Morgunblaðið - 06.11.1988, Qupperneq 30
30 C
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1988
Ibúðir aldraðra afhentar
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Handhafar íbúðanna í 2. áfanga eftir að þeim höfðu verið afhentir lyklarnir. Frá vinstri Margrét
Kristjánsdóttir, Helgi Bergvinsson, Lea Sigurðardóttir, Sigríður Björnsdóttir og Helga Jóhannsdóttir.
V estmannaeyjar:
Fróðleik safnað um
íslenska matargerð
Ferðamálaráð íslands, Kvenfélagasamband íslands, Klúbbur
íslenskra matreiðslumeistara, Rikiútvarpið, rás 1 og þjóðháttadeild
Þjóðminjasafiis Islands munu á næstunni beita sér fyrir söfriunar-
herferð til að bjarga gömlum íslenskum mataruppskriftum og öðrum
fróðleik varðandi íslenska matargerð.
I tilefni af þessu hefur verið sam-
in spurningaskrá sem verður dreift
til allra kvenfélaga landsins og
víðar, þar sem menn eru beðnir að
skrá niður það sem þeim kann að
vera útbært af slíku efni, frá því
um eða fyrir miðja öld. Þá eru stað-
bundnar aðferðir við verkun og
matreiðslu heimafengins hráefnis
vel þegnar, jafnvel þó að yngri séu.
Einnig er beðið um orðtök, vísur,
sögur eða annað af því tagi um
mat og eldhúsverk.
Ríkisútvarpið mun hafa fastan
vikulegan þátt sem tengist þessu á
rás 1 kl. 9.30 á miðvikudagsmorgn-
um á næstunni. Þar verður fjallað
um íslenskan mat frá ýmsum sjón-
arhornum og spurningum varpað
til hlustenda. Þeir sem áhuga hafa
á að viðhalda íslenskum matar-
hefðum eru hvattir til að fylgjast
með og leggja sitt af mörkum.
Nánari upplýsinga má leita hjá
matráði samstarfsnefndarinnar, en
það skipa: Hallgerður Gísladóttir
safnvörður, Sigurvin Gunnarsson
matreiðslumeistari og Steinunn
Ingimundardóttir hússtjórnarkenn-
ari. Heimilisfang er: íslenskur mat-
ur, pósthólf 161, 121 Reykjavík.
Hinar glæsilegu þjónustuíbúðir aldraðra við Kleifarhraun.
Mývatnssveit:
Tónlistar skól-
inn fullsetinn
Mývatssveit.
Vestmannaeyjum.
ÍBÚÐIR í 2. áfanga þjónustuíbúða
fyrir aldraða í Vestmannaeyjum
voru afhentar fyrir skömmu. I lok
síðasta árs var hafist handa við
byggingu 12 íbúða sem afhenda
átti i þremur áföngum. Fyrstu 4
íbúðirnar voru afhentar i júni, 2.
áfanginn var afhentur nú og íbúð-
irnar í síðasta áfanganum verða
afhentar i byrjun næsta árs.
íbúðimar voru afhentar í kaffi-
samsæti á elliheimilinu Hraunbúð-
um. Þorbjöm Pálsson, formaður
byggingarstjómar íbúða aldraðra,
flutti ávarp og rakti í stuttu máli
byggingarsögu íbúðanna. Síðan af-
henti Þorbjöm Amaldi Bjamasyni,
bæjarstjóra, lyklana að íbúðunum.
Bæjarstjóri flutti verðandi íbúum
hamingjuóskir og óskaði þeim vel-
famaðar í nýjum híbýlum. Hann
kvað uppbyggingu þessa sérlega
skemmtilega og sagðist hafa trú á
að þjóðin væri nú loksins að koma
skipulagi á þau mál að aldraðir gætu
búið í húsnæði sem væri þeim viðráð-
anlegt. Amaldur afhenti síðan Guð-
mundu Steingrímsdóttur, formanni
félagsmálaráðs, lyklana af íbúðunum
sem afhenti þá verðandi íbúum, ein-
um af öðrum.
íbúðir þessar, sem erú staðsettar
við Kleifahraun í Eyjum, eru 75 fer-
metrar að flatarmáli. í þeim eru tvö
herbergi auk baðherbergis, eldhúss,
búrs og forstofu. Allur frágangur
húsanna er mjög snyrtilegur jafnt
að utan sem innan.
