Morgunblaðið - 06.11.1988, Qupperneq 32
32 C
MORGUNBLAÐIÐ MEIMIMIMGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1988
BÓKMENNTIR£/v/ Ijóóabækur
orbnar sölubœkur?
ÞAÐ SEM helst vekur athygli þegar augxim er rennt yfir
útgáfulista forlaganna fyrir þessi jól er hve ljóðabækur
eru þar áberandi. Hvorki fleiri né fær»*i en ellefú
ljóðabækur koma út, snmar í endurútgáfúm, allar eftir
viðurkennd skáld eða þýðendur.
Ljóðabækur hafa fram undir
þetta verið fremur sjaldséðir
gripir á jólabókamarkaðnum, en nú
skarta útgáfulistar flestra stærri
forlaganna einni eða fleiri ljóðabók-
um. Mál og menn-
ing gefur út fjórar,
Forlagið tvær,
Vaka-Helgafell
tvær, Iðunn tvær
og Almenna bóka-
félagið eina.
Allir höfundam-
ir eru löngu viður-
kennd skáld og ef
hugtakið þjóðskáld væri ekki svo
til eingöngu notað um látna höf-
unda mætti segja að hér væru á
ferð flest þjóðskáld samtímans.
Fyrir síðustu jól kom út óvenju
mikið af nýjum íslenskum skáldsög-
um, en nú eru þær hins vegar næsta
fáséðar, og það vekur upp þá spum-
ingu hvort forlög með bókmennta-
legan metnað hafi gripið til þess
ráðs að gefa út ljóðabækur í stað-
inn, til að fylla kvóta íslensks skáld-
skapar í útgáfunni. Án þess að
ætlunin sé að gera útgefendum upp
annarlegar hvatir, þá vekur valið á
skáldum þann grun að ekki sé ætl-
unin að tapa á útgáfunni og sú
áhersla sem lögð er á að kynna
ljóðabækurnar til jafns við annað
útgefið efni styrkir þann grun enn
frekar. Það hefur nefnilega verið
viðkvæðið hjá útgefendum í gegn-
um árin að ijóðabækur seldust því
miður bara nánast ekki neitt og
útgáfa þeirra þjónaði þeim tilgangi
einum að hlúa að skáldskapnum í
landinu. I samræmi við þessa kenn-
ingu hafa útgefendur haldið auglýs-
ingum á ljóðabókum í lágmarki,
bóksaiar komið þeim fyrir á sem
óaðgengilegustum stöðum óg ljóð-
skáld snúið sér að skáldsagnagerð
til að hafa ofan í sig og á.
En á jólabókamarkaði anno 1988
er sem sagt komið annað hljóð í
strokkinn. Nú eru ljóðabækur
helstu skrautfjaðrirnar í höttum
útgefanda. Utgáfa þeirra „sætir
tíðindum", „bætir úr brýnni þörf“,
„mun vekja verðskuldaða athygli"
o.s.frv. o.s.frv.
Það skyldi þó aldrei verða ljóða-
bók á metsölulistanum í ár?
eftir Friðriku
Benónýsdóttur
SÍGILD TÓNUST/Á/ml tónverk einkum til útflutnings?
Upphefðin
kemur að utan
Verk íslenskra tónskálda eru
töluvert leikin bæði heima og
erlendis og eiga íslenskir
hljóðfæraleikarar drjúgan þátt i
því. En íslenskir áhorfendur hafa
á stundum virst æði áhugalitlir
um flutning á verkum samlanda
sinna. Því hefúr oft verið haldið
fram, að til þess að íslensk
tónskáld hljóti þá athygli og
frægð sem þeim beri, verði hún
að koma að utan. Vissulega
vekur upphefð erlendis frá umtal
hér heima en eykur hún
vinsældir tónskáldanna?
Atli Heimir Sveinsson, sem
m.a. hefur hlotið tónskálda-
verðlaun Norðurlandaráðs, játaði
því að framinn kæmi erlendis frá.
Hann sagði að slíkt gilti að ein-
hvetju leyti um
alla listamenn,
jafnt tónskáld sem
aðra. íslendingum
hætti til að van-
meta sína lista-
menn, þar til þeir
hefðu unnið sér
viðurkenningu er-
lendis. „Menn end-
urskoða álit sitt á verðlaunahestun-
um og það getur verið kostur. Hitt
er eflaust einnig til, að lakari lista-
menn, sem hafa hlotið frægð er-
eftir Urði
Gunnarsdóttur
Jón Ásgeirsson. Atli Heimir. Karólína Eríksdóttir.
Frægðin er ekki allt
Ekki eru þau sammála um hvort
upphefðin komi að utan. En
segja að sístækkandi hðpur
íslenskra áheyrenda færi
mönnum sanninn um að ekki
sé allt fenglð með f rægðinni.
Leifúr Þórarinsson.
lendis, verði þekktari hér heima en
hinir. En frægð og veraldargengi
er ekki alltaf mælikvarði á hæfi-
leika.“
Engar fi-éttir af viðtökum
Karólína Eiríksdóttir svaraði
spurningunni játandi. Hún sagði að
verk íslenskra tónskálda virtust
sjaldnast vekja athygli hér fyrr en
frést hefði af góðum undirtektum
erlendis. En þær fréttir bærust ekki
nærri alltaf, samanber Nágon har
jeg sett, óperu eftir hana sem var
flutt í Svíþjóð í sumar. „Óperan
hlaut góða dóma í á öðrum tugi
blaða en hingað hafa ekki borist
neinar fréttir af viðtökunum."
