Morgunblaðið - 03.01.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.01.1989, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSMPnAIVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1989 S t f 9' Kaupskipaútgerð Kaupskipaflotinn um áramót alls 44 skip Alls 102,8 þúsund brúttólestir og burðargetan 171,6 þús. tonn KAUPSKIPASTÓLL íslensku kaupskipaútgerðanna um áramót telur alls 44 skip, sem eru samtals 102,809 brúttólestir að stærð og 171,623 tonn að burðargetu. Þar af eru 31 skip í íslenskri eign eða alls 66,658 brúttólestir, eitt skip er undir íslenskum fána í þurrleigu en í erlendri eign, þ.e. Saltnes sem er 3,928 brúttólestir, og tvö skip skip eru í íslenskri eigu en sigla undir erlendum fána, þ.e. Hvítanes og Sandnes sem eru samtals 4,984 brúttólestir. Þá eru sjö skip und- ir erlendum fánum en i þurrleigu hjá íslenskum útgerðum, alls 20,291 brúttólest að stærð, tvö skip eru í tímaleigu hjá íslenskum útgerðum, alls 4,984 brúttólestir og eitt skip ter í erlendri eigu og undir erlendum fána en rekið og mannað af íslenskri útgerð, þ.e. íris Borg sem er alls 499 brúttólestir. Þessari upplýsingar er að finna í Lista yfír íslensk skip og útgerðir þeirra, sem Samband íslenskra kaupskipaútgerða gefur út á sex mánaða fresti og kom út í fyrsta sinn í maí sl. á þessu ári. Listinn nær ekki til ferja, flóabáta og dýpk- unarskipa heldur fyrst og fremst kaupskipa. Samkvæmt listanum sem nú kemur út hafa þær breytingar orðið helstar á skipastólnum síðustu sex mánuði að tvö ný skip Eimskips, þ.e. Brúarfoss og Laxfoss, hafa bæst í flotann, Helgafell Skipadeild- ar SÍS er orðið eign hennar og komið undir íslenskan fána, Keflavík, skip Víkur hf. er nú eign Eimskips og heitir írafoss, Hvalvík, og annað skip Víkur er orðið eign Nesskips og heitir Hvalnes. Þá hef- ur Skipadeild Sambandsins tekið tvö skip á þurrleigu, þ.e. Arnarfell og Hvassafell og tvö skip, Arnar- fell Sambandsins og Eldvík Víkur hf. hafa verið seld út landi. í greinargerð með listanum frá Sambandi ísl. kaupskipaútgerða segir að athygiisvert sé að tíma- Ieiguskipum með erlendum áhöfn- um í þjónustu íslenskra kaupskip- aútgerða í langtímaverkefnum hef- ur fækkað og eru þau nú aðeins tvö, þ.e. Alcyone og Dorado, og hafa slík skip ekki verið jafn fá síðan á síðasta áratug. Þurrleigu- skipum hefur hins vegar íjölgað og eru þau nú 9 talsins, þ.e. Skóga- foss, Reykjafoss, Bakkafoss, Mána- foss, Urriðafoss, Hvassafell, Amar- fell, Árfell og Saltnes. Ullariðnaður Utflutnmgur dróstsaman um 5% fyrstu átta mánuði ársins Vesturlandamarkaður dróst saman um 30% á sama tíma ULLARIÐNAÐURINN hefur að undanförnu gengið í gegnum mikl- ar þrengingar. Hefiir góðæri í sjávarútvegi haft þar áhrif vegna þess að gengið hefur tekið mið af háu fiskverði, ásamt því að Qár- magnskostnaður fyrirtækja í ullariðnaði hefur farið úr böndum, að því er fram kemur í úttekt Sigurðar Ingólfssonar hjá ráðgjafastof- unni Hannarr á stöðu og horfum í ullariðnaðinum. Segir Sigurður að vísbendingar séu nú uppi um það að hvorutveggja verði lagað að einhveiju leyti á næstunni og muni þá koma í ljós hvort það ásamt fleiri aðgerðum muni duga til að bjarga ullariðnaðinum. Morgunblaðið Emilía SKIPAMÁLNING — Hingað komu á dögunum þeir Ralph Nyberg og Willy Anderson frá máningarfýrirtækinu Intemational í Svíþjóð, sem Daníel Þorsteinson hf. hefur umboðið fyrir á íslandi. Það eru einkum tvær tegundir af málningu sem nú er verið að kynna hérlendis. Þær eru Interfine þilfarsmálningin sem hefur þann kost helstan að binda ryðskellur á yfirborðsflötum, svo ekki myndast ryð- taumar og Superior botnmálningin, sem er búin þeim eiginleika að hún heldur í skeíjum óþrifum á botni skipa, hrúðurkörlum, skeljum og gróðri, meðan hún endist, að sögn forráðamanna fyrirtækisins. Á myndinni em Ralph Nyberg og Willy Anderson, ásamt starfsmönnum hjá Daníel Þorsteinssyni hf, þeim Ingvari Einarssyni og Gunnari Rich- ter. Sjávarútvegur G. Ingason vinnursand- kola markað íHoIIandi íslenskrar pijónavörur voru flutt- ar út til 35 landa og eru stærstu markaðirnir Sovétríkin, Bandaríkin og Bretland, en þessi lönd keyptu alls um 210 tonn fyrstu 8 mánuði ársins og er það um 75% af út- flutningnum. Sovétríkin hafa sér- stöðu í þessum viðskiptum. Sovét- menn kaupa mikið