Morgunblaðið - 03.01.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.01.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1989 Morgunblaðið/Ingvar Rannsóknarlögreglan var kölluð að Eddufelli þar sem talið var að stolið hefði verið úr verslunum. Annríki í Reylga- vík - rólegra í nágrannabæjum LÖGREGLAN í Reykjavík átti annríkt um áramótin en í nágranna- bæjum töldu lögreglumenn sig mega vel við una. „Það var þessi venjulegi fylleríiserill, sem fylgir áramótum. Hvorki betra né verra en undanfarin ár,“ sagði Valdemar Jónsson yfirlögregluþjónn í Kópavogi. „Manni bregður ekkert við en ætli maður hrykki ekki við ef hann vantaði.“ Slökkviliðið í Reykjavík átti rólegri áramót en oft áður; nokkur útköll bárust en engin þeirra stórvægileg. í Reykjavík þurfti lögregla að hafa mikinn viðbúnað vegna fjölda unglinga, sem héldu til við verslana- miðstöðina í Eddufelli. Mikið var um ölvun í hópnum og voru rúður brotnar í flestum eða öllum óbyrgð- um gluggum. Atgangurinn hófst laust eftir klukkan eitt en síðasta rúðan var brotin um klukkan hálf fimm. Tugir unglinga voru færðir úr Eddufelli á lögreglustöðina. Þá bárust lögreglu mörg útköll frá Hótel íslandi þar sem fjölmenn- Frá klukkan sex á gamlársdags- morgun til klukkan sex að morgni 2. janúar voru 18 ökumenn grunað- ir um ölvun við akstur í Reykjavík. Langflestir voru stöðvaðir að morgni nýársdags. Tveir úr þesum hópi lentu í umferðaróhöppum, ann- ar í áreskstri en hinn í bílveltu. Hvorugan sakaði. í umdæmum Kópavogs- og Hafnafj arðarlögreglu voru 6 öku- menn grunaðir um ölvunarakstur á nýársnótt. VR semur við Brunabótafélagið; Stærsti samningur sinn- ar tegundar hérlendis SAMNINGUR Verzlunarmannafélags Reykjavíkur og Brunabótafé- lags íslands og B.í. Líftryggingar um hóptryggingar fyrir félags- menn VR var undirritaður í gær. Tekur samningurinn til Qögurra tryggingaþátta sem eru: Hópliftrygging, Fritimaslysatrygging, Sjúkradagpeningatrygging og Slysatrygging barna. Þetta er stærsti samningur sinnar tegundar sem gerður hefiir verið hérlendis og með gildistöku hans kemst hlutfidl félagsmanna aðildarfélaga ASI sem eru i hóptryggingu hjá Brunabótafélaginu og B.í. Lfftryggingu i 25%. Stjóm VR ákvað í haust að leita tilboða í hóptryggingu fyrir félags- menn VR hjá tryggingafélögunum í þeim tilgangi að efla Sjúkrasjóð félagsins og auka tryggingarvemd félagsmanna. Sex tilboð bárust og var tilboð Bmnabótafélags íslands og B.f. Líftryggingar hagstæðast, frá 34% til 360% lægra eftir trygg- ingaþáttum en tilboð annara tryggingafélaga, sem öll vom sam- hljóða, Samningurinn sem undirritaður var í gær tekur eins og áður sagði til fjögurra tryggingaþátta. Þeir em Hóplíftrygging þar sem greidd- ar em dánarbætur við fráfall fé- lagsmanns hvort heldur er af völd- um sjúkdóms eða slyss, Frítíma- slysatrygging en með tilkomu hennar em félagsmenn VR slysa- tryggðir allan sólarhringinn, Sjúkradagpeningatrygging sem tryggir félagsmanni VR dagpen- inga í veikindatilfellum frá því að greiðslur launagreiðanda falla nið- ur í allt að níu mánuði og Slysa- trygging bama en með henni eu öll böm félagsmanna VR slysa- tryggó allan