Morgunblaðið - 06.11.1988, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ MANIMLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1988
13 C
ÆTTFRÆÐI/Fúsk ebafrcebigreinf
Jón Baldvin, Jón Sigurðsson Steingrímur
Til skilnings og
skemmtunar
ær raddir heyrast að ætt-
fræði sé annað hvort au-
virðilegt fúsk eða þá fáfengileg
upphafíng á einstaklingnum
vegna ættar eða í þriðja lagi
hnýsni um ná-
ungann. Bent
hefur verið á að
ekki geti ætt-
fræði beinlínis
talist vísindaleg
fræðigrein eða
mikið að marka
hana þar sem
duldar skekkjur
leynist jafnan í hverri ættartölu
vegna rangfeðrana. Samt standa
ættfræðirannsóknir, ættfræðigr-
úsk og útgáfa ættfræðirita með
meiri blóma hér á landi heldur en
kannski nokkum tíma fyrr. Ekki
líður svo ár að ekki séu gefin út
eitt eða fleiri ættfræðirit og eldri
rit af því tagi em meðal eftirsótt-
ustu og dýmstu bóka á fom-
bókamarkaði. Heilt forlag í
Reykjavík (Sögusteinn) sérhæfír
sig í útgáfu ættfræði og á síðari
ámm hafa dagblöðin í auknum
mæli sinnt ættfræðiþorsta íslend-
inga, jafnvel með daglegum heils-
íðum. Minningargreinar, sem em
sennilega meðal mest lesna efnis
dagblaðanna, þjóna ekki síst þess-
um þorsta. Þar er hægt að kom-
ast að því hverra manna hinn látni
er, hveijir afkomendur og hvemig
hann tengist öðm fólki. I skólum
og námsflokkum er boðið upp á
ættfræðinámskeið og einstakling-
ar bjóða fram ættfræðiþjónustu.
Hvað veldur öllum þessum áhuga?
Svarið við því felst líklega í því
að hér á landi búa svo fáir að
„allir þekkja alla“ og auðvelt er
að rekja skyldleika á milji ein-
staklinga. Líklega em allir íslend-
ingar skyldir, a.m.k. í 10. lið. Frá
landnámstíð hefur ættin skipað
veglegan sess í þjóðfélaginu og á
liðinni tíð vom Islendingar iðnir
við að rita ættartölur. Allt frá 18.
öld hafa svo verið haldnar prests-
þjónustubækur og manntöl sem
em aðgengileg almenningi. Hér
er því tiltölulega auðvelt að rekja
ættir og ættfræðin hefur orðið
einhver vinsælust grein alþýðu-
frasða, eins konar þjóðaríþrótt ís-
lendinga.
En ættfræði er líka stunduð
sem alvarleg vísindagrein. Hún
er mikilvæg hjálpargrein fyrir
erfðafræði, læknisfræði, félags-
fræði og sagnfræði svo að nokkr-
ar greinar séu nefndar. Fámennis-
þjóðfélagið íslenska og þekking á
ættum hefur t.d. gert ísland að
kjörlandi erfðasjúkdómarann-
sókna. Undanfama áratugi hafa
ættir íslendinga verið tölvufærðar
og á gmndvelli tölvuskrár verið
rannsakaðir ættgengir sjúkdóm-
ar. Þessar rannsóknir em mikil-
vægar fyrir allan heiminn enda
hafa þær að vemlegu leyti verið
kostaðar af erlendu fé.
Erfðir skipta miklu fyrir mótun
hvers einstaklings og hann er því
eins konar summa af forfeðram
sínum. Til þess að öðlast skilning
á sjálfum sér er því nauðsynlegt
að vita hverjir standa að manni
og hvaðan hinir einstöku erfða-
þættir em komnir. Þannig gegnir
ættfræðin veigamiklu hlutverki í
sjálfsskoðun einstaklingsins og
forvitni hans um ættir sínar er
því ekki aðeins skiljanleg heldur
basði sjálfsögð og eðlileg. Deildar
meiningar em samt um það
hversu miklu hlutverki annars
vegar umhverfið og hins vegar
erfðimar skipti um mótun skap-
hafnar hvers og eins. Jafnvel þótt
niðurstaðan verði sú að umhverfíð
skipti miklu máli er ættfræðin
einnig mikilvæg til skilnings. Al-
kunna er að stjómmál leggjast í
ættir. Það þarf ekki annað en að
líta á núverandi ríkisstjóm ís-
lands. Steingrímur Hermanns-
son er ráðherrasonur og sömuleið-
is Jón Baldvin Hannibalsson.
Föðurbróðir Jóns Sigurðssonar
var einnig ráðherra. Faðir Jó-
hönnu Sigurðardóttur var þing-
maður og afí Halldórs Ásgríms-
sonar. Er þetta tilviljun? Varla.
Hinu má svo velta fyrir sér hvort
hæfileikar þessara ráðherra til
stjómmála séu arfgengir eða
áhuginn á þeim áunninn þar sem
þeir hafa verið aldir upp í um-
hverfi þar sem stjómmál vora
mikið rædd. Eða hafa þeir kannski
verið valdir til forystu vegna hinna
þekktu ættmenna sinna?
Þannig getur ættfræðin verið
brúkleg bæði til skilnings og
skemmtunar.
eftlr Guðjón
Friðriksson
HflGFRÆÐI///wr er hausttískan í
efnahagsumræbunni?
Útfærsla niðurfærslu
með uppfærslu
áfostu verðlagi
eða „raunvextir em nú mun
hærri en raungengi á verðlagi
hvers árs“. Lesandi góður, þú hefur
kannski áhyggjur af því að þú skilj-
ir ekki alveg hvað hér er átt við.
