Morgunblaðið - 06.11.1988, Qupperneq 40
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1988
40 C
Halldóra B. Þórðar-
dóttir - Minning
Fædd 16. nóvember 1986
Dáin 31. október 1988
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið iát mig dreyma
og Ijúfa engla geyma
öll bömin þín, svo blundi rótt. (M.Joch.)
Nú er hún sofnuð, svefninum
langa, elsku litla frænka okkar, hún
Halldóra Bjðrg. Hver skilur tilgang
lífsins, þegar svona yndislegt lítið
bam er hrifíð á brott.
Hún var aðeins rúmlega átta
■l. mánaða er í ljós kom að hinn skæði
sjúkdómur hafði náð tökum á henni.
I veikindum sínum hafði Halldóra
ávallt foreldra sína sér við hlið. Það
var hennar lán að eiga góða for-
eldra, þau vemduðu hana og studdu
allt til hinstu stundar.
Þó Halldóra hafí ekki átt langa
ævi, skilur hún eftir stórt skarð í
hjörtum okkar. Augun bláu og bros-
ið hennar bjarta lifa í minningu
okkar um ókomna tíð.
Já, sefist sorg og tregi
þér saknendur við gröf,
því týnd er yður eigi
hin yndislega gjöf.
Hún hvarf frá synd og heimi
j til himins - fagnið því
svo hana Guð þar geymi
og gefi fegri á ný.
(Bjöm Halldórsson)
Elsku Anna, Þórður, Guðbjörg
og Berglind, megi góður guð geyma
litlu dóttur ykkar og systur — og
styrkja ykkur og styðja.
Halldór, Guðrún
Kristin og Sigrún
Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér,
- hvert andartak er tafðir þú hjá mér
var sólskinsstund og sæludraumur hár,
? minn sáttmáli við guð um þúsund ár.
(Halldór Laxness.)
16. nóvember 1986 fæddist þeim
Önnu Friðþjófsdóttur og Þórði
ÓDÝRT
ÓDÝRU AUSTURÞÝSKU
MATAR-
OG
KAFFISTELLIN
ERUKOMIN
HEILDSÖLUBIRGÐIR
VERSLUNARDEILD
HOLTAGÖRÐUM StMI 6812 66
Hallgrímssyni falleg og hraustleg
dóttir, Halldóra Björg. Hún var
þriðja dóttir þeirra hjóna, þriðja
nóvemberstjaman þeirra, en hinar
tvær eru Guðbjörg og Berglind sem
verða 12 og 4ra ára núna í nóvem-
ber. Þegar Halldóra Björg litla var
rúmlega 8 mánaða gömul upp-
götvaðist að hún var með æxli í
höfði. Allt var reynt til að hún
mætti ná heilsu á ný, uppskurður,
lyfjameðferð og geislar en án
árangurs. Von sem kviknaði að
morgni slokknaði að kveldi. Barátt-
an sem stóð í 15 mánuði tapaðist.
Eftir stendur minningin um litla
hnátu með stríðnisglampa í augum
og svo ótrúlega oft bros á vör. Litla
geðgóða pabbastelpu sem spurði
„Hvar er pabbi?“ með stuttu milli-
bili þegar pabbi var ekki nálægur,
sem ískraði í af kátínu þegar henni
tókst vel upp að stríða Indu frænku.
Elsku Anna og Þórður, ykkar
sorg er stór og þið hafíð reynt mik-
ið, verið beygð en ekki brotin. Ykk-
ur ásamt Guðþjörgu og Berglindi,
ömmum og öfum, Indu Marý og
öðrum ástvinum sendum við okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Fagra bam, úr faðmi tekið mínum,
flyttu hjartans kveðju nöfnum þínum.
Hátt á himinteigi
hitta nú á vegi
lífsins rósir litla „gleym-mér-eigi“.
Vertu sæl, vor litla ljúfan blíða,
lof sé Guði, búin ertu’ að striða.
Upp til sælu sala
saklaust bam, án dvala!
Lærðu ung við engla Guðs að tala!
(Matthías Jochumsson.)
Hrefiia og Snorri
Á morgun, mánudag, kveðjum
við elsku litlu systurdóttur mína,
Halldóru Björgu.
Hún var átta mánaða þegar í ljós
kom að hún var með æxli í höfði.
