Morgunblaðið - 03.01.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.01.1989, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1989 21 Einn eilíföar húsbyggjandí - sagði Fríða Á. Sigurðardóttir er hún hlaut rithöfundastyrk útvarpsins Friða Á. Signrðardóttir hlaut í ár rithöfundastyrk Ríkisútvarps- ins við hefðbundna athöfn á gamlaársdag, að viðstöddum forseta íslands, menntamálaráðherra, útvarpsstjóra og fleiri gestum. Tekj- ur sjóðsins sem nú koma til úthlutunar eru 300 þúsund krónur og afhenti formaður sjóðstjórnar, Jónas Kristjánsson, Fríðu þær með ræðu. Sagði Friða í stuttu samtali við blaðamann Morgunblaðsins að hún hefði undanfarin tvö ár verið að vinna að skáldsögu sem vonandi kæmi út á næsta ári og sé þessi styrkur mikilvægur fyrir hana, þar eð hann gefi henni tækifæri til að einbeita sér að þvi verki, án þess að hafa peningaáhyggjur og þurfa að taka að sér prófarkalestur á meðan. Frá Friðu hafa komið smásagnasöfii og fyrir tveimur árum kom út eftir hana skáldsagan Eins og hafið. í þakkarávarpi sínu líkti Fríða því að skrifa við það að gerast einn eilífðar húsbyggjandi. Lítt eftirsóknarvert og lánamarkaður enn ótraustari en við aðrar bygg- ingar. Sem vonlegt er því húsið sé byggt úr hugmyndum og orðum, ótryggu efni og hálu, sem mun erfíðara er við að fást en timbur og steypu. Allt skal gert með eigin höndum og ekki hægt að ljúka því á einu eða tveimur árum, því alltaf er verið að breyta og bæta við, einu herbergi hér, öðru þar, ef til vill sal, eða jafnvel heilli hæð. Og alltaf öðru hvoru eru gestir að líta inn, sumir koma rétt í gættina og fussa, hafa aldrei séð annað eins hrófatildur — eitthvað annað en áður var — aðrir telja allt of há- timbrað og gamaldags, hæfi alls ekki nútímanum, sumir kvarta yfir röngu litavali, aðrir yfir herbergja- skipan og sumir neita hreint út að líta á húsið sjálft heldur ein- beita þess í stað athyglinni að húsbyggjandanum sjálfum, telja ljóst að hann sé alls ekki fær til byggingar sem þessarar því allir hljóti að sjá að hann hafí ekki það sköpulag sem til þurfí í slíkt verk. Og húsbyggjandi fer að hugsa að kannski væri réttast að rífa bara kofann. Síðar vék Fríða að öðrum gest- um. Einu sinni á ári er húsið flóð- lýst ef einhverju hefur verið aukið við, hávaðinn verður ærandi og allt fer á fljúgandi ferð, verður æsileg glimmerhringekja sem hús- byggjanda er eins gott að reyna að hanga á ef hann vill ekki þeyt- spáð í sífellu að hið ritaða mál, „bókin" sem svo er nefnd í eintölu að erlendum hætti, muni senn líða undir lok, þoka fyrir „kvikmynd- inni“ sem þá er sambærilegt orð haft um allskonar hreyfimyndir. Aldrei hafi verið meiri barlómur í bókaútgefendum heldur en núna fyrir síðustu jól. En hvað gerist? Á bak jólavertíð- inni kemur í ljós að meira hefur verið keypt af bókum en nokkru sinni fyrr og fleiri eintök verið prentuð af tilteknum bókum en Morgunblaðið/Einar Falur Fríða Á. Sigurðardóttir rithöfúndur tekur við styrk Rithöfúnda- sjóðs Ríkisútvarpsins úr hendi formanns sjóðstjórnar, Jónasar Kristjánssonar. ast út í ystu myrkur. Hann er lengi að jafna sig eftir þá heimsókn. En það koma líka aðrir gestir, gestir sem vita að byggingin er hluti af heild, þeirri heild sém skáldkonan Fay Weldon nefnir borg ímyndun- araflsins, og að sú borg í öllu sínu litskrúði og fjölbreytileika er hluti af ennþá stærri heild sem nefnist mannlegt samfélag. Þegar slíkir gestir koma er gaman að lifa hjá húsbyggjanda. Og Fríða þakkaði gestunum sem nú hefðu gert sér þann heiður að koma í hús hennar færandi gjafir. Gert henni mikla gleði. Undir lok ræðu sinnar vék Jónas Kristjánsson að bókinni. Því sé dæmi eru til hér á landi. Vafalaust séu þessar bækur misjafnar að gæðum, en ekkert bendi til að þær séu í heild sinni lélegri en á undan- fömum góðárum. Tvennt megi að minnsta kosti fullyrða án þess að hafa lesið nema fátt eitt hinna nýju bóka: Nú hefur meira verið keypt af nýjum frumsömdum íslenskum bókum, minna af þýdd- um skáldritum eða „reyfurum“ en tíðkast hefur um skeið. Og allur