Morgunblaðið - 03.01.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.01.1989, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR á: JANÚAR'1989 13 Tónleikar í Bústaðakirkju Tönlist Ragnar Björnsson Bryndís Halla Gylfadóttir selló- leikari og Roglit Ishay píanóleik- ari. Tónleikar í Bústaðakirkju fiinmtudaginn 29. des. sl. Hafi maður kviðið örlítið því að hlusta á enn einn unglinginn, sem þar að auki hefur ekki enn að fullu losað sig við skólabekkinn, þá verður að segjast að sá kvíði hvarf fljótlega eftir að þær stöllur, önnur 23 ára og hin 24, hófu leik sinn. í tvo klukk- utíma sat undirritaður og naut þess að hlusta og gleymdi því gjörsamlega að hann hafði verið beðinn að skrifa umsögn um tónleikana. Með þessari yfirlýsingu ætti umsögninni eigin- lega að ljúka, því getur maður farið fram á mikið meira en að líða vel á meðan á tónieikunum stendur? Það þarf nefnilega töluvert til að skila tónlist frá sér þannig að áheyrandinn gleymi því að hann er vitni að línu- dansi sem farið getur á hvom veginn sem er og að hann er kannske með fjöregg listamannsins í hendi sér. En svo eðliiega músíseruðu þær Biyndís og Roglit og einnig af slíku öryggi að örlítill kvíði eða efi komst ekki að. Hvort önnur hvor eða báðar eiga eftir að bijóta niður múra frægðarinnar ætla ég engu um að spá, enda slík umfjöllun engum til góðs, listamaðurinn á aðeins eina leið og sú er vinna, vonbrigði og gleði eru förunautar, frægðin á bak við flöllin — kannske. Efiiisskráin að þessu sinni var Sonata í d-moll eftir Debussy, Suite Espagnole eftir de Falla, A-dúr-sónata C. Franc, og eft- ir hlé einleikssónata op. 8 eftir Z. Kodály. Flutningur þeirra Bryndísar og Roglit á verkefnum fyrri hluta tónleikanna var mjög góður og í anda höfundanna. Sónata C. Francks fær breytilegt yfirbragð við einleiks- hljóðfærið sem ræður hveiju sinni og að þessu sinni var það sellóið. Þótt margt gott megi segja um hljómburðinn í Bústaðakirkju þá skil- ar kirkjan ekki öllu jafii vel, og í þetta skiptið kom það niður á selló- inu á stundum a.m.k. Kirkjan hefur mjúkan hljómburð og safamikill og dökkur tónn sellósins vill einhvem- veginn fletjast út, sérstaklega á neðra sviðinu og vandamál getur orðið fyrir píanistann að kæfa ekki sellóið, og þá sérstaklega á neðra sviðinu. Öll þessi verk í fyrri hlutan- um hefði undirritaður þvi kosið að heyra frekar í eðlilegum tónleikasal, en hvar er hann í Reykjavík? í ein- leikssónötu Kodálys sýndi Bryndís mikla leikni og skilning á verkefn- inu, en kannske þarf að spila þessa sónötu nokkra tugi skipta á tónleik- um, til þess að ná fullkomnu teknísku valdi á henni, svo erfið í flutniiígi er þessi meistarasmíð Kodálys. Tónleikamir vom haldnir í minn- ingu Gunnhildar, systur Bryndísar, — óvenjuleg en fögur eftirmæli. Árni Arinbjarnarson vígir nýtt pípuorgel í Grensáskirkju Danski orgelsmiðurinn Bmno Christensen hefur á tiltölulega stuttum tíma byggt nokkur orgel í íslenskar kirkjur og nú síðast í Grensáskirkju. Það fer tæplega milli mála að Christensen er feikna góður orgelsmiður og mælir sig með réttu við hlið dönsku risanna í orgelsmíði, þá Frobenius og Mark- ussen. Grensássókn er hér með óskað til hamingju með hljóðfærið sem virðist hafa heppnast mjög vel, þó veltir maður fyrir sér hvort ekki hefði fengist meira út úr hljóð- færinu ef verkunum hefði verið dreift á stærri gólfflöt kirkjunnar. Eins og því er fyrirkomið virðist sem ætlunin hafí verið að kórinn kæmist fyrir í beinni línu út frá orgelinu, sem er vafasöm ákvörðun ef bitnar á hljómi orgelsins. En kannske