Morgunblaðið - 06.11.1988, Síða 19

Morgunblaðið - 06.11.1988, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1988 C 19 sovézki herinn að afhenda alla brezka þegna, sem hann bjargaði. Þetta ákvæði var túlkað þannig að það næði til allra sovézkra borgara, sem höfðu barizt með Þjóðveijum. Brezka stjórnin taldi ekki að rússneskir hvítliðar, sem höfðu sloppið undan bolsévíkum eftir bylt- inguna 1917, fyrir stofnun Sov- étríkjanna, væru sovézkir borgarar. Flóttamenn frá Eystrasaltslöndun- um og pólskum, finnskum, tékkn- eskum, rúmenskum og þýzkum yfirráðasvæðum, sem Stalín hrifs- aði eftir 1939 og eftir 1945, voru ekki heldur taldir sovézkir borgarar. Bretar höfðu fyrst tekið rússn- eska málaliða Þjóðveija til fanga í Frakklandi í júní 1944. Þá vildi Anthony Eden utanríkisráðherra ekki að Bretar tækju við þeim, þar sem það mundi „vekja tortryggni Stalíns". Þó var vitað að þeir yrðu skotnir, ef þeir yrðu sendir til Rúss- lands. Churchill reyndi að hamla gegn því að slíkir fangar yrðu af- hentir Rússum, en heimsending þeirra hófst í árslok 1944. Brezka stjórnin gerði sér grein fyrir því að flestir „kósakkarnir“ í Klagenfurt mundu streitast gegn því að þeir yrðu sendir til Rúss- lands. En hún lagði mikið kapp á að fá afhenta þá brezku stríðs- fanga, sem Rauði herinn hafði bjargað, og ákvað því að standa við ákvörðunina frá Jalta án undan- tekninga. Leyniskipun Tolstoj hélt því fram að Mae- millan hefði vitað að ekki stæði til að að afhenda rússneska stríðs- fanga, sem báru erlend vegabréf, og haft að engu fyrirmæli um að sjá til þess að þeir yrðu um kyrrt. Um leið staðhæfði hann að Mac- millan hefði gefið Keightley hers- höfðingja leynilega skipun um að senda „hvítliðana" úr borgara- stríðinu til heija Tolbúkhíns á þeirri forsendu að það væri í samræmi við stefnu brezku stjórnarinnar. Að sögn Tolstojs gerðist þetta á tveggja tíma fundi Macmillans með Keightley í aðalstöðvum hans í Klagenfurt 13. maí 1945, þar sem þeir fjölluðu aðallega um- Júgó- slavíu, en um „kósakkana“ í lokin. Samkvæmt kenningu Tolstojs hundsaði Macmillan líka fyrirmæli um að enginn júgóslavneskur fangi skyldi afhentur Tító. Tolstoj taldi sig einnig geta sýnt fram á að Macmillan hefði reynt að fela fyrir brezku stjórninni og Alexander marskálki að „hvítliðar“ yrðu af- hentir um leið og aðrir rússneskir fangar. Hann fullyrti að Macmillan hefði talið . Alexander trú um að nauðsynlegt væri að framselja hvítliðana tii að tryggja að Rússar skiluðu brezkum stríðsföngum og reynt að varpa ábyrgðinni á hann. Tolstoj sagði einnig að engin fanga- skipti hefðu farið fram og þar af leiðandi hefði enginn brezkur fangi verið látinn laus. „Ef Macmillan hefði ekki skorizt í leikinn hefði 70.000 mannslífum verið bjargað,“ sagði hann. Cowgill-nefndin segir hins vegar að yfirmenn V stórfylkisins hafi ekki vitað um „hvítliðana" í Klag- enfurt og þá ósk Tolbúkhíns að þeir yrðu framseldir fyrr en 12. maí. Macmillan frétti ekki um rússnesku stríðsfangana fyrr en hann kom daginn eftir og e.t.v. var honum ekki sagt frá hvítliðunum. Það eina sem hann sagði Keightley var að samkvæmt Jalta-samningn- um bæri að afhenda rússneska stríðsfanga. Um leið lagði hann til