Morgunblaðið - 03.01.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.01.1989, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1989 I Slgórnvöld sem ekki stíga á hemlana áður en í óefni er komið bregðast skyldu sinni Aramótaávarp Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra Góðir Islendingar. Með áramótaávarpi mínu fyrir nokkrum árum sýndi ég á línuriti þær miklu sveiflur, sem einkenna íslenskan þjóðarbúskap. Þegar afli er mikill og gott verðlag á sjávaraf- urðum erlendis, streymir fjármagn- ið inn í efnahagslífíð. Lífskjörin telj- ast þá með því besta sem þekkist á meðal þjóða. Útgerðin fær sér stærri og fullkomnari togara og nýjar og giæsilegar verslanir opna. Einstaklingar og fjölskyldur byggja, kaupa nýja bifreið eða ferð- ast. En eins og nótt fylgir degi, dregst aflinn saman, uppspretta auðsins þomar. Fyrirtækin lenda í erfíðleikum með nýju tækin eða byggingamar og einstaklingamir og flölskyldumar ekki síður. Nú er ástandið að því leyti verra en fyrr, að fjármagnið tekur ekki þátt í erf- iðleikunum ef ég má orða það svo; það flýtur ofan á eins og korktapp- inn, tryggt í bak og fyrir, hvað sem á gengur. Eftir þrotlausa baráttu við van- skil og vaxandi skuldir, þrátt fyrir, að hver króna hafí verið nýtt til afborgana, blasir í ótrúlega mörg- um tilfellum ekkert annað en gjald- þrotið við og fjölskyldan stendur á götunni. Það er nógu slæmt, en jafnvel verra er allt það taugastríð og sú örvænting sem fylgir barátt- unni við skuldimar. Þeir eru marg- ir, sem af sorg og hörmungum leið- ast í takmarkalausu vonleysi út í hina verstu hluti, óreglu og eiturlyf og jafnvel verra. Hvers vegna? Sú spuming verður áleitin. Hvemig getur slíkt gerst hjá þjóð, sem á í raun að hafa allt til brunns að bera, sem þarf til að stjóma sínum málum af skynsemi? íslendingar em vel menntuð þjóð, andlega og líkamlega heilbrigðari þjóð en flestar aðrar og eiga víðáttumikið. og fagurt land, sem stuðla á að góðu lífemi. Ef til vill er það veiðimannseðlið í okkur ís- lendingum, sem vandræðunum veldur. Okkur hefur verið kennt að grípa gæsina meðan hún gefst. Að sjálfsögðu munum við íslend- ingar brjótast úr erfíðleikunum nú sem fyrr. Við höfum til þess alla burði. Um margar aldir bjó íslenska þjóðin við fátækt og skort. Árið 1874 varð að taka erlent lán til þess að unnt yrði að taka á móti Danakonungi. Árið 1936 varð að semja við Þjóðveija um greiðslu í lambakjöti til þess að senda mætti íþróttamenn á Ólympíuleikana. Fyr- ir 50 árum var tveggja daga ferð norður í Skagafjörð. Nú er tíðin önnur. Við erum auðug þjóð, þótt sumt af þeim auði sé að vísu heldur lítils virði, þegar á móti blæs. Barlómur er að minnsta kosti óþarf- ur. Við komumst fyrir rætur vand- ans, lagfærum það sem úrskeiðis hefur farið og he§um nýja sókn á traustari grunni. Eflaust eykst aflinn fljótlega aft- ur og eftirspum eftir góðum sjávar- afurðum verður mikil. Fjármagn streymir þá á ný inn í þjóðfélagið. Hvað gerum við þá? Fáum við okk- ur stærri skip og fleiri bifreiðar, byggjum við stærri hús og glæsi- legri verslunarhallir, eða tekst okk- ur íslendingum að læra af reynsl- unni; látum við vítin okkur til vam- aðar verða? Það verður að gerast. íslenskt sjálfstæði þolir ekki marg- ar kollsteypur enn. Eg þori þó ekki að treysta því að ráðdeild og forsjálni verði af sjálfum sér. Grundvöllur hins íslenska efnahagslífs er of háður duttlungum náttúrunnar. Hann er óstöðugur og hvetur til kapps frem- ur en forsjár. Aukinn afli og mikill vöxtur þjóð- artekna má ekki á ný leiða til þenslu eins og verið hefur undanfar- in tvö ár. Að sjálfsögðu er æskileg- ast að það gerist þannig að fyrir- tæki og íjölskyldur nýti auknar tekjur