Morgunblaðið - 03.01.1989, Blaðsíða 4
a;> r Al ÍYJ t 51 1 . ■ ■ ■ I ■ Í t- >1*1.; Mí l'i
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANUAR 1989
Hólmanes með sölu-
met í Bremerhaven
Meðalverð fyrir aflann var 93,95 krónur
SKUTTOGARINN Hólmanes frá
Eskifirði seldi afia sinn í Bremer-
haven í gær. Mjög gott verð
fékkst fyrir hann, 93,95 krónur
á kíló að meðaltali. Það er hæsta
meðalverð í íslenzkum krónum,
sem fengizt hefur á þýzka mark-
aðnum. Hærra verð talið í þýzk-
um mörkum hefur fengizt nokkr-
um sinnum áður. Skipstjóri í
þessari ferð er Már Hólm Einars-
son og er þetta í fyrsta sinn, sem
hann er skipstjóri i siglingu.
Hólmanes seldi alls 116,9 tonn
fyrir 11 milljónir króna, meðalverð
Alþingi saman á morgun
ALÞINGI kemur saman á morg-
im, miðvikudag. Gert er ráð fyr-
ir að þinghald standi fram að
helgi en siðan verði hlé á störfiun
AJþingis firam til mánaðarmóta.
Friðrik Ólafsson skrifstofustjóri
Alþingis segir að í þessari viku eigi
að afgreiða fjárlög ríkisstjómarinn-
ar en 3ja umræða um þau er eftir.
Einnig sé ætlunin að afgreiða
bráðabirgðalögin en þar er 3ja
umræða í neðri deild eftir. *
Eftir helgina verður svo hlé á
störfum þingsins fram til 31. jan-
úar.
93,95 krónur, 3,63 mörk. Hæsta
meðalverð í mörkum talið, 4,13,
fékk Vigri RE 11. janúar á síðasta
ári og fleiri skip hafa fengið hærra
meðalverð í mörkum en Hólmanes.
Allt að 115 krónum fengust fyrir
kíló af karfa, 150 fyrir ýsu, 104
fyrir ufsa og 89 fyrir grálúðu.
í þessari viku selja tvö skip auk
Hólmaness og selt verður úr fjórum
gámum í dag úr Gnúp GK. Ari
Halldórsson, umboðsmaður í Brem-
erhaven, sagði í samtali við Morg-
unblaðið, að lítið framboð af fiski
í þessari viku valdi háu verði. Hann
ætti jafnvel von á því að gámafisk-
urinn á þriðjudag færi á enn hærra
verði en fiskurinn úr Hólmanesinu;
svo fremi sem hann væri í lagi. I
næstu viku myndi verð hins vegar
færast nær fyrra horfi. Ari gat
þess einnig að aukið og bætt skipu-
lag á siglingum skipanna væri til
mikilla bóta.
VEÐURHORFUR í DAG, 2. JANÚAR
YFIRLIT f GÆR: Búist er við stormi á vesturdjúpi, norðurdjúpi,
suðausturdjúpi, suðurdjúpi og suðvesturdjúpi. Um 1500 km suð-
suövestur af Reykjanesi er 945 mb lægö sem hreyfist norð-norð-
austur. Veður fer hiýnandi.
SPÁ: Suðaustan átt og 3—7 stiga hfti. Rigning eða skúrir viða um
iand en léttir tii fyrir norðan þegar líður á daginn.
I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA
HORFUR Á MIÐVIKUDAQ: Suðaustlæg eða breytileg átt og skúrir
eða slydduél víða um land framan af degi en gengur í noröanátt
með éljum norðanlands og kólnar þegar líður á daginn.
HORFUR Á FIMMTUDAG: Breytileg átt og dálftil él á víð og dreif.
Frost norðaustanlands en hiti nálægt frostmarki sunnanlands og
vestan.