að farið yrði fram á afhendingu brezkra stríðsfanga þegar rætt yrði við Tolbúkhín um afhendingu rússnesku fanganna. Nefndin telur að þannig hafi Macmillan aðeins greint frá stefnu brezku stjórnarinnar í málum sem þessum og segir: „Þetta var í fullu samræmi við þá meginhugsun, sem bjó á bak við þá ákvörðun Breta að undirrita Jaita-samninginn." Macmillan skrifaði í dagbók sína: „Ef við afhendum þá dæmum við þá til þrælkunar, pyntinga og líklega dauða. Ef við neitum móðg- Dauðasveitir um við Rússa og bijótum Jalta- samninginn. Við höfum ákveðið að afhenda þá.“ Samsæriskenning Sagnfræðingurinn og hermála- fréttaritarinn John Keegan (The Face of Battle), sem hér er einkum stuðzt við, segir í Daily Telegraph að Tolstoj hafi ekki getað sannað að Macmillan hafi gefið Keightley leynifyrirmæli á fundi þeirra 13. maí. Hann hafi heldur ekki getað rökstutt hvers vegna Macmillan skyldi hafa gefið slík fyrirmæli. Helzt sé á Tolstoj að skilja að Mac- millan hafi af einhveijum ástæðum viljað þjóna markmiðum Stalíns og samsæriskenning hans hvíli á þeirri gefnu forsendu. Nefnd Cowgills bendir á að í fylgd með Macmillan voru stað- gengill hans, Philip Broad, yfirmað- ur herráðs Áttunda hersins, Benson hershöfðingi, og yfirmaður her- stjórnar Bandamanna á Italíu. Ke- egan segir: „Samsæri, sem skrif- stofa Macmillans sjálfs, fjölmenn- asti liðsafli Breta og æðsta borgara- lega yfirvaldið í þessum hluta álf- unnar tóku þátt í frá byijun, er augljóslega ekkert samsæri." I fyrstu reyndu hermenn V stór- fylkisins að blekkja rússnesku og júgóslavnesku stríðsfangana og fá þá þannig til að sætta sig við nauð- ungaflutningana. Þeim var sagt að þeir yrðu fluttir til Ítalíu, en þegar í ljós kom að það var ósatt beittu brezku hermennirnir valdi og sýndu mikinn hrottaskap. Kósakkarnir sögðu þeim að þeir yrðu drepnir þegar þeir kæmu til Rússlands. Nokkrir þeirra sviptu sig lífi. Hluti rússnesku fanganna var yfirheyrður áður en þeir voru flutt- ir burtu. Tvær af sex liðssveitum þeirra fengu að vera eftir í sam- ræmi við Jalta-samninginn, en ekki tókst að hafa upp á öllum þeim kósökkum, sem ekki átti að senda heim samkvæmt samningnum, og þeir voru því fluttir nauðugir austur á bóginn. Það var raunar ekki fyrr en Alexander marskálkur kom í heimsókn til V stórfylkisins 4. júní að skipun var gefin um að allir kósakkar skyldu yfirheyrðir fyrir brottför og þá höfðu flestir rússn- esku og júgóslavnesku fangarnir verið fluttir nauðugir yfir landa- mærin. í skipun Alexanders sagði einnig: „Undir engum kringumstæðum má beita valdi við flutningana." For- ingjar herráðs hans vissu ekki að fanngarnir höfðu verið blekktir og beittir valdi þvert ofan í bann, sem hafði verið lagt við slíkum aðferðum í upphafi. KEIGHTLEY: Stríð við Tító vofði yfir. JALTA 1945 Churchill, Roosevelt og Stalín í Jalta: Samningurinn brotinn. TOLBÚK- HÍN: Vildi alla „hvítliða“. ALEXANDER: Greip of seint í taumana. ÖNGÞVEITI Slóvenskur leiðtogi biður Alexander að koma í veg fyrir heimsendingu 6.000 flóttamanna. Cowgill-nefndin viðurkennir að V stórfylkið hafi sýnt yfirgang. Hún játar líka að mörgum júgóslavnesk- um andstæðingum Títós hafi verið snúið við á landamærunum og að