sólarhringinn, auk þess sem tryggingin innifelur út- lagðan kostnað vegna slysa, sem verður hærri en 1.000 krónur. Hóptryggingamar ná til allra fullgildra félagsmanna VR undir 70 ára aldri. Frítímaslysatrygging- in nær þó til allra fullgildra félags- manna samkvæmt sérstöku ákvæði. Samningurinn gildir frá ' 1. janúar 1989 og er til tveggja ára. Auk þeirra trygginga sem samið hefur verið um óskaði VR eftir til- boðum í viðbótar persónutrygging- ar sem hver féjagsmaður hefði fijálst val um. Á því sviði bauð Bmnabótafélagið nýtt tryggingar- form fyrir einstaklinga og fjöl- skyldur, svonefnda Fjöltryggingu sem hver tryggingartaki getur sett saman miðað við eigin þarfir. Þessi nýja Fjöltrygging verður sérstak- lega kynnt félagsmönnum VR fljótlega. Magnús L. Sveinsson, formaður VR og Ingi R. Helgason, forstjóri Brunabótafélags íslands undir- rita hinn nýja samning. Morgunbiafiið/svemr 30% hækkun á bensíngjaldi hækkar verð um 4,50 krónur Blýlausa bensínið kostar 41 kr. og það sterka 42,80 kr ur dansleikur var á nýársnótt. Sögðu lögreglumenn að vegna fólksfjölda hefði verið erfitt og tímafrekt að sinna þeim beiðnum sem þaðan bámst. Að sögn Ómars Smára Armannssonar, höfðu marg- ir gestir samband við lögreglu og kvörtuðu undan miklum innandyra. Sagði Ómar að rætt yrði við forr- áðamenn staðarins vegna þessa. Einnig átti lögreglan annríkt vegna ölvunar í heimahúsum og á almannafæri víðs vegar um borg- ina, allt fram til klukkan 10 á nýárs- dagsmorgun. Tilkynnt var um rúðu- brot á tíu stöðum, að Eddufellsmál- um undanskildum. BENSÍNLÍTRINN hækkaði um 4,40-4,50 krónur um áramótin vegna ákvörðunar ríkisstjórnar- innar um að hækka bensingjald. Lítri af blýlausu bensíni, 93 okt- an, hækkaði úr 36,60 kr. í 41, eða um rúm 12% og og lítri af 98 oktan bensíni hækkaði úr 38,30 i 42,80 krónur, eða um 11,75%. Bensíngjaldið hækkaði um 4,10 kr., úr 12,60 í 16,70 krónur á hvem lítra, eða um 32,3%. Útsölu- verð á bensíni hækkaði minna en hækkun bensíngjaldsins gaf tilefni til vegna þess að innkaupsverð er nú lægra en það var við síðustu verðákvörðun og því hefur verið innstreymi á innkaupajöfnunar- reikning. í frétt frá fjármálaráðu- neytinu segir að samkvæmt lögum sé heimilt að hækka bensíngjaldið með reglugerð í takt við hækkun byggi ngavís itö 1 u. Þessi heimild hafí ekki verið notuð í 15 mánuði, frá því í október 1987, en almennt verðlag hafi hækkað um 25—30% á þessu tímabili. Eftir áramót eykst kostnaður við bensínáfyllingu á bíl með 40 lítra tank um 176—180 krónur. 40 lítrar af blýlausu bensíni kosta 1.640 krónur í stað 1.464 kr, en 40 lítrar af sterkara bensíninu kosta 1.712 kr. í staðinn fyrir 1.532 kr. Eftir hækkun er bensínkostnað- ur við að aka hringveginn á bíl sem eyðir 10 lítrum á hundraði, rúmar 6.000 krónur sem er 630 kr. meira en fyrir áramótin. Blýlaust bensín í ferðina kostar hins vegar 5.748 krónur í staðinn fyrir 5.131 krónu. Hringvegurinn ertalinn vera 1.402 km. Hækkun bensíngjaldsins er talin skila ríkissjóði 600 milljónum kr. í tekjur á næsta ári, að sögn Bolla Þórs Bollasonar skrifstofustjóra hagdeildar fjármálaráðuneytisins. Þá er áætlað að