Morgunblaðið - 03.01.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.01.1989, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1989 Morgunblaðið/V íðir Ljósadýrð var yfir bænum um áramótin. Morgunblaðið/Rúnar Antonsson Glatt logaði í þessum myndar- lega bálkesti. Róleg áramót „ÉG HELD að telja megi þessi áramót nokkuð róleg,“ sagði varðstjóri hjá lögreglunni á Ak- ureyri í gær. Þrír ökumenn voru teknir fyrir meinta ölvun við akstur á gamlárskvöld og nýárs- dag, en engin umferðaróhöpp áttu sér stað og engin meiddist á gamlárskvöld, svo lögreglan vissi. Mikil ölvun var í bænum á nýárs- nótt, bæði í heimahúsum og í mið- bænum, og var nokkuð um útköll í heimahús vegna ölvunar. Varð- stjóri sagði mikið af fólki hafa ver- ið á ferli í miðbænum fram undir morgun eftir dansleiki — göngugat- an og Torgið hefði nánast verið fullt af fólki fram til klukkan átta. Slökkviliðsmenn nutu áramót- anna í rólegheitum í húsakynnum slökkviliðsins. Ekki var leitað til þeirra vegna elds eða annars. Arleg fíiglatalning á Akureyri: Mikil fjölgun æðar- fugls undanfarin ár TUTTUGU og ein tegund fugla sást í árlegri fuglatalningu á Akureyri. Ahugamenn um fiigla víðs vegar um landið stunda þessa talningu árlega á öðrum degi jóla. A Akureyri eru það fimm manns sem sjá um talninguna. Að sögn Þorsteins Þorsteinsson- ar, eins talningarmanna, var talið meðfram ströndinni að mestu leyti, frá Skjaldarvík og inn að Leiruvegi. Þeir fuglar sem sáust að þessu sinni voru eftirtaldir: 5 dílaskar- far, 387 stokkendur, 201 hávella, 1465 æðarfuglar, 14 gulendur, 2 toppendur, 2 fálkar, 4 rjúpur, 369 silfurmávar, 595 svartbakar, 160 hvítmávar, 142 bjartmávar, 192 hettumávar, 40 ritur, 3 stuttnefj- ur, 71 teista, 57 hrafnar, 3 grá- þrestir, 1 skógarþröstur, 4 auðnu- tittlingar, 1555 snjótittlingar og 540 ungir mávar og ógreindir, sem voru það langt í burtu að ekki var hægt að greina þá. „Það er miklu meira af snjótittl- ingi í sjálfu bæjarlandinu en fram kom í talningunni, þar sem fólk er mjög viljugt að gefa þeim — en það er ekki vinnandi vegur að fara í hvem garð í bænum til að telja," sagði Þorsteinn í samtali við Morgunbláðið. „Þá er einnig mun meira af skógarþresti í bæn- um, því fólk gerir einnig mikið af því að gefa þeim í görðum sínum.“ Þorsteinn sagði að dagana fyr- ir talninguna hefðu sést 7 silki- toppar í bæjarlandinu, einnig grá- hegpn, sem sást á aðfangadag en einn slíkur hefur verið hér undan- farin ár. Það athyglisverðasta við taln- inguna að þessu sinni sagði Þor- steinn vera fjölgun æðarfugls: „Þetta er mjög ánægjulegt fyrir æðarræktarbændur við Eyjafjörð, því undanfarin ár hefur verið mik- il fjölgun æðarfugls," sagði hann. Þorsteinn sagði það hafa komið talningarmönnum á óvart hve margir hefðu verið að skjóta svartfugl á annan í jólum. „Okkur þótti einkennilegt hve mikið var verið að skjóta svartfugl — fugl fældist talsvert við það og gerði okkur erfitt fyrir með talningu. Menn voru á trillum úti á firðinum við þetta. Það er löglegt að skjóta svartfugl, en okkar fannst það siðlaust að drepa þessi grey á annan í jólum.“ Mjög gott veður var talningar- daginn: logn og skýjað, tveggja stiga frost, og um 30 sentímetra nýlega jafnfallinn snjór. Jón Sigurðarson, forsljóri Álafoss hf.: Nálgnmst framleiðslustig sambæri- legra fyrirtækja VERULEGUR árangur hefur náðst í hagræðingu í rekstri Álafoss hf. á fyrsta starfsárinu, eftir því sem fram kemur í fréttabréfi fyrir- tækisins, A prjónunum, „þó enn þurfi að gera betur, enda varla við kraftaverki að búast á aðeins 12 mánaða starfstímabili,“ eins og haft; er eftir Jóni Sigurðarsyni, forstjóra fyrirtækisins. Slysið við Hof: Maðurinn úr lífehættu MAÐURINN sem ekið var á norð- an við býlið Hof í Amarnes- hreppi á öðrum degi jóla er nú talinn úr lífshættu. Maðurinn er skoskur, tengdason- ur hjónanna á Hofi, og kom til landsins ásamt eiginkonu sinni í jólafrí. Hann var á leið milli bæja ásamt mági sínum á gönguskíðum er