Morgunblaðið - 06.11.1988, Page 46

Morgunblaðið - 06.11.1988, Page 46
46 C MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1988 ÆSKUMYNDIN . . . ER AF RAGNHILDI HELGADÓTTUR ALÞINGISMANNI - Friðar- vinurinn Ranka Ranka var hún kölluð þegar hún var yngri; mjóslegin stelpa með stutt hár, í prjónapeysu og ullarpilsi, í ullarsokkum og flatbotna skóm. „Hún Ragnhildur var afskaplega indælt barn. Það var svo auðvelt að fá hana ofan af þeim skammarstrikum sem hún var í þann veginn að gera. En með þessu er ég ekki að segja að hún hafi verið nein rola, síður en svo. Hún var með skemmtilegustu börnum sem ég hef kynnst," segir Ragnheiður Brynjólfsdóttir, sem var ritari og aðstoðarmaður Helga, föður Ragnhildar og síðar stjúpa hennar. ry T3 agnhildur er fædd þann 26. JLVmaí 1930, dóttir hjónanna Helga Tómassonar yfirlæknis og Kristínar Bjarnadóttur. Hún á þrjá bræður og er næstelst í systkina- röðinni. Elstur er Tómas yfirlækn- ir; þá Ragnhildur, sem er þremur árum eldri en Bjami jarðvegs- fræðingur og yngstur er hálfbróð- irinn Brynjólfur. Fjölskyldan bjó lengst af á Kleppi, þar sem Helgi var yfírlæknir og var því í nokk- urri fjarlægð frá byggðinni sem —» nú er í nágrenninu. í skólanum Börnin gengu í Laugarnesskóla, sem þótti dijúgur spölur í þá daga. I skólanum átti Ragnhildur nokkrar vinkonur en lék sér oft við bræður sína heima. Ragnheiður segir þá hafa átt það til að stríða systur sinni en það hafi ekki verið alvarlegt. En í skóla var systkinunum strítt tölu- vert á því að þau byggju á Kleppi. „ Við stóðum þetta af okkur enda var okkur innprentað að allir menn hefðu sinn rétt. Við vöndumst snemma sjúklingunum á Kleppi og áttum marga af okkar bestu vinum þar sem þeir voru,“ segir Bjami, bróðir Ragnhildar. „Það fór óskaplega í taugamar á Ragnhildi þegar bræður hennar slógust og hún reyndi ævinlega að stilla til friðar. Það varð til þess að Tómas fór að kalla hana „friðar- vininn". Þetta var skömmu fyrir heimsstyijöldina síðari, á tímum friðarumleitana Chamberlains, for- sætisráðherra Bretlands. Friðarvin- urinn breyttist því í „Sjamberlein" og síðar „Sjamba“. Slíkt uppnefni átti Ragnhildur afar bágt með að þola,“ segir Ragnheiður. Hún segir Ragnhildi hafa gengið vel í skóla. „Hún lærði snemma að lesa og var ekki há í loftinu þegar hún fór að lesa ljóð. Þá stóð hún gjaman upp á eldhúskolli og fór með kvæði. Vinkonurnar Ranka átti ýmsar vinkonur sem enginn sá. Eina þeirra kallaði hún „Kjalames-Guddu“, að ógleymdum þeim „Smiðu" og „Bimmu“. Það var oft bráðskemmtilegt að horfa á hana setja ofan í við hinar ímynd- uðu vinkonur sínar." ÚR MYNDASAFNINV ÓLAFUR K. MAGNÚSSON Fyrsta opinbera konungsheimsókn lýðveldisins ÓLAFURK. Magnússon ljósmyndari hófstörfá Morgunblað- inuárið 1947 og hefur starfað við blaðið óslitið síðan. Myndasafii hans er því að Fyrsta konungsheimsóknin sem ég myndaði, sem jafnframt var fyrsta opinbera konungsheimsóknin eftir að Island varð lýðveldi, verður mér alltaf minnisstæð. Það var þeg- ar Friðrik níundi danakonungur og Ingiríður drottning sóttu okkur heim í apríl 1956. Þetta þótti mik- ill viðburður í þá daga og múgur og margmenni safnaðist fyrir á götunum til að hylla konungshjónin eins og sjá má á einni myndinni Konungshjónin komu víða við í heimsókn sinni og var mér því nokk- ur vandi á höndum að velja myndir úr því mikla safni sem ég hef geymt frá þessari heimsókn. Ein þeirra er tekin þegar konungshjónin eru að koma úr móttöku í gamla Sjálfstæð- ishúsinu, önnur á hátíðarsýningu í Þjóðleikhúsinu. Einnig