Oft spurði maður sig hvers á barn
að gjalda og hver er tilgangurinn.
Fátt verður um svör því erfitt er
að sjá tilgang með þeim erfiðleikum
sem framundan voru, þessa mánuði
sem hún lifði. En það birti upp á
milli, þá var hún svo glöð og kát,
því hún var með eindæmum skýr
og fljót til. Halldóra var skapgóð
og mjög eftirtektarsöm um um-
hverfí sitt þrátt fyrir veikindi sín.
Oft var stríðnisglampi í augunum.
Við eigum eftir að sakna Halldóru
litlu mikið. Hún var mjög sterk, því
það var með ólíkindum, hvað lagt
var á þennan litla líkama. Hún átti
góða að. Foreldrar hennar, Anna
og Þórður, voru alltaf til staðar,
óskaplega dugleg og létu aldrei
bugast, þó oft væri erfítt að horfa
upp á veikindi Halldóru litlu.
Nú hefur Halldóra litla fengið
hvíldina.
Við eigum eftir að sakna lítillar,
fallegrar frænku.
Vertu sæl, vor litla ljúfan blíða,
lof sé Guði, búin ertu að striða.
Upp til sælu sala
saklaust bam á dvala.
Lærðu ung við engla Guðs að tala. (M. Joch.)
Inda og Siggi
Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér,
- hvert andartak er tafðir þú hjá mér
var sólskinsstund og sæludraumur hár,
minn sáttmáli við guð um þúsund ár.
já vita eitthvað anda hér á jörð
er ofar standi minni þakkargjörð
í stundareilífð eina sumamótt.
Ó alheimsljós, ó mynd sem hverfur slqótt.
(Halldór Laxness)
Sporin hennar Halldóru litlu voru
örstutt en samt djúp í hjörtum okk-
ar allra.
Halldóra Björg veiktist af alvar-
legum sjúkdómi rúmlega átta mán-
aða gömul. Hún gekkst undir
tvísýna skurðaðgerð þá og síðan
lyfja- og geislameðferð, en ekkert
varð við ráðið. Allan þennan tfma
sýndi hún fádæma geðprýði og ljúf-
mennsku. Hún fór óvenjusnemma
að tala og var mjög næm og fljót
að læra af umhverfínu. Veikindi
hennar háðu henni ekki á því sviði
og náði hún að tileinka sér svo ótrú-
lega margt á sínum tæpu tveimur
árum.
Það er ekki öllum gefíð að fylgja
baminu sínu í gegnum slíkar þreng-
ingar og halda sálarró sinni og
andlegu jafnvægi.
Þeim Onnu og Þórði tókst þetta
aðdáanlega um leið og þau sýndu
svo einstaka ástúð og umhyggju
að eftir var tekið.
Læknar og starfsfólk á bama-
deild Landspítalans sem önnuðust
Halldóru litlu í veikindum hennar
reyndust henni og foreldrunum
Fæddur 7. nóvember 1919
Dáinn 3. júlí 1988
Dags að kveldi, er margs að minnst
máttur lífs þá burtu þver
því að ótal áfram lifa
unnin störf að baki þér. (Ásg. J.)
Það em myndir um dugnað og
hreysti sem koma upp í hugann,
þegar ég minnist frænda míns Sig-
urvins Bergssonar bónda og físk-
matsmanns á Bergi í Eyrarsveit,
en hann andaðist í byijun júlímán-
aðar síðastliðins. Þessi minningar-
orð em því dálítið seint á ferðinni,
en þannig stóð á að við hjónin vor-
um í sumarferðalagi er Sigurvin
lést, en hann var um margt minnis-
stæður maður og góður frændi.
Hann fæddist í Krossnesi í Eyrar-
sveit, foreldrar hans Bergur Þor-
steinsson og Ólafía Guðmundsdóttir
reistu sér bú í Krossneslandi, þar
ólst hann upp og var frá unga aldri
dgulegur við allt sem hann gerði.
Tvö bræður átti Sigurvin, þá Guð-
mund Bergsson sem býr í Reykjavík
og Kristinn Hlíðar sem látinn er
fyrir allmörgum ámm, hann bjó á
Ákranesi.
Þegar litið er til baka til þess
tíma er Sigurvin var ungur maður
þá varð fólk að leggja hart að sér
við vinnu því vélar vom þá ekki
komnar til sögu nema að litlu leyti.
