Morgunblaðið - 06.11.1988, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1988
C 17
Bók um baráttu krabbameinssjúklinga:
Nefbrotimi í upptöku
Kærleikur — Lækn-
ingar — Kraftaverk
Ncw York. Reuter.
BANDARÍSKI sjónvarpsmaður-
inn Geraldo Rivera, sem sljórn-
ar vinsælum umræðuþáttum,
fékk stól í andlitið og nefbrotn-
aði, þegar ryskingar brutust út
við upptöku á þætti um nýnas-
istaæskuna á fimmtudag.
Til átakanna kom, þegar ungur
svertingjahatari og „skallahaus"
kallaði svarta mannréttindalfeið-
togann Roy Innis „Tómas frænda".
Innis þjarmaði þá að ungmenninu,
sem harðneitaði að taka skæting-
inn til baka, að sögn talsmanns
Rivera.
Þegar Annis, sem er formaður
bandarískra kynþáttajafnréttis-
samtaka, tók John Metzger, form-
ann „Andspymuhreyfingar aría“,
hálstaki uppi á sviðinu, ruku yfir
tíu stuðningsmenn „skallahau-
sanna“ upp til handa og fóta með
barsmíðum og látum og gripu það
sem hendi var næst og fleygðu í
áttina að sviðinu.
Rivera, sem einkum hefqr tekið
fyrir mjög umdeild mál í þætti
sínum, fékk fljúgandi stól í andlit-
ið og nefbrotnaði.
Talsmaður sjónvarpsmannsins
sagði, að Rivera hefði sjálfur gefið
nokkrum aðgangshörðum „skalla-
hausurn" á hann. Friður komst
loks á, þegar 20 lögregluþjónar og
öryggisverðir skárust í leikinn.
Lögreglan sagði, að Rivera ætl-
aði sér ekki að leggja fram neinar
kærur vegna þessa máls.
Bókaútgáfan Forlagið hefúr
sent frá sér bókina Kærleikur,
lækningar, kraftaverk eftir
bandaríska skurðlækninn Bernie
S. Siegel og fjallar hún um
reynslu hans af einstökum hæfi-
leika krabbameinssjúklinga til
að læknast af sjálfsdáðum. Bókin
fjallar um það að Iækna og lina
þjáningar, hún segir frá sjúkling-
um sem hafa sterkan vilja til að
sigrast á sjúkdómum og lifa af.
Hún fjallar um hugrekki til að
horfast i augu við sjúkdóma og
vinna gegn þeim með hjálp lækna
og hjúkrunarfólks.
Bemie S. Siegel er bandarískur
læknir sem unnið hefur einstætt
brautryðjendastarf til stuðnings
fólki með alvarlega sjúkdóma. Hann
fjallar um vanda sinn í læknisstarfi
og hvernig hann leysti hann með
því að fara að vinna með sjúklingun-
um sem manneskjum og taka þátt
í baráttu þeirra af kærleik fremur
en að fást einvörðungu við þá sem
sjúkdómstilfelli.
Þótt bókin fjalli einkum um
krabbameinssjúklinga skírskotar
hún ekki síður til fólks með aðra
sjúkdóma. Hún á líka erindi til
fullfrískra manna sem láta sér annt
um heilsu sína. Boðorð Siegels
læknis er einfalt: Hægt er að ná
undraverðum árangri með því að
beita kærleik, skilningi og innsæi.
Ef sálarlífið er í jafnvægi eykst
líkamanum styrkur.
Kærleikur, lækningar, krafta-
verk er 240 blaðsíður. Auk þess eru
8 litmyndasíður í bókinni. Helga
ieikur
Guðmundsdóttir þýddi. Prentsmiðj-
an Oddi hf. prentaði. AUK
hf./Magnús Jónsson hannaði kápu.
(Fréttatilkynning)
GOODYEAR
ULTRA GRIP 2
Nemendaþjónust'
an-Leiðsögn sf.:
Engin tilfinning er eins
notaleg og aö finna að
maður hefur fulla stjórn á
bílnum sínum í vetrar-
færðinni.
Þá er gott að vita að bíll-
inn hefur staðfast grip á
veginum, og þá stendur
manni líka á sama um
veðurspána.
Goodyear Ultra Grip 2
vetrarbarðarnir eru hann-
aðir með ákjósanlega eig-
inleika til að veita gott
hemlunarviðnám og
spyrnu, hvort sem er í
snjó, hálku eða bleytu, og
þeir endast vetur eftir
vetur.
Öll smáatriði varðandi
framleiðslu hjólbarðans
— svo sem efni, bygging
og mynstur, —■ hafaverið
þaulhugsuð og þraut-
reynd til að ná fram há-
marks öryggi, mýkt og
endingu.
íveturvel ég öryggið — Ég
nota hina rómuðu Good-
year tækni.
Aukin áhersla
lögð á full-
orðinsfræðslu
N emendaþj ónustan-Leiðsögn
sf. leggur frá og með þessu
hausti aukna áherslu á fullorð-
insfræðslu. Fyrirtækið hefúr
undanfarin ár boðið skólanemum
á öllum skólastigum námsaðstoð
í flestum námsgreinum, segir í
fréttatilkynningu frá Nemenda-
þjónustunni-Leiðsögn sf.
Fyrirtækið býður nú fullorðnum
námskeið í til dæmis íslenskri staf-
setningu, málfræði, lestri, stærð-
fræði, erlendum tungumálum og
bókfærslu. Kennaramir em með
kennslureynslu úr almennum skól-
um.
EG KEMST HEIM A
Laugavegi 170-172 Simi 695500
DYROTON
PRISMA