Morgunblaðið - 06.11.1988, Síða 38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1988
38 C
Helga Þ. Guðmunds-
dóttir—Minning
Fædd 23. febrúar 1900
Dáin 15. október 1988
Þuríður Helga Guðmundsdóttir
fæddist á Óslandi í Óslandshlíð,
Skagafirði. Foreldrar hennar voru
Guðmundur Pétursson Pálssonar
sem bjó á Ytri-Kotum og víðar í
Blönduhlíð, og Solveig Jónsdóttir
Sigurðssonar bónda á Göngustöð-
um í Svarfaðardal. Hún kom sem
ráðskona til Guðmundar í Hjalta-
staðahvamm í Blönduhlíð, þar sem
hann bjó með móður sinni, Kristínu
Guðmundsdóttur. Var Solveig ný-
lega orðin ekkja og hafði með sér
' son sinn ungan, Jón Ferdinandsson.
Þau Guðmundur giftust síðar og
áttu saman 5 böm. Elst þeirra var
Kristín, þá Helga, Jórunn, Páll og
Kristrún yngst. Öll eru þau látin
nema Jorunn og Kristrún. Þau
Guðmundur og Solveig bjugggu
aldrei á eignaijörð, en voru leigulið-
ar víða í Skagafirði, lengst í Smiðs-
gerði í Kolbeinsdal, eða 8 ár. Þar
lést Guðmundur árið 1920. Með
fádæma þrautseigju og elju tókst
þeim að halda saman hópnum
sínum og koma til manns. Lífið var
enginn dans á rósum á þessum
tímum. Þau systkini þurftu ekki að
láta sig dreyma um langa skóla-
göngu og ferð til sólarlanda eftir
lokapróf. En ég veit að þau notuðu
þeim mun betur hverttækifæri, sem
gafst til sjálfsnáms og sjálfsmennt-
unar. Baráttan þjappaði þeim sam-
an, þau báru hvers annars byrðar
og voru tengd traustum böndum
alla ævi. Ung að árum réðst Helga
í kaupavinnu, í Skagafirði og víðar.
Hún var hörkudugleg og snillingur
í höndunum svo að vel hefur mátt
nota verkin hennar. Jón, hálfbróðir
Helgu, var mikill hestamaður. Hjá
honum komst hún fyrst í kynni við
góða hesta, en þeir voru hennar
yndi alla tíð. Það brá birtu yfir svip
hennar og hún minntist horfinna
ánægjustunda, þegar fallega hesta
bar fyrir augu. Þrátt fyrir harða
lífsbaráttu í uppvexti, var Skaga-
flörðurinn alltaf baðaður sól í henn-
ar minningu og klappimar hjá
Hjaltastaðahvammi alltaf sami
ævintýraheimurinn. En þar og í
Smiðsgerði lágu hennar dýpstu
rætur.
En „tilvera okkar er undarlegt
ferðalag". Hennar leið átti eftir að
liggja austur fyrir heiðar. Tæplega
þrítug gerðist hún ráðskona vega-
manna á Öxnadalsheiði. Mannsefn-
ið hennar, Kristján Albertsson, var
verkstjóri þar í flokki. Kristján var
frá Hallandsnesi á Svalbarðsströnd,
eyfirskur að ætt. Þau giftust 1930.
Fýrstu árin bjuggu þau á Hallands-
nesi, en síðan á Akureyri það sem
eftir var ævi. Þau eignuðust 4 dæt-
ur, Ragnheiði, Solveigu, Ingu Bertu
og Erlu. Helga og Kristján bjuggu
lengst á Sigurhæðum, húsi skálds-
ins, Matthíasar. Þar sá ég Helgu
fyrst og fannst hún vera eins og
drottning í ríki sínu í þessu tígulega
umhverfi.
Mér fannst hún vera ímynd móð-
urlegrar hlýju og kærleika. Hún var
ekki rík á veraldarvísu, en með orðs-
kviðinn í huga, að „ríkur er sá einn,
sem gefur" var henni ekki auðs
vant. Helga var höfðingi í lund og
örlát með afbrigðum. Hún mátti
ekki aumt sjá nema fá úr bætt.
Hún var afar bamelsk og laðaði
að sér böm eins og segull stál.
Hennar móðurfaðmur náði ekki
aðeins yfir fjölskylduna, heldur alla
þá, scm hún batt tengsl við.
Ég kynntist Helgu fyrst haustið
’81, þegar ég fluttist til Akureyrar.