aðrir hafi verið fluttir til Júgó- slavíu. Hins vegar hafi það verið UPPGJÖFIN Kósakkar, sem börðust með Þjóðverjum, afhenda Bretum vopn sín áður en þeir eru sendir í dauðabúðir Stalíns. stefna brezku stjórnarinnar að leyfa ekki Júgóslövum að fara inn í Aust- um'ki, þar sem óttazt hafi verið að það gæti leitt til þess að skæruliðar Títós gerðu innrás. Tolstoj leiddi rök að því að flest- ir júgóslavnesku flóttamannanna hefðu verið skotnir til bana nánast um leið og þeir fóru aftur yfir landa- mærin. Nokkrum þeirra tókst að forðast dauðasveitimar og flýja inn í Austurríki á ný. Þegar brezkir liðs- foringjar heyrðu þá lýsa fjölda- morðunum báðu sumir þeirra um að verða leystir frá störfum. Jafnframt sýndi Tolstoj fram á að flestir kósakkanna, sem voru framseldir, hefðu ýmist verið teknir af lífi eða sendir í vinnubúðir Gúl- agsins. Fáir sluppu lifandi þaðan. Cowgill-nefndin vefengir þetta ekki. Hún viðurkennir að Rússar, sem voru ekki sovézkir borgarar og bám erlend vegábréf, hafi verið fluttir til Sovétríkjanna með valdi þvert ofan í ákvæði Jalta-samnings- ins, en telur að ástæðan hafi verið ringulreið og mikið álag í lok stríðsins. Erfitt hafi verið fyrir 50.000 brezka hermenn að ákveða örlög hundruða þúsunda flótta- manna á örfáum vikum. Á móti hafi komið að nokkrir sovézkir borgarar hafi fengið hæli. Tilviljan- ir virðist hafa ráða örlögum flölda fólks á þessum vikum. Það sem gerðist í Klagenfurt var ekki einsdæmi. Alls vora um 2.750.000 sovézkir borgarar víðs vegar í Evrópu afhentir sovézkum hernámsyfirvöldum, myrtir og sendir í nauðungarvinnubúðir. Flestar hlutlausar þjóðir tóku þátt í þessum leik, m.a. Svíar, sem munu hafa fengið eina milljón- lesta af pólskum kolum fyrir að neyða fólk frá Eystrasaltslöndunum til að snúa aftur. Eina undantekningin var dverg- ríkið Liechtenstein, sem tók við rússneskum flóttamönnum. Þegar Alexander Solzhenítsyn var rekinn frá Sovétríkjunum lét hann það verða eitt sitt fyrsta verk að fara til Vaduz til að færa Franz Jósef fursta II þakkir. Skjölin sem fundust Cowgill-nefndin tekur harðar á ásökunum Tolstojs um svokallað „Klagenfurt-samsæri". Nefndinni tókst að finna eða semja upp á nýtt öll þau skjöl, sem hann stað- hæfði að hefði verið stungið undir stól, eytt eða breytt. Mikilvægast var að nefndin fann 40 síður úr frumriti dagbóka Macmillans, sem Tolstoj fullyrti að hefðu týnzt, ásamt öðram dagbókum hans úr stríðinu. „Týndu" dagbókarblöðin voru í meginatriðum samhljóða því sem Macmillan birti seinna á prenti. Skjöl, sem Tolstoj sagði að hefðu vísvitandi verið eyðilögð, fundust einnig á sínum stað. Ásakanir hans um að Macmillan hefði gefið Keightley hershöfðingja ótilhlýði- legar skipanir og haldið gerðum sínum léyndum fyrir Churchill og stjórn hans byggðust aðallega á þessum skjölum, sem hann fann ekki. John Keegan segir að ef hann hefði fundið öll skjölin hefði hann ekki getað ásakað Macmillan — skjölin, sem fundust, geri tilgátur hans að engu. Hann telur bók Tolstojs stórgallaða og skoraði á hann að draga ásakanir sínar til baka til að bjarga fræðimanns- heiðri sínum, en Tolstoj virðist ófá- anlegur til þess.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.