frágangur nýju bókanna er mjög vandaður og sumar hreinir kjör- gripir, sagði Jónas. Því sýnist ástæðulaust í upphafí nýs árs að örvænta um hag íslenskra bók- mennta. Bókin muni lifa. 21 íslendingur heiðraður Forseti íslands hefúr sam- fyrir störf að líknarmálum. Guðrúnu Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf kvæmt tillögu orðunefndar sæmt eftirtalda Islendinga heiðurs- merki hinnar íslensku fálkaorðu: Birgittu Spur, safnstjóra, Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf í þágu höggmyndalistar. Björgvin Frederiksen, iðnrekanda, Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf í þágu iðnaðarins. Bryndísi Víglundsdóttur, skólastjóra, Garðabæ, riddarakrossi fyrir störf í þágu þroskaheftra. Egil Ólafsson, bónda, Hnjóti, Örlygshöfn, Barða- strandarsýslu, riddarakrossi fyrir söfnun og vörslu sögulegra minja. Elísabetu G.K. Þorólfsdóttur, hús- freyju, Amarbæli, Fellsströnd, Dalasýslu, riddarakrossi fyrir hús- móður- og uppeldisstörf. Guðjón Magnússon, formann Rauða kross íslands, Reykjavík, riddarakrossi Magnússon, sendiherrrafrú, Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf í opinbera þágu. Herstein Pálsson, fv. ristjóra, Seltjamarnesi, riddara- krossi fyrir ritstörf. Hörð Sigur- gestsson, forstjóra, Reykjavík, ridd- arakrossi fyrir störf að samgöngu- málum. Jóhannes Stefánsson, fv. forseta bæjarstjórnar, Neskaup- stað, riddarakrossi fyrir störf að bæjar- og atvinnumálum. Jón Þór- arinsson, tónskáld, Reykjavík, stór- riddarakrossi fyrir störf að tónlist- armálum. Jónas Jónsson, búnaðar- málastjóra, Reykjavík, riddara- krossi fyrir störf í þágu landbúnað- arins. Jórunni Viðar, tónskáld Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf að tónlistarmálum. Kjartan Guðna- son, formann Sambands íslenskra berkla- og bíjóstholssjúklinga, að félags- og tryggingamálúm. Margréti Guðnadóttir, prófessor, Reykjavík, riddarakrossi fyrir kennslu- og vísindastörf. Pál Flyg- enring, ráðuneytisstjóra, Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf í opinbera þágu. Sigurð J. Briem, deildar- stjóra, Reykjavík, riddarakrossi fyr- ir störf í opinbera þágu. Sigurlín Gunnarsdóttur, hjúkrunarfræðing, Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf í þágu sjúkra. Skapta Áskelsson, skipasmið, Akureyri, riddarakrossi fyrir brautryðjandastarf í skipa- smíðum. Vilhjálm Jónsson, for- stjóra, Reykjavík, riddarakrossi fyr- ir störf að atvinnumálum. Séra Þorstein Jóhannesson, fv. prófast, Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf að kirkjumálum. /7 Vinningaskrá 1988 Toyota Land Cruiser Turbo Diesel: 33891 - 48696 Heimilispakkar sem innihalda:Macintosh Plus einkatölvu, Nordmende CV 2201 kvikmyndatökuvél, Bang & Olufsen Beosystem 5000 ásamt Penta hátölurum, Nordmende Prestige 29" sjónvarp, Nordmende V1405 mynd- bandstæki, Goldstar ER 654 D örbylgjuofn og Mitsubishi farsíma: 5700 - 7835 -13069 - 27944 44513-81021 - 144353 Gervihnattamóttakarar: 324-62042-73156 81981 - 117069 - 155345 Mitsubishi farsímar: 37499 - 59129 - 82173 - 91368 Bang & Olufsen MX-2000 sjónvörp, ásamt VHS 82.2 myndbandstækjum: 16151 - 20118 - 22437 - 157854 Macintosh Plus einkatölvur: 11322 - 33544 - 83881 - 162275 Goldstar GCD 60 hljómflutningstæki: 53642 - 55776 - 139748 - 164254 Goldstar GHV 1245 myndbandstæki: 93516 - 96520 - 114716 - 125456 Goldstar CBT-9225 20" sjónvarpstæki: 15864 - 42055 - 129434 - 155425 Goldstar CBT-4521 14" sjónvarpstæki: 10446 - 60034 - 71222 - 120739 Citizen ferðageislaspilarar: 19339 - 37595 - 84258 - 92479 Citizen ferðasjónvarpstæki: 35133 - 75735 - 145848 - 155087 (Birt án ábyrgöar) Vinninganna skal vitjað á skrifstofu Radíóbúðarinnar, Skipholti 19, Rvk. Óskum öllum landsmönnum gleðilegs nýs árs og þökkum stuðninginn á liðnum árum. Flugbjörgunarsveitin Reykjavík Flugbjörgunarsveitin Hellu Flugbjörgunarsveitin Skógum Flugbjörgunarsveitin V-Húnavatnssýslu Flugbjörgunarsveitin Varmahlíð Flugbjörgunarsveitin Akureyri wgmilNbifrife Gódan daginn!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.