Morgunblaðið - 06.11.1988, Page 29

Morgunblaðið - 06.11.1988, Page 29
MORGUNBLAÐŒ) FJOLMIÐLAR SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1988 29 C r ÁTÖKIN UM RITSTJÓRASTÓLA ÞJÓÐVIUANS Ekki djúphugsuö pólitískflétta ATÖKIN um ritstjórastóla Þjóð- viljans nú koma fremur á óvart. Eftir sættimar sem tókust að sögn síðari hluta sumars í for- ystu Alþýðubandalagsins og stjóm- armyndunarvið- ræður, sem end- uðu með aðild þess að núverandi ríkis- stjóm, hefur and- rúmsloftið í flokknum batnað til mikilla muna. Nú er sleginn ann- ar tónn og Ólafur Ragnar Grímsson formaður flokksins túlkaði hug- myndir um að endurráða ekki Mörð Ámason ritstjóra sem árás á sig og sem framhald á þeim erjum sem tröllriðið hafa flokknum. Hann fékk því til leiðar komið að fundi útgáfu- stjómarinnar á mánudaginn var, þar sem taka átti ákvörðun í þessum efnum, var frestað til næstkomandi fímmtudags. Meirihluti stjómarinn- ar telur nú að boltinn sé hjá Ólafí Ragnari og það sé hans að koma fram með tillögur sem breytt geti stöðunni. Mörður og ótt- ar Proppé vom ráðnir ritstjórar til eins árs 3. desem- ber í fyrra. Einn viðmælandi Morg- unblaðsins orðaði það þannig að sú ráðstöfun hafi fólgið í sér „vopnað- an frið" milli stríðandi fylkinga. Ákvörðun Óttars að sækjast ekki eftir endurráðningu af persónuleg- um ástæðum raskaði því jafnvægi og boltinn fór að rúlla. Úlfar Þor- móðsson, formaður stjómarinnar SVIÐSLfÓS eftir Hjálmar Jónsson Mörður Arnason Verður hann endurráðinn eða látinn hætta? Silja Aöaistalnsdóttir Verður hún fyrsti kvenritstjóri dagblaðs á íslandi? kannaði óformlega hug annarra stjómarmanna til endurráðningar Marðar og reyndist - samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mikill meirihluti þess fysandi að hann yrði ekki endurráðinn ritstjóri og Silja Aðalsteinsdóttir ráðin í hans stað. Fullyrða má að sú hefði niðurstaðan orðið 'ef Ólafur Ragnar hefði ekki blandað sér í málið og haldið óform- legan fund með stjóm og varastjóm í hádeginu á mánudaginn var. Fjárhagsörðugleikar Úlfar Þormóðsson segir að það sé af og frá að fyrirhuguð ritstjóra- skipti séu af pólitískum toga. Blað- ið eigi við mikla fjárhagsörðugleika að etja og á því ári sem ritstjórafer- og ill Óttars og Marðar spannar hafí hagur þess ekki batnað, né hafí blaðið orðið trúverð- ugra eða læsilegra. Því sé ekki annað en eðli- legt að nýir möguleikar séu kannaðir. Hann sé einn þeirra sem haldi því fram að Mörður sé góður penni, en það sé ekki endilega æskilegt “að besti flakarinn í frystihúsinu sé gerður að verkstjóra". Þeir sem Morgun- blaðið ræddi við em ein- róma á þvi máli að Mörður sé góður penni meirihluti stjómarinnar gerir ekki að því er virðist athugasemd við pólitísk skrif hans. Hins vegar er fundið að því að hann hafí ekki áunnið sér traust útgáfustjómar, sé umdeildur og á stundum yfirlýs- ingaglaður. Sjálfur segist Mörður ekki skilja þetta upphlaup. Það hafí verið erfiðir tímar á Þjóðviljan- um. Við þeim hafí verið bmgðist og hann viti ekki upp á sig neinar þær skammir sem réttlæti brot- rekstur. Mörður hefur traust starfsmanna og fulltrúi þeirra í stjóm mætti á óformlega fíindinn á mánudag með undirskriftarlista með nöfnum allra á ritstjóm. Þá hafa yfirlýsingar Úlfars í fjölmiðlum um stöðu Þjóð- viljans vakið þar talsverða reiði. Viðkvæmt ástand Framangreind atburðarás ber það tæpast með sér að um djúp- hugsaða pólitíska fléttu sé að ræða. Öllu heldur sýnir hún í hnotskum hvað ástandið í Alþýðubandalaginu er viðkvæmt eftir áralöng átök og að lítið má út af bregða til að per- sónulegar erjurJiefjist á ný. Því til stuðnings má benda á