lét ég fljóta með mynd af forsetabíl númer eitt ásamt bílstjórum, en ef ég man rétt var þessi bíl keyptur sérstak- lega til landsins vegna þessarar heimsóknar." vonum orðið mikið að vöxtum og í þessum þáttum munurn við glugga í safhið endaerþar margt áhugavert að finna. Við gefum Ólafi sjálfum orðið: STARFID LOGI MAGNÚSSON SILFURHÚÐARI BÓKIN PLATAN Á NÁTTBORDINU Á FÓNINUM MYNDIN í TÆKINU Morgunblaðið/Sverrir Logi Magnússon með kaffi- könnu, sem hann er að vinna undir silfurhúðun. Silfurhúðun í hjáverkum IHÚSI einu við Framnesveg er rekið lítið fyrirtæki sem ekki á sér hliðstæðu hér á landi. Þar er Silfurhúðun Loga Magnússonar, en hann er eini maðurinn hér á landi sem stundar það starf. Logi er ann- ars starfsmaður Rafmagnsveitu Reykjavíkur og stundar silfurhúð- unina í hjáverkum. „Ég byijaði á þessu fyrir tuttugu árum og þetta hefur verið eina fyrir- tækið á landinu á þessu sviði ý öll þessi ár,“ sagði Logi. „Starfið er aðallega fólgið í að silfurhúða gamla muni, sem hafa einhvern tíma verið silfurhúðaðir, eða það sem kallað er „silfur-plett“. Við silfurhúðunina er notaður ákveðin tækjabúnaður sem aðallega samanstendur af mismunandi stór- um körum. Þar sem rafmagn skipar stóran sess í vinnslunni nýtur Logi menntunar sinnar í rafmagns- iðninni, en að öðru leyti las hann sér til um silfurhúðunina og hefur nú öðlast tuttugu ára reynslu á þessu sviði. ÞETTA SÖCDV ÞAV ÞÁ .. . Ingólfur Guðbrands- son, stjómarfor- maður Útsýnar. Ingólfur Guðbrandsson mun að lokinni þessari söngför láta af því starfi sínu, en hátíðartón- leikar, sem verða í tilefni af- mælisins í dymbilviku, í byijun apríl, og söngförin verða endir á söngstjóraferli hans. Sagði Ingólfur að þetta væri sín óhagganlega ákvörðun. Úr viðtali við Ingólf Guðbrandsson í Morgunblaðinu, 10. mars 1977. Atll lónsson nemi, 10 ára. Eg er að lesa skemmtilega æv- intýrabók sem heitir Huldu- kona íParadís. Ég les ekki mjög mikið, svona eina blaðsíðu á dag. Mér finnst ævintýrabækur skemmtilegastar en hef líka gaman af strákabókum." Hrönn HafHðadóttlr söngkona. UndaPót- ursdóttlr, afgreiðslu- stúlka. Síðast hlustaði ég á Afterher through Midland með Cock Robin. Kærastinn minn á plötuna. Ég hef ekki hlustað oft á hana en finnst hún góð. Ég hef yfirleitt útvarpið á en það kemur fyrir að ég set eina og eina plötu á fóninn. Það er þá helst popp sem ég hlusta á.“ Flnnur Jónsson glerslípunar- meistari Hallur Hallsson fréttamaður Nýjasta myndin sem konan dró upp úr töskunni var Black Widow, með Debru Winger og Theresu Russel. Ég varð nú satt að segja fyrir vonbrigðum með myndina. Ég horfi alltaf minna og minna á myndbönd, svona einu sinni til tvisvar í mánuði. Signý Pálsdóttir leikhúsritari. A Eg er að lesa tvær mjög góðar bækur, Aldaslóð eftir Bjöm Th. Björnsson og Síðustu dagar Sókratesar eftir Platón. Ég les nokkuð mikið en þó ekki eins mik- ið og ég vildi. Helst vil ég bækur sem segja manni eitthvað þó það sé líka ágætt að hvíla sig með góðan reyfara. Síðast setti ég á fóninn íslenska dúetta með Eiríki Stefánssyni og Jóhanni Daníelssyni. Ég hlusta nú ekki mikið á tónlist þó ég feg- inn vildi. Ég hef gaman af öllu mögulegu; allt frá sígildri tónlist yfir í popp, ég hef t.d. gaman af Queen og Bítlunum. Eg leigi mér stundum mynd- bandstæki til að horfa á mynd- ir með krökkunum mínum. Núna er Sound ofMusic í tækinu og þar á undan West side story. Ég og stelpurnar mínar tvær höfðum mikið gaman af en syninum fannst lítið varið í myndirnar."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.