Karólína sagði að svo virtist sem
mun meira væri flutt af verkum
íslendinga erlendis en hér heima.
Hér ættu tónskáld sér þó tryggan
hóp áheyrenda sem fylgdist vel með
verkum þeirra.
Vllllkettlrnlr
frá ARCnCOff erukomnir
Vélsleða-frumsýning um Kelglna
Þessari sýningu má enginn missa af.
Komið um helgina, strjúkið villiköttunum og heyrið þá mala
um leið og þið þiggið veitingar í glæsilegum húsakynnum Bifreiða 8t landbúnaðarvéla hf. í
Ármúla 13. Öll fjölskyldan mun finna þrumuvélsleða við sitt hæfi og nú á þrumuverði.
Staðfestið pantanir strax. Takmarkaðar birgðir í fyrstu sendingu vetrarins.
ca
ACJAGAFS440
Staógr.mró 274.000,-
Afb.veró 288.000,-
„Þjónustanerokkar
segir Gunnnar Brynjólfsson
„CATMASTER", sem er nýkominn úr
sinni þriðju ferð frá verksmiöjunni, en
hann heldur hér á nýjasta afkvæmi
ca45 Hö
AC PANTERA 500
Staógr.vers 389.000,-
AÁ.veró 409.000,-
ca 56 Hö
ACCHEETAH 500
Staógr. veró 399.000,-
A'b veró “0 000’ OPIÐ LAUGARDÁÖ10-17
SUNNUDAG13-17
Staógr. veró 446.000,-
Afb. veró 469.000,-
ca74 Hö
AC ELTIGRE EXT
Staógr.veró 389.000,-
Afb.veró 409.000,-
ACCOUGAR 440
Staögr.verA 341.000,*
Afb.verA 359.000,-
ca 56 Hö
KVIKMYNDIR/Em handritin brota-
löm hjá okkur?
í upphafi
var orðið
Spurningin er þessi: Þarf íslensk kvikmyndagerð á mönnum
að halda sem hafa lært og sérhæft sig í gerð
kvikmyndahandrita?
„Hiklaust," segir Guðný Halldórsdóttir sem leikstýrir
Kristnihaldi undir jökli og fékk Kanadamann til að gera
handritið að myndinni.
Nað þarf atvinnumenn í hand-
ritagerð eins og öðru,“ sagði
Sveinbjöm I. Baldvinsson í stuttu
símtali vestan frá Los Angeles þar
sem hann leggur stund á nám í
gerð kvikmynda-
handrita. „Handri-
tið er grundvöllur
myndarinnar.“ En
hann bætir því við
að það sé aldrei
hægt að læra það
sem mestu máli
skiptir, sjálfa
sköpunina. „Ann-
aðhvort hefur þú hæfileika eða
ekki.“
Enginn verður skáld bara af því
hann lærir að skrifa og handrits-
höfundar eru síst minni skáld en
rithöfundar, þótt þeir eigi víða í
miklum erfiðleikum með að fá þá
viðurkenningu. Þú getur lært bygg-
ingu og gerð handrits en það sem
skiptir máli er hið skáldlega innsæi
höfundanna eins og í annarri skap-
andi list.
Hvað á handritið mikinn þátt í
að gera bíómynd góða? Kurosawa
sagði einu sinni: „Með mjög góðu
handriti gæti jafnvel annars flokks
I leikstjóri gert fyrsta flokks mynd.
En með slæmu handriti gæti jafn-
vel fyrsta flokks leikstjóri ekki gert
virkilega fyrsta flokks mynd.“
Þetta er önnur leið til að segja
að leikstjórinn er aldrei betri en
handritið sem hann vinnur með. Það
hlýtur auðvitað að skipta gríðarlega
miklu máli hvernig handritið er og
íslenskir kvikmyndagerðarmenn
virðast vera að gera sér grein fyrir
því meira en áður. Sveinbjörn
stundar nám í handritagerð í Kali-
forníu, sem er ein leið til bættrar
handritsgerðar. Handritið að
Kristnihaldi undir jökli, sem Guðný
Halldórsdóttir leikstýrir, er skrifað
af Kanadamanninum Gerald Wil-
son. Það er önnur leið.
„Mér finnst handrit vera undir-
staðan undir góða kvikmynd," sagði
Guðný í stuttu spjalli, „og ég hafði
ekki það mikla oftrú á mér að ég
treysti mér útí hvort tveggja."
Það hafa þó margir leikstjóramir
okkar gert og haft þannig öll ráð
sköpunarinnar í hendi sér með mis-
jöfnum árangri. Það er eitt að vera
leikstjóri sem ræður leikara, ræður
búningum, ræður tökustöðum, ræð-
ur tónlist, ræður sjónarhomum,
myndatökumanni, öllu sem viðkem-
ur öðrum Lcknilegum vandamálum
Indriðason