ríkið fái tæpar 200 milljónir til viðbótar vegna hækkunar á þungaskatti sem einn- ig var ákveðin fyrir áramótin. Þungaskatturinn hækkaði um rúm 30%, eða svipað og bensíngjaldið. Ymsir gjaldflokkar eru í þunga- skattinum. Árgjaldið hækkaði úr 59.500 í 80.000, eða um 34,5%, svo dæmi sé tekið. Tekjur af bensíngjaldi eiga að renna til vega- mála, en gert er ráð fyrir að þær renni að hluta til annarra mála og mun hækkun bensíngjaldsins því ekki skila sér að fullu til vega- mála, að sögn Bolla Þórs. Talið er að hækkun bensín- gjaldsins hafí í för með sér að framfærsluvísitalan hækki um tæplega Vs% nú í janúar og láns- kjaravísitalan hækki um rúmlega 0,3% í febrúar. Hækkun þunga- skattsins kemur einnig fram síðar í framfærsluvísitölunni er flutning- ar, leigubílataxtar og fleiri liðir hækka vegna hækkunarinnar. Jónas Bjamason framkvæmda- stjóri Félags íslenskra bifreiðaeig- enda segir að ef öll hækkun bensín- gjaldsins verði látin renna til vega- mála geri félagið væntanlega ekki athugasemdir við hækkun þess. Hann sagði þó að stjóm félagsins ætti eftir að fjalla betur um málið. Þorsteinn Pálsson: Verðjöftiun verði á veg- um fyrirtækjanna sjálíra ÞORSTEINN Pálsson, formaður Sjálfstæðisfiokksins, telur að bijóta verði upp núverandi skip- an á verðjöfiiun i sjávarútvegi þar sem kerfið hafi gengið sér til húðar. Telur hann nauðsyn- legt að verðjöfiiun verði á veg- um fyrirtækjanna sjálfra og innistæður í verðjöfnunarsjóð- um verði þeirra eign. í áramótagrein sinni í Morgun- blaðinu sagði Þorsteinn Pálsson að nauðsynlegt væri að bijóta upp núverandi skipan á verðjöfnun í sjávarútvegi og tryggja að hún gæti átt sér stað á reikningi ein- stakra fyrirtækja. Þegar Morgunblaðið spurði Þor- stein hvað hann ætti við með þessu sagði hann, að það sem þama lægji að baki væri, að núverandi kerfi hefði gengið sér til húðar og þyrfti að byggja það upp frá grunni á ný. í reynd virkaði það ekki sem raun- verulegur verðjöfnunarsjóður og þar að auki væri það óheppilegt þar sem fýrirtækin ættu ekki sjálf innistæðuna. Sagði Þorsteinn að það væri hans skoðun að verðjöfn- un ætti að vera á vegum fyrirtækj- anna og væri hægt að fara tvær leiðir að því marki. Annars vegar væri hægt að hafa sérstaka reikninga sem fyrirtækin yrðu að leggja fé inn á og hins vegar mætti gefa þetta algjörlega fijálst þannig að fyrirtæki hefðu heimildir, þ.á.m. skattaheimildir, til að byggja upp sina eigin verð- jöfnunarsjóði. „Önnur hvor þessara leiða er æskileg niðurstaða," sagði Þor- steinn. „Aðalatriðið er að þetta gerist á vegum fyrirtækjanna sjálfra og að innistæðumar séu þeirra eign. Þessi nýskipun hefði mikla þýðingu fyrir sjávarútveginn í landinu." Hann vildi á þessu stigi ekki gera upp á milli þessara tveggja leiða, báðar kæmu til álita og þyrfti að ná sem vfðtækrasti samstöðu um breytingamar. Þor- steinn sagðist vera viss um að mik- ill hljómgrunnur væri fyrir þessu innan sjávarútvegsins enda hefðu samtök hans hvað eftir annað ályktað um að núverandi verðjöfn- unarsjóður yrði lagður niður. Það væri mikill vilji fyrir breytingum í þessa veru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.