Hún var móðursystir mín og jafn-
vel sem önnur móðir. Hún tók mér
opnum örmum og deildi með mér
áhyggjum af hestaeign minni, þeg-
ar við vorum að nema land hér
nyrðra. Ég heimsótti hana oft og
lét þá móðan mása um hestana.'
Það féll í góðan jarðveg. í vondum
veðmm snemma vetrar áður en tek-
ið var á hús, hafði hún jafnvel
meiri áhyggjur af hestunum mínum
en ég. Við áttum fleira sameigin-
legt, Skagafjarðaráráttuna. í ágúst
’87 bauð ég henni í ökutúr vestur
að Hólum í Hjaltadal. Heilsu hennar
var þá mjög hrakað. Bíllinn minn
var enginn lystivagn, en ég vissi
hve mikil ferðakona hún var og tók
því áhættuna. Veðrið var heldur
drungalegt og þoka í fjöllum. Þegar
í Hola kom, var Helga mjög þreytt,
staulaðist þó um kirkjugarðinn og
hugaði að leiðum ættmenna. Sáum
við þá,að sólskin var úti í Óslands-
hlíðinni. Stakk ég upp á að fara
þar út, gegnum Fljótin, yfir Lág-
heiði og fyrir Ólafsljarðarmúla.
Hún féllst á það og fór nú öll að
lifna. Þetta varð einhver skemmti-
legasta ferð, sem ég hef farið ak-
andi. Hetjan aldna gleymdi þreytu
og vanlíðan við þessa lygnu fegurð,
sem alls staðar blasti við. Holóttur
vegurinn og hriktið í bílskriflinu
máttu-sín einskis hjá eyjunum, sem
risu úr speglandi sjónum, baðaðar
sól, og bæjunum, sem Helga þekkti
alla með nöfnum. Hún vissi bæði
deili á íbúum og liðnum atburðum.
En ættfróð var hún með afbrigðum
og hafði stálminni. Þegar út í Múl-
ann kom, varð þokan svo svört, að
varla sást fram fyrir ökutækið. Ég
fór að skammast mín fyrir að draga
hana út í slíkt ævintýri. En hún var
ekki klökk, hélt að ekki væri mikils
misst í útsýni hér, fyrst við hefðum
notið svo mikillar sólar í Skagafirð-
inum.
Þetta var Helgu líkt, hún sótti í
sig veðrið við hveija raun, ef aðeins
var skin milli skúra.
Næsta dag, nær farlama eftir
volkið, lék hún á alls oddi og lifði
í minningunni um þennan bjarta
dag.
Þegar Sigurhæðir voru gerðar
að minjasafni Matthíasar 1959,
urðu þau Helga og Kristján að þoka
um set. Var þeim það sámauðugt
í fyrstu. Þau keyptu þá hæð á
Holtagötu 8. Þar undu þau bæði
vel uns Kristján dó veturinn 1982,
eftir skamma legu á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu. Helga fluttist þá til
Solveigar dóttur sinnar og Einars
Gunnlaugssonar manns hennar í
Alfabyggð 8. Þar naut hún skjóls
um hríð. Elli og veikindi sóttu hana
fast og fyrir tæpu ári fór hún á
Dvalarheimilið Hlíð. Hún naut
heimsókna dætra og annarra ná-
inna og vildi fylgjast með öllu. Hún
hélt andlegri reisn sinni allt til
dauða og minnið var nær ófölskv-
að. Ef ég, gripin fróðleiksfysn um
ættir og atburði úr fortíðinni, leit-
aði til Helgu, var hún vön að gefa
mér greið svör.
Nú er skarð fyrir skildi og tóm-
legt að fara hjá Dvalarheimilinu,
þótt allt sé óbreytt hið ytra. Helga
dó á Fjórðungssjúkrahúsinu, sár-
þjáð en æðrulaus. Útför hennar fór
fram frá Akureyrarkirkju 24. okt.
sl. í sólbjörtu og tæru haustveðri.
Mér kom þá i hug, að nú væri hún
loks komin heim.
Með innilegu þakklæti kveð ég
Helgu frænku mína og bið henni
guðsblessunar.