til að greiða skuldir eða auka spamað. Stjómvöld verða þó að vera reiðubúin til þess að grípa í taumana af festu ef þörf krefur og verða að hafa til þess nauðsynleg tæki og kjark. Frelsi einstaklingsins vil ég sem mest og afskipti stjómvalda sem minnst. Krafturinn, sem í fólkinu býr, er sú orka, sem knýr þjóð- félagið áfram. En það er eins og með kraftmikla bifreið, stjómand- inn verður ýmist að stíga á bensín- gjöfína eða hemlana eftir aðstæð- um. Það verða stjómvöld einnig að gera, ef vel á að fara. Mikilvægast er að afskipti stjómvalda séu réttlát gagnvart öllum þegnum þjóðfélags- ins 'og ekki meiri en nauðsynlegt er. Stjómvöld, hins vegar, sem ekki stíga á hemlana áður en í óefni er komið bregðast sinni skyldu. Hinn gullni meðalvegur á milli ofstjómar og stjómleysis er vand- rataður. Helst vil ég lýsa eðlilegum afskiptum stjómvalda þannig, að þeim beri að skapa grundvöll fyrir heilbrigðar athafnir einstaklingsins í þjóðfélagi, þar sem velferð og jöfn- uður ríkir. Sá gmndvöllur verður að vera svo traustur og stöðugur sem kostur er. Til þess að takast megi að skapa þennan trausta grundvöll, virðist mér mörgum spumingum ósvarað. Hvað er framundan? Hver verður grundvöllur hag- vaxtarins næstu árin og áratugina? Hvers konar velferðarríki viljum við hafa? Hve miklu af tekjum þjóð- arinnar viljum við veija til þess að skapa jöfnuð og öryggi? Hvernig ætlum við að gegna skyldum okkar gagnvart þeim sem heftir ganga til lífsbaráttunnar? Hvemig þarf það menntakerfí að vera sem ræktar það besta í æskunni og gerir henni kleift að seilast til þeirrar framtíðar, sem hún vill hafa í þessu landi? Hvemig viljum við byggja landið sem ein samlynd þjóð? Hver verður staða íslands í gjör- breyttum heimi? Hvemig verður sjálfstæði landsins varið? Hvemig getum við beitt áhrifum okkar til þess að bæta heiminn? Og þannig mætti lengi spyrja. Fyrir nokkrum ámm skipaði ég allfjölmennan starfshóp til þess að framkvæma svonefnda framtíðar- könnun. Hópnum var ætlað að skoða ýmis gmndvallaratriði þjóð- félagsins og spá í þróun þeirra fram til ársins 2010. Lokið var við nokkra þætti, en að öðm leyti hefur starfíð legið niðri nú um skeið. Ég hyggst endurvekja þetta starf fljótlega eft- ir áramótin. Mér dettur ekki í hug, að þannig verði spáð, að allt standist. Ég veit reyndar, að flest mun fara eitthvað á annan veg. Hins vegar er ég sann- færður um, að þetta er tilraun, sem er verksins virði. Með fyrirhyggju getum við fremur sett okkur mark- Steingrímur Hermannsson mið, sem standast, og varist þeim erfíðleikum, sem framundan em. Eflaust eigum við öll okkar 4 framtíðarsýn og þegar grannt er skoðað ber líklega ekki mikið á milli. • Við viljum sjá fijálst land og frjálsa þjóð, sem ber höfuðið hátt á meðal þjóða heims, þjóð, sem ræður sínum eigin málum af skyn- semi og án öfga, þar sem hagvöxt- ur er jafn og stígandi þrátt fyrir sveiflur náttúmnnar, þar sem at- vinnuleysi er óþekkt og fjölskyldur og einstaklingar hamingjusöm í góðu húsnæði og njóta þess sem nútímalífemi býður best. Við viljum bæta og styrkja það velferðarkerfi, sem tekist hefur að skapa, ekki með því að ausa í það ijármagni, heldur með því að gera það skilvirkara. Það á að skapa öllum öiygggi en sinna þeim fyrst sem öryggið eiga minnst, þeim, sem af einhveijum ástæðum eiga undir högg að sækja í lífsbaráttunni. Við viljum landið gróið og hreint í allri sinni fegurð fyrir unga og aldna að njóta. Við viljum öfluga æsku- og íþróttahreyfingu, sem stuðlar að hollu og heilbrigðu lífemi en heldur freistingum frá. Við viljum sjá hrausta og heil- brigða æsku þessa lands eiga kost á bestu menntun, menntun sem gerir henni bæði kleift að varðveita þann arf sem