TÁKN:
Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
x Norðan, 4 vindstig:
Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* •* *
10 Hitastig:
10 gráður á Celsius
y Skúrir
*
V El
= Þoka
= Þokumóða
’, ’ Súld
OO Mistur
—J- Skafrenningur
[~<^ Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að ísl. tíma
Akureyri Reykjavík hltl 3 1 veður skýjað snjóél
Bergen 8 súld
Helsinki 0 frostúði
Kaupmannahöfn 4 þokumóða
Narssarssuaq +7 snjókoma
Nuuk +10 lóttskýjað
Osló 0 alskýjað
Stokkhólmur 3 þokumóða
Þórshöfn 7 skýjað
Aigarve 15 skýjað
Amsterdam 8 mistur
Barcelona 7 þokumóða
Berlín 4 hálfskýjað
Chicago +7 heíðskírt
Feneyjar 10 heiðskfrt
Frankfurt 7 þokumóða
Glasgow 8 mlstur
Hamborg 7 þokumóða
Las Þalmas 20 heiðskýrt
London 8 skýjað
Los Angeles 7 heiðskfrt
Lúxemborg 5 skýjað
Madríd 6 iéttskýjað
Mataga 12 skýjað
Mallorca 14 léttskýjað
Montreal +12 snjókoma
New York 3 rigning
Oriando 18 þoka
Parfs 3 skýjað
Róm 12 heiðskýrt
San Diego 9 skýjað
Vín 4 lóttskýjað
Washington 3 þokumóða
Winnlpeg +27 skýjað
Morgunblaðið/Einar Falur
Fyrsta bam ársíns
FYRSTA barn ársins 1989 yinsdóttir og Ragnar Signrðs-
fæddist á fæðingardeild Land- son. Litla stúlkan svaf hin ró-
spítalans kl. 00.39 á nýársnótt. legasta í fangi móður sinnar
Það var stúlka, 3.928 grömm þegar ljósmyndari Morgun-
eða tæpar 16 merkur að þyngd blaðsins heimsótti þær mæðgur
og 53 sm að lengd. Foreldrar í gær.
hennar eru Guðbjörg Björg-
Bjarni Ingimarsson
skipstjóri látinn
BJARNI Ingimarsson togara-
skipstjóri lést um helgina f Borg-
arspítalanum, 79 ára gamall.
Hann hafði verið í sjúkrahúsinu
í um það bil tvo mánuði. Hann
bar háan aldur <vel.
í
Hann var fæddur vestur í
Hnífsdal 5. maí 1909. Foreldrar
hans voru Halldóra M. Halldórs-
dóttir og Ingimar Bjamason bóndi
og skipstjóri. Ungur hóf Bjami sjó-
mennsku. Hinu meira fiskimanna-
prófi lauk hann í Stýrimannaskól-
anum í Reykjavík 1933. Þá hafði
hann verið sjómaður í 9 ár, en
Bjarai var á sjónum í alls 40 ár.
Hann var skipstjóri á togurum
Togarafélagsins, Júpíter og Mars,
fyrst skipstjóri á gamla Júpíter.
Hann tók við skipstjóm á nýsköp-
unartogaranum Neptúni er Toga-
raútgerðin eignaðist hann. Bjami
var mikill aflamaður og jafnan í
tölu mestu aflamanna togaraflot-
ans. Var hann skipstjóri í 25 ár
alls. Hann var síðast skipstjóri á
nýja Júpíter, sem Togaraútgerðin
keypti frá Neskaupstað og hét
Gerpir. Það er í dag nótaskipið
Júpíter.
Er Bjami kom í land og hætti
Bjarni Ingimarsson
skipstjóm árið 1964 starfaði hann
við útgerð togaranna Mars og Júpí-
ters uns félagið hætti allri útgerð
og fiskvinnslu.
Eiginkona Bjama er Margrét
E. Hjartardóttir. Lifír hún mann
sinn. Þeim varð 6 bama auðið.
Magnús Ólafsson bif-
reiðarstjóri látinn
LÁTINN er i Reykjavík Magnús
Ólafsson fyrrverandi leigubil-
stjóri. Magnús var fæddur að
Úlfljótsvatni í Grafiningi 20.
ágúst 1888 og varð því 100 ára
gamall í ágúst i fyrra. Er hann
var þriggja ára fluttist ljölskyld-
an til Reykjavikur og þaðan til
Lækjarbotna.
Magnús lærði ungur að árum að
aka bíl og vann hann fyrir sér sem
bílstjóri alla sína starfsævi, fyrst
sem vörubílstjóri og síðar sem
leigubílstjóri hjá BSR. Hann lét-af
því starfi 1968 er hann lærbrotnaði
og tók einn af sonum hans þá við.
Magnús lætur eftir sig eiginkonu
og þijá uppkomna syni auk dóttur
af fyrra hjónabandi.
Magnús Ólafsson.