Morgunblaðið - 03.01.1989, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 03.01.1989, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1989 51 86% telja launamun of mikinn í þjóðfélaginu Afstaða til launamunar. Skipt eftir aldri og fylgi við stjómmálaflokka á landinu öliu, maí 1988. Alltof mikill Heldurof mikill Hæfilegur Oflítil! Alltof lítill Alls Aldur: 18-29 ára 56 29 14 1 0 100% 30-39 ára 66 22 11 1 0 100% 40-49 ára 69 21 9 0 1 100% 50-59 ára 79 13 7 1 1 100% 60-75 ára 81 13 3 2 1 100% Kjósendur: Alþýðuflokks 58 24 15 3 0 100% Framsóknarflokks 73 19 8 0 0 100% Sjálfstæðisflokks 50 27 20 2 1 100% Alþýðubandalags 81 13 6 0 0 100% Kvennalista 76 18 4 1 1 100% Borgaraflokks 80 16 4 0 0 100% Marktækni fyrir aldur: > 99% (Chi-square = 51.17) Marktækni fyrir kjósendur: > 99% (Chi-square = 69.84) Heimild: Þjóðmálakönnun félagsvisindastofnunar maí 1988. Taflan er fengin úr grein Stefáns Ólafssonar í BHMR-tíðindum, 4.tbl. 1988. Meðalatvinnutekjur kvæntra karla 25 - 65 ára 1987 1986 1982 Tekjuhæstu 20% 2105 1435 354 þ.a. hæstu 5% 2886 1944 494 Næsthæstu 20% 1384 954 244 Þarnæstu 20% 1106 754 199 Þarnæstu 20% 846 587 159 Tekjulægstu 20% 473 346 92 Meðaltekjur 1183 I 815 4* 218 Þessi tafla synir skiptingri atvinnutekna á þann hátt að mönnum er raðað eftir tekjum frá þeim lægsta til hins hæsta. Síðan er skipt í fimm jafhstóra hópa og athugaðar meðaltekjur hvers hóps. Taflan er úr grein Sigurðar Snævarr í BHMR-tíðindum, 4. tbl. 1988. 35 - 45 ára fólk með hæstu tekjurnar 65% karla og kvenna á höfuð- borgarsvæðinu trelja launamun í þjóðfélaginu vera allt of mik- inn, 21% telja hann vera heldur of mikinn og 13% hæfilegan. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Stefán Ólafsson forstöðu- maður Félagsvísindadeildar Há- skóla íslands segir frá í nýjasta hefti BHMR tiðinda. Þar kemur einnig fram að fleiri konur en karlar telja launamun vera allt of mikinn og að af þeim sem segjast vera mjög ánægð eða fremur ánægð með afkomu sína eru kjósendur Alþýðuflokks hlut- fallslega flestir en kjósendur Alþýðubandalags hlutfallslega fæstir. í þessu tölublaði BHMR tíðinda skrifar Sigurður Snæv- arr grein um dreifingu atvinnu- tekna á 9. áratugnum. Þar kemur fram að 35 til 45 ára fólk hefúr hæstar tekjur og að dreifing tekna er ójafnari nú en í upp- hafi áratugsins. Ari Skúlason hagfræðingur hjá ASÍ segir í grein í sama blaði að afriám kaupmáttartryggingar og íhlut- anir í frjálsa samningsgerð eigi stóra sök á auknum launamun. Stefán Ólafsson greinir frá niður- stöðum könnunar um afstöðu til launamunar og ber saman við fyrri kannanir árin 1986 og 1983. Þar kemur fram að afstaðan er all mis- munandi eftir kyni. 92% kvenna telja launamun allt of mikinn eða heldur of mikinn, en 8*1% karla. 17% karla telja launamun hæfilegan, 7% kvenna. Ekki er mikill munur á afstöðunni í fyrri könnunum. Aðrar niðurstöður í könnuninni en þær sem að ofan greinir, eru af landinu öllu. í aldurshópnum 18 til 29 ára telja fæstir lautiamun vera allt of mikinn, eða 56%. Hlut- fallið hækkar með aldri aðspurðra og 81% í aldurshópnum 60 til 75 ára telja muninn vera allt of mikinn. Niðurstöðumar sýna töluverðan mun á milli lqósenda stjómmála- flokkanna (sjá mynd af Töflu 2). Einnig kemur fram að beint sam- band er á milli tekna og afstöðu til launamunar. Meðalfjölskyldutekjur þeirra sem telja launamun vera allt of mikinn em 135.000 krónur á mánuði. Þeir sem telja muninn vera heldur of mikinn hafa að jafnaði 146.000, þeir sem telja muninn vera hæfilegan hafa 164.000 og loks hafa þeir sem telja launamun vera of lítinn 178.000 krónur í meðalíjölskyldutekjur. 11% aðspurðra em mjög ánægðir með afkomu sína, 43% fremur án- ægðir, 23% fremur óánægðir og 15% mjög óánægðir. í hópi 18 til 29 ára em 8% mjög ánægðir, en 14,9% mjög óánægðir. 