Morgunblaðið - 03.01.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.01.1989, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1989 23 Spánverjar taka við forsæti í EB: z . \ Beina athygl- inni að skatta- og fjármálum Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttantara Morgunblaðsins. NÚ UM áramótin tóku Spánveijar við forsæti í ráðherranefiidum Evrópubandalagsins (EB) af Grikkjum. Francisco Fernandez Or- donez, utanríkisráðherra, mun leiða samstarfið svo sem venja er, en Felipe Gonzalez, forsætisráðhera, verður í forsæti leiðtogafundar bandalagsins sem verður haldinn í Madrid 26. og 27. júní. Fastafulltrúi Spánverja í Brussel, Carlos Westendorp y Cabeza, gerði blaðamönnum fyrir skömmu grein fyrir áherslum Spánverja það miss- eri sem þeir gegna forsetaembætt- inu. Að slepptu því sem kalla má fasta liði, s.s. innri þróun banda- lagsins í átt til sameinaðrar Evrópu og baráttu aðildarríkjanna fyrir stærra hlutverki á leiksviði alþjóða- stjómmála, hyggjast Spánveijar leggja áherslu á að ná árangri á sviði skattamála og samstarfs í peningamálum. Reiknað er með því að leiðtogafundurinn í Madrid fjalli ítarlega um skýrslu nefndar sem vinnur að tillögum um þessi efni undir forsæti Jacques Delors, for- seta framkvæmdastjómarinnar. Ekki er búist við neinum ákvörðun- um, hvorki um hugsanlegan seðla- banka fyrir bandalagið né um nán- ara samstarf á sviði peningamála en Spánveijar binda vonir við að leiðtogamir komi sér saman um leiðir að þessum markmiðum. Staða og hlutverk Evrópuþings- ins verður til umfjöllunar og Gonz- alez, forsætisráðherra, hefur lýst þeirri skoðun sinni að kjörtímabil Evrópuþingsins sem hefst í júní verði hið síðasta sem þingið situr með takmörkuð völd. Jafnframt verður unnið að málefnum EB- markaðarins, reynt verður að þoka áfram samkomulagi um félagsleg réttindi þegna bandalagsins og al- gjörri upprætingu landamæra á milli aðildarríkjanna. Á sviði utanríkismála stefna Spánveijar að því að finna lausn á deilunum við Bandaríkjamenn, a.m.k. koma í veg fyrir að þær magnist. Sömuleiðis vilja Spánvetj- ar ljúka samningum við Austur- Evrópuríki og fá framkvæmda- stjómina til að ganga frá tillögum að samkomulagi við Sovétríkin. Samskiptin við Suður-Ameríku og EFTA verða einnig ofarlega á baugi. Hvaða árangrí Spánveijar ná er erfítt að spá um en gott samkomu- lag spænskra sósíalista við pólitíska skoðanabræður á Frakklandi sem taka við forsætinu í haust ætti ekki að spilla fyrir. Gonzalez hefur þeg- ar átt fund með Francois Mitter- rand, Frakklandsforseta, þar sem þeir voru sammála um sameiginleg- ar áherslur út árið. í ljósi þess að forseti framkvæmdastjórnarinnar, Delors, er sama sinnis í félagsmál- um og málefnum launþega er líklegt að „Evrópa fólksins" þokist nokkuð á leið á komandi ári. En það slag- orð hefur verið notað til að minna á, að samstarf Evrópuþjóða snýst ekki aðeins um að auðvelda rekstur fyrirtækja. Litháen: Biskupinn laus úr 28 ara útlegð Róra. Reuter. YFIRVOLD í Sovétríkjunum hafa leyft yfirmanni kaþólsku kirkjunn- ar í Litháen að taka aftur við starfi sínu en hann hefiir verið í út- legð innanlands í nærri 28 ár. Talsmaður Litháensku upplýs- ingamiðstöðvarinnar í Róm sagði fyrir helgi, að sovéskur embættis- maður, sem fer með trúarleg mál- efni, hefði skýrt kirkjunnar mönn- um í Litháen svo frá, að Julijonas Steponavicius biskup fengi að koma aftur til Vilnius, höfuðborgarinnar, og taka upp sín fyrri störf. Ungveijaland: Aukínn flóttamanna- straumur frá Rúmeníu Búdapest. Reuter. TÆPLEGA 7.000 flóttamenn frá Rúmeníu fóru í óleyfi yfir ung- versku landamærin á árinu 1988, að því er haft var eftir yfir- manni landainærasveita ungverska hersins fyrir helgi. Flótta- mennimir eru flestir af ungverskum ættum, en Nicolae Ceausescu Rúmeníuforseti hefúr uppi áform um að jafna þúsundir sveita- þorpa, sem ungverski minnihlutinn byggir, við jörðu og hafa samskipti rílqanna tveggja versnað mjög sökum þessa. Ungverski herforinginn sagði í og hefur löngum hatast við minni- samtali við dagblaðið Nepszabad- hlutahópa þá sem búa í landinu. sag að fjórum sinnum fleiri flótta- í máli herforingjans kom fram menn hefðu komið inn í landið að 449 Austur-Þjóðveijar hefðu með óleyfilegum hætti en 1987. farið yfir ungversku landamærin Hefðu rúmlega 8.200 manns, þar í óleyfi. Ferðafrelsi er hvergi af 6.974 Rúmenar, leitað hælis í meira í kommúnistaríkjunum Ungveijalandi 1988 en fyrir voru handan Jámtjaldsins en í Ung- í landinu um 20.000 flóttamenn veijalandi og mun fólk þetta hafa frá Rúmeníu. Ceausescu Rúm- ætlað sér að komast til Vestur- eníuforseti fylgir harðlínustefnu landa. Steponavicius, sem er 77 ára að aldri, var handtekinn árið 1961 og sendur í útlegð til bæjarins Zagare. I september síðastliðnum kom hann öllum að óvörum til Rómar þar sem hann var í þijár vikur og átti við- ræður við Jóhannes Pál páfa. Ekki er enn vitað hvenær hann kemur til Vilnius. NYJUSTU FRETTIR AF METSÖLUBÓKINNI í LANDSBANKANUM: RAUNAVOXTUN KJORBOKAR VAR FRÁ 8,57% Á ÁRINU 1988 Já, það kemur mörgum á óvart að óbundin ávöxtunarleið eins og Kjörbók skuli bera slíka raunávöxtun. En ástæðan er samt einföld. Kjörbókin er sveigjanleg í allar áttir og höfundar hennar í Landsbankanum taka sífellt með í reikninginn breytilegar aðstæður. Þannig ber Kjörbók háa grunnvexti, ávöxtunin er reglulega borin saman við verðtryggða reikninga og þeir sem eiga lengi inni eru verðlaunaðir sérstaklega með afturvirkum vaxtaþrepum eftir 16 og 24 mánuði. Raunávöxtun Kjörbókar var8,57% á liðnu ári, 9,92% á 16mánaða þrepinu og 10,49% á 24 mánaða þrepinu, sem var reiknað út í fyrsta sinn nú um áramótin. Þér er óhætt að leggja traust þitt og sparifé á Kjörbókina strax. Hún bregst ekki frekar en fyrri daginn. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.