Verktakar við byggingu íbúðanna
voru þeir Arsæll Sveinsson og
Steingrímur Snorrason, sem sáu um
byggingu sökkla og Hamar sf. sem
sá um allar aðrar framkvæmdir, auk
undirverktaka. Hönnuður húsanna
er Björgvin Hjálmarsson. G.G.
Tónlistarskólinn í Mývatns-
sveit hóf starfsemi sína 26. sept-
ember sl. Við skólann starfa í
vetur tveir kennarar auk skóla-
sljórans, Viðars Alfreðssonar.
Sigríður Einarsdóttir kennir á
fíðlu og Margrét Búadóttir kenn-
ir söng og stjórnar kór skólans.
Kennt er á allflest hljóðfæri.
Skólinn er fullsetinn í vetur eins
og verið hefur undanfarin ár. Að
sögn skólastjórans gengur skóla-
starfið mjög vel. Segja má að það
sé mikils virði fyrir Tónlistarskól-
ann í Mývatnssveit að njóta starfs-
krafta hins ágæta tónlistarmanns
Viðars Alfreðssonar, svo og annara
kennara.
Bama- og unglingaskólinn í Mý-
vatnssveit var settur af skólastjór-
anum Þráni Þórissyni 23. septem-
ber sl. Nemendur í vetur eru 101.
Kennarar í fullu starfi eru 6 og
stundakennarar og í hlutastarfi em
5.
Skólastjóri segir heilsufar hafa
verið með ágætum í skólanum það
sem af er vetri. Nemendum er ekið
daglega í skólann.
Kristján
Gljáandi
HARKA
með
Kópal
Geisla
Veldu Kópal
með gljáa vlð hæfi.
Vertu meövituð um fegurÖ nagla þinna
Develop 10 - sem farið hefur sigurför um Bandaríkin og Evrópu.
Develop 10, dagleg notkun í 10daga:
Neglurnar fá aukin styrk
og i/axa hraðar
Fyrir neglur sem klofna og brotna
Fyrir neglur sem bogna
Mjög gott sem undir- og yfirlakk
Einkaumboð
á íslandi.
Sími 91-42726
Útssölustaðir:
SNYRTIVÖRUVERSLANIR:
Sandra,
Roykjavíkurvegi 50, Hf.
Nafnlausabúöin,
Strandgötu 34, Hf.
Róma, Glæsib.
Afftieimum 74, Rvfk.
Brá,
Laugavegi 74, Rvfk.
Serína,
Krínglunni, Rvfk.
Snyrtihúsiö,
Eyrarvegi 2, Selfossi.
Snyrtihöllin,
Garöatorgi 3, Garöab.
Sara,
Bankastræti, Rvík.
Spes,
Kleifarsoli 18, Rvfk.
Byfgjan,
Hamraborg 16, Kópav.
Gloría,
Samkaupum, Keflav.
Amaró,
Hafnarstræti, Akureyrí.
Nana,
Lóuhólum 2-6, Rvfk.
Nana,
Vöfvufelli 15, Rvík.
Topptlskan,
Aöalstræti 9, Rvfk.
Lfbfa,
Laugavegi 35, Rvfk.
Regnhlffabúöfn,
laugavegi 11, Rvfk.
Bytgjan,
Laugavogi 76, Rvfk.
SNYRTISTOFUR:
Krista,
Kringlunni 12, Rvík.
Sóley,
Starmýri 2, Rvfk.
Guörún,
Baldursgötu 2, Keflav.
Hilma,
Garöarsbraut 18, Húsav.
Hótel Esja,
Suöurlandsbraut 2, Rvfk.
Áferö,
Rauöarárstíg 27-29, Rvfk.
Aríana,
Hólastig 6, Bolungarv.
Gimli,
Miöloiti 7. Rvfk.
APÓTEK SNYRTIDEILDIR:
Hoftsapótek,
Langholtsvegi 84, Rvík.
l-augarnosapótek,
Kirkjuteigi 21, Rvfk.
Rangárapótek,
Austurvogi, Hellu.
Apótek Keflavíkur,
Suöurgötu 2, Keflav.
Patreksapótek,
Aöalstræti 6, Patreksf.
Apótek Mosfellsbæjar,
Þverhofti 3, Mosfellsbæ.