hún tekur við, tung- una, söguna og hin íslensku þjóðar- einkenni, en jafnframt að tileinka sér og þjóð sinni það besta úr óð- fluga þróun tækni og vísinda. Við viljum ísland í forystusveit þjóða, sem vinna gegn þeim hör- mungum og eyðingu umhverfís, sem mannkynið af hugsunarleysi og skammsýni skapar sér. Við vilj- um gjöreyðingarvopnin burt og eit- urefnin öll. Heimurinn er orðinn lítill. Við erum öll á einum bát. Það sem einn gerir hefur áhrif á alla, hvort sem er styijöld eða eyðing ozonlagsins. Við verðum að róa til lands og róa samstillt á bæði borð. Ef til vill segið þið, kæm vinir, þetta eru draumórar einir. Ég er því ósammála. Vissulega verða þröskuldar margir á vegi slíkrar framfarasýnar. En það stekkur enginn lengra en hann hugsar, er stundum sagt. Og til þess eru þrösk- uldar að yfírstíga þá. Ekki ætla ég að ræða um þær hættur allar sem á veginum verða. Þó vil ég nefna þrennt, sem varðar sjálfan grundvöllinn, sjálfstæðið, þótt með ólíkum hætti sé. Fyrir sérhveija þóð, sem vill vera sjálfstæð, er hvað mikilvægast aðt varðveita tungu sína og einkenni. Sérstaklega er slíkt nauðsynlegt fyrir smáþjóð, sem' á á hættu að hverfa í mannhafið. Um himingeiminn fljúga þegar fjölmörg gervitungl, og fer ört flölg- andi, sem hella yfír þjóðimar lélegu afþreyingarefni á erlendum tung- um. Á þetta horfa þúsundir manna hér á landi og fyrr en varir munu flestir eða allir eiga þess kost. Þetta verður ekki stöðvað með boði og bönnum, en nauðsynlegt er að horf- ast í augu við þær, hættur, sem þessu fylgja fyrir íslenska tungu og menningu. Við slíku ber að bregðast með uppeldi og menntun, þar sem feimnislaust er horfst í augu við framtíðina og hættumar. Þessi þróun krefst þess einnig að vandað sé til þess efnis, sem íslenskir íjölmiðlar bjóða. Vel þótti mér takast á jóladag, þegar önnur sjónvarpsstöðin sýndi æviferil Hall- dórs Laxness en hin Jóns Sveins- sonar, Nonna. Því miður þó á sama tíma. I raun er hér um svo stórt atriði að ræða, að ekkert má til spara, hvorki hugsun né ijármagn, ef af hagsýni er gert. Það er jafnframt staðreynd að menningarlegt sjálfstæði verður illa varið án efnahagslegs sjálfstæðis. Þótt setja beri manngildið ofar auð- gildinu, er það svo, að fjármagn þarf til flestra hluta. Ég er sannfærður um að mjög DANS? Já, allir í dans Kennsla hefst 9. janúar Barnadansar (laugardaga) Jazzballett fyrir alla Sértímar aldurshópa Sértímar rokk, tjútt og jive Samkvœmis- og gömlu dansarnir Hjóna- og einkatímar ★ Konur! Styrkjandi œfingar og létt dansspor, gufa og nuddpottur á eftir. Innrítun 2.-7. janúar milli kl. 13 og 18 í síma 46635 Dansandi kveöja, Kennslustaðir: HJALLASKÓLI, KÓP. ÆFINGASTÖÐIN . ENGIHJALLA 8 • ® 46900 Dagný Björk danskennari Ljóðatón- leikar í Norræna húsinu SIGRÍÐUR Jónsdóttir mezzó- sópran og Jónas Ingimundarson píanóleikari halda ljóðatónleika í Norræna húsinu miðvikudags- kvöldið 4. janúar kl. 20.30. Sigríður Jónsdóttir hóf söngnám hjá Olöfu Kolbrúnu Harðardóttur í Söngskólanum í Reykjavík árið 1980. Að loknu stúdentsprófi árið 1985 hélt hún til Bandaríkjanna, þar sem hún hefur síðan stundað söngnám hjá prófessor Mark Elyn við University of Illinois í Urbana- Champaign. Úm þessar mundir lýk- ur hún Bachelor-prófí í tónlist frá sama skóla. Þetta eru fyrstu opin- beru tónleikar Sigríðar hérlendis. Á efnisskrá tónleikanna verða Sigríður Jónsdóttir ljóðasöngvar eftir Gabriel Fauré, Frauenliebe und -leben eftir Robert Schumann, íslensk lög eftir Sig- valda Kaldalóns og Pál ísólfsson, útsetningar á írskum ballöðum eftir Benjamin Britten og Fred Weat- herly og ítalskar antikaríur eftir Bononcini og Pergolesi. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.