magn á lágu verði, eða 52% af heildarútflutningi en hlutur þeirra var ekki nema 33% af heildarverðmætum. Vesturlanda- markaður var aftur á móti með 2h af verðmætunum og var útflutning- ur þangað tæpur helmingur alls útflutnings. Verðhækkun á vesturlandamark- aði var heldur minni en hækkun á Sovétmarkaði eða 23,4% að meðal- tali. Segir Sigurður, að út frá því megi áætla að verð hafi hækkað í erlendum gjaldmiðlum um 10-15%. Sé þetta minni hækkun en áætlað hafí verið að ná. Ef annað hefði ekki breyst mætti ætla að afkoma fyrirtækjanna væri betri og e.t.v. í Stjórnunarkeppni Úrslitísam- norrænu stjóm- unarkeppninni HP Á íslandi, Skeljungur hf., Kaupþing, Landsbankinn, SPRON, Félagsstofiiun stúdenta, Prentsmiðjan Oddi hf., Johan Rönning og SKÝRR eru þau lið sem komust í úrslit í forkeppni í Samnorrænu stjórnunarkeppn- inni. Hafa þessi 9 lið unnið sér rétt til þátttöku í úrslitakepninni, sem fram fer í byijun mars nk. Tvö efstu liðin úr úrslitakepninni fara síðan til Kaupmannahafnar í byijun apríl og taka þátt í úrslitum um það hver verður Norðurlandameistari í stjómun árið 1989. kringum eða réttu megin við núllið. Fram hefði komið í skýrslu um „Stöðu og möguleika minni fyrir- , tækja í ísl. ullariðnaði" frá 15. júlí 1988, að um 14% tap hefi verið á þeim fyrirtækjum árið 1987. Útflutningur dróst saman í magni um 5% frá jan.-ág. ’87 tii sömu mánaða ’88. Vesturlanda- markaður dróst saman um 30% á þessum tíma og. munar þar mest um Bandaríkjamarkaö, sem minnk- aði um helming. Á síðasta ári var útflutningur um 500-600 tonn af pijónavöru, sem er svipað og var árið 1986, en held- ur minna en 1987, en þá voru flutt út 636 tonn. Áætlað er að verðmæt- in séu um 1 milljarður. Reiknað er með að þessi útflutningur standi undir störfum 750-800 manns reiknað í ársverkum, sem skiptist þannig: Spunaverksmiðja..... 75 störf Prjónastofur...... 130 störf Saumastofur....... 430 störf Útflytjendur...... 145 störf Sigurður Ingólfsson sagði að rætt hefði verið um að gera mark- aðsátak fyrir minni framleiðendur og verði það framkvæmt ætti það að skila aukinni sölu. FYRIRTÆKIÐ G. Ingason á Sel- tjarnarnesi hefur á yfirstandi ári flutt út um 2,500 tonn af frystum fiski, en þetta fyrirtæki er aðeins liðlega ársgamalt. Í frétt frá G. Ingasyni kemur fram, að hér sé aðallega um að ræða sjófrystan sandkola og aðrar kolategundir en einnig hefðbundna fyrstihúsaframleiðslu. Segir í frétt- inni að þessi útflutningur hafí leitt til verulega aukinnar veiði og fryst- ingar á sandkola, en þessi kolateg- und hafi ekki verið veidd hér eða seld í þessu magni fyrr. Samningar voru gerðir við hol- lenska kaupendur um kaup á um 1000-2000 tonnum af frystum kola og var útskipun þessa árs um 1,500 tonn, samkvæmt upplýsingum fyr- irtækisins. Útgerðarfyrirtækið Glettingur í Þorlákshöfn var aðili að þessum samningum og annaðist veiðar og vinnslu kolans. Samning- ar við hina hollensku kaupendur framlengjast yfir á árið 1989. Þá kemur fram að hefðbundin frystihúsaframleiðsla G. Ingasonar hafí einkum farið á markaði Evr- ópulanda, en einnig hafi af hálfu fyrirtækisins verið um að ræða nokkum útflutning á ferskum físki með flugi. Leiðrétting í síðasta viðskiptablaði á fimmtu- daginn var slæddist meinleg villa inn í fyrirsögn um þemadaga Iðntæknistofnunar. Þar átti að standa að iðnaðurinn eygði ýmsa möguleika en í þess stað stóð að iðnaðurinn eygði ehga mögu- leika, sem var í litlu samræmi við innihald greinarinnar. Er beðist velvirðingar á þessum mis- tökum. . Morgunblaðið/Bjarni VIÐURKENNING —— Viðskiptatímaritið Frjáls verslun hefur í samvinnu við Stöð 2 tilnefnt í fyrsta sinn Menn ársins í viðskiptalífínu. Sérstök dómnefnd sem í áttu sæti fulltrúar beggja þessara fjöl- miðla ásamt Áma Vilhjálmssyni, viðskiptaprófessor, og Erlendi Einarssyni, fyrrverandi forstjóra Sambands- ins, komst að þeirri niður stöðu að menn ársins 1988 væru þeir Jóhann Jóhannsson og Sigtryggur Helga- son, forsvarsmenn Brimborgar. Fyrirtækið hefur um árabil flutt inn Daihatsu-fólksbíla til landsins og náð ágætri markaðshlutdeild, en vakti þó fyrst verulega athygli þegar það á síðasta ári keypti Volvo-umboðið Velti. Hér sjást þeir Sigtryggur og Jóhann með viðurkenningarskjöl sín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.