í Krossnesi hafði frá fyrstu tíð ver-
ið mannmargt og var það enn um
þétta leyti, þar vom margar hendur
við störf bæði til lands og sjávar.
Sigurvin var þar góður liðsmaður,
þaðan reri hann til fiskjar og stund-
aði búskapinn. Þetta var gott líf
og oft glatt á hjalla hjá unga fólk-
inu.
Eftir að Sigurvin kvæntist, árið
1950, settist hann að í Gmndarfirði
ásamt eiginkonu sinni Valgerði
Haraldsdóttur, sem traust og hljóð-
lát hefur staðið við hlið eiginmanns
síns í umfangsmiklum störfum
hans. Heimili þeirra var lengst af
að Hlíðarvegi 14 en það hús byggðu
mjög vel og veittu þeim ómetanleg-
an stuðning.
Við kveðjum nú þessa litlu, fal-
legu og greindu stúlku með miklum
söknuði. Dugnaður hennar og bar-
átta mun aldrei gleymast. Við
geymum brosið hennar blíða.
Elsku Anna, Þórður, Guðbjörg
og Berglind, þrátt fyrir mikinn missi
og djúpa sorg sem þið standið nú
frammi fyrir, mun minningin um
Halldóru litlu lifa og verða ykkur
dýrmæt.
Kata og Einar
Fyrir 12 árum urðum við og
Anna og Þórður foreldrar í fyrsta
skipti, þegar við eignuðumst Guð-
björgu og Jón Viðar.
Tíu árum síðar göngum við aftur
saman í gegnum þetta hlutverk.
Við eignuðumst þá báðar fallegar
stúlkur. í millitíðinni fæddist þeim
Önnu og Þórði stúlkan Berglind,
fædd 1984.
þau árið 1966. Um stafsævi Sigur-
vins má segja að hann hafi tekið
virkan þátt í tveimur aðalatvinnu-
vegum þjóðarinnar, í uppbyggingu
bújarðar með ræktun og ástundun
pg sem fískmatsmaður um árabil.
í Grundarfírði vann Sigurvin aðal-
lega við fískvinnslu og gerðist físk-
matsmaður uns hann lét af því
starfí af heilsufarsástæðum á
síðastliðnu ári. Þó honum félli vel
að vinna við sjávarsíðuna þá átti
sveitin sterk ítök í honum og í reynd
lagði hann aldrei niður búskap á
sínum æskuslóðum sem hann unni
alla ævi. Hann byggði þar góð pen-
ingshús og rak þar búskap, fór á
milli og annaðist búféð og vann að
stækkun jarðarinnar og ýmsum
umbótum, og svo fór að lokum að
sveitin sigraði. Það urðu þáttaskil
er Bergur sonur hans stofnaði ný-
býli á jörðinni og sameiginlega
reistu þeir tveggja hæða íbúðarhús.
Þangað fluttu þau Valgerður og
Sigurvin fyrir nokkrum árum, þar
undu þau sér vel í návist sonar og
fjölskyldu hans. Sem 'bóndi naut
Sigurvin sín best og hafði hann
t
Móðir okkar, tengdamóöir, amma og langamma,
JÓNfNA margrét jónsdóttir,
Barmahlíð 52,
Reykjavlk,
sem lést 28. október verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánu-
daginn 7. nóvember kl. 15.00.
Þorgerður Jónsdóttir, Þorgeir Þorleifsson,
Auður Jónsdóttir, Sævar Halldórsson,
Jóhanna Jónsdóttir, Ólafur Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
FANNEY JÓNASDÓTTIR,
Sogavegi 123,
veröur jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 7. nóvember kl.
15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast
hennar er bent á Krabbameinsfélag íslands.
Magnús Þorsteinsson,
Betty Benjamínsdóttir, Sigurður Einarsson,
Sigurður Benjamfnsson, Guðný Jónadóttir,
Sigurlaug Sigurðardóttir, Hörður Óskarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Sigurvin Bergsson,
Bergi - Minning
Fyrstu mánuðimir eftir að Hall-
dóra og Anna Fríða fæddust voru
ósköp venjulegir. Vinir og kunningj-
ar komu í heimsókn til að skoða
litlu stúlkumar, allt var ósköp eðli-
legt. Halldóm fór vel fram, var
dugleg lítil stúlka svo unun var að
sjá.