slysið varð. Nýlega var gerð ítarleg úttekt á framleiðslu Alafoss hf. Það var ráð- gjafarfyrirtækið Boston Consulting Group sem ásamt starfsmönnum Alafoss sá um úttektina. í frétta- bréfinu segir að í könnuninni hafi komið fram að veruleg hagræðing hafi orðið í öllum deildum fyrirtæk- isins, jafnt í framleiðslu, þjónustu og yfirstjóm. Haft er eftir Jóni að í grófum dráttum hafi tekist að halda upp- haflegri áætlun um hagræðingu. „Ein af þeim viðmiðunum sem not- uð hefur verið er samanburður við önnur fyrirtæki í svipaðri fram- Morgunblaðið/Rúnar Þ6r Bjömsaon Nýársbarnið á Akureyri Fyrsta barn ársins á Akureyri fæddist kl. ellefú mínútur yfir fimm á nýársnótt. Það var drengur, 4.090 grömm eða 16 merkur, 53 sentímetrar á lengd. Foreldar hans eru Erna Gunnarsdóttir og Gunnar M. Guðmundsson og tók Rúnar Þór myndina af stoltum for- eldrum með syngjandi soninn í hádeginu í gær. Það þarf ekki að koma á óvart þó sá litli hafi tekið lagið fyrir ljósmyndar- ann, þvi móðirin er kunn dæg- urlagasöngkona! í Vestur-Evrópu leiðslu í Vestur-Evrópu,“ sejgir í blaðinu og haft er eftir Jóni: „I stað þess að vera með framleiðslustig sem er tugum prósenta lægra en gerist hjá þessum fyrirtækjum, er- um við að nálgast þau mjög hratt. Þetta var eitt af markmiðum okkar í upphafi og það hefur náðst.“ Sem dæmi um árangur hagræðingar er vefdeild fyrirtækisins nefnd, „þar sem framleiddar eru værðarvoðir og áklæði. Þar er nú helmingi færra starfsfólk í helmingi minna húsnæði að framleiða nær sama magn og gert var hjá báðum fyrirtækjunum fyrir sameiningu" — þ.e. hjá iðnað- ardeild Sambandsins og Álafossi hf. „Þetta er nákvæmlega það sem stefnt var að með sameiningunni og við eigum enn mikið verk fyrir höndum. Við getum enn ekki borið okkur fyllilega saman við þá sem fremst standa. Einnig verðum við að hafa í huga að keppinautar okk- ar eru sífellt að vinna að því að gera enn betur í sínum fyrirtækjum og því er þetta verkefni sem aldrei tekur enda,“ segir Jón Sigurðarson. „Enn á gjörgæslunni“ í fréttabréfinu kemur einnig fram að afkoma fyrirtækisins, fyrir afskriftir og vexti, á umræddum 12 mánuðum hafi batnað stöðugt og sé nú orðin jákvæð. „Fyrir sam- einingu var talið að afkoma gömlu fyrirtækjanna væri neikvæð um yfir 20%,“ er haft eftir Jóni. Fram kemur að fyrirtækið sé þó enn rek- ið með verulegum halla og segir Jón fjármagnskostnað þar vega þyngst, og orsökin sé of háir vextir og hátt gengi. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu standa nú yfir viðræður um endurskipulagn- ingu á fjárhagslegri stöðu fyrirtæk- isins. Meðal annars hefur verið leit- að til Atvinnutryggingasjóðs í því sambandi. „Við erum ennþá á gjör- gæslunni en vonumst til þess að fljótlega fari að brá af okkur,“ er haft eftir Jóni Sigurðarsyni. Mun færri útköll 1 fyrra en árið 1987 Á NÝLIÐNU ári voru 79 brunaútköll hjá Slökkviliði Akureyrar, en 115 árið áður. Munar þar mestu um að sinubrunar voru mjög fáir á árinu, eða 7 en voru 41 árið áður. Mestu eldsvoðamir á árinu 1988 voru í Golfskálanum á Jaðri og á Hólakoti í Eyjanrði, í byrjun ársins. Sjúkraútköll voru 1.084 á árinu 1988, þar af 185 utanbæjar, en voru 1.086, þar af 172 utanbæjar, árið áður. Af þessum 1.084 sjúkraútköll- um voru 197 bráðatilfelli. í skýrslu slökkviliðsstjóra, Tómas- ar Búa Böðvarssonar, um útköll og eldsvoða á nýliðnu ári, kemur fram að flest útköll voru í maí, 15 alls, og 11 í marz — en í öðrum mánuðum fylltu útköllin ekki tuginn. Útköll án elds voru alls 39 en útköll vegna elds 40. Flest útköll þegar um eld var að ræða voru vegna elds í íbúðarhúsi, 9 alls, 7 vegna elds í rusli, sinu eða mosa og 6 vegna elds í ökutækjum. Þá kemur fram að flestir eldsvoðar hafa orðið um miðjan dag — á tíma- bilinu 12.00 til 15.00, en þá urðu 11 eldsvoðar. 9 urðu á bilinu 15.00 til 18.00 en mun færri á öðrum tímum. Upptök eldsvoða voru í flestum tilvikum vegna íkveikju, 12 sinnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.