Morgunblaðið - 06.11.1988, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 06.11.1988, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1988 C 21 Miklar kröfur — frjálst val „Faðir minn hefur alltaf gert til.mín miklar kröfur, en samtímis því hefur hann gefið mér frjálst val um hvert ég vildi stefna. En forsenda þess að taka við þessu starfi eða öðru álíka er að hafa innri sannfæringu og trú á því sem maður er að gera Morgunblaðið/Ragnar Axelsson Eg lít því ekki endilega svo á að ég sé að taka við fyrir- tæki, sem hann stofnaði og rak og því verði allt óum- breytanlegt. Ég hef auðvitað annan bakgrunn og reynslu vegna þess hvers son ég er. Auðvitað hef lært óskaplega mikið af honum, reynslu, þekkingu og innsýn sem er mér dýrmætt veganesti. Svo mikið veit ég. En tímarnir breytast, þróunin er hröð, mitt verk er að halda áfram, keppa að nýjum markmiðum. Égtek við þessu starfi með það í huga. Heldurðu að samstarfs- menn taki þig alvarlega. Hann hugsar sig um, tek- ur ofan gleraugun. Ég hugsa það. Fólkið sem vinnur með mér er margt með mikla reynslu og þekk- ingu að baki. En ég held það viti að ég hefði ekki tekið við þessu starfi ef ég treysti mér ekki til þess að takast á við það. Sjálfstraust, sem meðal annars kemur af því að mér var falin ýmis ábyrgð komungum og tókst að rísa undir henni. Eg hef fundið jákvæð viðbrögð frá sam- starfsmönnum og viðskipta- félögum. Fólk lítur ekki ein- hliða á aldurinn í þessu tilliti. Hann sýpur á kapútsínó- kaffinu og bætir við: „Sumir segja sem svo: ertu ekki að flýta þér of mikið? Ertu ekki að missa af áhyggjulausu árunum? En ég lít ekki svo á. Mér fínnst ég vaxa með viðfangsefninu og mér fínnst það skemmti- legt. Mér var innrætt að eng- inn hjálpar þér nema þú sjálfur. Noblesse oblige. Énginn sannar sig fyrir mann og það er þroskandi að takast á við það sem ég er að fara út í. Nú er fjölskylda þín þekkt að tónlistariðkun. Fórst þú ekkert í músík? Eins og aðrir í ijölskyld- unni fór ég í tónlistamám, lærði á píanó. En það kom snemma í ljós að ég stefndi ekki á stóra sigra. Svo að nú spila ég bara fyrir mig. Eg hætti náminu 15 ára. En ég hef mikið yndi af tónlist, hún er gefandi fyrir sálina. En mig langaði aldrei til að starfa á þeim vettvangi. Ég varð hinsvegar snemma mjög alvarlega þenkjandi um lífið og tilveruna. Ég eyddi unglingsámm mikið í að velta fyrir mér gátum lífsins. Mér fínnst allt okkar um- hverfi gefa of lítinn gaum að hinum innri manni. Við fömm í gegnum menntakerfi þar sem varla er vikið að því orði hvemig er hægt að lifa ríkara lífi sem manneskja. Sömuleiðis í gegnum ákveðna trúarhefð, þar sem kirkjan kemur oft og tíðum - hvað á maður að segja - boðskapnum illa á framfæri, boðskap sem okkur er öllum nauðsynlegur og ég lít á sem forsendu þess að við séum hamingjusöm. Fólk þarf að þekkja sig sjálft til að vera ánægt og undramargir velta slíkum málum ekki fyrir sér, að ráði, sumir aldrei.' Eg hef alltaf verið heppinn að eiga góða vini sem ég hef getað rætt við og þeir hafa verið reiðubúnir að gefa af sjálfum sér. í Orðskviðunum segir: haf umgengni við vitra menn, þá verður þú vitur. Mér fínnst sannleikur í þessu. Mér fínnst fátt skemmtilegra en sitja í vina- hópi, ræða um heimsmálin og lífsgátumar, hvert sem litið er. Það tek ég fram yfir skemmtistaði. Og bækur eru mér dýrmætar. Les allskonar bækur, ævisögur meðal ann- ars. Ég fór snemma að fást við sjálfan mig og ég man ekki hve ungur ég var þegar ég rakst á og las ævisögu heilags Frans frá Assisi og hún hafði mikil áhrif á mig. Þessi viðleitni til að sigra sjálfan sig. Hugsunin um æðruleysið. Og auðvitað gæti