Af eilífðarljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en auga sér
mót öllum oss faðminn breiðir
(E. Ben)
Hallfríður Kolbeinsdóttir
Margar ljúfar minningar koma
upp í hugann þegar ég minnist
Helgu frænku minnar. Hún var mér
einkar mikilvæg og ástkær á upp-
eldisárum mínum á Akureyri. Hún
var fyrir mig ímynd góðvildarinnar
og mannkærleikans. Hún var
ömmusystir mín en við þær aðstæð-
ur sem ég ólst upp hjá ömmu minni
var hún mér í raun og veru mjög
nátengd og lét sér ákaflega annt
um mig alla tíð. Helgu var reyndar
einstaklega annt um öll sín skyld-
menni og fylgdist náið með högum
allra til hinstu stundar. Hún og eig-
inmaður hennar, Kristján Alberts-
son, mikill vinur minn og heiðurs-
maður, sem nú er einnig látinn,
héldu alla tíð mjög rausnarlegt og
alúðlegt heimili á Akureyri. Þangað
voru ætíð allir velkomnir og hlýjan
sem mætti manni frá þeim hjónum
var einstök. Mínar fyrstu skíru
bemskuminningar eru einmitt frá
heimili þeirra á Sigurhæðum Matt-
híasar þjóðskálds, þar sem þau
bjuggu langa hríð. Þangað lá leið
mín að ég held næstum á hverjum
einasta degi á bemskuárunum. Þar
var alltaf mikið um að vera og
spennandi fyrir lítinn snáða. Þau
Kristján og Helga áttu fjórar dæt-
ur, Ragnheiði, Sólveigu, Ingu Bertu
og Erlu, sem þurfti að_ sjálfsögðu
mikið fyrir að hafa þá. Ég var tek-
inn sem einn í fjölskyldunni og þær
systur litu nánast á mig sem litla
bróður. Kristján vann alla ævi hörð-
um höndum við ýmiskonar vinnu
er tengdist verklegum framkvæmd-
um og sjávarútvegi, seinni hluta
ævinnar lengst af þó sem netagerð-
armaður. Helga sá hins vegar alfar-
ið um heimilið og gerði það af ein-
stökum myndarskap á öllum svið-
um. Helga var frábær matreiðslu-
t
Dóttir mín,
ANNA RAGNHILDUR VIÐARSDÓTTIR,
andaðist í Landspítalanum 4. nóvember sl.
Fyrir hönd aðstandenda,
Viðar Jónsson.
Móðir mín, t
MARGRÉT ÁRNADÓTTIR
frá Gunnarsstöðum,
Hringbraut 91,
Reykjavík,
andaðist 2. nóvember í Toronto. Minningarathöfn auglýst síðar.
Kristin Gfsladóttir.
t
Útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
HARÐAR GUÐMUNDSSONAR,
Álfheimum 26,
Reykjavfk,
verður gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn 7. nóvember kl. 10.30.
Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeir sem vilja minnast hans
eru beðnir að láta líknarstofnanir njóta þess.
Guðrún Klemenzdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
GUÐLAUG SIGMUNDSDÓTTIR,
frá Gunnhlldargerði,
til heimllis á Dalbraut 27,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 8. nóvember
kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.
Inga M. Langholt,
Ragnhildur Pótursdóttir,
Einar Pótursson,
Rós Pétursdóttir,
Bryndfs Pétursdóttir,
Margrét Þorvaldsdóttir,
Þórey Sævar Sigurbjörnsdóttir,
Benedikt Langholt,
Ásmundur Matthfasson,
Sigrfður Karlsdóttir,
Magnús J. Jóhannsson,
Örn Eirfksson,
börn og barnabörn.
t
Útför
GUNNARS BJÖRNSSONAR
frá Sólheimum,
Drápuhlfð31,
Reykjavfk,
verður gerð frá Hallgrimskirkju þriðjudaginn 8. nóvember kl. 15.00.
Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en þeir sem vilja minnast hans
eru beðnir aö láta líknarstofnanir njóta þess.
Ragnhelður Jónsdóttir,
Valgerður Jóna Gunnarsdóttir, Ingi Kr. Stefánsson,
Ragnar Gunnarsson, Annie Lindquist,
Slgrfður Hr. Gunnarsdóttir, Eyþór Árnason,
Ingibjörg Ásta Gunnarsdóttir, Sigvaldi Thordarson.
kona. Ekki er mér kunnugt um
hvort hún lærði til þess á sínum
tíma, eða hvort þetta voru með-
fæddir hæfileikar, en ég finn enn
glöggt bragðið af mörgu góðgætinu
hennar endur fyrir löngu, steikta
steinbítnum og rauðsprettunni sem
Kristján færði heim, eða þá kjöt-
bollunum og brúnaða rauðkálinu,
rabarbarasultunni, kúmentíglunum
eða soðna brauðinu og svo mætti
endalaust telja. Á Sigurhæðum var
mikið heimilishald og spennandi að
fylgjast með. Þar var sláturgerð
mikil, saltsíld í tunnum, þvottadag-
ar stórir, mikill bakstur og kaffi-
brennsla svo eitthvað sé nefnt.
