Morgunblaðið - 03.01.1989, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.01.1989, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1989 Stiörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Hrúturinn framundan Eg vil byija fyrstu grein á nýju ári með því að óska landsmönnum öllum gleðilegs árs og þakka um leið öllum samferðamönnum og með- bræðrum fyrir hið liðna. Á næstu dögum ætla ég að fjalla um árið framundan hjá merkj- unum tólf. Fyrsta merkið til umfjöllunar verður Hrúturinn (20. mars-19. apríl). Ár álags og athafna Segja má að orka komandi árs og ára verði sterk í lífi Hrútsins. Því má búast við nokkru veðri og vindum en jafnframt því að tækifæri til úrbóta og framkvæmda verði fyrir hendi. Af plánetunum verða fjórar sterkar, eða fyrst Satúmus, Úranus og Neptún- us og síðar Júpíter. Markviss nýsköpun Lykilorð fyrir þá sem eru fæddir fram til 26. mars er markviss og uppbyggileg ný- sköpun. Á næsta ári verða bæði Satúmus og Úranus í spennuafstöðu við Sól þeirra. Spennandi vinna ► V Satúmus kallar yfirleitt á vinnu, þörf fyrir raunveruleg- an árangur og aukið raunsæi. Úranus gefur aftur á móti rafmagn, þörf fyrir nýjungar, spennu, aukið sjálfstæði og breytingar. Þegar þeir lenda báðir saman myndast sterk orka sem getur kailað á átök en jafnframt mikil afköst. Hrútum gefst því kostur á að gera raunhæfar breytingar og verða sjálfstæðari. Lykilorð em vinna og álag samhliða . nýjum og spennandi verkefn- um. Vinna Þeir Hrútar sem era fæddir frá 26. mars til 5. apríl tak- ast einungis á við Satúmus á næsta ári. Fyrir þá mun árið einkennast af vinnu og álagi, reglu og raunsæi. Skipulögö óvissa Þeir Hrútar sem era fæddir frá 31. mars til 2. apríl þurfa hins vegar að takast á við Satúmus og Neptúnus, sem verður að teljast mótsagna- kennd orka. Ef þeir geta ekki fært þessa orku í afmarkaðan farveg er hætt við að um tog- •"ITstreitu og baráttu verði að ræða. Sem dæmi má nefna að reynt er að skipuleggja en skipulagið gufar upp, útkom- an verður skipulagt „kaos“. Barátta getur einnig legið í aðstæðum sem kalla 4 reglu- festu en jafnframt sveigjan- leika. Raunsæi og jarðbundin viðhorf geta rekist á andleg og trúarleg viðhorf o.s.frv. • Andlegt raunsæi Satúmus og Neptúnus saman geta einnig skapað andlegt raunsæi. Orka Neptúnusar víkkar sjóndeildarhringinn og opnar augun fyirr listum og trúarlegum málefnum. Orka Satúmusar gefur hins vegar raunsæja og „kalda" sjón sem tryggir sterkt jarðsamband. Það má því segja að þessir Hrútar geta á næsta ári starf- að af raunsæi að málum sínum jafnhliða sem andlegur sjóndeildarhringur þeirra víkkar. ífarvatni tískunnar í lok ársins fer Júpíter síðan inn í Krabbamerkið og mynd- ar spennuafstöðu inn á Hrút- inn. Það táknar að kraftur og stórhugur mun vaxa með Hrútum síðla ársins og á þvi næsta, ásamt þörf fyrir víðar og nýjar sjónvíddir. Þegar á heildinar er litið eykst Hrútum þörf til að hrista upp í lífinu og tilverunni og því koma þeir til með að vera í farvegi orku og tísku umheimsins á næstu árum, þó gengið geti á ~ ’ýmsu hjá hveijum og einum í merkinu. GARPUR GRETTIR BRENDA STARR LJÓSKA FERDINAND SMÁFÓLK UUWV P0E5N T THE FAM0U5 UJORLP UJARI FLVIN6 ACE 6IVE A-CAKETOTHE REP BARON 0N HI5 BIRTHI7AV ? Af hveiju sendir frægi flugkappinn ekki Rauða baróninum köku á af- mælisdaginn? TMAT5 A 6REATIPEA/ IT’LL 5H0U) THAT EVEN TH0U6H WE’RE ENEMIE5, UJE HAVE RE5PECT FOR EACH OTHER., Það er frábær hugmynd! Það sýnir að enda þótt við séum óvinir berum við virðingu hvor fyrir öðr- um... aldrei kynnst áður ... BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson í mótsblaði Ólympíumótsins auglýsti Kanadamaðurinn Eric Kokish eftir nafni á þeirri kast- þröng, sem skilaði suðri 12 slög- um í sex gröndum í eftirfarandi spili: Norður ♦ D1086 ¥853 ♦ D876 *G2 Vestur Austur ♦ 9432 ♦ G75 ¥74 || ¥ DG106 ♦ G109543 ♦ 2 ♦ 5 4D10973 Suður ♦ ÁK ¥ ÁK92 ♦ ÁK ♦ ÁK864 NS komust með hjálp full- komins biðsagnakerfís í sex grönd, enda taldi suður líklegt að hann fengi amk. tvo slagi á hvem lit. Vestur spilaði út hjartasjö og blindur olli sagn- hafa nokkram vonbrigðum. En laufgosinn var gott spil og líklega ynnist sögnin ef vestur ætti drottninguna. Hann af- hausaði spaða og tígul, og spil- aði svo litlu laufi á gosa og drott- ingu. Þar fór sú von. En þá fór austur að hugsa. Hann hafði látið hugann reika stundarkorn og misst af talningu makkers í spaða. Og eftir nokkra yfirlegu fann hann verstu vörn sem sögur fara af, spilaði spaða- gosa?!! Sagnhafi lyftist í sætinu. Skyndilega átti hann 11 slagi, og sá 12. kom sjálfkrafa með kastþröng á austur í hjarta og laufi! I sjálfu sér einföld kastþröng, en Kokish þykir undanfarinn réttlæta sérstaka nafngift. Hún verði að fela í sér að blindur (le mort, á frönsku) sé vakinn til lífsins fyrir sakir fómfýsi aust- urs. Hann fann ekki nafn, en ætli „krossfesting" nái þeirri hugsun nokkuð vel. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Þessi stórandarlega skák var tefld í júgóslavnesku deildakeppn- inni í vetur: Hvítt: Pavicic. Svart: Milosevic. Sikileyjarvörn. 1. e4 — c5 2. c3 — d5 3. exd5 - Dxd5 4. d4 - e6 5. Rf3 - Rf6 6. Be2 - Dd8 7. 0-0 — cxd4 8. cxd4 — Rc6 9. Rc3 - Be7 10. Bg5 - 0-0 11. Hcl - b6 12. Dd2 - Bb7 13. Hfdl - Rb4 14. Re5 - Hc8 15. a3 — Rbd5 16. Bf3 (Fram að þessu hefur allt verið með kyrram kjöram, en nú er eins og skipt sé yfir f drepskák.) 16. — Rxc3 17. Bxb7 - Rfe4 18. Dd3 - Bxg5 19. bxc3 — Bxel 20. Bxc8 — Bxa3 21. Bxe6 — Rxf2 22. Bxf7+! - Hxf7 23. Rxf7 - Dfii 24. Dc4! (Ef hvítur ætti ekki þennan laglega leik væri hann í miklum vandræðum.) 24. — Rxdl 25. Rh6++ - Kf8 26. Dc8+ og svartur gafst upp, því eftir 26. — Ke7 27. Rg8+ tapar hann drottn- ingunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.