En það er engin
ástæða til þess!
Þessar setningar
gætu næstum því
hafa fallið í efna-
hagsumræðum
undanfamar vik-
ur, væm þær ekki
gjörsamlega
merkingarlausar!
Síbyljan um efnahagsvandann hef-
ur tröllriðið þjóðinni um áratuga-
skeið, en þó hefur keyrt um þver-
bak á allra síðustu vikum. Megin-
breytingin, sem orðið hefur í um-
ræðum um efnahagsmál, er að
sffellt em notuð fleiri og flóknari
hugtök, sem oft getur verið erfítt
að henda reiður á. Á stundum fínnst
sumum sem stjómmálamenn, hag-
fræðingar og aðrir spekingar
skreyti mál sitt vísvitandi með
mörgum og flóknum hugtökum til
þess að dylja, hversu lítt þeir ráða
við „vandann". Hausttískan á þessu
sviði er hiklaust að kalla gengis-
fellingu „uppfærslu“ og yfírleitt er
allt sem endar á færsla í tísku; vin-
sæl forskeyti milli-, niður-, upp-,
bak- og út-.
Hin síðari ár hefur nokkuð borið
á gagnrýni á flókið tungutak sér-
fræðinga. Undir þá gagnrýni má
taka að nokkm leyti. Það em vita-
skuld takmörk fyrir hversu mikið
er hægt að einfalda flókna hluti
þannig að „allir“ skilji og ekki bara
spuming um málfar. Hér verður
að gera greinarmun annars vegar
á tungutaki og hins vegar því að
sérfræðingurinn vill haga orðum
sínum með nákvæmni og notar hin
ýmsu hugtök til þess.
Allt frá því þessi þjóð komst til
bjargálna hefur hér verið efnahags-
vandi og á hveiju ári er hann sagð-
ur meiri en nokkm sinni fyrr. Það
er með ólíkindum hvað efnahags-
þróun hefur verið ör á íslandi, jjrátt
fyrir áratuga efíiahagsvanda. Á öld-
um áður var öðram augum litið á
ástand þjóðmála og í hinu merka
riti sínu Mannfækkun af hallærum
á íslandi frá 1796 segir_ Hannes
biskup Finnsson: „En þó ísland sé
hallærasamt, þá er það samt eigi
óbyggjandi; þau góðu árin em miklu
fleiri en þau hörðu.“ Nú er öldin
önnur og í dag er talað um, að
íslenskt efnahagslif hafí hreppt
andbyr vegna þess að framleiðslan
minnkar um 1% frá því f fyrra, og
það gleymist að þjóðarframleiðslan
jókst um 6,5% í fyrra og var hærri
en nokkm sinni fyrr. Það þykir nú
vera haliæri ef kaupmáttur vex
ekki stöðugt, þótt fáum sögum fari
af mannfækkun af þessu hallæri.
í áðumeftidu riti sínu segir
Hannes Finnsson um tilgang skrifa
sinna; „(Ég) vil kalla mig eigi til
ónýtis hafa varið fáum stundum,
ef einhvörr héraf gæfí betri gaum
að landsins blíðu og stríðu háttsemi
en hann hingað til kynni að hafa
gjört." Það er einmitt á þessa
„landsins blíðu og stríðu háttsemi",
sem þessir hagfræðipistlar verða
gerðir út á í vetur.
Auk þess munum við umsjónar-
menn þessa dálks leitast við að
gera grein fyrir nokkram helstu
hugtökum í efíiahagsumræðu
líðandi stundar.
f jármál þín
sergrein okkar
□
HEFUR ÞÚ EFNIÁÞVÍ Aí> QEFA
HELMINGINN AE SPARIFE ÞINU?
Já
Óverðtryggt vaxtalaust sparifé í 12%
verðbólgu rýrnar um helming
á rúmlega 6 árum.
Nei
Verðtryggt sparifé með 12% vöxtum
tvöfaldast á rúmlega 6 árum!
GÓÐ FJÁRMÁLARÁÐGJÖF VEGUR ÞUNGT
Veldui þér einkaráðgjafa hjá Fjárfestingarjfélaginu og ræddu við hann í fullum
trúnaði, - án allra skuldbindinga. Ráðgjafí Fjárfestingarfélagsins getur leiðbeint
þér og aðstoðað þig við að velja spamaðarleið sem hentar þér
og fjárhag þínum.
HVADA SPARNAÐARLEIDIR VELUR ÞÚ?
FJÁRFESnNGARFÉLAGÐ
Hafnarstræti -Kringlunni-Akureyri
Skrifstofa Fjárfestingarfélagsins í Kringlunni er opin til kl. 18 alla virka daga, og kl. 10 til 14 á laugardögum.
1 Hafnarstræti 7 er opið kl. 9.15-16.00 alta virka daga.
Þú getur pantað einkatima, ef þú kærir þig um, og komið þegar þér hentar best.
Símsvari ALLAN SÓLARHRINGINN í síma 28506. Upplýsingar um daglegt gengi Kjarabréfa, Markbréfa, Fjölþjóðabréfa, Tekjubréfa og Skyndibréfa.
Aðili að Verðbréfaþingi íslands.
Hluthafar: Verzlunarbankinn, Eimskip,
Tryggingarmiðstöðin, Ufeyrissjóður
Verzlunarmanna auk rúmlega 400
fyrirtækja og einstaklinga.
Gengi:
4. nóv. 1988:
Kjarabréf 3,343 Tekjubréf 1,558 Markbréf 1,764 Fjölþjóðabréf 1,268 Skyndibréf 1,026
osaasiA