Kristján gerði svo við net á kvöldin
í suðurhluta kjallarans. Hvammur-
inn fyrir ofan Sigurhæðir og stall-
arnir, skógarlundurinn suður og
upp með Eyrarlandsveginum og
stóru reynitrén í suðurgarðinum,
allt var þetta ævintýraveröld fyrir
mig hjá þeim Helgu og Kristjáni.
Ég sé Helgu fyrir mér á þeim tíma
í sólskininu inn um litað glerið í litlu
gluggunum á veröndinni eða á
stéttinni við eldhúströppumar. Inn-
anstokks var ávallt mikið um að
vera og sýslað við margt af hagleik
en oft var einnig heitt í kolunum
hjá þeim systrum. Ekki voru þau
Kristján og Helga heldur alltaf sam-
mála enda féllu áhugasviðin ekki
alltaf saman. Helga hugsaði fyrst
og fremst um mannfólkið og vellíð-
an allra sem voru í kringum hana
en Kristján aftur meira um lands-
málin. Jolaundirbúningurinn hjá
Helgu og fjölskyldu á Sigurhæðum
var stórkostlegur á mínum mæli-
kvarða þá, teiknað og föndrað, bak-
að og undirbúið. Þar var líka hald-
inn almennilegur bolludagur og
margir aðrir góðir siðir í heiðri hafð-
ir. A aðfangadagskvöld vorum við
amma ævinlega með fjölskyldunni
á Sigurhæðum og er það til marks
um hversu náin tengsl voru þarna
á milli. Þegar Sigurhæðir voru gerð-
ar að safni í minningu Matthíasar
Jochumssonar fluttust Helga og
Kristján á Holtagötu 8 á Akureyri.
Þar bjuggu þau um langt skeið,
Kristján til dauðadags 1982 og
Helga þar til hún fluttist til dóttur
sinnar, Sólveigar. Þar var sami
myndarskapurinn á heimilishaldinu
þótt minna væri umleikis eftir að
allar dætumar voru fluttar að heim-
an. Tvær þeirra, Ragnheiður og
Inga Berta, höfðu þá flust vestur
um haf til Kaliforníu og stofnað þar
heimili. Helga fór nú að bera um-
hyggju fyrir öllum barnabömunum
og var stöðugt með fólkinu sínu í
huganum þótt langt væri orðið á
milli hennar og sumra þeirra. Nærri
sjötug að aldri tók Helga sig upp
og heimsótti dætur sínar tvær í
Ameríku en Kristján fór ekki. Sú
ferð varð henni mikil upplyfting og
gleðigjafi alla tíð síðan. Eftir það
gat hún ímyndað sér hvemig lífíð
gekk fyrir sig hjá fólkinu hennar
þar vestra. Helga hafði mikla
ánægju af að fá myndir af fólkinu
sínu og hafði alla tíð mikið af þeim
uppi við til augnayndis. Kristjáni
fannst stundum nóg um og kallaði
það í stríðni sinni dýragarðinn
hennar en henni var nú sama um
það. í Holtagötuna var alla tíð jafn
indælt að koma og viðmótið með
eindæmum. Ég skrapp stundum í
frímínútum þegar ég var í gagn-
fræða- og menntaskólanum til
Helgu til að fá eitthvað notalegt
og spjalla aðeins. Á sunnudögum
fórum við svo oft í heimsókn með
mat og kaffi og öllu tilheyrandi.
Milli mála veltum við Krístján okk-
ur í grasinu úti í garði og spjölluð-
um saman um framtíðina. Helga
sinnti húsverkunum alla tíð af jafn
mikilli óeigingirni. Þó gekk Helga
með slæman húðsjúkdóm sem tók
mjög á hana og var aðdáunarvert
hversu vel hún bar það af sér þrátt
fyrir að hún væri oft augljóslega
mjög kvalin. Síðustu árum ævi
sinnar eyddi Helga á heimili Sól-
veigar dóttur sinnar á Akureyri þar
sem hún naut einstakrar umhyggju
hennar og Einars Gunnlaugssonar
tengdasonar síns og barna þeirra.
Samverustundir okkar Helgu urðu
því miður allt of fáar nú seinni ár-
in. Ég sakna Helgu úr lífinu og
minnist þeirra hjóna beggja með
miklu þakklæti og lotningu.
Guðmundur Pétursson