En allt í einu verður Halldóra
alvarlega veik, það veik að hún
varð að gefast upp og kvaddi þenn-
an heim, aðeins tæplega tveggja
ára gömul. Við spyijum af hveiju,
af hveiju svona lítil og yndisleg
stúlka? Stúlka sem á alla framtíðina
fyrir sér, svo kát og fjörug. Við
emm harmi slegin, af hveiju þarf
svona lítil, yndisleg stúlka að ganga
í gegnum þennan hræðilega sjúk-
dóm?
En yndislegt var að sjá og finna
hvemig foreldrar og systur hennar
börðust með henni í þessum veik-
indum hennar. Þau neituðu að gef-
ast upp. Það sýnir hvem mann þau
hafa að geyma.
Auðvitað fínnst okkur allt of
mikið lagt á eina fjölskyldu. Anna
og Þórður hafa verið sterk og dug-
leg í baráttunni með henni. Von-
andi verða þau sterk áfram.
Þegar Anna Fríða okkar verður
eldri fær hún að heyra allt um
Halldóm. Þær léku sér oft saman
og vom góðar litlar vinkonur.
Við viljum þakka fyrir þessar
samvemstundir sem við höfum átt
saman þessi tæp tvö ár með Hall-
dóm.
Elsku Anna, Þórður, Guðbjörg
og Berglind. Við biðjum þess að sá
sem ræður byr, styðji og styrki
ykkur. Þið eigið minninguna um
yndislega dóttur og systur. Öðmm
aðstandendum vottum við okkar
dýpstu samúð.
Halldóra gleymum við aldrei.
Fjölskyldan Túngötu 1,
Vestmannaeyjum.
jmdi af hestamennsku og fór oft á
hestamannamót ásamt fjölda ungra
manna sem héldu alltaf tryggð við
hann og komu oft á heimili hans
til skrafs og ráðagerða. Þá veit ég
að frændi minn hefur farið á kost-
um því hann bjó yfír mjög góðri
frásagnargáfu og var glaður í góðra
vina hópi.
Um einkalíf Sigurvins vil ég fara
nokkkmm orðum. Þau hjón eignuð-
ust einn son, Berg, kona hans er
Susan Mary Corbett, þau eiga tvo
syni og ber sá eldri nafn afa síns.
Með hnignandi heilsu varð þessi
starfsami maður að draga sig í hlé
frá venjulegum bústörfum, þá var
það þessi litli afadrengur og nafni
sem stytti honum stundir og minn-
ist ég þess nú að síðast er ég sá
Sigurvin þá mætti ég honum á
gangi með litla afadrenginn sér við
hönd, sú stund gleymist ekki.
Fyrir giftingu eignaðist hann
dótturina Huldu, samband þeirra
var gott og er bamabömin komu í
heimsókn fagnaði Sigurvin þeim vel
og þau undu sér vel hjá afa sínum.
Hulda er búsett í Mosfellsbæ, mað-
ur hennar er Halldór Sigurðsson.
Er andlát Sigurvins bar að í sumar
þá sýndu þau hjón hug sinn í verki
er þau fluttu kistu hans að Kross-
nesi til þess að kveðja þann stað
sem hann átti flest sporin. Hinsta
ferð hans á heimslóðir, sem kvöddu
hann á táknrænan hátt, var því
alveg sérstök. Þá var fallegt í
Krossnesi eins og það getur best
orðið, einmitt þegar sólin var að
setjast og hafíð og vatnið loguðu
rauðgullin og himinninn var með
allavega glitrandi rauðan og gullin
ljóma í kvöidkyrrðinni.
Sigurvin var glaður og hýr í við-
móti, skemmtilegur og viðræðugóð-
ur um menn og málefni. Ég minn-
ist með gleði liðinna samvemstunda
á heimili Venna frænda míns og
Valgerðar konu hans og þakka
gestrisni og alúðlegar móttökur.
Nú þegar hann hefur lokið vegferð
sinni hér í þessum heimi fylgja hon-
um hlýjar kveðjur samferðarmanna
fyrir góð kynni. Með honum er
kvaddur traustur og góður heimilis-
faðir sem bar velferð fyölskyldu
sinnar mjög fyrir bijósti. Ég votta
hans nánustu einlæga samúð.
Blessuð sé minning hans.
Kristin Jóhannesdóttir