.00. % ISHOLUN ís- og ísréttir Jarlínn • V B I T I N 6 A S r O F A • Hamborgararogpítur Frábærar pizzur RETTIR Kaffi.kakóog heitarvöfflur Mexíkanskur matur og kjúklingar Indó-kínverskur matur -alltsem þú vilt- Ath. Allir krakkarfá blöðrur LÆKNISFRÆDI/£rAr læknavsíndin ung ad árum? Röntgenmynd af heilbrigðum lungum, tekin með tækni sem uppgötvuð var árið 1895. Litið umöxl Læknislist er ævagömul en læknavísindi kornung. Þannig kemst bandaríski læknirinn Lewis Thomas að orði í bók sem heitir „Yngstu vísindin“ og kom út fyrir fimm árum þegar höfundurinn stóð á sjötugu. Faðir hans var önnum kafinn læknir, sinnandi sjúklingum alla daga og fékk sjald- an svefnfrið heila nótt. Drengurinn skynjaði snemma að læknisstarfið var enginn dans á rósum. Allt fram á fyrsta hluta þessarar aldar, segir hann á einum stað, átti læknis- fræðin næsta lítið skylt við vísindi. Læknar skoðuðu sjúklinga sína gaumgæfilega með augum, eyrum og höndum en höfðu lítið í höndun- um. Þeir gáfu meðul sem flest voru gagnslítil eða gagnslaus, fyrirskip- uðu bakstra og stólpípur, hug- hreystu sjúklinga og vandamenn eftir bestu getu en í reynd voru þeir öldungis ráðþrota andspænis alvar- legum og mannskæðum sjúkdómum; biðu bara eftir að batinn kæmi — eða kæmi ekki. En svo tók læknisfræðin vísindi í þjónustu sína, eða öfugt: Sjúkdóms- greining með röntgenmyndum, geislalækningar, lyf sem vinna bug á sjúkdómum, blóðgjafir við meiri- háttar slys og skurðaðgerðir, næring í æð dögum og vikum saman ef nauðsyn krefur og öndunarvélar sem fleyta mörgum sjúkum og særðum yfir örðugasta hjallann, skaffa þeim lífsandaloft uns þeir verða sjálf- bjarga á ný. Ekkert af þessu var til fyrir hundrað árum. Röntgen uppgötvaði geislana sem við hann eru kenndir árið 1895 og Curie-hjónin fundu radíum skömmu seinna. Þegar þriðj- ungur okkar aldar var liðinn komu súlfalyfin á markaðinn, síðan pen- isillínið og berklameðulin og þá stóðu læknar ekki lengur uppi með tvær hendur tómar í baráttunni við sýkl- ana. Meðferð geðsjúkra tók ótrúleg- um stakkaskiptum vegna betri lyfja en áður höfðu þekkst, speglanir innri líffæra uppluku nýjum dyrum til greiningar og meðferðar og ekki væri við hæfi að gleyma bólusetning- unum sem raunar hófust löngu fyrr eða í lok átjándu aldar með kúabólu Jenners. Nú hefur bólusóttinni verið útrýmt, einni af mörgum skæðum farsóttum sem htjáð hafa mannfólk- ið um allar aldir og jarðir. Aðrar plágur eru á hröðu undanhaldi sök- um vel skipulagðra bólusetninga og má í því sambandi nefna sem dæmi mænusótt eða lömunarveiki. Þótt margt hafi breyst til batnað- ar og mikið áunnist er næg verkefni við að glíma. Þau hrannast upp og bíða úrlausnar. Gamlir skaðvaldar leika enn lausum hala og nýjar drep- sóttir koma eins og skrattinn úr sauðarleggnum. En læknavísindin eru ung og uppfinningasöm og þjóð- ir heimsins vænta sér mikils af þeim. LÖGFRÆDI///ver er staba framseljendagagnvart inni- stœöulausum ávísunum? Gúmmítékkamir Nýlega var kveðinn upp á bæj- arþingi Reykjavíkur af Auði Þorbergsdóttur, borgardómara, dómur í tékkamáli sem vakið hefur nokkra athygli. í Tímanum þann 26. október sl. var t.a.m. frétt um hann. Af fréttinni má ráða að blaða- maðurinn hafði ekki fullkomlega á valdi sínu það sem hann vildi skila til lesenda. Lái hon- um það enginn þar sem tékkar eru ijarri því að vera eins einföld skjöl og margur hygg- ur. Það er því ómaksins vert að freista þess að skýra hvað felst í þessum dómi. Það er rétt að hafa í huga að um málið hefur ekki ver- ið ijallað í Hæstarétti. Málið var höfðað af Búnaðar- bankanum (greiðslubanka/reikn- ingsbanka) á hendur Kreditkortum hf. og