9% 30 til 39 ára eru mjög ánægðir og 21% þeirra mjög óánægðir. 14% 40 til 49 ára em mjög ánægðir og 13% mjög óánægðir. I aldurshópn- um 50 til 59 ára segjast 10% vera mjög ánægðir og 15% vera mjög óánægðir og í elsta hópnum, 60 til 75 ára segjast 15% vera mjög án- ægðir og 9% mjög óánægðir. Ánægja með afkomuna er mis- mikil á meðal fylgismanna stjóm- málaflokkanna. Anægðastir em kjósendur Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks. Kjósendur Alþýðu- bandalags em óánægðastir. Fjölskyldutekjur þeirra sem segj- ast vera mjög ánægðir með afkomu sína em að jafnaði 187.000 krónur á mánuði. Samsvarandi tölur em 143.000 hjá þeim sem em fremur ánægðir, 130.000 hjá fremur óán- ægðum og 110.000 krónur á mán- uði hjá mjög óánægðum. Stefán segir í grein sinni að það sé „athyglisvert hve þeir sem segj- ast vera mjög ánægðir með fjár- hagsafkomu sína og fjölskyldu sinnar era Iítill hluti af svarenda- hópnum öllum, frá 5% til 28%, og þeim fer ekki að fjölga fyrr en kom- ið er yfir 150.000 krónur í fjöl- skyldutekjur á mánuði." Gífurlega mikið launaskrið „Viðvarandi umframeftirspum eftir vinnuafli hefur leitt til þess að launaskrið hefur verið gífurlega mikið á þessum tírtia, sem sést á því að á meðan kauptaxtar hækk- uðu um 560% 1980 - 1986 hækk- uðu atvinnutekjur um 810%,“ segir Sigurður Snævarr, Þjóðhagsstofn- un, í grein sinni um dreifíngu at- vinnutekna í sama tölublaði BHMR-tíðinda. Um sexfaldur munur er á hæstu og lægstu tekjum sem Sigurður greinir frá og samkvæmt þeim mælingum sem hann notar hafa tekjur hinna hæst launuðu hækkað um 584% á ámnum 1982 til 1987, tekjur lægstu hópanna hafa á sama tíma hækkað um 413,3%. Meðal- tekjur hafa hins vegar hækkað um 441,5% á þessum tíma. Sigurður sýnir einnig línurit yfir tekjuskiptingu eftir aldri og sést þar að aldurshópurinn 35 til 45 ára hefur hæstar tekjur, en 70 ára og eldri lægstar. „Megin niðurstaðan í þessari grein er að dreifíng atvinnutekna sé ójafnari nú en í upphafi þessa áratugar," segir Sigurður I lok greinar sinnar. Mikill munur innan ASÍ Ari Skúlason hagfræðingur ASÍ skrifar um launamun innan ASl. Hjá honum kemur fram að hæst launuðu skrifstofukarlar hafa 238% hærri laun en lágt launaðir verka- menn. Að meðaltali er launamunur þeirra hópa sem Ari metur um tvö- faldur. Um þennan mun segir Ari m.a.: „Mín skoðun er sú að afnám sjálfvirkrar kaupmáttartryggingar, eða vísitölubindingar launa eigi stóran þátt í þessari þróun. í öðm lagi eiga hvers kyns íhlutanir í fijálsa samningsgerð einnig stóra sök í þessum efnum." Morgunblaðið/Kristínn Benediktsson Slökkvilið Grindavíkur að störf- um á nýársnótt. Rjúfa varð þekj- una til þess að komast að eldin- um. Grindavík: Eldur í frystiklefa á nýársnótt Grindavík. MIKIÐ tjón varð er eldur kvikn- aði í frystiklefa veiðarfærahúss Hraðfrystihúss Þórkötlustaða í Grindavík á nýársnóttu og missa sex bátar beitingaraðstöðu til að byija með. Slökkvilið Grindavíkur var kallað að veiðarfærahúsinu er 45 mínútur vom liðnar af nýja árinu en mikill eldur var laus í frystiklefa í nyrðri enda hússins. í frystiklefanum, sem er mjög illa farinn af eldi, var geymd beita og 130 bjóð af beittri línu og er talið að það hafí allt skemmst f eldi og hita. Frysti- pressa, sem eyðilagðist í eldinum, var einnig notuð fyrir annan frysti- klefa í suðurenda hússins, sem missti frostið og gerir það að verk- um að alls missa sex bátar beiting- araðstöðu til að byija með en vertíð er einmitt að heflast svo óþægindi vegna bmnans verða nokkur. — Kr.Ben. Eigendur ásamt lögreglu að kanna skemmdir á bjóðunum i frystiklefanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.