að andstæð- ingar Marðar hafa tæpast hugsað málið til enda ef Silja ein hefði átt að setjast við hlið Áma Bergmann. Hún er einkum þekkt fyrir afskipti af menningu og iistum en ekki pólitík. Það er því eins og vanti pólitiskan ritstjóra við hlið hennar. Úlfar andmælti því og sagði að Silja byggi ekki síður yfír pólitískri reynslu en „strákur nýkominn úr skóla með nokkurra ára reynslu af blaðamennsku." Erfítt er að spá um hver niður- staða þessa máls verður. Ýmislegt bendir til þess að meirihluti stjóm- arinnar hafí vanmetið þau hörðu viðbrögð sem formaður flokksins sýndi þegar þetta kom upp. Stuðn- ingsmenn Marðar segjast munu safna undirskriftum og boða til al- menns fundar í úgáfufélaginu með tilheyrandi smölunum og flokka- dráttum, verði hann látinn vfkja. Hinir bíða tillagna formanns flokks- ins í málinu og þess er að vænta að tíminn verði notaður vel til þess að finna lausn sem allir geti sœtt sig við. Stjómmál eða sápuópera? Sjónvarpsstöðvar hafa verið sak- aðar um hafa stuðlað að því gera kosningabaráttuna í Banda- ríkjunum ómerkilega og forðast málefnalega umfjöllun segir i grein í Financial Times efti Lionel Bar- ber. Til þess að fá af sér kosninga- myndir í aðalfréttatfma hafi for- setaframbjóðendumir, George Bush og Michael Dukakis, þurft að segja eina minnisstæða setningu, sem tekur ekki meira en hálfa mínútu í flutningi og fátt annað virðist hafa komizt að. Flokksþingin virtust þjóna þeim eina tilgangi að frambjóðendumir fengju af sér góðar myndir, sem kæmust í sjónvarpsfréttimar og hægt yrði að nota f kosningaauglýs- ingum. Báðir frambjóðendumir hafa kunnað að nota sjónvarpið, en Bush hefur haft vinninginn. Áður en landsfundur repúblikana fór fram hafði Bush verið sakaður um roluhátt í marga mánuði, en ein góð ræða, sem hann hélt á lands- fundinum, breytti honum f harðan og nýjan leiðtoga vegna áhrifa sjón- varpsins. Maðurinn á bak við góða frammi- stöðu Bushs í sjónvarpi er Roger Ailes, sem lærði list sina þegar hann barðist fyrir Richard Nixon fyrir 20 ámm. Hann er höfundur svokallaðra „árásar-auglýsinga", þar sem Dukakis hefur verið sakað- ur um linkind í garð morðingja og nauðgara og því hefur verið haldið fram að hann hafa sliitnað úr tengslum við venjulega borgara. Sjónvarpsauglýsingarnar og frét- taumfjöllun sjónvarpsins em meg- inskýringin á því að Bush virðist hafa tryggt sér ömggt forskot í skoðanakönnunum, þótt hann hefði 17% minna fylgi en Dukakis þegar kosningabaráttan hófst. Stuttar, kjarnyrtar setningar á bezta frétt- atíma sjónvarpsins hafa verið lausn- arorðið. Fátt af því sem komið hefur fram I sjónvarpi í kosningabaráttunni hefur haft eins mikil áhrif og mynd- ir af siglingu Bush um höfnina í Boston þegar hann sakaði Dukakis um að valda mengun í heimaríki L sínu. Blástu lífi í íj ölskyldualbúmið VIDEO vHSig HQ I Með Nordmende kvikmyndatökuvélinni getur þú upplifað liðnar stundir á ljóslifandi og áhrifaríkan hátt * Aðeins 1300 gr (með rafhlöðu) * HQ myndgæði (High Quality) * Aðeins 10 lúx (kertaljós í 25 cm í)arl.) * 430 línu upplausn * Sjálívirk lit-, ljós og „fókus“-stilling * Dags- og tímainnsetning * 14 stillingaratriði sjást í myndkiki * Tekur VHS-C spólur fyrir VHS heimatæki Aðeins * * * * * * * * Mynd- og hljóðdeyfir (fader) Sexfalt-tveggja hraða súm CCD örtölvu myndkubbur Fljótandi kristals-stjómskjár 4 lokarahraðar i/6o, 1/250,1/500 og 1/1000 Hægt að skoða upptöku strax eftir töku Ýmsir fylgihlutir o. fl. o. fl. I grciðslukjör til allt að 12 mán. 82.650v* ^ ^kr./stgr. NORDMENDE -NYTSÖM NÚTÍMATÆKI- Almennt verð: 87.000,-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.