krafðist bankinn greiðslu á kr. 282.560,- ásamt dráttarvöxtum og kostnaði. Kröfuna byggði bank- inn á tékka sem útgefinn var til Kreditkorta hf. af fyrirtæki, sem hafði verið úrskurðað gjaldþrota þegar málið var höfðað. Kreditkort hf. höfðu tekið við tékkanum sem greiðslu og síðan framselt Verslun- arbankanum (innlausnarbanka), sem síðan framseldi hann Búnaðar- bankanum. Tékkinn reyndist inni- stæðulaus við framvísun í Búnaðar- bankanum þann 10. ágúst 1987 og var reikningnum lokað þann 15. janúar 1988. Kreditkort hf. fengu síðan innheimtubréf frá Búnaða- bankanum í febrúar 1988 þar sem félagið var krafið um greiðslu á tékkafjárhæðinni á grundvelli fram- salsins. Þar sem Kreditkort hf. neit- uðu að greiða kröfuna var málið höfðað. Kreditkort hf. kröfðust sýknu m.a. á þeirri forsendu að Búnaðarbankinn gæti ekki talist tékkahafi í skilningi tékkalaga og gæti þess vegna ekki átt tékkakr- öfu á hendur sér sem framseljanda tékkans. Vísaði lögmaður Kredit- korta hf. aðallega til 14., 15. og 19. gr. tékkalaga nr. 94/1933. Vegna þessa bæri að sýkna stefndu af tékkakröfunni á grundvelli 2. mgr. 45. gr., sbr. 208. gr. 1. 85/1936 um meðferð einkamála í héraði, vegna aðildarskorts. í niðurstöðu dómsins kemur fram að skv. 5. mgr. 15. gr. tékkalaga gildi „framsal" Verslunarbankans til Búnaðarbankans aðeins sem kvittun fyrir móttöku fjárins, en ekki sem eiginlegt framsal. Þá kem- ur ennfremur fram að skv. 3. mgr. 15. gr. sé framsal greiðslubankans ógilt. Af þessu tvennu dregur dóm- urinn þá ályktun áð greiðslubank- inn geti ekki verið tékkahafi í skiln- ingi 19. gr. tékkalaganna, en skv. þeirri grein telst sá tékkahafi sem getur sannað rétt sinn til tékka með óslitinni röð framsala. Þar sem Búnaðarbankinn taldist ekki tékka- hafi í skilningi tékkalaga var rök- rétt framhald að líta svo á að hann ætti enga tékkakröfu, hvorki á hendur framseljendum né útgef- anda. Þegar af þessari ástæðu var Kreditkort hf. sýknað af kröfunni. Dómur þessi virðist hafa komið mörgum í opna skjöldu, einkum bankamönnum. Þegar hins vegar betur er að gáð þarf þessi niður- staða ekki að koma svo mikið á óvart. Fyrir rúmum 30 árum komst Ólafur Lárusson svo að orði um 3. mgr. og 5. mgr. 15. gr. tékkalaga í riti sínu Víxlar og tékkar bls. 126: „Báðar þessar reglur miða að því, að takmarka það, hversu lengi tékkinn er í umferð. Sé hann á annað borð til greiðslubankans kominn, á umferð hans þar með að vera lokið.“ Þetta er ein- mitt kjarni málsins. Um leið og greiðslu- bankinn, þ.e. sá banki sem tékkareikningur- inn er í, hefur greitt handhafa tékka fjár- hæð þá sem tilgreind er á honum er hlut- verki tékkans lokið. Greiðslubank- inn ber sjálfur áhættuna af því ef hann innleysir tékka sem ekki er innistæða fyrir. Ef innistæða er ekki fyrir hendi ber greiðslubankan- um að neita að taka við honum. Handhafi tékkans sem ekki fær hann greiddan í greiðslubanka á hins vegar tékkakröfu á hendur útgefanda og þeim framseljendum sem kunna að vera á undan honum. I lokin er þó rétt að benda á, að enda þótt greiðslubankinn eigi skv. þessum dómi ekki tékkakröfu á hendur útgefanda eða framseljend- um útilokar það ekki að hann eigi almenna skuldkröfu á hendur út- gefanda tékkans sem reist er á samningi milli þeirra, en um það atriði er ekki ástæða til að fjölyrða frekar á þessu stigi. Niðurstaðan skv. dómnum er sem sagt sú að svo lengi sem tékki fæst innleystur í greiðslubankanum (þ.e. þeim banka sem tékkareiking- urinn er í) þurfa framseljendur ekki að óttast þótt reikningurinn reynist síðar vera innistæðulaus. eftir Davíð Þór Björgvinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.