ég nefnt fleira. Það sem heillar mig fyrst og fremst er að ég hef óskaplega gam- an af vangaveltum þar sem grunnhugsunin er: íhugaðu sjálfan þig fyrst. Sigurður Nordal skrifaði margt í þess- um dúr, m.a. í „Um líf og dauða". Jú, ég velti fyrir mér dauðanum. Ég reyni hins vegar að upplifa og njóta hvers dags í einu og held ég verði bara sáttur við að deyja, hvort sem ég verð yngri eða eldri. Ég trúi á framhaldslíf, ög það sem Kristur sagði um það sem koma skal. Nú er oft talað um að fólk í ferðaiðnaði sé stressað og óskipulagt. Finnst þér þú vera það? Auðvitað geta geta komið upp streitutímabil. Hjá öllum, mér og öðrum. Þetta byggist mikið á mann- eskjunni sjálfri. Égtrúi að ég sé oftar en ekkií jafnvægi innra með mér. Það jafnvægi er að hluta til lífsviðhorf og hins vegar gjöf sem guð gef- ur. Það er undir manninum komið að sækjast eftir þeirri gjöf og öðlast hana. Það er döpur niðurstaða hvað marg- ir leggja mikla áherslu á hið ytra. Það er ekkert skrítið þótt við eigum við alls konar erfiðleika að stríða - hjóna- skilnaðir, sjálfsmorð og hvaðeina og þó eru ytri að- stæður góðar í okkar þjóð- félagi. Þú talar um stressþjóð- félag. Hjónaskilnaði. Þú ert skilnaðarbarn. Hvemig upp- lifðir þú skilnaðinn Ég var fimm ára þegar foreldrar mínir skildu. Eftir á að hyggja; áhrifín þegar öll kurl em komin til grafar em jákvæð, þótt mér fyndist það ekki þá. Ég varð sjálf- stæðari en ella. Ég fékk að- hald og fijálsræði í senn, sem endaði sem góð blanda. Eftir á að hyggja er ég nokkuð ánægður með þessa útkomu. Ég hef tileinkað mér ákveð- inn lífsmáta, fór ungur burt frá fjölskyldu minni. Þá fékk ég mikinn tíma einn með sjálfum mér og ég held það hafí markað djúp spor í mína persónu. Auðvitað er alltaf hætt við að bam lendi í tog- streitu milli foreldra og það er erfiðast og sárast. En for- eldrar mínir gáfu okkur tíma. Það skiptir öllu. Ég hugsa þau hafí gefíð okkur meiri tíma en fólk sem býr saman. Svo að ég kvarta ekki Varstu þægur krakki. Ég var sjálfum mér nóg- ur. Ærslafullur og íhugull. Sennilega venjulegur í flestu. En ég gat verið einn og svo er enn. Mér líður best í litlum hópi með vinum mínum. En mér finnst líka gaman að að kynnast nýju og spennandi fólki. En það gerist sjaldan í margmenni. Veistu, einu sinni ætlaði ég að verða rithöfundur. Mig langar raunar ekki til að skrifa skáldsögu. En einn góðan veðurdag langar mig að stinga niður penna og koma á blað hugleiðingum um lífið og tilverana. Skrifa um allt þetta sem er kallað lítið og smátt. Eins og hvað menning ólíkra landa er óendanlegt viðfangsefni, sjá hvemig fólk bregst við lífinu, hvemig það heilsast og hvemig það drekkur kaffí eða horfír hvert á annað. Allt þetta sem er svo smátt og skiptir mestu máli. Ég hlakka mikið til þess sem koma skal. Mér fínnst skemmtilegt að fást við það sem mér býðst núna. Við verðum að hafa okkar framt- íðarsýn og verðum að gæta þess að fara aldrei í þann farveg að okkar innri maður gleymist. Nei, mig langar ekkert sérstaklega aðð vita hvað ég verð að gera eftir tíu ár. Það verður áreiðanlega eitthvað skemmtilegt. Veraleikinn verður aldrei nema maður eigi drauminn hið innra með sér. 'uljJ-JJJ JJJJJ-JJJJ JJJJJUj. MercuryTopaz-ektaamerískurlúxusbíll. Kraftmikill, með sjálfskiptingu, vökva stýri, aflhemlum og framhjóladrifi. En Topaz kemurá óvart. Þú seturíaldrifmeð því að ýta á hnapp. I regni, snjó, eða aurbleytu heldur hann sínu striki. Topaz, rúmgóður, þægilegur og umfram allt - öruggur. RBYNSLUAKSTUR HEFUR ÞU EKIÐ FORD NYLECA ? FORD IFRAMTIÐ VIDSKEIFUNA SIMAR: 689633 & 685100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.