skiptir þetta ekki öllu máli, því hljómburður í kirkj- unni fyrir tónlistarflutning er af- leitur. Þetta er leitt því allt annað er fyrir hendi. Enginn organleikari er öfundsverður af að halda orgel- tónleika við slíkar aðstæður og vandi er að velja efiiisskrá sem þolir slíkt hljómburðarleysi, og á þessu vali varð Arna svolítill fótas- kortur, eða kannske var hann að sannreyna hvað ekki má bjóða hljómburðinum í kirkjunni.. En Bo- éllmann-svítan á ekkert erindi inn í þennan hljómburð og heldur ekki Prelúdían og fúgan í G-dúr eftir Bach og jafnvel fleira af því sem hann lék að þessu sinni. Tríó- sónötur Baehs, konsertamir, sálmaforleikimir, partítumar mundu ganga í þessum hljóm- burði, en gerðu um leið mjög mikl- ar kröfur á hendur flytjandanum og væri það út af fyrir sig mjög spennandi reynsla. Ami flutti öll verkin á efnisskránni af miklu ör- yggí- Líkamsrækt er lífstíll í Studíó Jónínu og Ágústu, Skeifunni 7. sími 689868 ^ m m D • Tímatafla Gengur i gildi 9. janúar. Eldri timataf la gildir þangaó til. MÁNUD ,/MIÐ VIKUD. ÞRIÐJUD./FIMMTUD. FÖSTUD. LAUGARD. SUNNUD. 09.00-10.00 ERÓBIKK 12.07-13.00 ÞR.HR. 09.00-10.00 ER0BIKK 10.30-11.30 F.G.K. u " 10.00-10.50 MR&LT 12.07-13.00 F.G.K. 12.07-13.00 ÞR.HR. 11.00-12.00 ÞR.HR. 13.30-14.30 ÞR.HR. 13.10-14.00 MR&LT 16.30-17.20 MR&L 1 1.30-13.00 POLTiMlft 14.30-15.20 MR&L T. 14.00-14.50 MR&LT 17.10-18.10 ÞR.HR. 12.00-12.50 BARNSH. 12.30-13.30 ÞR.HR. 15.30-16.20 MÆÐUR M/B 14.50-15.50 ÞR.HR. 17.20-18.20 ERÓBIKK 13.00-14.00 ERÓBIKK 13.00—'14.00 ERÓBIKK 16.30-17.20 MR&L 17.10- 18.10 ÞR.HR. 17.20- 18.20 ERÓBIKK 18.10- 19.10 ÞR.HR. 18.20- 19.50 POLTÍMI ☆ 19.10- 20.00 MR&LT. 19.50-20.40 MR&L 20.00-21.15 ÞR.HR.* 20.40-21.40 ERÓBIKK 16.30- 17.30 ERÓBIKK 17.10- 18.10 ÞR.HR. 17.30- 18.20 MR&L 18.10- 19.10 ÞR.HR. 18.20- 19.20 ERÓBIKK 19.10- 20.10 ÞR.HR. 19 20-20.20 MR&L t* 20.20- 21.10 MR&L 20.10- 21.10 ÞR.HR. & _ 18.10-19.25 ÞR.HR.# 13.00-14.15 ÞR.HR.tír 14.00-14.50 MR&L 14.15-15.05 MR&LT 13.30-14.30 ÞR.HR 21.15-22.05 MR&LT 21.15-22.05 BARNSHAF Fitumælingar, þolmælingar og liðleika- mælingar Barnagæsla kl. 13.00-16.00 mánud.-fimmtud. MR&L = Magi, rass Og læri: Styrkjandi og vaxtamótandi tímar fyrir byijendur ekkert hopp. MR&L T t= Magi, rass og lærí: Magí, rass og læri í tækjum: Styrkjandi æfingar í tækjasal fyrir byrj- endur. leiðbeinandi stýrir hópnum allan tímann. ERÖBIKK - tleiri hreyflng, mjúkt og hart eróbikk fyrir þá sem eru komnir aSelns lengra. MÆÐUR M/B - Mæður með nýfædd born: rólegir uppbyggjandi tímar eftir f aeSingu. Nýfædd börn með í tímanum BARNSH. -Barnshafandi konur, styrkjandi tímar f. konur fyrir og eftir barnsburð. F.G.K. = Forvarnir gegn kransæðasjúk- dómum: Tímar fyrir karlmenn 40 ára og eldri. Hall- dóra Björnsdóttir íþr. fræðingur stjórnar stöðvaþjálf- un, styrkjandi og þolaukandi tímar. PÚLTÍMAR » 90 mín tímar fyrr fólk í toppformi. mjúkt og hart eróbikk, mikið um samsett spor. Áhersia lögð á rass og iæri. ÞR. HR. = í>rekhringurinn: Eróbikk og tækj- aleikfimi í sama tímanum (stöðvaþjálfun), hörku tímar, fjör, hvatning og aðhald. Leiðbeinandi hópnum, skemmtileg tónlist. & = 'KILLER" Erfiðir tlmar ætlaðir fólki í góðu formi. r VERÐSKRA: stýrir STAKUR TÍMI 4 TÍMA K0RT 8 TiMA K0RT ,.KR. 375,- ,KR. 1.410- „KR. 2.650- STÚOÍÓ JÓNÍNU & AGÚSTU Skeifan 7,108 Reykjavík, S. 689868 12TÍMAK0RT;......KR. 3.400,- 1 MANUÐUR (ÓTAKM).KR. 3.800.- 3 MANUÐIR (0TAKM).KR. 8.950,- 6 MÁNUÐIR (ÓTAKM).KR. 16.620- STAKUR TIMI í LJÓS KR. 350,- 10 TiMA K0RT í LJÓS KR. 2.700- ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.